Morgunblaðið - 27.11.2021, Page 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021
nágrenni Reykjavíkur. Óðinn er ein-
stakt skip og saga þess merk,“ segir
Ingólfur Kristmundsson sem var
vélstjóri á Óðni í 50 og 200 mílna
þorskastríðunum. Hefur síðustu ár í
sjálfboðastarfi mikið sinnt við-
gerðum og unnið við endurbætur á
skipinu, sem er rúmlega 60 ára gam-
alt.
menn Hollvinasamtaka Óðins, sem
eiga skipið í dag, voru forðum í áhöfn
skipsins og stóðu ölduna í þorska-
stríðum og fleiri þrautum.
Einstakt skip
„Við vinnum að því að fá sam-
þykkt af Samgöngustofu að yfir
sumarið megi sigla því í hafnir hér í
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Allt gekk að óskum þegar gamla
varðskipið Óðinn fór í gær í próf-
unar- og reynslusiglingu með eigin
vélarafli. Tilgangur ferðarinnar var
að prófa ýmsan búnað, svo sem
stjórntæki, vélar og akkeri í því
skyni að fá haffærisskírteini fyrir
skipið gefið út að nýju. Óðinn var í
þjónustu Landhelgisgæslu Íslands
til ársins 2006 þegar því var lagt og
frá 2008 hefur það legið við bryggju
á Grandanum og er hluti af sýn-
ingum Sjóminjasafnsins í Reykjavík.
„Skipið er í fínu standi, þrátt fyrir
að hafa verið nánast ekkert siglt frá
árinu 2006. Í dag fórum við upp í
Hvalfjörð og gerðum prófanir þar
við bestu aðstæður á sléttum sjó.
Allt virkaði eins og vænst var. Ég
myndi að fenginni reynslu dagsins
vel treysta þessu skipi í lengri ferð-
ir,“ segir Vilbergur Magni Ósk-
arsson sem var skipstjóri dagsins.
Hann er í dag skólastjóri Skip-
stjórnarskólans, en starfaði fyrr á
árum hjá Landhelgisgæslunni og
þekkir því vel til Óðins. Flestir liðs-
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Höfnin Magni, dráttarbátur Faxaflóahafna, kom Óðni af stað og frá bryggju í Reykavík í ljósaskiptunum árla dags í
gær. Svo var siglt út Sundin og upp í Hvalfjörð. Allt gekk að óskum og gamla varðskipið reyndist vera í fínu standi.
Óðinn í reynslusigl-
ingu eftir 15 ár í höfn
- Vélar prófaðar og allt virkaði - Fái haffærisskírteini
Skipstjóri Vilbergur Magni Óskarsson var í brúnni á Óðni og stjórnaði för.
Ég býð alla velkomna á nýja
og vel búna stofu mína að
Hlíðasmára 19 í Kópavogi.
Brynja Björk Harðardóttir
tannlæknir.
Á stofunni starfar einnig
Þorsteinn SchevingThorsteinsson,
sérfræðingur í tannfyllingum
og tannsjúkdómum.
Vegfarandinn sem lést að morgni
fimmtudags í umferðarslysi nærri
gatnamótum Skeiðarvogs og Gnoð-
arvogs var kona á sjötugsaldri, af
erlendum uppruna.
Þetta staðfesti Jóhann Karl Þór-
isson, aðstoðaryfirlögregluþjónn
hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu, í samtali við mbl.is í gær.
Lögreglan vann að því að setja sig í
samband við aðstandendur hennar
erlendis.
Banaslysið varð á níunda tím-
anum á fimmtudagsmorgun þegar
strætisvagninum var ekið á kon-
una. Lögregla og sjúkrabíll voru
kölluð á vettvang og var konan flutt
á Landspítalann, þar sem hún var
úrskurðuð látin.
Þetta er áttunda banaslysið í um-
ferðinni í ár en nýverið lést karl-
maður eftir árekstur rafhlaupa-
hjóls og vespu á hjólastíg við
Sæbraut.
Kona á sjötugsaldri lést í umferðarslysi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Slys Strætisvagni var ekið á konuna.
Ástæða til að fylgjast
með ómíkron-afbrigði
- Mörgum spurningum enn ósvarað um afbrigðið
Magnús Gottfreðsson, prófessor í
smitsjúkdómum og yfirlæknir á
Landspítala, sagði í samtali við
mbl.is í gær að ástæða væri til að
hafa áhyggjur af ómíkron-afbrigði
kórónuveirunnar sem skotið hefur
upp kollinum í Suður-Afríku og í
Belgíu, en mörg ríki Evrópu og
Norður-Ameríku settu ferðabann á
ríki í sunnanverðri Afríku í gær
vegna afbrigðisins.
„Það vantar auðvitað talsvert mik-
ið af gögnum til þess að við getum
skilið til fulls hvað er að gerast en
fyrstu gögn um þetta nýja afbrigði
gefa klárlega ástæðu til að hafa
áhyggjur.“ Sagði Magnús að það
myndi taka tíma fyrir menn að átta
sig nákvæmlega á því hvers eðlis nýi
stofninn væri, hvort hann væri
meira smitandi, hvort hann ylli meiri
veikindum og hvort hann kæmist
undan mótefnasvari eftir bólusetn-
ingu eða fyrri sýkingar. „Þetta eru
allt spurningar sem á eftir að svara,“
segir Magnús.
Óþarfi að missa svefn
Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, sagði hins
vegar í samtali við mbl.is í gær að
óþarfi væri fyrir landsmenn að
missa svefn yfir nýja afbrigðinu, þar
sem ekki væri búið að færa sönnur
fyrir því að það væri meira smitandi
en önnur afbrigði veirunnar, þó að
ýmislegt benti til þess.
Hins vegar sagði Kári fulla
ástæðu til þess að vera áfram á varð-
bergi og fylgjast með þróun farald-
ursins og nýja afbrigðisins. Þá sagði
hann að það væri skynsamleg byrj-
un hjá heilbrigðisyfirvöldum að
kaupa 1.500 skammta af nýja veiru-
lyfinu molnupiravir, þar sem líklegt
væri að það myndi koma að gagni í
baráttunni gegn heimsfaraldrinum
hér. »24
175
150
125
100
75
50
25
0
152 ný innan-
landssmit
greindust sl. sólarhring
Fjöldi innanlandssmita frá 12. júlí
1.746 erumeð virkt smit
og í einangrun2.236 einstaklingar
eru í sóttkví
21 einstaklingur er á sjúkrahúsi,
þar af þrír á gjörgæslu
júlí ágúst september október nóvember
Staðfest smit
7 daga meðaltal
Fjöldi innlagðra á LSH
með Covid-19 smit
154
206
32
21
139
152
H
ei
m
ild
:c
ov
id
.is „Þetta gekk allt saman mjög vel.
Fólkið á bílnum var ánægt með
ferðina, ánægt með dagsverkið,“
segir Ragnheiður Ósk Erlends-
dóttir, framkvæmdastjóri hjúkr-
unar hjá Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins.
Sérstakur bólusetningarbíll
heilsugæslunnar er nú kominn á
fulla ferð. Vilja heilbrigðisyfirvöld
freista þess að ná til óbólusettra
með því að koma til þeirra. Hefur
fyrirtækjum verið boðið að panta
bílinn í heimsókn og hefur því verið
vel tekið að sögn Ragnheiðar.
„Við náðum ágætis árangri á
þessum fyrsta degi, við náðum að
bólusetja töluvert af fólki sem var
óbólusett fyrir. Það er tilgangurinn
með þessu, að vera í samstarfi við
fyrirtækin og koma upplýsingum til
fólks sem hefur kannski fengið mis-
vísandi upplýsingar frá heimalönd-
um sínum. Ég reikna með að við
höldum þessu eitthvað áfram. Við
erum með nokkrar heimsóknir bók-
aðar á hverjum degi og meðan vel
gengur munum við halda áfram.
Svo kemur meiri reynsla á þetta í
næstu viku.“ hdm@mbl.is
Náðu til margra
óbólusettra í gær
Morgunblaðið/Eggert
Ferðbúinn Bólusetningarbíllinn fer á milli fyrirtækja og fólki býðst að láta
bólusetja sig á vinnustað sínum. Ágætis árangur náðist nú í lok vikunnar.