Morgunblaðið - 27.11.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.11.2021, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hugmyndin um borg- arlínu hef- ur litla mótspyrnu fengið og stefnir í að óheyrilegum fjárhæðum verði ausið í fram- kvæmd, sem allt bendir til að ekki verði mikill áhugi á að nota. Í þokkabót hafa hugmyndir þeirra, sem fara með meirihlutann í Reykjavík, snúist um að nota borgarlínuna til að þrengja að annarri umferð í borginni og hafa áætlanir um að fækka ak- reinum á Suðurlandsbraut ver- ið þar sérstaklega áberandi. Í Morgunblaðinu í gær stíg- ur Árni Mathiesen, stjórnar- formaður Betri samgangna ohf., fram í viðtali og segir að ekki sé nauðsynlegt að fækka akreinum á Suðurlandsbraut til að koma fyrir hraðvagna- kerfi eða borgarlínu. Betri samgöngur eiga að hafa yfir- umsjón með framkvæmdum vegna uppbyggingar sam- gangna á höfuðborgarsvæðinu. Ríkið á 75% í Betri sam- göngum og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu 25% og skiptist eignarhlutinn eftir stærð þeirra. Í blaðinu er einnig rætt við Vilhjálm Árnason alþingis- mann, sem setið hefur í um- hverfis- og samgöngunefnd þingsins. Hann var framsögu- maður nefndarinnar þegar samgönguáætlun næstu fjög- urra ára var rædd á þinginu. Í viðtalinu ræddi Vilhjálmur skýrslu verkefnishóps sam- göngu- og sveitarstjórnar- ráðherra í samráði við stýrihóp sveitarfélaganna um uppbygg- ingu samgangna á höfuð- borgarsvæðinu til 2033. „Þótt hágæðaalmennings- samgöngur gangi upp 100% þá segir skýrslan að það verði 24% aukning bílaumferðar með breyttum ferðavenjum en ann- ars 40% aukning,“ sagði Vil- hjálmur. „Það eru því ekki for- sendur fyrir því að þrengja að umferð bíla. Við í meirihluta nefndarinnar vildum uppbygg- ingu fjölbreyttra samgangna en ekki þannig að einn sam- göngumáti gengi á annan. Það að ætla að fækka akreinum á Suðurlandsbraut er ekki í þessum anda og er í andstöðu við forsendur þessarar skýrslu um að bílaumferð muni aukast þrátt fyrir öflugri almennings- samgöngur.“ Í blaðinu í gær var einnig sagt frá flóði bókana í borgar- ráði þegar lýsing á deiliskipu- lagi fyrirhugaðrar borgarlínu um Suðurlandsbraut og efri hluta Laugavegar var kynnt þar. Bókun borgar- ráðsfulltrúa Sam- fylkingar, Við- reisnar, Pírata og Vinstri grænna er afhjúpandi. Í bók- un Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, Þór- dísar Lóu Þór- hallsdóttur, Dóru Bjartar Guðjóns- dóttur og Lífar Magneudóttur segir að mik- ilvægt sé að hið opinbera axli sína ábyrgð í því að skapa sam- gönguinnviði sem dragi úr út- blæstri gróðurhúsalofttegunda og bæta þær síðan við: „Við leggjum mikla áherslu á að borgarlínan eigi að njóta for- gangs þegar kemur að pláss- notkun, í borgarrými og við gatnamót.“ Það er vitaskuld hugsana- villa að það dragi úr loftmeng- un að láta bíla sitja fasta í um- ferðarteppu. Teppurnar valda því frekar að útblástur aukist, en minnki. Þá bendir allt til þess að þróunin í orkuskiptum í bílaflotanum sé komin fram úr hugsuninni í ályktuninni. Til marks um það má enn vitna í frétt í Morgunblaðinu í gær, að þessu sinni um vaxandi vinsældir nýorkubíla. Þar seg- ir Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, að þróunin sé svo hröð að haldi fram sem horfi muni áform stjórnvalda um að banna sprengihreyfils- bíla frá 2030 gerast á náttúru- legan hátt. Allar fullyrðingar um ágæti borgarlínu eru byggðar á ósk- hyggju og best væri að áætl- anir um hana yrðu settar upp í hillu. Hún mun kosta óheyri- legt fé og fjárhagsstaða Reykjavíkur er þannig að borgin getur ekki leyft sér að fara í þessa skógarferð. Hugmyndafræðin að baki lýsir líka brenglun. Meirihlut- inn vill nota borgarlínuna til að þrengja að umferð bíla þótt ljóst sé að umferð muni aukast verulega á komandi árum. Vil- hjálmur nefnir að hún muni aukast um 24% með breyttum ferðavenjum, en 40% ella. Það virðist hins vegar vera bjart- sýni að borgarlína muni þar skipta sköpum því að í nýlegri könnun, sem Strætó lét gera, sögðu aðeins 1,3% svarenda að með tilkomu borgarlínu myndu þeir ferðast oftar með strætó. Kannanir sýna reyndar að miklu fleiri líst vel á hugmynd- ina, það hvarflar bara ekki að þeim að nota hana. Þróun umferðar á höfuð- borgarsvæðinu er með þeim hætti að eitthvað þarf að gera til að draga úr teppum og töf- um. Svarið er ekki borgar- línan. Þróun umferðar á höfuðborgarsvæð- inu er með þeim hætti að eitthvað þarf að gera til að draga úr teppum og töfum – svarið er ekki borgarlínan.} Á villigötum Í maí 2020 samþykkti Alþingi frumvarp mitt um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni. Lagabreytingin felur í sér stórt skref í átt að aukinni áherslu á skaðaminnkun hér á landi, en í breyt- ingunni felst heimild til sveitarfélaga til að koma á fót lagalega vernduðu umhverfi, neyslu- rými, þar sem einstaklingar, 18 ára og eldri, geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti starfsfólks þar sem gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna. Neyslurými byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar en í henni felst að draga úr heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum notkunar lög- legra og ólöglegra ávana- og fíkniefna. Skaðaminnkun er hugmyndafræði sem ég hef lagt áherslu á og felst í aðgerðum sem hafa það markmið að fyrirbyggja skaða fremur en að fyrirbyggja sjálfa notkun vímuefna. Þannig hefur skaða- minnkun sterka skírskotun til lýðheilsu og mannréttinda og þá nálgun að vinna skuli með þjónustuþegum án þess að dæma eða mismuna. Rannsóknir sýna fram á að skaða- minnkandi nálgun hefur jákvæð áhrif á heilsu einstaklinga og samfélagið í heild. Um nokkurra ára skeið hefur verið til umræðu hvort opna eigi neyslurými hér á landi en slík rými eru rekin víða um heim. Í greinargerð með frumvarpinu er bent á að skaðaminnkun gagnist ekki aðeins fólki sem notar ávana- og fíkniefni, heldur einnig fjölskyldum þess, nærsamfélagi notandans og samfélaginu í heild. Jafnframt byggist skaðaminnkun á því að viðurkennt sé að fjöldi fólks víða um heim heldur áfram að nota ávana- og fíkniefni þrátt fyrir jafnvel ýtrustu viðleitni í samfélaginu til að fyrirbyggja upphaf eða áframhaldandi notkun efnanna. Því sé þörf á valkosti eins og neyslurými fyrir einstaklinga sem neyta ávana- og fíkniefna í æð til að lág- marka áhættu og skaða af áframhaldandi notkun. Alls eru rekin um 90 neyslurými um heim allan en slík rými hafa til dæmis verið starfrækt í Danmörku og Noregi með góðum árangri. Með því að heimila rekstur neyslu- rýma náum við einnig til hóps fólks sem sækir sér síður þá heilbrigðisþjónustu sem hann þarf á að halda, til dæmis til að fyrirbyggja eða meðhöndla alvarlegar sýkingar vegna neyslu, veita aðstoð og ráðgjöf um getnaðarvarnir o.s.frv. Eftir að lögin voru samþykkt hefur verið unnið að því að koma á fót neyslurými í Reykjavík, og nú í nóvember sam- þykkti velferðarráð Reykjavíkurborgar samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Því er útlit fyrir að neyslurými verði opnað í Reykjavík fljótlega eftir áramót. Það er fagnaðarefni að loksins verði öruggt neyslurými að veruleika í Reykjavík, og bylting fyrir einn jaðarsettasta hóp samfélagsins. Þar með stuðlum við að enn betra samfélagi. Svandís Svavarsdóttir Pistill Neyslurými verður opnað í Reykjavík Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is M ikilvægi þjónustu VIRK starfsendurhæfingar- sjóðsins hefur marg- sannað sig á umliðnum árum. Starfsemin hefur vaxið nánast ár frá ári allt frá því að uppbygg- ingin hófst fyrir rúmum tólf árum þegar fyrsti einstaklingurinn hóf starfsendurhæfingu hjá VIRK. Nú hafa samtals ríflega 21 þús- und einstaklingar byrjað starfsend- urhæfingu á vegum VIRK frá upp- hafi og á fjórtánda þúsund hafa útskrifast. Mikill meirihluti þeirra eða 77% eru virkir á vinnumarkaði eða í lánshæfu námi. Á tímum margsvíslegra áskor- ana og erfiðleika sem fylgdu faraldri kórónuveirunnar á seinasta ári fjölg- aði þeim verulega, eða um 11,5%, sem leituðu til VIRK í fyrra. Á sein- asta ári hófu um 2.300 einstaklingar endurhæfingu hjá VIRK. Á fyrri helmingi yfirstandandi árs byrjuðu 1.111 einstaklingar starfsendurhæf- ingu hjá VIRK og 940 manns út- skrifuðust frá VIRK á fyrri helmingi ársins eða tæplega 60% þeirra sem útskrifuðust á öllu seinasta ári. Að sögn Eysteins Eyjólfssonar, verkefnastjóra almannatengsla hjá VIRK, eru nú 2.400 þjónustuþegar í starfsendurhæfingu á vegum VIRK um allt land. 2.011 einstaklingar hafa hafið þjónustu á árinu og 1.641 þjónustuþegi hefur útskrifast/lokið starfsendurhæfingu á árinu. Á tímum faraldursins hefur mikil áhersla verið lögð á það hjá VIRK að bjóða þjónustuþegum áframhaldandi góða þjónustu jafn- framt því að fylgja sóttvarnareglum og tilmælum landlæknis í hvívetna, að sögn Eysteins. Þá var framboð á fjarúrræðum fyrir þjónustuþega aukið sem og fjöldi viðtala við þjón- ustuþega. Starfsendurhæfingin var gerð sveigjanlegri að sögn hans og meira af stuðningsefni sett inn á for- varna- og fræðsluvefsíður VIRK, virk.is og velvirk.is svo dæmi séu tekin. Konur í miklum meirihluta Það voru ASÍ og Samtök, at- vinnulífsins sem sömdu um þetta nýja fyrirkomulag starfsendurhæf- ingar og fleiri samtök atvinnurek- enda og opinberra starfsmanna komu svo að stofnun VIRK en mark- miðið er að efla starfsgetu ein- staklinga sem glíma við heilsubrest, aðstoða þá við að komast til vinnu og draga með markvissum hætti úr lík- um á að einstaklingar hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar ör- orku. Konur hafa verið í miklum meirihluta þeirra sem leita sér að- stoðar hjá VIRK eða 67% allra sem þangað leituðu á seinasta ári og á fyrri helmingi þessa árs. Um 80% þeirra sem koma til VIRK glíma við oft flókinn og margþættan geðræn- an vanda og eða við stoðkerfisvanda- mál. „Fleiri þjónustuþegar hafa út- skrifast frá VIRK í ár en á sama tíma í fyrra en jafnmargir hafa leitað til okkar á þessu ári og á sama tíma í fyrra, þ.e. fjöldi beiðna um starfs- endurhæfingu er sú sama og á sama tíma í fyrra. Aðsókn hefur heldur farið vaxandi síðasta misserið,“ segir Eysteinn spurður um þróunina að undanförnu. Glíma við eftirköst Covid Aðspurður hvort dæmi séu um að einstaklingar sem glíma við af- leiðingar veikinda af völdum kór- ónuveirunnar hafi leitað eftir endur- hæfingu hjá VIRK segir Eysteinn að svo sé. „Til okkar hafa leitað ein- staklingar sem eru að glíma við eft- irköst Covid og þurfa á starfsendur- hæfingu að halda,“ segir Eysteinn en ekki liggur nákvæmlega fyrir hver fjöldi þeirra er. Á þriðja tug þúsunda hafa leitað til VIRK ÞjónustuþegarVIRKstarfsendurhæfingarsjóðs Fjöldi nýrra einstaklinga í þjónustu VIRK 2016-2021* Aldur þjónustuþega 2021 Menntun þjónustuþega 2021 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 <20 ára 3% 20-29 ára 26% 30-39 ára 27% 40-49 ára 22% 50-59 ára 17% 60-69 ára 5% Grunnskóli 35% Framhaldsskóli /iðnnám 33% Háskólanám 32% 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Heimild: VIRK 1.710 1.855 1.963 2.114 2.331 1.111 *Fyrstu 6 mán. 2021 Það hefur verið krefjandi verk- efni að halda uppi endurhæfing- arþjónustu á tímum heimsfar- aldurs en allt frá því í mars á síðasta ári hefur sérstaklega verið spurt að því í þjónustu- könnun VIRK hversu vel eða illa þjónustuþegum finnist VIRK hafa aðlagað þjónustuna að þörfum þeirra á tímum farald- ursins. Í ljós hefur komið að átta af hverjum tíu þjónustu- þegum telja að vel hafi tekist til við að aðlaga þjónustuna. „Í þjónustukönnuninni kemur einnig fram að þjónustuþeg- arnir telja að þjónusta VIRK hafi almennt haft mikil áhrif á stöðu þeirra. Við lok þjónustu sé sjálfsmynd þeirra sterkari, starfsgeta meiri og líkamleg og andleg heilsa betri. Þá kemur fram mikil ánægja með störf ráðgjafa VIRK,“ segir Eysteinn Eyjólfsson hjá VIRK. Á vegum VIRK starfa 60 sérhæfðir ráð- gjafar staðsettir hjá stéttar- félögum víða um land sem fylgja notendum þjónustunnar allan endurhæfingarferilinn. Segja að vel hafi tekist til ENDURHÆFING Í FARALDRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.