Morgunblaðið - 27.11.2021, Page 36

Morgunblaðið - 27.11.2021, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021 ✝ Ríkey Huld Kristjánsdóttir (Hulda) fæddist á Kálfsá í Ólafsfjarð- arsveit 1. desember 1926. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 14. nóvember 2021. Hulda var dóttir hjónanna Kristjáns Friðrikssonar og Jónínu Kristínar Sigurðardóttur sem bjuggu lengst af í Ólafsfjarðarbæ. Börn Kristjáns og Jónínu urðu fimm og var Hulda elst þeirra. Systk- ini Huldu voru: Snjólaug, f. 1929; Gísli, f. 1933, látinn; Sig- urður, f. 1937, látinn; Gunnlaug, f. 1944, látin. Á bernskuárunum lauk Hulda hefðbundnu fullnaðarprófi barna en naut lítillar skóla- göngu eftir það fyrir utan tvo vetur þegar hún á miðjum aldri stundaði nám við Gagnfræða- skóla Ólafsfjarðar. aldri. Eftir fermingu fór Hulda að heiman í vist og vann fyrir sér eftir það, var verkakona í frysti- og sláturhúsi og gegndi trúnaðarstörfum fyrir verka- lýðshreyfinguna. Hún var í kvenfélagi sveitakvenna og sat ýmsum í nefndum og ráðum, m.a. bæjarstjórn, skólanefnd og kaupfélagsnefnd, og var for- maður Félags eldri borgara í Ólafsfirði um skeið. Hulda skrif- aði smásögur, skemmtiefni og gátur sem hún flutti fyrir aðra þegar hún var beðin eða tilefni gafst til og orti vísur og ljóð í bundnu máli. Huldu og Hólma varð ekki barna auðið en fósturbörn þeirra eru: Skjöldur Gunn- arsson, f. 1946. Kristín Emma Cordova, f. 1964. Maður hennar er Sigursveinn Jónsson. Kristín var áður gift Gunnari Gunn- arssyni og á með honum tvær dætur og tvö barnabörn. Re- bekka Cordova, f. 1965. Maður hennar er Jakob Ásmundsson. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Útför Huldu verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 27. nóvember 2021, klukkan 13. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Hún kynntist manni sínum, Sig- urjóni Hólm Sig- urðssyni (Hólma), tæplega tvítug og gengu þau í hjóna- band eftir sjö ára sambúð. Fyrstu ár- in bjuggu Hulda og Hólmi á Aðalgötu 11 í Ólafsfirði en hófu búskap á Ver- mundarstöðum í Ólafsfjarðarsveit vorið 1954. Hjónin bjuggu á Vermundar- stöðum í 27 ár eða þar til þau brugðu búi. Þau áttu síðan heima í Bylgjubyggð 27 í Ólafs- firði. Hólmi lést á sjúkradeild Hornbrekku í Ólafsfirði 5. júní 2011. Hulda gekk að bústörfum með manni sínum í sveitinni ásamt húsmóðurstörfum, auk annarra starfa á mismunandi æviskeiðum. Ung að árum leit hún eftir yngri systkinum og stokkaði upp línu frá átta ára Í dag kveð ég Huldu frænku með miklum söknuði en jafn- framt þakklæti fyrir að hafa átt þessa föðursystur að í svo lang- an tíma þótt langt hafi oft liðið á milli heimsókna vegna fjarlægð- ar. Það ríkti jafnan mikil eftir- vænting og spenna á hverju ári þegar ég var að alast upp og lagt var af stað norður í Ólafs- fjörð. Oftast var það síðsumars eða að hausti til og tækifærið notað til að fara til berja og tína fjallagrös á Lágheiði. Á Ver- mundarstöðum hjá þeim Huldu og Hólma var tekið höfðinglega á móti gestum hvort sem það var kaffihlaðborð eða aðrar mat- arkrásir á borðum og passað upp á að allir borðuðu nú nóg. Gestrisnina vantaði ekki þótt mikið væri að gera í búskapnum í sveitinni, enda var Hulda af þeirri kynslóðinni að vel skyldi taka á móti gestum og passa að enginn færi svangur heim. Ófá- ar ánægjustundir áttum við fjöl- skyldan á Vermundarstöðum og síðar á heimili Huldu og Hólma í Ólafsfirði og sælureitnum Huldulandi en það verður ekki tíundað frekar hér. Dýrmætasta minningin með Huldu frænku og stendur upp úr er heimsókn mín til hennar síðastliðið sumar ásamt systur minni og mökum okkar. Heilsan var farin að marka líf hennar þá enda orðin 94 ára en hún sagði gjarnan: „Það er ekkert að mér, ég er bara gömul.“ Ekki vantaði gestrisnina þá eins og venjulega og tók hún ekki annað í mál en að draga fram kaffi og meðlæti. Okkur fannst það óþarfa fyrir- höfn og tók ég af henni loforð um að ég fengi að leggja á borð og ganga frá öllu aftur. Það varð samt ekki við annað komandi en að draga fram sparikaffistellið og gullkökugafflana sem voru geymdir í upphaflegu pakkning- unum í stofuskápnum. Kaffi- meðlætið var síðan tilbúið í ís- skápnum. Takk kærlega fyrir síðasta kaffiboðið kæra frænka, það verður efst í minningabankan- um hjá mér. Kæri Skjöldur, Kristín, Re- bekka og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur. Jóhanna Lovísa Gísladóttir. Að vera vinur Huldu og eiga samverustundir með henni er hægt að líkja við ferðalag eða að upplifa ævintýri. Að sjá og heyra eitthvað nýtt, öðlast ann- að sjónarhorn, nýjan skilning og aðrar víddir. Í samtölum við hana varð til ný þekking og hug- myndir fæddust. Oft vorum við Hulda sammála – stundum ekki. Fyrir Huldu var það skemmtileg áskorun þegar ein- hver var henni ósammála. Skoð- anaskipti, rök og mótrök voru hennar ær og kýr og oftar en ekki var einhver rekinn á gat. Röksemdarfærslur Huldu voru byggðar á þekkingu og stað- reyndum, en einnig á tilfinning- um, minningum og reynslu. Hún hafði afburða gott minni og gat rakið löngu liðna atburði í minnstu smáatriðum. Hulda var barn síns tíma sem lauk hefðbundinni skólagöngu og fór að vinna ung að árum. Hana langaði ætíð til þess að ganga menntaveginn enda með gáfur og hæfileika til þess. Fyrir stúlku fædda árið 1926 í sjáv- arþorpi norður í landi var það fjarlægur draumur. Hún nefndi stundum þessa löngun sína til meiri menntunar sem hún þráði alla tíð og saknaði þess að hafa ekki fengið það tækifæri. Því nýtti hún sér allar leiðir til þess að afla sér þekkingar og stund- aði skóla lífsins betur en flestir. Þá reyndist hún mun betri kennari en margur með ótal há- skólagráður. Hulda var jafnaðarkona af lífi og sál. Hún trúði á jöfnuð og jafnrétti í öllum myndum. Fátt kom henni úr jafnvægi, en vitn- eskja um fátækt, misrétti og valdaleysi gerði það. Síðustu samræður okkar voru um „Metoo“-byltinguna, þá vor- um við stöllur sammála. Hulda og Hólmi maður henn- ar voru vinir fjölskyldu minnar í fjóra ættliði. Slík vinátta er dýrmæt þegar kemur að kveðjustund og minn- ingar um þessi sómahjón lifa áfram. Við Skúli sendum ástvinum Huldu samúðarkveðjur. Anna Rós Jóhannesdóttir frá Kálfsárkoti. Hulda Kristjánsdóttir ✝ Margrét Sveinsdóttir fæddist í Reykjavík 15. nóvember 1932. Hún lést í Suður- Afríku 5. sept- ember 2021. Hún gekk aldrei undir öðru nafni en Gréta á meðal fólks. Foreldrar henn- ar voru Sveinn Ingvarsson, f. á Nesi í Norðfirði 5. október 1902, lögfræðingur, forstjóri við- tækjaverslunar ríkisins, d. 12. júlí 1976, og eiginkona hans Ásta Fjeldsted Jochumsdóttir húsmóðir, f. í Reykjavík 24. ágúst 1909, d. 23. desember 1998. Systkini Grétu eru Sigríður Sveinsdóttir, f. 1. júlí 1931, Andrés Fjeldsted, f. 12. desember 1934, d. 10. september 1990, Sveinn Ingv- ar Sveinsson, f. 25. ágúst 1939, d. 22. október 2017, Sig- hvatur Sveinsson, f. 27. janúar 1941, og Ingvar Sveinsson, f. 15. maí 1943. Gréta ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur og gekk í Mela- skóla. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1952. Útförin hefur farið fram. Margir hafa lýst mömmu sem „einstökum karakter“ og „al- gjörri goðsögn“. Hún var ein af sex systkinum sem henni þótti afar vænt um. Hún var mjög góð og umhyggju- söm systir og einstaklingur og fékk m.a. viðurkenningu fyrir að vera framúrskarandi hjúkrunar- fræðinemi, bæði í námi og verki, frá Bromley College í Englandi og var oft kölluð „ungfrú Sólskin“ þegar hún vann á spítalanum. Mamma lagði af stað til Afríku árið 1957, þrátt fyrir að faðir hennar hafi beðið hana um að fara ekki. Hún vann sem einka- hjúkrunarfræðingur í Höfðaborg og Jóhannesarborg fyrstu árin. Árið 1960 ákvað hún að tími væri kominn til að snúa aftur til Ís- lands en örlögin höfðu annað í huga. Hún sá auglýsingu í blaðinu um ferð frá Höfðaborg til Kaíró í VW rúgbrauði og myndi ferðin svo halda áfram í gegnum Evrópu til London. Það lýsir henni vel að hún var ekki lengi að hoppa á þetta tækifæri og í þess- ari ferð kynntist hún John sem síðar varð eiginmaður hennar og faðir okkar. Það var ekki ást við fyrstu sýn. Eftir að pabbi tók við- tal við mömmu vegna ferðarinnar lýsti hann henni sem „dreka“ fyr- ir restinni af samferðarfólkinu og mamma lét það falla í samtali við sambýliskonu sína að John væri „lítill tittur“. Alheimurinn fær þó sínu framgengt. John og Gréta fóru saman í ferðalag sem entist í fjölda ára og áttu sinn fyrsta koss á tindi Kilimanjaro. Rakleitt eftir kossinn kastaði Gréta svo upp vegna hæðarveiki. Þar byrjaði ástin að blómstra, þau giftu sig í Dómkirkjunni í Reykjavík en bjuggu sína ævi að mestu í Suður- Afríku. Mamma elskaði að spila bridge en hún lærði það ung við að horfa á foreldra sína spila. Hún var góður bridge-spilari og ég held að það sé það sem hélt huganum hennar skörpum þar til í lokin. Það sem hún elskaði þó heitast, fyrir utan eiginmann sinn, voru silungsveiðar en þau eyddu fjöl- mörgum stundum saman í gegn- um árin við veiðar í fallegum ám og lækjum í Underberg-héraði í Suður-Afríku. Mamma var mjög ævintýraleg og sterk í anda og ferðaðist mikið og hélt því alltaf fram að Suður-Afríka væri falleg- asta land sem hún hefði komið til. Einhverjar af hennar bestu minningum voru af því að búa á bænum Wimples með pabba og var hún afar glöð að geta eytt síð- ustu tveimur árum sínum þar. Umzimouti-áin var góð til veiða í ár, eftir mikla rigningu og tókst tengdasyni hennar, Theo, að veiða nokkra silunga sem voru svo grillaðir og bornir fram á ver- öndinni þar sem hún gat horft yf- ir og notið útsýnis sem hún varð aldrei leið á. Hún kvartaði aldrei, var lífleg, var sjálfri sér næg og hafði frábæran húmor, elskaði að dansa, elskaði lífið og lifði lífinu til hins ýtrasta. Hún horfði alltaf á björtu hliðarnar. Hún var frá- bær gestgjafi og átti fjölda vina auk þess sem hún var góður kokkur og bauð hún oft fjölskyldu og vinum í mat í gegnum árin, þar sem dásamlegar kræsingar voru á boðstólum. Hún ítrekaði oft að hún væri mjög heppin að eiga svo gott og hamingjusamt líf og var aldrei hrædd við dauðann. Hún skilur eftir sig þrjár dæt- ur, þrjá tengdasyni og sjö barna- börn. Hún verður ávallt í hjörtum okkar allra og verður hennar minnst með ást og hlýju. Að hennar ósk var ösku hennar dreift í ánna við Wimples, sem stendur við hennar ástsæla heimabæ, laugardaginn 11. sept- ember. Hvíldu í friði mamma. Ásta og Þórarinn, Pálmi John, Inga Freyja og Helgi James (Mývatn, Ísland), Sigga og Jason, Nicholas og Timothy (Greytown, Suður- Afríku). Inga og Theo, Kayla og Kirsty (Underberg, Suður- Afríku). Margrét Sveinsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför okkar ástkæra GUÐMUNDAR PÉTURSSONAR, Gulaþingi 34, Kópavogi. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna E. Jónsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURFINNS SIGURÐSSONAR, Starengi 15, Selfossi. Ásta Guðmundsdóttir Kristbjörg Sigurfinnsdóttir Eiríkur Einarsson Sigríður J. Sigurfinnsdóttir Gunnar Sverrisson Snorri Sigurfinnsson Sigrún Brynja Ólafsdóttir Sigurður Már Sigurfinnsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ANDRÉSAR JÓNASSONAR, Kríulandi 17, Garði. Guðlaug Bragadóttir Bragi Andrésson Anna Grabowska Jónas Andrésson Valur Andrésson Rósa Marteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir sýndan hlýhug og vináttu við fráfall elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR framhaldsskólakennara. Fjölskyldan vill líka færa starfsmönnum heimaþjónustu Reykjavíkur og dvalarheimilisins Grundar alúðarþakkir fyrir einstaka umhyggju. Margrét Birna Skúladóttir Árni Tómasson Erla Björg Skúladóttir Bradley James Boyer Jón Barðason Sigríður Einarsdóttir ömmubörn og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ BÁRA KJARTANSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 18. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Starfsfólki Hrafnistu eru færðar þakkir fyrir hlýhug og góða umönnun. Sigurjón Harðarson Valgerður Jana Jensdóttir Sæmundur St. Sigurjónsson Lilja Sigfúsdóttir Guðni Sigurjónsson Halldóra Sigurjónsdóttir Friðrik Eiríksson ömmubörn og langömmubörn Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru frænku, GEIRLAUGAR INGVARSDÓTTUR frá Balaskarði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi. Systkinabörn og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, INGA H. ÁGÚSTSDÓTTIR snyrti- og fótaaðgerðafræðingur, lést þriðjudaginn 9. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn 20. desember klukkan 13. Ágúst Guðmundsson Þuríður Reynisdóttir Lýður Guðmundsson Sigrún Guðmundsdóttir Kristján Kristjánsson Lovísa Ágústsdóttir Ágústa, Tómas, Alexander og María

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.