Morgunblaðið - 27.11.2021, Síða 32

Morgunblaðið - 27.11.2021, Síða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021 ✝ Jónas Jónsson fæddist á Knútsstöðum í Að- aldal 29. desember 1944. Hann lést á sjúkrahúsinu á Húsavík 15. nóv- ember 2021. Móðir hans var Guðfinna Sigurveig Karls- dóttir, fædd 16. febrúar 1913, látin 1. janúar 2013. Faðir hans var Jón Þorsteinn Sigurður Einarsson, fæddur 25. september 1906, látinn 13. september 1971. Systir Jón- asar sammæðra, Karlotta Sig- ríður (látin) og systkini sam- feðra: Gunnar og Hrefna. Jónas var kvæntur Guðnýju Heiðveigu Kára- dóttur en hún lést 9. nóvember 2015. Börn þeirra: Harpa Jóna, Knút- ur Emil og Uni Hrafn. Synir Guð- nýjar: Ragnar Leifur og Sigurð- ur Kári (látinn) Pálmasynir. Jónas verður jarðsunginn frá Nesi í Aðaldal í dag, 27. nóvember 2021, kl. 14. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Vorið 1969 var ég sendur í sveit að Knútsstöðum í Aðaldal en bærinn stendur á bökkum Laxár, þeirri frægu laxveiðiá. Bændur þar voru Guðný Kára- dóttir frænka mín, Jónas og börn þeirra ásamt Guðfinnu, móður Jónasar, og Sigríði, aldr- aðri móðurömmu hans. Allt þetta fólk varð vinir mínir alla tíð. Það var rekið kúabú á jörð- inni og ég varð kúreki og flór- mokari að aðalstarfi. Þarna var ég í sveit í þrjú dásamleg sum- ur. Frá upphafi talaði Jónas við mig eins og fullorðinn mann og treysti mér fyrir fleiri verkum þegar leið á dvölina. Jónas var rammur að afli og sá ég hann snúa niður naut sem hafði slitið sig úr tjóðri og kominn í kúa- hjörðina. Hann hafði gaman af því að athuga hvað ég gæti. Eitt sinn þegar ég var að ná í kýrnar út á bakka hafði hún Ljóma borið kálfi í haganum og var að kara hann þegar ég kom að. Nú var úr vöndu að ráða. Ég opnaði hliðið og tók síðan kálfinn í fangið og hélt af stað heim á eftir hjörðinni. Aldrei þessu vant röltu kýrnar slóðina heim án þess að stelast í túnið á leið- inni. Ég reikaði á eftir með kálf- inn í fanginu og Ljóma fylgdi fast á eftir. Þetta var um eins kílómetra ganga og þegar ég kom á hlaðið klappaði Jónas mér á bakið spurði hvort ég kláraði þetta ekki í fjósið. Þau Guðný höfðu fylgst með mér og vildi Guðný senda Jónas mér til hjálpar en Jónas sagði „látum strákinn klára þetta“. Ég man einu sinni eftir að Jónas skammaði mig en þá hafði hann sett mér fyrir verk meðan hann skrapp út á Húsa- vík. Ég hafði frétt af nýrri kaupakonu á Núpum og fékk strák sem var gestkomandi til að hjóla með mér þangað „í heimsókn“ til að kíkja á stúlk- una. Þegar við komum til baka var Jónas kominn og ekki ánægður með vinnumanninn. Eftir að ég hætti hjá Jónasi fór ég á hverju sumri á Knútsstaði og dvaldi í vikutíma. Nokkrum árum eftir að ég hætti vinnumennsku brá hann búi og fór á sjóinn, en það hafði blundað lengi í honum. Stund- aði hann sjómennsku í aldar- fjórðung. Einu sinni tók hann út af togara og var svo heppinn, eins og hann sagði sjálfur, að koma upp við hlið togvírsins. Þar hékk hann þar til honum var bjargað um borð. Lá hann í lungnabólgu eftir volkið. Jónas vann á ýtum og keyrði vörubíla þegar hann var í landi og var góður vélamaður. Seinna fór hann að keyra rútur, oft yfir hálendi. Þegar Hilla kom til skjalanna var henni tekið opnum örmum og síðan börnum okkar. Guðný kvartaði yfir að Jónas nennti ekki að ferðast um eftir að meiri tími gafst til, enda hann búinn að sjá allt. Svo keyptu þau sér húsbíl og þá nennti Jónas af stað. Guðný andaðist allt of snemma, 68 ára, og var missirinn mikill. Knútur sonur þeirra var fluttur í Knútsstaði með Ólöfu sinni og tveimur börnum og síðustu tvö árin lagði Jónas allan rekstur í hendur Knúts. Jónas átti við heilsuleysi að stríða síðustu árin, lungun að stríða honum og fleira. „Maður er bölvaður aumingi,“ sagði hann, „ekki byrjaður á vodk- anum sem þú færðir mér!“ Að lokum þakka ég lífsgöng- una með Jónasi á Knútsstöðum. Harpa, Knútur, Uni og Raggi og allt ykkar fólk, við hjón sendum ykkur samúðarkveðjur. Frosti Meldal. Jónas Jónsson ✝ Sigurður Björnsson fæddist á Vopna- firði 15. ágúst 1924. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sundabúð 19. nóvember 2021. Foreldrar Sig- urðar voru Björn Jóhannsson skóla- stjóri og Anna Magnúsdóttir. Börn þeirra og systkini Sig- urðar voru Ívar, f. 1916, d. 1990, Ragnheiður Jóhanna, f. 1917, d. 1917, Ragnar, f. 1918, urður og Nikulás og barna- börnin fjögur. b) Ásgerður, f. 1954, eiginmaður hennar er Árni Hlynur Magnússon. Börn þeirra eru Andri, Berglind og Þuríður Björg og barnabörnin sjö. c) Eyjólfur Sigurðsson, eig- inkona hans er Berghildur Fanney Hauksdóttir. Börn hans eru Örn, Baldvin og Ómar og stjúpdóttirin Kristjana Ingi- björg úr fyrra hjónabandi. Dæt- ur Berghildar Fanneyjar eru Anna Guðný og Marta. Barna- börnin eru níu talsins. d) Einar Kristján, f. 1961, d. 1978. Sigurður starfaði sem bíl- stjóri í Vopnafirði. Útför hans fer fram frá Vopnafjarðarkirkju 27. nóv- ember klukkan 14. Vegna að- stæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir en út- förinni verður streymt. d. 2010, Hörður, f. 1920, d. 2001, Jó- hann, f. 1921, d. 2003, Magnús, f. 1923, d. 1990, Björn, f. 1927, og Einar, f. 1928, d. 1958. Sigurður kvænt- ist Þuríði Eyjólfs- dóttur frá Melum í Fljótsdal í desem- ber 1951. Börn þeirra eru í aldursröð a) Anna Birna, f. 1951. Eig- inmaður hennar er Hjalti Jörg- ensson. Synir þeirra eru Sig- Látinn er í hárri elli Sig- urður Björnsson föðurbróðir minn sem ég síðast sá í vetur sem eina sólargeislann í frem- ur dapurlegum sjónvarpsþætti um Vopnafjörð þar sem hann dansaði léttfættur með göngu- grindina sína undir dúndrandi músik í Sundabúð. Já Siggi var sprækur frá fyrstu tíð sem og bræður hans í Holti. Þannig var hann sendur með föður mínum á UÍA-mót 1943 til að keppa í hlaupum. Þar sigruðu þeir báðir, pabbi í 800 metra hlaupi og Siggi eins og eldibrandur í 3.000 metra hlaupi sem hann hafði þó hvorki æft fyrir né hlaupið áð- ur. Ekki var Siggi síður snagg- aralegur í sinni vinnuvélaút- gerð sem blómstraði á undra- skömmum tíma. Eitt sinn fór ég með honum á vörubíl yfir Möðrudalsöræfin þar sem við mættum Lúðvík Jósepssyni á sínum ráðherrabíl. Siggi var ekkert að tvínóna við hlutina, klossbremsaði og vippaði sér úr bílnum í veg fyrir Lúðvík sem skrúfaði hissa niður bíl- rúðuna. Snöggur upp á lagið heilsaði Siggi: „Sælir nú, Sig- urður heiti ég frá Vopnafirði. Mig vantar lán til að kaupa nýjan vörubíl með lyftu. Viltu ekki vera svo vænn að greiða fyrir þessu og hnippa í þá hjá Landsbankanum fyrir mig?“ Að sjálfsögðu tók Lúðvík svo vel í þetta. Sumrin mín í Holti hjá afa og ömmu, Sigga, Þuru og þeirra börnum, höfðu yfir sér ævintýrablæ en þótt lífið væri gott og skemmtilegt skiptast þó á skin og skúrir. Tilveran hrundi þegar Einar Kristján, sonur þeirra Sigga og Þuru, féll frá aðeins 17 ára gamall. Eftir það fannst mér sem lífs- neistinn dofnaði hjá þeim hjónum, ljúflingnum Sigga og sómakonunni Þuru sem féll frá árið 2016. Siggi átti þó gott og langt líf og leið vel í Sundabúð ná- lægt fólkinu sínu sem umvafði hann í ellinni. Við Anna Veiga vottum börnum Sigga og fjölskyld- unni allri samúð okkar. Björn Magnússon. Sigurður Björnsson Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Tökum á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt húsnæði og nýir glæsilegir bílar. Sjá nánari upplýsingar á utfor.is Útfararþjónusta Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina – Þjónusta um allt land og erlendis – Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum í yfir 70 ár Guðný Hildur Kristinsdóttir Framkvæmdastjóri Ellert Ingason Sálmaskrár, útfararþjónusta Emilía Jónsdóttir Félagsráðgjöf, útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson Útfararþjónusta Magnús Sævar Magnússon Útfararþjónusta Helga Guðmundsdóttir Útfararþjónusta Hinrik Norðfjörð Útfararþjónusta Lára Árnadóttir Útfararþjónusta Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.