Morgunblaðið - 27.11.2021, Side 27

Morgunblaðið - 27.11.2021, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021 Spenna Eftirvæntingin leyndi sér ekki á svip þingmanna sem fylgdust í fyrrakvöld með atkvæðagreiðslu á Alþingi um kjörbréfamálið. Farsímar voru við höndina og smelltu nokkrir þingmenn í ein- um hliðarsal af myndum inn í þingsalinn, m.a. framsóknarþingmennirnir Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson, sem og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar. Kristinn Magnússon Sveitarfélög sinna mikilvægri grunnþjón- ustu fyrir íbúa sína. Í flestum sveit- arfélögum vegur rekstur grunn- og leikskóla þyngst, um 40-60% af útsvar- stekjum. Einnig eru ýmis velferðarmál, sérstaklega þau sem snúa að fötluðum, öldruðum og fólki af erlendum uppruna. Sveitarfélögin eru nær íbúum en ríkið og því eðli- legt að þau taki að sér nærþjón- ustuna, þá þjónustu sem fólk þarf í sínu daglega lífi, og miðast að þeirri búsetu sem fólk hefur valið sér. Samþættum heimaþjónustu aldraðra Skipting þjónustu milli ríkis og sveitarfélaga getur verið flókin fyr- ir þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Sérstaklega á þetta við þeg- ar þörfin er á mörkum heilbrigð- isþjónustu, sem ríkið veitir, og vel- ferðarþjónustu sveitarfélaga. Sem dæmi má nefna félags- þjónustu og heimahjúkrun aldraðra og fatlaðra, þar sem ríki og sveitar- félag geta mæst í dyragættinni án þess að tala saman. Einnig er það ýmis þjónusta við börn sem ýmist er veitt af sveit- arfélagi eða ríki. Þessi skipting getur leitt til þess að ákveðna yfir- sýn yfir þarfir ein- staklingsins sem á að njóta þessarar þjón- ustu skortir. Við þessu hefur ver- ið brugðist í Reykjavík með samstarfi og samningi við ríkið um samþættingu félags- þjónustu og heimahjúkrunar fyrir aldraða. Þessa þjónustu, sem mikil ánægja er með, er hægt að veita í öflugu sveitarfélagi, sem er í stakk búið að takast á við meira en lög- bundin verkefni krefjast, í þágu aldraðra íbúa. Aukin þjónusta heimahjúkr- unar fyrir aldraða Í vikunni fékk borgarráð til um- fjöllunar breytingu á samkomulagi við Sjúkratryggingar Íslands um að útvíkka þjónustu öldrunarteymis í heimahjúkrun, svo hún verði í boði alla daga vikunnar og fram til kl. 20.00 um helgar. Áhugi er fyrir því að útvíkka þetta samstarf Reykja- víkurborgar og Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins á samþættri heimaþjónustu, með það að mark- miði að hún nái til allra íbúa höf- uðborgarsvæðisins. Komi til slíks, þarf að undirbúa slíkt samstarf vel og sjá til þess að hún leiði ekki til verri þjónustu til þeirra sem þegar njóta hennar. Styrkjum sveitarstjórnarstigið til að veita betri þjónustu Um land allt þarf að styrkja sveitarstjórnarstigið, með samein- ingu og samvinnu sveitarfélaga til að þau verði nógu kröftug til að geta veitt þá þjónustu sem nútím- inn krefst. Í forgrunni þarf að vera þjónusta við íbúa og hvernig hægt sé að tryggja inngildingu allra íbúa í samfélagið. Í því verkefni þurfa sveitarfélögin að teygja sig aðeins lengra til að tryggja inngildingu fatlaðra og fólks af erlendum upp- runa og viðhalda virkni aldraðra í samfélaginu. Mjög lítil sveitarfélög hafa ekki, sem stjórnsýslueining, burði til að veita þessa þjónustu. Þrír kostir geta þá verið í stöðunni: Að sveit- arfélagið kaupi þjónustuna af stærra sveitarfélagi eða byggða- samlagi; að íbúarnir sem þurfa þjónustuna og fjölskyldur þeirra flytji burt; eða að íbúarnir sætti sig við að fá minni þjónustu en þeir eiga rétt á og geta fengið annars staðar. Skuldin verður alltaf einhvers staðar til Með því að gera vel frá upphafi getum við búið til heilbrigðari um- gjörð til að gefa öllum aukin tæki- færi. En ef við rekum þessi velferð- arkerfi alltaf á takmarkaðri getu, þá erum við að búa til skuld og aukið álag annars staðar í heildar- myndinni. Við þurfum í þessu að taka til greina þjóðhagslegu áhrifin þegar fjölskyldur fatlaðra barna þurfa að taka á sig aukið álag vegna þjónustu sem þau þurfa en eru ekki að fá. Sama má segja um fjölskyldur aldraðra einstaklinga sem taka að sér aukna umönnun, því heimaþjónustuna skortir. Reiknum rétt Í kosningabaráttunni í haust heyrðist öðru hvoru talað um mik- ilvægi þess að endurskoða tekju- stofna sveitarfélaga. Um þetta eru flestir sammála enda almennt ljóst að tekjustofnarnir eru of grunnir í ljósi þeirra umfangsmiklu verkefna sem flutt hafa verið frá ríki til sveitarfélaga, án þess að fjármunir hafi fylgt. Af því leiðir að velferð- arkerfið um allt land er rekið af takmarkaðri getu. Við vitum að sveitarfélögin vant- ar verulega upp á, frá ríkinu við fjármögnun þjónustu við fatlaða. Það eru nýlegar skýrslur sem sýna að hjúkrunarheimili geta ómögu- lega veitt þá þjónustu sem ríkið krefur þau um, með því fjármagni sem ríkið veitir til þeirra. Niður- staðan hefur verið að sveitarfélög víða um land eru að gefa frá sér rekstur hjúkrunarheimila, því þau hafa ekki burði til að niðurgreiða reksturinn sjálf þó svo þau vilji gjarnan veita öldruðum íbúum sín- um afbragðsþjónustu. Þörfin fyrir aukið fé í þessa málaflokka, sem aðra, mun aldrei deyja. En ef sú ríkisstjórn sem nú er að ná saman um áframhaldandi samstarf næstu fjögur árin tekur leppinn frá auganu getum við von- andi sammælst um hvað þessir málaflokkar kosta í raun. Það gengur ekki til lengdar að sveitar- félögum séu færð mikilvæg verk- efni um nauðsynlega nærþjónustu án þess að rétt útreiknað fjármagn fylgi þeim. Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur » Það gengur ekki til lengdar að sveitar- félögum séu færð mik- ilvæg verkefni um nauð- synlega nærþjónustu án þess að rétt útreiknað fjármagn fylgi þeim. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar Kröftug sveitarfélög veita betri þjónustu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.