Morgunblaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 41
Frammistaða Sveindísar Jane Jónsdóttur í 2:0-sigri ís- lenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Japan á fimmtudagskvöld var ekki beint til þess fallin að minnka væntingar manns í garð henn- ar. Hún lék afar vel, skoraði eitt mark og lagði upp annað auk þess að ógna í sífellu með löngum innköstum sínum þar sem fjöldi færa, þar á meðal tvö dauðafæri, sköpuðust í leiknum. Framfarir Sveindísar, sem er tvítug, frá því hún samdi við þýska stórveldið Wolfsburg fyrir rúmu ári hafa verið miklar og reyndist það mikið heillaskref að fara strax á láni til sænska félagsins Kristianstad, þar sem hún lék undir handleiðslu aðalþjálf- arans Elísabetar Gunnarsdóttur og með reynsluboltanum Sif Atladóttur á liðnu tímabili. Sveindís hjálpaði liðinu að ná þriðja sæti sænsku úrvals- deildarinnar er hún skoraði sex mörk og lagði upp önnur fjög- ur í 19 deildarleikjum. Hún kom að flestum mörkum Kristi- anstad á tímabilinu en hefur látið hafa það eftir sér að henni hafi þótt hún átt að skora meira. Að sögn Sveindísar sjálfrar hefur ekkert verið rætt um að hún fari aftur á láni til annars félags á næsta tímabili. Heldur hún því til Wolfsburg á næst- unni og stefnir ótrauð á að gera sig gildandi þar á næsta ári. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig henni reiðir af í þýsku 1. deildinni en miðað við þróun hennar sem leikmanns og það fyrirmynd- arhugarfar sem hún býr yfir myndi maður tæpast veðja gegn því að hún muni láta vel að sér kveða í Þýskalandi BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021 Grill 66-deild karla Þór – Vængir Júpíters ......................... 28:23 Berserkir – Hörður .............................. 23:33 Fjölnir – Selfoss U ............................... 29:31 Staðan: Hörður 7 7 0 0 241:194 14 ÍR 6 5 0 1 213:179 10 Fjölnir 7 5 0 2 215:196 10 Þór 7 4 0 3 204:192 8 Selfoss U 5 4 0 1 151:142 8 Afturelding U 6 3 0 3 158:165 6 Haukar U 5 2 0 3 135:132 4 Kórdrengir 5 2 0 3 140:139 4 Valur U 5 1 0 4 140:148 2 Vængir Júpíters 8 1 0 7 185:246 2 Berserkir 7 0 0 7 175:224 0 Frakkland Dunkerque – Aix ................................. 29:30 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir Aix. Nancy – Istres ...................................... 23:27 - Elvar Ásgeirsson skoraði 2 mörk fyrir Nancy. B-deild: Nice – Sélestat ..................................... 32:29 - Grétar Ari Guðjónsson varði ekki skot í marki Nice. Þýskaland B-deild: Dormagen – Emsdetten...................... 18:18 - Anton Rúnarsson skoraði ekki fyrir Emsdetten. Danmörk Kolding – Nordsjælland ..................... 28:28 - Ágúst Elí Björgvinsson varði 1 skot í marki Kolding. Svíþjóð Guif – Sävehof...................................... 24:33 - Aron Dagur Pálsson skoraði ekki fyrir Guif. Daníel Freyr Ágústsson varði 11 skot í marki liðsins. Evrópubikar karla 32ja liða úrslit, fyrri leikur: Ramat Hasharon – Skövde................. 28:37 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 2 mörk fyrir Skövde. %$.62)0-# Undankeppni HM karla E-RIÐILL: Portúgal – Ungverjaland..................... 75:81 Frakkland – Svartfjallaland................ 73:67 F-RIÐILL: Litháen – Búlgaría ............................... 89:69 Bosnía – Tékkland................................ 97:90 G-RIÐILL: Georgía – Úkraína................................ 88:83 Norður-Makedónía – Spánn................ 65:94 H-RIÐILL: Rússland – Ítalía................................... 92:78 Holland – Ísland ................................... 77:79 1. deild karla Fjölnir – Sindri ................................... 103:91 Skallagrímur – Álftanes ...................... 79:91 Selfoss – Hamar ................................... 79:76 Haukar – ÍA ........................................ 108:66 Staðan: Haukar 10 9 1 1037:733 18 Höttur 9 8 1 916:746 16 Álftanes 10 7 3 922:835 14 Sindri 10 6 4 909:862 12 Selfoss 10 5 5 846:869 10 Skallagrímur 10 4 6 830:842 8 Hrunamenn 10 4 6 871:968 8 Fjölnir 9 4 5 788:830 8 Hamar 10 2 8 776:902 4 ÍA 10 0 10 737:1045 0 1. deild kvenna Ármann – Stjarnan .............................. 86:61 Aþena/UMFK – Snæfell ...................... 75:79 Staðan: ÍR 6 6 0 497:339 12 Ármann 8 6 2 670:518 12 Þór Ak. 7 5 2 516:455 10 Snæfell 7 3 4 534:539 6 Aþena/UMFK 8 3 5 536:579 6 KR 6 3 3 451:435 6 Hamar/Þór 6 3 3 444:447 6 Stjarnan 7 3 4 487:511 6 Tindastóll 6 2 4 430:471 4 Fjölnir b 6 2 4 356:456 4 Vestri 7 1 6 409:580 2 4"5'*2)0-# Sindri Kristinn Ólafsson, mark- vörður knattspyrnuliðs Keflvík- inga, verður næstu daga til reynslu hjá danska B-deildarliðinu Esbjerg. Sindri er 24 ára gamall en hann hefur verið aðalmarkvörður Kefl- víkinga frá 2015 og leikið 122 leiki í tveimur efstu deildum Íslandsmóts- ins. Með Esbjerg leikur yngri bróð- ir Sindra, miðvörðurinn Ísak Óli Ólafsson, en hann kom til félagsins frá SönderjyskE síðasta sumar. Sindri í lið með bróður sínum? FÓTBOLTI Aron Elvar Finnsson aronelvar@mbl.is Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Ís- lands- og bikarmeistara Víkings í knattspyrnu, var sáttur að loknum blaðamannafundi í gær þar sem tveir leikmenn voru kynntir til leiks. Davíð Örn Atlason og Karl Frið- leifur Gunnarsson skrifuðu undir þriggja ára samninga við félagið. Davíð snýr aftur frá Breiðabliki eftir árs fjarveru og Karl var í láni hjá Víkingum frá Blikum í ár. „Ég er ótrúlega sáttur við þetta og hvernig félagið er að styðja við mig í að gera þetta að alvöruhópi. Ekki vantar leikina á næsta ári og við ætlum að verja báða titlana og ná eins langt og hægt er í Evr- ópukeppninni. Svo sjá allir hversu mikilvægir bakverðir eru í nútíma- fótbolta, við sjáum það hjá liðum eins og Chelsea, Liverpool og Man- chester City. Davíð og Kalli eru ekki bara hægri bakverðir, þeir geta leyst stöðu miðvarðar, vinstri bak- varðar og kantmanns ef því er að skipta. Þeir eru mjög fjölhæfir og geta leyst ýmsar stöður. Það eru endalausir möguleikar og svo þurf- um við líka að vera viðbúnir því að menn meiðist. Í ár vann hópurinn titilinn, ekki byrjunarliðið,“ sagði Arnar við Morgunblaðið. Mikil umræða hefur verið um Valgeir Valgeirsson leikmann HK og að hann sé mögulega á leið til Víkings. „Það er erfitt að tala um leikmenn sem eru samningsbundnir öðrum fé- lögum, en ég get alveg lýst því yfir að við höfum mikinn áhuga. Við- ræður við HK hafa verið á vinalegu nótunum en þeir vilja að sjálfsögðu halda í sína bestu leikmenn. Það verður bara að koma í ljós hvernig það þróast.“ Einnig hefur verið rætt um að Víkingar vilji bæta við sig varn- armanni. Arnar staðfesti það en sá leikmaður kemur þó ekki strax. „Okkur liggur ekkert á í því. Kyle [McLagan, kom frá Fram í vetur] kemur ekki fyrr en í janúar og Hall- dór Smári er í aðeins lengra fríi en aðrir, svo við erum í smá mið- varðakrísu núna. Á meðan verða aðrir að leysa þá stöðu en það væri óskandi að bæta við einum miðverði en okkur liggur ekkert á því.“ Varðandi mögulegt brotthvarf Atla Barkarsonar og Kristals Mána Ingasonar í atvinnumennsku sagði Arnar að það kæmi að því. „Þeir fara út á einhverjum tíma- punkti. Það er bara spurning hvort það verði í ár eða á næsta ári. Ég vil fá þá út en mér finnst líka mjög spennandi fyrir þá að taka þátt í næsta sumri með okkur. Bæði að verja þessa titla og líka mögulega að verða hluti af liði sem stefnir að því að ná lengra í Evrópukeppni en ís- lensk lið hafa náð áður. Mig langar að þeir fari út en ef ég á að vera eig- ingjarn þurfa þeir þess kannski ekki alveg strax.“ Víkingur er á leið í Evrópukeppni og eru markmiðin sett hátt. „Möguleikarnir eru meiri eftir að hafa unnið titilinn. Þá byrjum við í forkeppni Meistaradeildarinnar og ef það klikkar förum við í forkeppni Evrópudeildarinnar. Það eru mögu- leikar þarna en auðvitað þurfum við að vera heppnir með drætti. Í mín- um augum snýst þetta um að vinna liðin sem eru jafnsterk og við en ef við lendum gegn liðum eins og Cel- tic eða Bodö/Glimt sem lítill mögu- leiki er að vinna, þá viljum við alla vega sýna góða frammistöðu. Með því getum við bætt ímynd íslensks fótbolta, eins og Breiðablik gerði mjög vel í ár. Önnur lið hafa kannski ekki gert það nægilega vel, jafnvel verið að spila illa og ekki auglýst íslenskan fótbolta nógu vel,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. Getum bætt ímynd íslensks fótbolta - Arnar segir að Víkingar ætli sér langt í Evrópukeppni á næsta ári Morgunblaðið/Aron Elvar Víkingur Karl Friðleifur Gunnarsson og Davíð Örn Atlason skrifuðu báðir undir þriggja ára samning við Íslands- og bikarmeistarana í gær. Manchester United náði í gær sam- komulagi við rússneska knatt- spyrnufélagið Lokomotiv Moskva um að fá Ralf Rangnick, yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu, til starfa. Hann tekur við sem knatt- spyrnustjóri United til bráða- birgða, út þetta tímabil, og er síðan í framhaldi af því ráðinn í starf ráð- gjafa hjá félaginu til næstu tveggja ára. Rangnick er 63 ára Þjóðverji sem síðast stýrði RB Leipzig og var yfirmaður knattspyrnumála þar en þjálfaði áður m.a. Hoffenheim, Schalke, Hannover og Stuttgart. Rangnick kemur til United Reuters Þjóðverji Ralf Rangnick er á leið- inni til Manchester United. Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti góðan dag á lokamóti Evrópumóta- raðar kvenna í golfi í Andalúsíu á Suður-Spáni í gær. Guðrún var á meðal neðstu keppenda eftir fyrsta hringinn, sem hún lék á 79 höggum. Í gær lék Guðrún hins vegar á 70 höggum, tveimur höggum undir pari. Hún vann sig þar með upp um tuttugu sæti og er í 48.-54. sæti af 72 keppendum þegar tveimur hringjum er lokið af fjórum á sam- tals fimm höggum yfir pari. Guðrún náði tíunda besta skorinu af öllum keppendum í gær. Guðrún sneri blaðinu við Ljósmynd/GSÍ Sjötíu Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti mjög góðan hring í gær. Alexander Petersson, landsliðsmaður í handknattleik, komst á dögunum í fámennan hóp þeirra sem hafa spilað 500 leiki í þýsku 1. deildinni, sterkustu deild félagsliða í heiminum. Handboltasérfræðingurinn Fabian Koch birti í gær lista yfir 15 leikjahæstu leikmenn deildarinnar sem hafa náð 500 leikjum og Alexander er þar í fjór- tánda sæti með 502 leiki. Aðeins einn annar erlendur leikmaður er á listanum en sænski markvörðurinn Mattias Andersson lék 569 leiki í deildinni. Alexander, sem er orðinn 41 árs gamall, hefur spilað í deildinni í sextán ár, með Düsseldorf, Grosswallstadt, Flensburg, Füchse Berlín, Rhein-Neckar Löwen og nú síðast Melsungen. Margir af bestu handboltamönnum Þjóðverja eru á listanum. Markverð- irnir Carsten Lichtlein (686) og Jan Holpert (625) eru leikjahæstir en síðan koma Christian Schwarzer (600), Henning Fritz (589), Volker Zerbe (586), Johannes Bitter (574), Stefan Hecker (561), Michael Haass (552), Holger Glandorf (543), Silvio Heinevetter (539) og Andreas Thiel (528). Kominn í fámennan hóp Alexander Petersson Haukar eru komnir til rúmensku borgarinnar Focsani þar sem þeir mæta heimaliðinu í 32ja liða úrslitum Evr- ópubikars karla í handknattleik í dag. Þetta er fyrri við- ureign liðanna sem mætast aftur á Ásvöllum um næstu helgi. Bæði lið fóru auðveldlega í gegnum síðustu umferð. Haukar unnu Strovolou í tveimur leikjum á Kýpur með ellefu og tólf marka mun, þar sem Stefán Rafn Sig- urmannsson skoraði mest, alls 15 mörk, og Focsani vann Kärjang frá Lúxemborg með átta og sjö marka mun. Haukar mæta til leiks sem topplið úrvalsdeildar en þeir hafa með Evrópuleikjunum unnið níu leiki og aðeins tap- að einum af fyrstu tólf leikjum tímabilsins. Focsani er í sjötta sæti rúmensku þjóðardeildarinnar með sjö sigra og eitt jafntefli í tólf leikjum. Liðið hefur til þessa ekki blandað sér í baráttu um stóru titlana í landinu. Fjórir erlendir leikmenn, serbneska skyttan Fi- lip Marjanovic sem skoraði 13 mörk í leikjunum við Kärjang en hinir koma frá Rússlandi, Bosníu og Norður-Makedóníu. Haukar mættir til Rúmeníu Stefán Rafn Sigurmannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.