Morgunblaðið - 30.11.2021, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2021
Eina ferðina enn
er sett reglugerð sem
setur verulegar
skorður á íþrótta-
starf barna. Ég veit
ekki hvort íþrótta-
félög séu vísvitandi
að fara á svig við nú-
gildandi reglugerð
eða að skert íþrótta-
starf barna fari fram
án teljandi reiði eða
athugasemda foreldra. Ef ég skil
þessa reglugerð rétt þá skiptir
ekki máli hvort íþróttastarf fari
fram í litlum sal, risastórum
íþróttasal eða utandyra. Í öllum
tilfellum mega aðeins 50 manns
fæddir 2015 eða fyrr vera í saln-
um á sama tíma. Það eru engin
sóttvarnarök á bak við þetta.
Verslanir mega jú hafa fjölda við-
skiptavina út frá stærð rýmis.
Umræðan undanfarið hefur verið
á þá leið að hertar sóttvarnaað-
gerðir séu til að verja spítalana.
Það gefur augaleið að aðgerðir
sem beinast gegn börnum hafa
ekkert með það að gera. Ef mark-
mið núverandi reglugerðar er
skoðað þá er það að „hægja eins
og unnt er á út-
breiðslu COVID-19
sjúkdómsins“. Hér er
alveg skautað yfir
reglur um meðalhóf.
Að sjálfsögðu þarf að
gæta þess að fara ekki
svo langt að skaði að-
gerða verði meiri en
ávinningurinn. Ég
fullyrði að skaðinn
sem börn og ung-
menni hafa orðið fyrir
vegna skertrar
íþrótta- og tóm-
stundaiðkunar á síðastliðnum
misserum sé afar mikill. Nú er
mál að linni! Ég hvet heilbrigð-
isráðherra og aðra sem hafa með
þetta að gera að biðjast afsökunar
og breyta núgildandi reglugerð
hvað þetta varðar hið snarasta.
Sóttvarnir og
íþróttir barna
Eftir Stefni
Skúlason
Stefnir Skúlason
»Eina ferðina enn er
sett reglugerð sem
setur verulegar skorður
á íþróttastarf barna.
Höfundur er verkfræðingur.
stefnir@prim.is
Í upphafi Jóhannes-
arguðspjalls Nýja
testamentisins standa
þessi orð: „Í upphafi
var Orðið, og Orðið
var hjá Guði, og Orðið
var Guð. Hann var í
upphafi hjá Guði. Allir
hlutir urðu fyrir hann,
án hans varð ekki
neitt, sem til er. Í
honum var líf, og lífið
var ljós mannanna. Ljósið skín í
myrkrinu, og myrkrið tók ekki á
móti því.
Hið sanna ljós, sem upplýsir
hvern mann, kom nú í heiminn.
Hann var í heiminum, og heimurinn
var orðinn til fyrir hann, en heim-
urinn þekkti hann ekki. Hann kom
til eignar sinnar, en hans eigin
menn tóku ekki við honum. En öll-
um þeim, sem tóku við honum, gaf
hann rétt til að verða
Guðs börn, þeim, er trúa
á nafn hans.
Og Orðið varð hold,
hann bjó með oss, fullur
náðar og sannleika, og
vér sáum dýrð hans,
dýrð, sem sonurinn eini
á frá föðurnum.
Af gnægð hans höfum
við öll þegið, náð á náð
ofan. Náðin og sannleik-
urinn kom með Jesú
Kristi. Enginn hefur
nokkurn tíma séð Guð.
Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi
föðurins, hann hefur birt hann.“
– Já lof og dýrð sé Guði. Höfundi
og fullkomnara lífsins.
Guð elskar þig
Þú sem fæðst hefur inn í þennan
heim, hvort sem þér líkar það svo
betur eða verr, hefurðu gert þér
grein fyrir að þú ert valinn í lið lífs-
ins? Þú hefur verið valinn í sigurliðið.
Í augum Guðs ert þú óendanlega
dýrmæt manneskja sem verður
ekki skipt út af og sett á bekkinn.
Jafnvel þótt þér kunni að vera mis-
lagðar hendur. Jesús Kristur kom
til að varða þér veginn til lífsins og
hann vill fá að viðhalda lífi þínu.
Hann sem sigraði dauðann og
sagði: „Ég lifi og þú munt lifa.“
Frelsarinn Jesús segir við okkur
í Biblíunni: „Komið til mín öll sem
erfiði hafið og berið þungar byrðar
og ég mun veita ykkur hvíld.“ „Ég
er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér
mun ekki ganga í myrkri heldur
hafa ljós lífsins.“ „Verið í mér, þá
verð ég í ykkur.“ „Ég verð með
ykkur alla daga, allt til enda ver-
aldar.“ „Ég mun ekki yfirgefa ykk-
ur né skilja ykkur eftir mun-
aðarlaus.“
Látum því um okkur muna og
segjum frá því sem jólabarnið, Jes-
ús, kom til að færa okkur og hug-
hreysta okkur með og lifum í auð-
mýkt og þakklæti.
Bústaður Jesú á lífsins leið
Látum ekki ræna okkur jólunum.
Tökum á móti frelsaranum, ljósinu í
lífi okkar. Opnum fyrir honum og
bjóðum hann velkominn inn í dag-
lega tilveru okkar. Leyfum honum
að setjast að í hjörtum okkar og
varða veginn til lífsins. Honum sem
segir að okkur sé óhætt þótt við
vissulega kunnum að búa við þreng-
ingar, vonleysi og ótta. Því hann
kom til að sigra heiminn. Allt hið
illa, myrkur og ótta. Hann sem kom
til að veita okkur von og frið af sín-
um ómótsæðilega og óviðjafnanlega
lífsins kærleika.
Biðjum þess að trúin á hann
verði okkur til heilla svo við getum
orðið erindrekar hans. Honum til
dýrðar og fólki til blessunar. Biðj-
um þess að andi Jesú Krists, frels-
ara okkar, mætti tendrast frá
hjarta til hjarta og verða þannig að
eilífu óslökkvandi og blessandi kær-
leiksbáli.
Hann er að koma
Jesús er að koma. Reynum að
finna honum stað um jólin. Gerum
hann að raunverulegu aðalatriði á
aðventunni og um jólin og alla daga.
Ekki að einhverri afgangsstærð.
Gefum honum tækifæri, því við höf-
um engu að tapa en allt að vinna.
Höfnum honum ekki eins og við
höfum haft svo ríka tilhneigingu til
að gera í gegnum árin og þá ekki
síst nú þau allra síðustu.
Kærleikans Guð, höfundur og
fullkomnari lífsins, er að minna á
sig og veita okkur tækifæri til að
bregðast við honum.
Guð gefi okkur ánægjulega og
friðsama aðventu, kærleiks- og inni-
haldsrík jól, í Jesú nafni.
Takk, Guð, fyrir Jesú. Takk fyrir
fyrirgefninguna, kærleikann, vonina
og lífið. Hjálpaðu okkur að velja
ljósið sem lýsir okkur upp veginn til
lífsins, veginn heim. Hins eilífa lífs.
– Lifi lífið!
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
» Jesús kom til að
varða okkur veginn
til lífsins sem hann
býðst til að viðhalda að
eilífu. Hann sem sigraði
dauðann og sagði: Ég
lifi og þú munt lifa.
Höfundur er ljóðskáld og
rithöfundur og aðdáandi lífsins.
Ljós lífsins
Í kvöld er haldið
upp á 75 ára afmæli
Fulbright með við-
hafnarviðburði í Ken-
nedy Center í Wash-
ington, D.C. Þar
munu fagna saman
Bandaríkjamenn og
samstarfsaðilar þeirra
um heim allan sem
starfa að framgangi
Fulbright-hugsjónar-
innar um betri heim í gegnum sam-
starf á sviði mennta, vísinda og
lista.
Fulbright á Íslandi hefur verið
starfrækt í 64 ár og er stofnunin hér
á landi sterkur hlekkur í Fulbright-
keðjunni. Grunngildin í samstarfi
þjóðanna eru þau sömu og þau voru
í upphafi samstarfsins, en áskorun
okkar er að þróa og efla starfið í
takt við nýjar áskoranir og þjóð-
félagsbreytingar. Þannig tryggjum
við að samstarfið uppfylli væntingar
allra samstarfsaðila og
haldi áfram að veita
tækifæri sem efla þá
einstaklinga sem hljóta
styrk, en styrkja líka
samstarf þjóðanna á
mikilvægum sviðum
sem efla bæði löndin.
Hér eru nefnd örfá
dæmi um hvernig við
nálgumst þessi verk-
efni.
Í upphafi árs var
óskað eftir því að Ful-
bright á Íslandi tæki að
sér að skipuleggja sk. Fulbright-
Hays-námskeið, sem bandaríska
menntamálaráðuneytið fjármagnar.
Við tókum þessari áskorun og tók-
um sl. sumar í fyrsta sinn á móti 16
bandarískum grunnskólakennurum
frá mörgum fylkjum og buðum upp
á tæplega fjögurra vikna námskeið
með áherslu á umhverfis- og norð-
urslóðamál, jafnréttismál, mennta-
mál, menningu og sögu. Hópurinn
hitti íslenska kennara, margvíslega
sérfræðinga og fulltrúa úr stjórn-
kerfinu og fór í vettvangsferðir um
allt land. Þessi framúrskarandi hóp-
ur kennara nýtti námskeiðið til
metnaðarfullra námsþróunarverk-
efna, sem setur Ísland í forgrunn í
kennslu í mörgum ólíkum fögum.
Þannig geta ný og óhefðbundin
verkefni gagnast báðum þjóðum og
styrkt tvíhliða samband þeirra, um
leið og þátttakendur fá tækifæri til
starfsþróunar.
Á síðustu árum hefur samstarf á
sviði norðurslóðafræða verið burð-
arásinn í starfi Fulbright á Íslandi,
en á síðustu sex árum hafa um það
bil 48 fræðimenn fengið styrki frá
Fulbright á Íslandi til rannsókna
og/eða kennslu í norðurslóðafræð-
um á breiðum grunni. Út úr þessu
hefur komið margvíslegt samstarf á
milli einstaklinga og stofnana, rann-
sóknarsamstarf, útgáfa og fleira
sem styrkt hefur samstarf þjóð-
anna. Fulbright á Íslandi hefur
jafnframt tekið virkan þátt í Arctic
Circle-ráðstefnunni frá 2014 og leitt
saman fræðafólk á ólíkum sviðum til
að fjalla um málefni norðurskauts-
ins með þverfaglegum hætti, en sú
þátttaka hefur leitt af sér enn frek-
ara samstarf og ný verkefni.
Síðustu þrjú ár hefur verið bætt
við sérstökum styrkjum á sviði net-
öryggismála og mikilvægra innviða.
Hafa sex bandarískir sérfræðingar
og fræðimenn með sérþekkingu á
ólíkum sviðum netöryggismála kom-
ið til Íslands til að starfa við Há-
skólann á Akureyri, Háskólann í
Reykjavík og Háskóla Íslands, en
þeir hafa jafnframt átt samstarf við
aðila í stjórnkerfinu og í einkageir-
anum. Nú nýverið t.d. dvaldi hér í
boði Háskólans á Akureyri fræði-
maður sem er sérfræðingur í af-
brotafræðum og netglæpum. Hann
kom með mikilvægt innlegg inn í
lögreglunámið og nýtti tíma sinn
hér til að byggja upp tengsl við
fræðasamfélagið og jafnframt við
lögreglu bæði á Akureyri og í
Reykjavík.
Nýlega voru auglýstir nýir styrk-
ir sem hafa það markmið að styrkja
fræðasamstarf sem tengist við-
brögðum við Covid-19. Getur þar
verið um að ræða verkefni á mörg-
um fræðasviðum, enda hefur farald-
urinn haft áhrif á nær öll svið þjóð-
lífsins. Þessir styrkir eru veittir í
samstarfi við bandaríska sendiráðið
á Íslandi.
Á 75 ára afmæli Fulbright-
áætlunarinnar er við hæfi að staldra
við og minna okkur á að stofnun
Fulbright á Íslandi á sínum tíma
var mikið heillaspor. Við hlökkum
til að vinna áfram með háskólum,
stofnunum, fræðimönnum og öðrum
hagsmunaaðilum. Við hvetjum þá
sem áhuga hafa á samstarfi að hafa
samband við stofnunina í gegnum
heimasíðu okkar, www.fulbright.is.
Hægt er að fylgjast með 75 ára
afmælishátíð Fulbright í beinu
streymi í kvöld frá Kennedy Center.
Nánari upplýsingar má finna á
www.fulbright75.org/celebration/
Eftir Belindu Þurý
Theriault
Belinda Þurý Theriault
» Á 75 ára afmæli Ful-
bright-áætlunar-
innar er við hæfi að
staldra við og minna
okkur á að stofnun Ful-
bright á Íslandi á sínum
tíma var mikið heilla-
spor.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Fulbright-stofnunarinnar.
Til hamingju Fulbright