Morgunblaðið - 27.11.2021, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 27.11.2021, Qupperneq 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021 Samsýningin Brim og bréfbátar, á ensku Wild Waves and Paper Boats, var opnuð 20. nóvember á Hlöðu- loftinu á Korpúlfsstöðum. Þar sýna saman þrjár myndlistarkonur, þær Nikolina Ställborn, Þorgerður Jör- undsdóttir og Hildur Margrétar- dóttir og eru verkin á sýningunni af ýmsum toga og má sjá innsetning- ar, hljóðverk, málverk, skúlptúra, teikningar og verk unnin með blandaðri tækni. Inntak sýningarinn er hamfara- hlýnun, að því er fram kemur í til- kynningu, og þær hröðu breytingar sem sjá má á umhverfinu og þá ekki síst á norðurslóðum. „Sýningin leitast við að skoða tengsl manns og umhverfis og skilning okkar á þeim raunveru- leika sem við búum við,“ segir í til- kynningu. „Við búum í ímynduðum raunveruleika og skortir skilning á þeirri framtíð sem blasir við á mannöld (antropocene). Veðurfars- breytingar og dauði náttúrunnar, tengsl fortíðar og samband okkar við náttúruna. Við finnum í um- hverfi okkar allt að því andstöðu og tregðu við náttúruvernd og sjálf- bærni á sama tíma og við stöndum frammi fyrir gríðarlegum nátt- úruhamförum.“ Sýningin stendur yfir til morg- undagsins, 28. nóvember, og er hún opin kl. 13-17 í dag og á morgun. Hlýnun Inntak sýningarinnar er hamfara- hlýnun og breytingar sem henni fylgja. Brim og bréfbátar á Hlöðuloftinu 125 ár eru liðin í dag frá andláti Gríms Thomsen og af því tilefni verður haldin þverfagleg ráðstefna í Hátíðarsal Háskóla Íslands sem hefst kl. 10 og stendur yfir til kl. 16. Bókmenntaafræðingar, sagnfræð- ingar, fornfræðingar og heimspek- ingar munu á henni fjalla um ýmsar hliðar á höfundarverki, ævi og sam- tíð Gríms og er ráðstefnan haldin á vegum Bókmennta- og listfræða- stofnunar Háskóla Íslands, að því er fram kemur á vef skólans. Vegna samkomutakmarkana mega að hámarki 50 gestir sitja í salnum en hægt verður að fylgjast með ráð- stefnunni í streymi. Finna má tengil á hana í frétt vef HÍ á slóðinni hi.is/vidburdir/radstefna_um_grim- _thomsen. Dagskráin hefst með ávarpi for- seta Íslands, Guðna Th. Jóhannes- sonar, sem setur svo ráðstefnuna og aðrir á mælendaskrá eru Guðmund- ur Hálfdanarson með erindið Grím- ur og þjóðernið, Erla Hulda Hall- dórsdóttir með erindið Jakobína Jónsdóttir Thomsen – eiginkona og eigin kona og Hjalti Snær Ægisson með erindið Grímur og Grikkirnir. Næstur kemur Kristján Jóhann Jónsson og fjallar um ljóðagerð Gríms, svo Þórir Óskarsson sem tal- ar um bókmenntafræðinginn Grím, Ármann Jakobsson verður með er- indið Grímur og Fornmannasögur, Gunnar Harðarson flytur erindið Formálar og fyrirvarar: Um hugs- unarhátt Gríms, Svavar Hrafn Svav- arsson flytur erindið Heimspeki Gríms og Sveinn Yngvi Egilsson er- indið Grímur Gríms. Grímur fæddist að Bessastöðum 1820 og nam heimspeki og bók- menntir. Hann var mikið skáld og orti m.a. ljóð sem þjóðkunn lög hafa verið samin við. Má nefna hin sígildu „Á Sprengisandi“, „Íslands lag“ og „Sverri konung“. Merkismaður Grímur Thomsen. Ráðstefna haldin um Grím Thomsen Fyrsti þáttur nýrrar glæpaþátta- raðar, Svartir sandar, verður sýnd- ur á jóladag á Stöð 2 og hefur nú verið gefinn forsmekkur að henni með stiklu. Glassriver framleiðir syrpuna, Baldvin Z leikstýrir og skrifaði handritið með aðal- leikkonu þáttanna, Aldísi Amah Ha- milton og lögreglumanninum Ragnari Jónssyni. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius, Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir, Ævar Þór Benediktsson og Kolbeinn Arn- björnsson. Stikluna má finna á mbl.is í dálkinum Fólkið. Þættirnir segja af þrítugri lög- reglukonu, Anítu, sem tekur að sér starf á æskuslóðum sínum sem er það eina sem henni býðst eftir að henni var gert að segja upp í Reykjavík. Aníta snýr aftur í þorpið sem hún ólst upp í en þangað hefur hún ekki komið í 14 ár. Þorpið er vinsæll ferðamannastaður og í kringum það svartir sandar sem nafn þáttanna vísar í. Lík ungrar konur finnst í fjöru og er í fyrstu talið að hún hafi hrapað fram af bjargi en þegar vinkona hennar finnst seinna um kvöldið, hrakin og alblóðug, fara að renna á menn tvær grímur. „Aníta sogast niður dimman hyl fortíðar í leit að mögu- legum fjöldamorðingja og upp- gjörið breytist í martröð,“ segir m.a. um atburðarásina í tilkynn- ingu. Morðmál Aldís Amah Hamilton á kynning- armynd fyrir þættina, Svarta sanda. Fyrsta stikla úr Svörtum söndum Hæ sæti – hvað vilt þú borða! Bragðgott, hollt og næringarríkt Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is ÚTSÖLUSTAÐIR: Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær Fyrir tæplega 40 árum var frönsk- um systrum rænt hérlendis og vakti málið eðlilega mikla athygli. Stefán Máni byggir glæpasögu sína Horfnar á þessum óhugnanlega atburði. Auk þess fléttar hann mannshvörfum og -látum frá fyrri og seinni tíð í frásögnina svo úr verður spennandi og vel sögð saga hryllings og illsku á fá- mennu svæði, þar sem allir vita allt um alla, en þöggunin ræður ríkjum. Sögusviðið á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni er ljóslifandi og ljóst er að Stefán Máni hefur kynnt sér það til hlítar. Lýsingar hans eru nákvæmar og minna á verklag Lees Childs í spennusögum, þar sem Jack Reacher er í aðalhlut- verki. Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson, helsta persóna Stefáns Mána í átta öðrum spennusögum, er um margt líkur Jack Reacher. Þeir eru hávaxnari en gengur og gerist, láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna, eru viðkvæm hörkutól. Hörður getur reyndar verið ótrú- lega lítill í sér og skyndi- legur skapofsi er honum ekki til framdráttar. Hann er líka veikur á svellinu og þrífst ekki vel í sambandi við aðra nema Bíbí, sem er hans helsta stoð og stytta. Hann lætur sér samt ekki segjast, fer sínu fram, uppgjöf er ekki til í orðaforð- anum og þrautseigjan kemur hon- um þangað sem hann ætlar sér. Rauðhærður risi, sem óþarfi er að tíunda um þennan eftirminnilega karakter. Líf í fámennum byggðum á landsbyggðinni er ekki fyrir alla og Hörður finnur vel fyrir því að vera aðkomumaður á Klaustri. Gróa á Leiti fylgist með hverju spori og ekki er á orðsporið bætandi. Vinna getur verið erfið við þessar að- stæður og Hörður gerir illt verra með framkomu sinni. Honum líður illa, en viðbrögð hans í þessari stöðu hæfa ekki beint manni sem þegar hefur verið færður til í starfi. En þetta er hluti vandamáls- ins og á því þarf að taka með góðu eða illu. Brenglað hugarfar leynist víða og þöggun gerir illt verra. Í þessari spennusögu skyggnist Stefán Máni undir yfirborðið og dregur saman trúverðulega frásögn af því sem kemur upp, þegar velt er við stein- um. Hún er langt því frá að vera fögur, þótt yfirborðið bendi til ann- ars, en tilgangurinn helgar meðalið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skelfing Stefán Máni byggir nýjustu bók sína á óhugnanlegum atburði, þegar frönskum systrum var rænt á Íslandi. Liðnir atburðir í óhuggulegu ljósi Glæpasaga Horfnar bbbbn Eftir Stefán Mána. Sögur útgáfa 2021. Innb., 284 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.