Morgunblaðið - 30.11.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.11.2021, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2021 ✝ Erlendur fæddist 18. október 1942 í Reykjavík. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 20. nóvember 2021. Foreldrar hans voru Daníel Ágúst- ínusson, f. 18. mars 1913, d. 11. apríl 1996, og Anna Er- lendsdóttir, f. 9. ágúst 1919, d. 2. júlí 2010. Systir hans er Ingileif Daní- elsdóttir, f. 18. ágúst 1944. Erlendur kvæntist Grétu Jónsdóttur, f. 30. apríl 1946, 1. desember 1967. Foreldrar hennar voru Jón Gíslason, f. 31. júlí 1909, d. 11. maí 2001 og Viktoría Kristín Guðmunds- dóttir, f. 24. desember 1915, d. 26. júní 1993. Dætur þeirra eru: 1) Anna Ingileif, f. 22. júlí 1967, eig- inmaður Grímur Þórisson, f. 9. september 1965. Börn þeirra eru Erlendur Karl, f. 15. desem- ber 1995, sambýliskona Lizette Marchadesch og Hrafnhildur Jakobína, f. 2. september 2000. þaðan sem búfræðingur árið 1960 og búfræðikandídat 1963. Starfaði sem framkvæmdastjóri Ræktunarsamband Flóa og Skeiða og hjá Flóaáveitufélag- inu frá 1963-1980. Var héraðs- lögreglumaður frá 1972 og lög- reglumaður á Selfossi frá árinu 1980. Lauk námi frá Lögreglu- skólanum vorið 1983. Gegndi margvíslegum trún- aðarstörfum, var í stjórn Kaup- félags Árnesinga og sat í kjör- deild fyrir Selfoss og síðar Sveitarfélagið Árborg í 40 ár. Var virkur félagi í Lions-klúbbnum á Selfossi og Björgunarsveitinni Tryggva á sínum yngri árum. Var mikill áhugamaður um kartöflu- og sauðfjárrækt, m.a. hafði hann umsjón yfir kartöflugeymslu ásamt öðrum á Selfossi. Rak Bókaútgáfuna Björk á árunum 1996-2019, tók við rekstrinum eftir andlát föður síns. Hafði gaman af ferðalögum innan- og utanlands. Síðustu þrír mánuðir reynd- ust honum afar erfiðir eða frá því að hann greindist með Co- vid í ágúst síðastliðnum. Útför hans fer fram í dag frá Selfoss- kirkju kl. 13 en í ljósi aðstæðna verða einungis hans nánustu viðstaddir athöfnina. Streymt verður frá athöfninni á: https://promynd.is/erlendur Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat 2) Dagný Er- lendsdóttir, f. 14. september 1970, d. 19. júní 2021, eft- irlifandi eig- inmaður er Stefán Hauksson, f. 27. mars 1967. Börn þeirra eru Erlend- ur Ágúst, f. 20. júní 1995, sambýliskona Elísabet Bára Bald- ursdóttir, Katrín, f. 20. maí 1998, sambýlismaður Arnór Ingi Hlíðdal og Daníela, f. 3. ágúst 2001, kærasti Matt- hías Bjarnason. 3) Viktoría Björk Erlends- dóttir, f. 9. janúar 1981, eig- inmaður Þorgils Magnússon, f. 13. janúar 1981. Börn þeirra eru Eyjólfur Örn, f. 23. apríl 2009, Sveinn Óli, f. 30. júlí 2012 og Gréta Björg, f. 25. desember 2015. Erlendur ólst upp í Reykjavík en flutti á Akranes um 12 ára aldur. Hann dvaldi mikið á sumrin hjá ömmu sinni Ingileif og föðursystkinum sínum Eyva og Dúnu í Steinskoti á Eyr- arbakka. Hann fór í Bændaskól- ann á Hvanneyri og útskrifaðist Elskulegur faðir okkar er jarðsunginn í dag. Eftir þriggja mánaða veikindi og sjúkrahús- legu lést hann á 95 ára afmæl- isdegi Dúnu frænku. Stutt er stórra högga á milli þar sem systir okkar varð óvænt bráð- kvödd í sumar og skildi þar með eftir stórt skarð sem hefur nú stækkað enn frekar. Pabbi kom sem ungur maður á Selfoss árið 1963 og réð sig sem framkvæmdastjóra Rækt- unarsambands Flóa og Skeiða. Hann hafði sterkar taugar til Suðurlandsins þar sem hann dvaldist mikið á Eyrarbakka hjá föðurfólkinu sínu. Hann kynntist móður okkar nokkrum mánuð- um síðar og saman eignuðust þau þrjár dætur á 14 árum. Þeg- ar þær tvær eldri voru að alast upp var hann mikið að heiman vegna starfs síns en þegar sú yngsta fæddist var hann kominn í vaktavinnu, var meira heima við og tók virkari þátt í uppeld- inu. Pabba var mjög umhugað um annað fólk og sinnti sínu fólki afskaplega vel í gegnum tíðina, hvort sem það var frændfólk hans, tengdafólk, mamma, við systur eða fjölskyldur okkar ásamt því að hann átti nokkra góða félaga sem hann heimsótti reglulega. Pabbi var mikill áhugamaður um sauðfjár- og kartöflurækt, setti síðast kartöflur niður nú í vor en entist ekki heilsa til þess nú í haust að taka uppskeruna upp. Hann fylgdist vel með þeg- ar við dætur hans fórum í réttir nú í haust og nútímatækni var notuð til þess að hann upplifði stemninguna. Hann naut sín hvað best í sveitastörfum og þurfti alltaf að hafa eitthvað fyr- ir stafni. Ferðalög bæði innan- og ut- anlands heilluðu hann og hann naut sín sérstaklega vel á Kan- arí. Stórfjölskyldan fór saman í tvær frábærar ferðir annars vegar til Flórída árið 2012 og hins vegar Portúgals árið 2015. Núna um verslunarmannahelg- ina, rétt áður en hann veiktist, fórum við ásamt honum og ágætum hóp ættingja í dags bíl- túr í Landmannalaugar og Veiðivötn, áttum dásamlegan dag sem í dag er dýrmæt minn- ing. Við kveðjum pabba með mikl- um söknuði en jafnframt þakk- læti fyrir allt. Þínar dætur, Anna Ingileif og Viktoría Björk. Elsku afi, það eru margar til- finningarnar sem við finnum fyrir núna. Við vorum ekki tilbú- in að missa þig strax og hvað þá að Covid yrði sökudólgurinn en það er mikil huggun í því að þið Dagný vakið nú saman yfir okk- ur öllum. Við búum öll að því að eiga margar góðar minningar með afa á Selfossi, þegar við eldri barnabörnin vorum ung þá var alltaf gaman að taka þátt í sauð- burði í Björk með afa og þegar hann og amma voru með kart- öflugarð þá var alltaf mikið sport að fara með og taka upp kartöflur. Afi átti alltaf til ís sem honum fannst sjálfsagt að sækja inn í bílskúr hvenær sem var. Afi bakaði líka bestu vöfflurnar og blandaði malt og appelsín eins og það gerist best. Hann afi var hörkutól af gamla skólanum og að slaka á var ekki til í hans orðabók. Hann var rosalega duglegur og var alltaf með einhver verkefni fyrir stafni. Í fyrra fór hann til dæmis í lyfjagjöf eins og hann gerði svo oft og í stað þess að fara heim að hvíla sig eftir hana var hann mættur upp í stiga að mála þakkantinn heima hjá sér. Hann var dásamlega skrítinn og blandaði oft saman alls konar mat sem aðrir hefðu ekki borðað saman, til dæmis fékk hann sér Cheerios og setti sultu út í. Afi var algjör húmoristi og elskaði að æsa aðeins upp í ömmu og svo blikkaði hann mann. Það var líka mjög gaman að því að hlusta á ömmu lesa aðeins yfir sínum manni þegar hann var bú- inn að segja eitthvað sem var al- veg út í bláinn, sérstaklega á sínum efri árum. Afi vissi hvar allt var, það var mjög skemmtilegt að ferðast með honum þar sem hann gat bent á hvaða fjall og firnindi sem var og sagt hvað það hét. Við erum heppin að hafa fengið að fara með afa og ömmu til út- landa en við fórum öll til Flórída jólin 2012 og til Portúgal páskana 2016. Afi var mjög áhugasamur um hvað við barnabörnin og vinir okkar værum að gera og hvern- ig okkur gengi. Fyrsta spurn- ingin hans þegar við hittum hann var iðulega hvort maður væri ekki duglegur að læra eða hvenær maður færi að vinna næst, hann spurði okkur að þessu fram að síðasta degi. Eins þegar Erlendur Ágúst bjó á Birkivöllunum hjá ömmu og afa spurði hann nánast upp á dag: „Áttu ekki eftir að læra eitthvað í dag?“ Var afi alltaf jafn hissa þegar nafni hans sagði að það væri eitthvað lítið sem væri eftir af lærdómi þann daginn. Við erum afar þakklát fyrir allt sem afi hefur kennt okkur, fyrir að leyfa okkur að leika í skrifstofuleik inni á skrifstof- unni sinni eða með allt dótið inni í sólstofu. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur, leyfa okkur að gista og/eða búa hjá ykkur á Birkivöllunum. Takk fyrir að skutla okkur þegar þess þurfti. Takk fyrir að vera alltaf gjaf- mildur, sanngjarn, umhyggju- samur, að eiga alltaf til Lucky Charms og eitthvað í ísskápnum sem þú keyptir á afslætti í Nettó eða harðfisk af dýrustu sort. Þín verður sárt saknað afi. Þín barnabörn, Erlendur Ágúst, Erlendur Karl, Katrín, Hrafnhildur Jakobína og Daníela. Elsku afi. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Þú vaknaðir alltaf með okkur á morgnana þegar við vorum í heimsókn og gafst okkur Lucky charms í morgun- mat. Þú varst óspar á íspinna sem þú áttir alltaf til í frystin- um. Þú varst alltaf að brasa eitt- hvað og duglegur að taka okkur með þér. Við söknum þín óskaplega. Eyjólfur Örn, Sveinn Óli og Gréta Björg. Við fráfall Erlendar, mágs okkar, leitar hugurinn aftur til áranna þegar hann fór að venja komur sínar á æskuheimilið í Björk. Erindið var að heim- sækja Grétu, systur okkar, og ekki fór hann erindisleysu því að grunnur var lagður að farsælu hjónabandi sem varði á sjötta áratug. Engum duldist að þar fór glæsimenni sem heillaði strax við fyrstu kynni, enda átti hann auðvelt með samræður við unga jafnt sem aldna. Atorka og dugnaður voru honum í blóð borin og vann hann stórvirki í störfum sínum fyrir Ræktunar- samband Flóa og Skeiða, sem hann stýrði á miklum uppgangs- tímum. Segja má að hann hafi þróað það úr litlu þjónustufyr- irtæki, sem sinnti þörfum bænda við uppþurrkun og tún- rækt, upp í verktakafyrirtæki með stórvirkar vinnuvélar til vegagerðar og jarðvegsvinnu hvers konar. Á fáum árum upp- lifði hann í störfum sínum bylt- ingu búnaðarhátta. Flóaáveitan, sem hann hafði umsjón með, ásamt Ræktunarsambandinu, fékk nýtt hlutverk; hún varð eins konar vatnsforðabúr í þurr- katíð og bjargaði bændum með vatn handa búpeningi. Í stað áveituskurða voru þurrkskurðir grafnir og engi breyttust í tún. Í þessu hlutverki kynntist Er- lendur bændum og búaliði á starfssvæðinu og mun víðar því verkin og sporin lágu víða. Þess- ar aðstæður, ásamt afburða- minni, urðu til þess að hann varð með árunum einn sá gleggsti og minnugasti á menn og málefni í héraðinu. Sama gilti um staðhætti og umhverfi og var því mikil upplifun að ferðast um landið, jafnt byggðir sem óbyggðir, með hann til leiðsagn- ar. Ekki átti Erlendur langt að sækja þessa hæfileika því sagt var um föður hans, Daníel Ágústínusson, að fáir eða engir þekktu betur til bújarða og ábú- enda þeirra um land allt. Ekkert mun ofsagt í þessu efni því að þessir eiginleikar komu vel í ljós í störfum Erlendar í kjörstjórn á Selfossi í áraraðir. Til þess var tekið hversu marga hann þekkti persónulega og við einar kosn- ingarnar þurfti hann ekki að spyrja nema tvo kjósendur að nafni. Þarna hefur hann líklega einnig notið starfa sinna við lög- gæslu í Árnessýslu um alllangt skeið. Nú þegar við lítum yfir ævi Erlendar og samskipti hans og fjölskyldunnar í Björk er okkur efst í huga þakklæti fyrir fram- lag hans til uppbyggingar húsa og ræktunar þar. Hann vann þar að af mikilli elju og taldi ekki eftir sér sporin. Hann var mikill útvegunarmaður og hjálp- semi hans var einstök. Þessa naut heimilið og við öll ríkulega. Einstök var natni hans við aldr- aða foreldra okkar, einkum föð- ur sem lifði til hárrar elli, og stuðlaði þannig að því að hann gæti verið lengur á sínu heimili. Fjölskyldan á nú um sárt að binda þegar alltumlykjandi heimilisfaðirinn er fallinn frá eftir erfið veikindi síðustu vikur, aðeins fimm mánuðum eftir skyndilegt fráfall Dagnýjar, dóttur þeirra hjóna. Missir Grétu og dætranna tveggja, Önnu Ingileifar og Viktoríu Bjarkar, er því meiri en orð fá lýst. Hugur stórfjölskyldunnar er hjá þeim og þeirra nánustu, sem mest hafa misst. Megi minning þeirra lifa með okkur um ókomna tíð. Fyrir hönd okk- ar systkinanna frá Björk og fjöl- skyldna, Sigurður Jónsson. Mitt lán var að kynnast Er- lendi á seinni árum, þegar ég varð svo heppinn að fá yngstu dóttur hans sem tengdadóttur. Yndisleg og heilsteypt stúlka, sem sækir margt til foreldra sinna. Ungur maður kynntist ég Daníel, föður Erlendar, á flokks- þingum Framsóknarflokksins. Þá var Daníel í hópi eldri manna. Hæglátur maður, vin- sæll, rökfastur og traustur. Þar voru fleiri héraðshöfðingjar eins og Guttormur Óskarsson á Sauðárkróki og Halldór Krist- jánsson á Kirkjubóli. Okkur unga fólkinu fannst fengur að ræða við þessa lífsreyndu menn, sem allir gáfu sér tíma til að hlusta á okkar ungu raddir. Erlendi var ákaflega gott að kynnast. Ávallt hægur en skemmtilegur. Hann fylgdist vel með mönnum og málefnum og hafði einlægan áhuga á málefn- um sveitanna og var honum tíð- rætt um hvernig gengi hjá hin- um og þessum, sem unnu að einhverjum framfaramálum fyr- ir sína sveit eða hérað. Hann virtist þekkja til fólks um allt land. Fylgdist sérlega vel með þeim, sem höfðu verið honum samtíða í skóla eða vinnu ein- hvern tíma á lífsleiðinni. Ég heimsótti þau hjón í byrjun ágúst í sumar. Þá var Erlendur á fullu að vinna að ýmsu á lóð- inni þeirra. Einstaklega fallegt og gott veður og mikill hiti. Það bar margt á góma þennan dag, enda þau hjón bæði ákaflega fróð og skemmtileg. Kom ég þar skömmu eftir hádegi og reyndin varð sú að við höfðum um svo margt að tala að ég fór ekki fyrr en liðið var nokkuð á kvöldið. Feginn er ég nú að hafa náð í þessa góðu stund, því nokkrum vikum síðar veiktist hann og varð að leggjast inn á sjúkrahús. Erlendur stundaði nám í Bændaskólanum á Hvanneyri og lauk þaðan framhaldsnámi. Síðar var hann framkvæmda- stjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða. Þannig voru tengsl hans við sveitina mikil og rofn- uðu aldrei. Síðar gerðist hann lögreglumaður, traustur og góð- ur í því starfi eins og öllu. Ég held að hann hafi verið í kjör- stjórn á Selfossi um áratuga- skeið og eftir að hann vissi að ég hafði komið að þeim málum í minni sveit, ræddum við stund- um hve mikilvægt væri að engin mistök væru gerð hjá þeim, sem að þeim málum störfuðu. Þar mættu engir hnökrar vera á framkvæmd. Þá var gaman að fylgjast með hans einlæga áhuga að uppfræða ungu kyn- slóðina, m.a. með því að halda áfram öflugu starfi föður síns við útgáfu barnabóka fyrir yngstu kynslóðina. Rak hann bókaútgáfuna Björk um árabil af elju og áhuga og ferðaðist oft um landið þvert og endilengt til að tryggja að bækur fyrir yngsta lesendahópinn væru ávallt aðgengilegar í verslunum. Það var Erlendi mikill harm- ur þegar hann skyndilega missti eina dætra sinna síðastliðið vor. Það tekur á þegar sama fjöl- skylda verður á ný fyrir áfalli, nú er það ættfaðirinn sjálfur sem leiddur er á brott. Í sumar ræddum við Erlendur að gott væri að eiga allar þær góðu minningar sem Dagný skildi eft- ir. Nú munum við allt það góða úr lífi Erlendar. Þær minningar eru dýrmætar. Hafi Erlendur þökk fyrir allt. Ég sendi Grétu Jónsdóttur eftirlifandi eiginkonu, Viktoríu Björk tengdadóttur minni og stórfjölskyldunni allri mínar dýpstu samúðarkveðjur. Magnús á Sveinsstöðum. Enn er höggvið skarð í hóp- inn okkar frá framhaldsdeildar- árunum forðum á Hvanneyri. Lífsljós Erlendar Daníelssonar er slokknað og leiftur löngu lið- inna ára leita á hugann og kalla fram myndir og minningabrot langra samvista í leik og starfi. Já það eru sex áratugir síðan við, lítill hópur ungra glaðværra ungmenna, settumst í fram- haldsdeildina á Hvanneyri haustið 1961. Með fátt annað sameiginlegt í farteskinu en áhuga á búvísindum og það að verða að gagni fyrir íslenskan landbúnað. Hvanneyrardvölin mótaði okkur um margt og við lögðum okkur í líma um að vera hvert öðru fjöregg orðræðulistarinnar, vorum á stundum kölluð „þras- deildin“ en það skapaði í senn andrúmsloft sjálfstæðis og sam- heldni og vináttu sem aldrei rofnaði en óx og dafnaði með ár- unum. Skólagangan tók enda og við dreifðumst vítt um til nýrra verkefna. Aldrei rofnuðu þó tengslin alveg og smám saman tókum við upp þann sið að hitt- ast reglulega, lengst af á hálfum tug frá því að við kvöddum skól- ann okkar á Hvanneyri. Þeir félagar Erlendur og Ólafur Guðmundsson réðu sig að námi loknu til sumarstarfa hjá Búnaðarsambandi Borgar- fjarðar, fóru oft saman í leið- beingarverkefni eins og sæmdi fóstbræðrum. Um haustið skildi leiðir þegar Erlendur var ráðinn framkvæmdastjóri Ræktunar- sambands Flóa og Skeiða og settist að á Selfossi. Þar með hófst nýr kafli í starfssögu hans og raunar í öllu hans lífi. Hann þótti strax öflugur i starfi, snar- ráður, hugvitssamur og verka- viljugur. Ef hann vantaði aðstoð einhvers sem í önnum var, þá hafði hann einfaldlega verka- skipti og bjargaði þannig mörg- um verkefnum frá töfum og skaða. Að loknu löngu og far- sælu starfi hjá Ræktunarsam- bandinu gerðist hann starfsmað- ur lögreglunar og gegndi því til starfsloka. Um árabil var bóka- útgáfan Björk í verkahring Er- lendar og eins og öllu öðru sinnti hann því verkefni af alúð og einstakri eljusemi og átti stóran hóp ungra ánægðra og þakklátra lesenda. Allt frá fyrstu stundu var Sel- foss hans heimastaður og starfs- vettvangur. Þar hitti hann og lífsförunaut sinn hana Grétu og saman byggðu þau hús sitt og gerðu sér og fjölskyldunni fal- legt og ástríkt heimili sem við skólasystkinin sem og aðrir nut- um af í ríkum mæli. Þegar árin færðust yfir og eljan til samfunda dofnaði var Erlendur eins og límið sem hélt okkur saman og við efnið. Þau hjónin ferðust mikið til að sinna bókaútgáfunni og í tengslum við þau ferðalög fengum við margar heimsóknir sem oftar en ekki urðu til þess að næsti hittingur var ákveðinn. Þannig var Er- lendur sívakandi að rækta og styrkja samkenndina í hópnum. Nú er Erlendur allur, lífssólin hnigin til viðar og handan móð- unnar miklu, víddir hins eilífa lífs. Við kveðjum hann með söknuði. Góður drengur og vin- ur er genginn og minningin merlar eins og samofin rökk- urstundum haustsins og fyllir hugann á kveðjustund. Megi al- góður Guð vera Grétu, dætrun- um, fjölskyldum þeirra og ást- vinum stoð á sorgarstundu. Blessuð sé minning Erlends Daníelssonar F.h. skólasystkina úr fram- haldsdeild á Hvanneyri og fjöl- skyldna þeirra, Magnús B. Jónsson. Erlendur Daníelsson Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HJÖRDÍS ARNARDÓTTIR lyfjatæknir, Víkurströnd 16, Seltjarnarnesi, lést á endurhæfingardeild Eirar mánudaginn 22. nóvember. Útför hennar fer fram frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 2. desember klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu ástvinir viðstaddir. Útförinni verður streymt á www.mbl.is/andlat. Jón Grétar Ingvason Örn Ingvi Jónsson Aldís Ingimarsdóttir Guðrún Jónsdóttir Sævar Guðjónsson Sandra Huld Jónsdóttir Ólafur Arnar Gunnarsson Harpa Lind Jónsdóttir Samuel Patrick O'Donnell barnabörn og barnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.