Morgunblaðið - 27.11.2021, Side 35

Morgunblaðið - 27.11.2021, Side 35
unum uppi í Café Karólínu, sveif út yfir svalirnar og til baka aftur, mættur í viðlagið eins og þetta hefði verið þaulæft. Þannig var hann Jón: Handfylli af myrkri. Athvarf eldfæra. Jón var ákaflega nákvæmur í list sinni. 90° horn hjá honum var það réttasta horn sem um gat. Hann var eins og Charlie Watts, sem hljóðveraupptökumenn sögðu að hefði verið taktvissari en „klikktrakkið“. Heimspekileg nákvæmni, úr- smíðaputtar og kímni, það voru verkfærin hans Jóns míns. Þegar Jón ljómaði var allt ljómandi og mér dettur ekki í hug að minnast á það í minning- argrein að hann átti það líka til að myrkva nágrennið þegar sá gállinn var á honum. Minningin um Jón er trausti góði vinurinn leiftrandi, sem tal- aði stundum mikið og hló, snögg- ur til svars og lét aldrei taka frá sér síðasta orðið. En nú er þessu ævintýri lokið. Það sem maður kemur til með að sakna þín elsku vinur. Alla, Vala, Brák, fjölskyldur og vinir, við samhryggjumst öll en minningin um góðan dreng yljar. (Ljóðin eru úr ljóðabók Jóns Laxdal, Stofuljóð.) Kristján Pétur Sigurðsson. Jónsa lá alltaf lágt rómur. Það var í samræmi við annað í því manneskjulega sigurverki sem hann var. Ég man ekki til þess að hann hafi skipt skapi þótt honum mislíkaði, og hann stóð fastur á sínu og gat verið innilega ósam- mála manni um margvísleg efni en það setti hann ekkert úr jafn- vægi. Hann orðaði hugsun sína vandræðalaust, gat hæðst að vit- leysunni sem stundum var borin fram, hló jafnvel rólega. Ég kynntist Jóni lítið sem unglingur á Akureyri þótt við kepptum báðir á skíðum. Ég vissi af honum í menntaskóla en það var ekki fyrr en við vorum báðir komnir í Háskóla Íslands haustið 1972 að við urðum vinir, báðir að læra heimspeki á fyrsta ári. Þar vorum við saman í þrjú ár að læra til BA-prófs sem einn kenn- ari okkar sagði að væri stytting á orðalaginu bölvaður asni. Hann kláraði B-ið og var bara bölvaður en ég asninn. Veturinn 1975-76 leigðum við, ásamt Oddu Mar- gréti heitinni konu hans og Völu Dögg, dóttur þeirra, heilt ein- býlishús á Akureyri og kenndum börnum og unglingum og lifðum vel og skemmtilega. Jón kenndi börnum í allmörg ár og byrjaði að þroska listahæfileika sína, orti ljóð og gaf út með frumlegum hætti, eitt kom út í dós eins og grænar baunir, byrjaði að vinna myndverk. Fáeinum árum síðar tókum við báðir þátt í að reka Rauða húsið, lítið timburhús við Skipagötuna, ásamt sex öðrum, sem listhús og það fyrsta sem boðið var upp á var eftirminnileg sýning Magnúsar Pálssonar. Það gekk á ýmsu við þann rekstur þótt ekki kostaði hann mikið fé. Þá var ég farinn að búa með Betu minni en hún og Jónsi voru vinir. Jónsi vann lengst af ævinnar á geðdeild SAk. Við vorum sam- starfsmenn þar eitt sumar. Vinn- an hafði áhrif á hann og hann varð raunverulegur vinur sumra sjúklinganna. Í stórafmælum hjá honum gat maður átt von á að hitta óvenjulegt og sérstakt fólk. Smám saman varð Jónsi sýni- legur sem myndlistamaður, sér- hæfði sig í klippimyndum af öll- um stærðum og gerðum og annars konar listaverkum sem voru óvenjuleg. Hann gerði til dæmis ræðupúlt sem alsett var blaðsíðum úr verkum heimspek- ingsins Immanuels Kants svo að eitt dæmi sé tekið. Hann náði smám saman mjög góðum tökum á list sinni, hún varð einföld, stíl- hrein, nákvæm og bar einkenni höfundar síns, kyrrðina, yfirlæt- isleysið og ígrundunina. Það mátti sjá ýmis verk Jónsa í Frey- julundi, þar sem hann bjó síðasta áratuginn eða svo með Aðalheiði, og jafnvel naglahrúga sem hann hafði raðað saman var einhvern veginn hans. Jónsi var lifandi hluti þess listamannaumhverfis sem þróast hefur í Gilinu á Akureyri síðustu áratugina. Hann var meira að segja í tveimur hljómsveitum og söng og dansaði. Það gat verið nokkuð tilkomumikið en því mið- ur þá missti ég of oft af þeim at- burðum. Það var með Jónsa eins og flesta aðra vini mína í lífinu að við áttum hlutdeild hvor í annars lífi en það þýddi ekki að við vær- um saman oft og reglulega held- ur að við vissum hvor af öðrum og fylgdumst með. Við Beta sendum Aðalheiði, Brák, Völu Dögg og Arnari og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Guðmundur Heiðar Frímannsson. Við Uglurnar, eins og Jón Laxdal kallaði okkur vinkonur Völu alltaf, viljum minnast hans í nokkrum orðum. Á mikilvægum tíma í lífi okk- ar, undir lok grunnskólans, á menntaskólaárunum og í jóla- og sumarleyfum fyrst eftir það, vor- um við afar tíðir gestir í Helga- magrastrætinu. Fyrst hjá Jónsa og Oddu og svo áfram eftir fráfall hennar. Alltaf vorum við vel- komnar og sátum oft í stofunni fram á nætur. Það var ævintýralegt og skemmtilegt að kynnast heimili þeirra, þar sem ýmislegt var ólíkt því sem við áttum að venj- ast. Eldhúsinnréttinguna hafði Jónsi klætt dagblöðum af sinni einstöku nákvæmni, spennandi listaverk á veggjum, á jólatrénu hékk sígaretta og alls kyns skrít- ið dót og þar var boðið upp á fondue og ragout. Jónsi var hæg- látur húmoristi sem spilaði fyrir okkur Rolling Stones og Lou Reed þegar hann var í stuði. Hann spjallaði við okkur um lífið og tilveruna og virtist hafa gam- an af. Hann lagði sig eftir að fá okkur til að rökstyðja skoðanir okkar almennilega, enda vandaði hann sjálfur orð sín. Það var al- gert skilyrði að við gengjum vel um og höguðum okkur eins og siðaðar manneskjur; snakk skyldi fara í skálar og drykkir í glös en umbúðir beint í ruslið eða í dósapokann. Og við skyldum heilsa almennilega og kynna okk- ur þegar við hringdum að spyrja eftir Völu. Við vorum líka svo heppnar að fá að koma á ógleymanleg skemmtikvöld Norðanpilta í Gamla Barnaskólanum og síðan í Greninu, þar sem við hlýddum á ljóðalestur og margar frábærar hljómsveitir, sáum Jónsa taka sín ógleymanlegu dansspor og kynntumst litríku skemmtilegu fólki. Fyrir allt þetta erum við eilíf- lega þakklátar. Sendum elsku Völu okkar, fjölskyldunni allri og vinum hans einlægar samúðar- kveðjur. Uglurnar Arnbjörg, Birna, Halla, Helga Margrét og Sædís. Þegar ég byrjaði í Barnaskóla Akureyrar var ég nemandi barnakennarans og síðar bæjar- listamannsins Þorvaldar Þor- steinssonar. Hinum núllbekkn- um kenndi annar bæjarlistamaður, Jón Laxdal Halldórsson en honum kynntist ég aldrei sem smábarnakennara. Sennilega muna allir nemendur skólans samt eftir honum því hann gekk um á gulum gúmmí- stígvélum. Þetta vakti athygli og umtal barnanna og jafnvel hneykslan enda flest af góðum heimilum. Á þessum tíma gekk fullorðið fólk í Iðunnarskóm frá Sambandinu og Akureyri ekki orðinn sá menningar- og tízku- bær sem hann er í dag með sína ítölsku skó og listagil. Samtíma- börn eiga sjálfsagt erfitt með að ímynda sér að gul stígvél geti haft svona mikið að segja því heimurinn í dag er fullur af körl- um í konufötum og konum í smá- barnafötum á Instagram svo ekki sé minnst á Crock-skó í öll- um regnbogans litum í raun- heimum. En á þessum tíma var þetta einstakt og hefur sennilega haft meiri áhrif en margan grun- ar og er til merkis um hvað Jón Laxdal var flinkur pedagóg og fagurkeri því auðvitað var Barnaskóli Akureyrar gulmálað- ur. Seinna tóku sum barnanna upp á því að heimsækja Rauða húsið þar sem boðið var upp á samtímalist og rokk-tónlist í ris- inu og þannig tók Jón áfram þátt í að bjarga lífi barnanna. Þegar ég hóf nám við Mynd- listarskóla Akureyrar var Jón Laxdal þar kennari. Þetta var mjög góður skóli en að sumu leyti íhaldssamur og var Jón Laxdal nauðsynlegt mótvægi enda framsækinn og gagnrýninn. Eftir skóla var ekki farið heim og horft á sjónvarpið því það var ekkert sjónvarp á fimmtudögum, heldur haldið áfram að auðga andann með hvers kyns ljóðum og var Jón hvatamaður að útgáfu bókarinnar Rifbein sem Ólund gaf út með skrifum ungra höf- unda. Jón Laxdal og Kristján Pétur prentuðu bókina ef ég man rétt í gamla barnaskólanum (ekki þessum gula) þar sem þeir og fleiri listamenn voru með aðstöðu og prentvél. Fyrir ungt fólk sem var að hefja sína listabraut var ómetanlegt að kynnast alvörul- istamönnum og rokkurum í húð og hár og fá að njóta kunnátt- unnar sem þeir deildu af miklu örlæti. En Jón var ekki bara góður kennari heldur var hann fyrst og fremst listamaður, meira að segja bæjarlistamaður Akureyr- ar árið 1993. Mér finnst reyndar Jón Laxdal hafa verið bæjarlista- maður Akureyrar í fjörutíu ár en það er gott að hann skyldi fá laun eitt árið. Ég myndi segja að hann hafi verið gangandi listaverk þar sem persónuleg fagurfræði, kímnigáfa og ákveðin uppreisn kristallaðist í gulum stígvélum. Ásmundur Ásmundsson. Ég vil með nokkrum orðum minnast Jóns Laxdals, eins af mínum uppáhaldslistamönnum. Ég man fyrst eftir honum í gall- eríinu hjá mömmu, Þóreyju Ey- þórsdóttur, þar sem hann var með verk og muni til sölu og á ég enn eyrnalokkana og önnur verk eftir hann frá þessum tíma. Ég heillaðist strax af listaverkum Jóns sem veittu mér innblástur en ég nota sjálf texta í mínum verkum. Eftir að ég fór að vinna með gömul dagblöð og tímarit frá sveitinni þar sem amma mín og afi bjuggu varð innblásturinn enn greinilegri. Mér fannst mik- ill heiður þegar hann kom á sýn- ingu mína sl. maí og ég varð hálf- feimin við að sýna honum verkin mín, sem mörg hver eru undir áhrifum frá honum. Jón var að mínu mati með merkilegri listamönnum þjóðar- innar, verk hans búa yfir næmni, húmor og skarpskyggni á sama tíma og þau eru falleg og vönduð. Framlag Jóns til íslenskrar myndlistar er veigamikið og dýr- mætt. Það var einstakt að koma í Freyjulund, listaverk upp um alla veggi og gólf þar sem vinnu- stofa og heimili rann saman í hrífandi og andríkan heim. Það hryggir mig að kveðja hann, ég hefði gjarnan viljað kynnast hon- um betur en ég þekkti hann að- allega í gegnum listsköpun hans. Ég votta fjölskyldu og aðstand- endum Jóns innilega samúð mína. Þuríður Helga Kristjánsdóttir. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021 Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir, mágur og frændi, ÁRNI HELGI GUNNLAUGSSON, Gæfutjörn 22, lést á líknardeild Landspítalans 23. nóvember. Útför fer fram í Seljakirkju föstudaginn 3. desember klukkan 13. Fjöldatakmarkanir miðast við gildandi sóttvarnareglur. Útförinni verður streymt á seljakirkja.is. Elías Aron Árnason Gunnlaugur Örn Árnason Brynjar Pálmi Árnason Gunnlaugur Árnason Sólveig Helgadóttir Jóhannes F. Gunnlaugsson Pavlina Gunnlaugsson Fricova Fanney Gunnlaugsdóttir Örn Örlygsson Ragnar Örn Jóhannesson Gunnlaugur R. Birgisson Torfi Fric Jóhannesson Sólveig Kara Arnarsdóttir Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Hjartans þakkir til allra þeirra er heiðruðu minningu SKÚLA H. FLOSASONAR og sýndu okkur hlýju og kærleika við andlát hans og útför. Ljósið fylgi ykkur. Þóra Björk Sveinsdóttir Kristín Heiða Skúladóttir Guðni Þór Þorvaldsson Eyrún Skúladóttir Karl Erlendsson Nanna Hlín Skúladóttir Steingrímur Birkir Björnsson Pétur Heiðar Snæbjörnsson Hrafn Gunnar Hreiðarsson Ívar Skúli Logason Valur Snær Logason Sara Rut Jóhannsdóttir Sveinn Helgi Karlsson Þóra Kristín Karlsdóttir Björn Breki Steingrímsson Sunneva Rán Steingrímsdóttir Baldvin Hreiðar Hrafnsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, RÓSA BERGSDÓTTIR bóndi frá Marbæli, lést í faðmi fjölskyldunnar sunnudaginn 21. nóvember. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 3. desember klukkan 14. Vegna gildandi sóttvarna verða aðeins nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir. Streymt verður frá útförinni á facebooksíðu Sauðárkrókskirkju. Kolbrún Þórðardóttir Hermann Einarsson Hjalti Þórðarson Haukur Þórðarson Guðrún Hulda Waage Sigurlína Edda Þórðardóttir og barnabörn Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HJÖRDÍS ARNARDÓTTIR lyfjatæknir, Víkurströnd 15, Seltjarnarnesi, lést á enduhæfingardeild Eirar mánudaginn 22. nóvember. Útför hennar fer fram frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 2. desember klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu ástvinir viðstaddir. Útförinni verður streymt á www.mbl.is/andlat. Jón Grétar Ingvason Örn Ingvi Jónsson Aldís Ingimarsdóttir Guðrún Jónsdóttir Sævar Guðjónsson Sandra Huld Jónsdóttir Ólafur Arnar Gunnarsson Harpa Lind Jónsdóttir Samuel Patrick O´Donnell barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, GUÐMUNDA JÓHANNA DAGBJARTSDÓTTIR, Sörlaskjóli 9, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. desember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis hennar nánustu viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á slóðinni: laef.is/munda Börnin Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru GUÐRÚNAR GÍSLADÓTTUR bónda Bakkakoti II. Sérstakar þakkir til starfsfólks Klausturhóla fyrir einstaka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Guðfinna Ólafsdóttir Halldór Guðbjörnsson Steinar Sigurgeirsson Margrét Ásgeirsdóttir og fjölskyldur Alúðarþakkir til ykkar allra fyrir veittan stuðning og hlýju vegna andláts og útfarar okkar elskaða sonar og bróður, SNORRA HARÐARSONAR. Ljúf minning lifir. Sigríður Ása Einarsdóttir Einar Jón, Soffía Guðrún, Davíð Ernir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.