Morgunblaðið - 27.11.2021, Síða 39
DÆGRADVÖL 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021
„HANN ER AÐ GERA MIG BRJÁLAÐAN
ALLAR GÖTUR SÍÐAN HANN LÉK Í
HUNDAMATARAUGLÝSINGUNNI.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... stundum erfið.
ÉG ER Á
HRAÐFERÐ Í DAG
SVO ÉGÆTLA AÐ BORÐA
MORGUNMAT Í FLÝTI
ÞEYTING MEÐ BEIKONI, EGGJUM,
PYLSU, VÖFFLU OG RISTUÐU BRAUÐI!
SNATI LÉT ÞIG VITA
AÐ HANN ÞYRFTI AÐ
FARA ÚT AÐ PISSA!
ÉG VEIT! ÉG VAR
UPPTEKINN VIÐ ANNAÐ!
NÚ GETUR ÞÚ VERIÐ
UPPTEKINN VIÐ ÞETTA!
„ÉG MYNDI VILJA SPYRJA HANN
NOKKURRA SPURNINGA NÚ ÞEGAR HANN
ER ENN EIÐSVARINN.“
sem við nýtum vel. Síðan ákváðum
við fjölskyldan í sameiningu að
kaupa frístundahús í Smálöndum í
Svíþjóð, þar sem bæði börnin okk-
ar búa þar og af einhverri undar-
legri tilviljun er húsið mjög nálægt
golfvelli. Húsið hefur ekki alveg
nýst okkur sem skyldi ennþá út af
Covid, en í sumar náðum við þó al-
mennilegri Jónsmessuhátíð með
allri fjölskyldunni undir eplatrénu
okkar.“
Fjölskylda
Eiginkona Guðna Alberts er
Hulda Bryndís Sverrisdóttir, safn-
afræðingur, f. 6.2. 1953. Foreldrar
hennar voru hjónin Sverrir Her-
mannsson, f. 26.2. 1930, d. 12.3.
2018 og Greta Lind Kristjáns-
dóttir, f. 25.7. 1931, d. 20.11. 2009.
Guðni og Bryndís eiga börnin 1)
Gunnhildi Margréti, lækni í Gauta-
borg, f. 18.9. 1973 sem á börnin
Kristínu Arnarsdóttur, f. 27.7.
1998 og Ívar Arnarsson, f. 23.7.
2002; og 2) Sverri Pál, leikara í
Stokkhólmi, f. 12.9. 1978. Dætur
hans eru Salka Sverrisdóttir
Uggla, f. 1.8. 2004, Sísí Sverris-
dóttir Uggla, f. 31.3. 2006 og
Blanka Sverrisdóttir Ljungman, f.
29.10. 2012.
Systkini Guðna eru 1) Sigríður
Svanhildur, fyrrv. kennari og
alþm., f. 10.6. 1943; 2) Ásmundur,
bóndi, f. 11.10. 1945; 3) Auður, fv.
bankastarfsm., f. 9.6. 1947 og 4)
Arnbjörn, menntaskólakennari, f.
2.10. 1958.
Foreldrar Guðna voru hjónin Al-
dís Jóna Ásmundsdóttir húsfreyja,
f. 9.5. 1922, d. 14.2. 2008 og Jó-
hannes Guðnason eldavélasmiður,
f. 29.9. 1921, d. 18.8. 1990. Þau
bjuggu í Reykjavík.
Guðni Albert
Jóhannesson
Aldís Helgadóttir
húsfreyja á Litlalandi í
Ölfusi og síðar í Reykjavík
Magnús Magnússon
bóndi á Litlalandi í Ölfusi og
síðar húsbóndi í Reykjavík
Sigríður Magnúsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ásmundur Jónsson
sjómaður í Reykjavík
Aldís Jóna Ásmundsdóttir
húsfreyja og
skrifstofumaður í Reykjavík
Salvör Ögmundsdóttir
húsfreyja á Stóru-Borg í Grímsnesi
og síðar ekkja í Reykjavík
Jón Ásmundsson
bóndi á Stóru-Borg í Grímsnesi, Árn.
Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja á Kvíanesi, Súgandafirði
Jóhannes Guðmundsson
bóndi á Kvíanesi, Súgandafirði
Albertína Jóhannesdóttir
húsfreyja á Botni, Súgandafirði
Guðni Jón Þorleifsson
bóndi á Botni, Súgandafirði
Gunnjóna Guðfinna Einarsdóttir
húsfreyja á Gilsbrekku og
Norðureyri, Súgandafirði
Þorleifur Sigurðsson
bóndi á Gilsbrekku, Súgandafirði
Ætt Guðna Alberts Jóhannessonar
Jóhannes Guðnason
eldavélasmiður í Reykjavík
Gátan er sem endranær eftir
Guðmund Arnfinnsson:
Tossa þangað vísað var.
Varðar lagaflækjurnar.
Golþorskana ginna kann.
Í glímu skaltu varast hann.
Guðrún B. svarar:
Skúlínu í skammakrók
skellt, þó lagakrókar
krókaveiðar leyfðu lók
og lúmskan hælkrók blókar.
Þessi er lausn Helga R. Ein-
arssonar:
Í skammakróknum leiður lá.
Lagakróka nýta má.
Á krókana má fiska fá.
Menn falla í glímu hælkrók á.
Svo varð til önnur útgáfa:
Líklega hér líta má
laga-, skamma- og hælkrókinn.
Með krókum sjómenn fiska fá,
sem fara’ á matardiskinn þinn.
Bergur Torfason frá Felli svarar:
Tossum í krókinn komið var,
með krókum laga hann málið vann,
enn ginntir á króka eru golþorskar,
í glímu á hælkrók ég felldi hann.
Guðmundur Stefánsson svarar:
Lúði í krókinn látinn er.
Lagakrókar tíðkast hér.
Þorska- króka hámar her.
Hæls- á króki fellur ver.
Harpa á Hjarðarfelli svarar:
Í skammarkrók tossanum vísað oft var.
Vandséðir krókar laganna.
Krókana þorskarnir kokgleypa þar.
Kolféll á hælkrók hún Anna.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una svona:
Í skammakrókinn krakki fer.
Krókur laga viðsjáll er.
Krókur ginnir golþorskinn.
Glímubragð er krókurinn.
Þá er limra:
Í krókum og kimum er leitað
af kappi, því verður ei neitað.
Samt finnst ekki neitt,
þó að natni sé beitt,
og nefndin að sjálfsögðu veit það.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Djarfar fyrir dagsins brún,
dregst ég fram úr bóli nú
að semja gátu, hér er hún,
og harla rýr mun þykja sú:
Í boð hann veislubúinn fer,
band á snældu flækt er hér.
Köttur spáir komu hans.
Kvæði orti sá með glans.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Krókur á móti bragði
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
MIYABI FRÁ ZWILLING
VANDAÐIR JAPANSKIR HNÍFAR
Fullkomin blanda af japönsku handverki og þýskum áreiðanleika.