Morgunblaðið - 30.11.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.11.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2021 ✝ Örn Hilm- arsson fæddist 19. mars 1965 í Reykjavík. Hann lést 24. október 2021 á heimili sínu í Kaupmannahöfn, Danmörku. For- eldrar hans eru Hilmar Þór Sig- urþórsson, f. 1944, og Guðrún Kalla Bárðardóttir, f. 1946. Örn var elst- ur sinna systkina en þau eru Ingibjörg Bára, f. 1967, Hrönn, f. 1972 og Ómar, fæddur 1973. Með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jóhönnu Jónsdóttir, f. 1963, d. 2009, átti Örn dæt- urnar Heiðu, f. 1987, Lísu, f. 1988, d. 2009, og stjúp- soninn Stefán Haf- berg, f. 1983, d. 2012. Örn ólst upp í Hafnarfirði frá þriggja ára aldri og bjó þar þangað til hann flutti til Danmerkur um miðjan tíunda ára- tug. Hann var lærður smiður frá Iðnskólanum í Hafnarfirði og starfaði sem slíkur megnið af sínum starfs- ferli. Jarðarförin fór fram í kyrr- þey. Það er skrítið að skrifa minn- ingargrein um þig stóri bróðir og við hefðum heldur kosið að geta rætt við þig og rifjað upp í stað þess að setja orð á blað. Þú varst handlaginn, skapandi, list- rænn og músíkalskur en á sama tíma þægilegur, rólegur og með mikinn húmor. Snemma kom í ljós hversu sjálfstæður og athafnasamur þú varst en sem krakki varstu far- inn að búa til kvikmyndir á 8 mm kvikmyndavélina og halda sýningar í bílskúrnum fyrir krakkana í hverfinu. Þetta var sko alvörubíó þarna í bílskúrn- um sem bauð ekki bara upp á myndir heldur var einnig til sölu heimatilbúið popp og djús með myndunum. Tónlist kemur í hugann þegar við hugsum til þín. Þú gast spil- að á hvaða hljóðfæri sem var og hafðir sterkar skoðanir á hvað væri alvörutónlist. Úr barnæskunni munum við eftir bíóferðunum og skíðaferð- unum í rútu og með kakóbrúsa, módelunum sem þú settir saman og fyrir okkur yngstu systkinin var herbergið þitt algjör æv- intýraheimur. Aðeins tuttugu og þriggja ára varstu orðinn þriggja barna fað- ir með einn stjúpson og tvær dætur. Þú varst lærður smiður og búinn að eignast þína fyrstu íbúð. Þar kom athafnamaðurinn berlega í ljós þar sem þú sást tækifæri í litlu verkstæði söðla- smiðs sem þú keyptir og breytt- ir í íbúð. Ekki lést þú þar við sitja og fórst næst í að byggja þriggja hæða hús, þar sem ein hæðin var hugsuð fyrir þína fjöl- skyldu. Þú varst ekki laus við stór áföll í lífinu, missir bæði stjúp- son og dóttur. Þú flytur til Dan- merkur þar sem þú býrð í yfir 20 ár, allt þar til andlát þitt bar óvænt að. Minning þín lifir með okkur og við erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Þín systkini, Bára, Hrönn og Ómar. Örn Hilmarsson Þau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi Erla Björk Helgadóttir ✝ Erla Björk Helgadóttir fæddist 10. nóv- ember 1981. Hún lést 2. nóvember 2021. Útför Erlu Bjarkar fór fram 13. nóvember 2021. það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þór- leifsson) Í dag rís bjartur og fallegur dagur, dagurinn sem við kveðjum þig hinstu kveðju. Dagurinn sem er fal- legur eins og þú, að innan sem utan. Þú snertir svo marga með þinni fallegu sál og gleðinni til lífsins. Frá því ég var ungling- ur hef ég vitað hver þú varst, þessi glaðværa, hláturmilda, hjálpfúsa, af og til háværa unga kona sem fór stundum fram úr sjálfri sér í gleði lífsins. Við þekktumst ekki mikið en núna seinni ár hef ég kynnst þér upp á nýtt í gegnum börnin okkar og þegar þið fjölskyldan fluttuð hingað fram eftir. Við vorum kannski ekki alltaf á sömu bylgjunni en virðingin hvor fyr- ir annarri var alltaf til staðar. Og þú varst yndi! Jákvæð á lífsins sýn og dugleg. Þegar ég settist niður með öllum börnunum, vinum okkar í Tónadansi, kom svo áþreifan- lega í ljós hvað þú snertir þau á margan hátt. Þú varst ekki bara þessi sem eldaði matinn þeirra í Varmahlíðarskóla, þú varst svo miklu miklu meira. Hjartahlý, vinkona, brosandi, sýndir virðingu, góð mamma, góður vinur, fullkominn kokk- ur, falleg, jákvæð, ráðagóð, þetta eru meðal margra fag- urra orða sem börnin höfðu að segja um þig. Feykir, börnin þín, fjölskyld- an og vinirnir allir munu sakna og ég votta þeim alla mína sam- úð. Þetta fallega ljóð hér að ofan finnst mér eiga vel við í dag. Þetta ljóð finnst mér svo fallegt og af einhverjum ástæðum er það alltaf með mér í dagsins önn í bókinni minni góðu sem ég skrifa í allt það mikilvæga. Ekki veit ég hvaðan ég fékk blaðið sem ljóðið er skrifað á en það færist á milli bóka ár eftir ár. Og daginn fyrir andlát þitt tók ég það fram og las eins og ég geri svo oft. Í dagsins önn gefum við okk- ur ekki alltaf tíma til að spjalla, stundum varla til að segja góð- an dag en þú spjallaðir alltaf og brosið þitt var ávallt til staðar og blikið í augunum. Þannig vil ég muna þig. Takk fyrir að leyfa mér að kynnast þér, takk fyrir að hugsa svona vel til okkar fjöl- skyldunnar sem vinur og vera vinur barnanna okkar. Ég mun muna þig – ávallt. Með virðingu og þökk. Kristín Halla, Grænumýri. Genginn er sá góði drengur Skúli Einarsson. Skúli frændi hafði einstak- lega góða og þægilega nærveru. Hann var ávallt uppbyggilegur og glaður og sérstaklega hlýr í við- móti. Skúli var heill í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Kom mörgu í verk enda var Skúli bæði atorkusamur og gekk til allra verka með jákvæðum huga. Hag- leiksmaður, bæði á járn og tré. Þessi hagleikni virðist reyndar hafa loðað við Tannstaðabakka langt aftur í ættir, þótt vissulega hafi það ekki skilað sér til allra ættingja eins og við bræður erum dæmi um. Það var gott að koma á Tann- staðabakka til þeirra Skúla og Ólafar. Þau voru einstaklega sam- rýnd og gestrisin hjón. Það var sama í hversu góðu skapi við vor- um þegar við komum að máli við Skúla, alltaf fórum við enn glaðari til baka. Börnin okkar hrifust af Skúla og voru heimsóknir okkar á Tannstaðabakka ekki síður eftir- minnilegar fyrir ungviðið enda leiðsögn Skúla um svæðið ógleym- anleg. Þá er okkur minnisstæður sá tími þegar hann kom í heim- sóknir til Guðlaugar ömmu á Birkimel, en á þeim tíma spilaði hann í hljómsveit Gissurar Geirs- sonar, sem var þekkt sveitaballa- hljómsveit. Skúli Einarsson ✝ Skúli Ein- arsson fæddist 29. maí 1955. Hann lést 14. nóvember 2021. Útför Skúla var gerð 19. nóvember 2021. Skúli var öflugur í félagsstarfi og gjaf- mildi þeirra hjóna til félagasamtaka og góðgerðarmála til mikillar fyrirmynd- ar og eftirbreytni. Skúli og fjöl- skylda báru jafnan hitann og þungann af ættarmótunum sem haldin hafa ver- ið á Tannstaðabakka á fimm ára fresti. Við undirbúning ættarmótsins í sumar höfðu þeir sem að honum komu áhyggjur af því að Skúli myndi ganga nærri sér vegna veikinda sinna og vildu því létta verulega undir með hon- um. Hann var hins vegar samur við sig, því enginn lagði nálægt því jafn mikið af mörkum við undir- búninginn og Skúli. Í raun hafði hann engan tíma til þess að vera veikur. Ættarmótið var afskap- lega vel heppnað. Við fengum góða kynningu á búrekstrinum frá Skúla, Ólöfu og Guðrúnu Eik dótt- ur þeirra. Skúli sýndi gestum þá aðstöðu sem þau höfðu komið sér upp á bænum fyrir fjölbreyttar tómstundir þeirra hjóna, m.a. sýn- ingarsal fyrir hannyrðir, smíða- verkstæði, líkamsræktarsal ásamt glæsilegu æfingasvæði fyrir hvers kyns hljóðfæraleik. Skúli var veislustjóri á ættar- mótinu og stóð sig einkar vel í því hlutverki, náði strax upp góðri stemningu með skemmtilegum sögum ásamt fjörugum söng og gítarleik. Hann lét þar ekki við sitja því eftir að borðhaldinu lauk hélt hann áfram að spila og syngja, langt fram yfir miðnætti, við miklar og góðar undirtektir. Við borðhaldið kom Skúli með þá uppástungu að halda annað ættarmót í Noregi á næsta ári, þar sem hluti ættarinnar býr, en þeir ættingjar komust ekki á ættar- mótið í sumar. Hann hafði mikinn áhuga á því að hitta frændfólk sitt ytra, en því miður var tíminn ekki nægur til þess að sú ósk hans yrði að veruleika. Það verður skrítið að mæta á ættarmótin hér eftir og hætt við að þau verði vart svipur hjá sjón þegar Skúla nýtur ekki lengur við. Skúli var einkar náinn og góður vinur okkar bræðra. Hans verður sárt saknað. Aðstandendum Skúla sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sigurður Bragi Guðmundsson, Gunnar Karl Guðmundsson, Heimir Guðmundsson. Kynni okkar hjónanna af Skúla Einarssyni og Ólöfu urðu vegna þess að við vorum að fást við sömu búgreinina. En ekki síður þegar Skúli tók við formennsku í Félagi kjúklingabænda og um það getur sá sem þetta ritar borið að hann skilaði þar af sér góðu búi og hafði unnið félaginu vel eins og við var að búast. Ég átti eitt sinn samtal við Skúla Einarsson sem ég mun seint gleyma. Hann var þá á bíl sínum í vondri færð að vetri til, ófærð sem varð vegna norðaná- hlaups með mikilli snjókomu, straumrofum og þar af leiðandi rekstrartruflunum hjá bændum og fjölmörgum öðrum um nær allt Norðurland. Spurði ég hann frétta og um hvort allt hefði farið vel hjá þeim hjónum og næstu nágrönnum í veðuráhlaupinu. Skúli bar sig vel og gerði lítið úr vandræðunum. Sagðist hafa búið sig vel undir veturinn varðandi varaafl, sem er svo nauðsynlegt í nútímabúrekstri, og allt hefði gengið vel hjá þeim. Tók hins veg- ar fram að það sama gilti ekki um alla og hrossin hefðu t.d. farið illa út úr veðuráhlaupinu. Örstuttu seinna var bíllinn orð- inn fastur í ófærðinni, rétt eftir að Skúli var nýbúinn að gera lítið úr veikindum sínum, eftir að ég hafði spurt út í þau. Hana, nú er ég fastur, en það gerir ekkert til, það bjargast! Eitthvað á þá leið, var það sem barst mér á öldum ljósvakans og við slitum spjallinu eftir góðar óskir hvor til annars og ég efaðist ekki eitt augnablik um, að Skúli myndi bjarga sér úr þessum að- stæðum. Svona var hann, maðurinn sem ég kynntist m.a. af störfum hans fyrir Félag kjúklingabænda. Mað- urinn sem lýsti því sem skottúr að aka norðan úr Húnavatnssýslu til Reykjavíkur til að sinna fé- lagsstörfum og öðrum erindum. Sem gat fengið mig og fleiri til að syngja á Hótel Örk þegar beðið var eftir að veisla hæfist og gerði það þannig að okkur öllum fannst sem annað eins og þetta hefðum við bara alltaf gert og gætum því alltaf gert það aftur, það væri svo sjálfsagt. Og kátt var á hjalla í herberginu á Örkinni! Og gaman var að fá þau hjónin í heimsókn til spjalls fyrir nokkrum árum þegar þau hugðu á véla- kaup. Störf Skúla fyrir Félag kjúk- lingabænda eru sannarlega þakk- arverð og þau ánægjulegu kynni sem ég hafði af honum voru upp- byggileg og góð. Innilegar samúðarkveðjur vil ég færa Ólöfu, börnum og öðrum aðstandendum. Ingimundur Bergmann, fyrrverandi formaður Félags kjúklingabænda. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓSK BRYNJA HANNESDÓTTIR, Grænahrauni, Hornafirði, lést í faðmi fjölskyldunnar á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn 22. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju miðvikudaginn 1. desember klukkan 11. Jarðsett verður í Djúpavogskirkjugarði sama dag. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina en streymt verður frá athöfninni á slóðinni https://hafnarkirkja.is. Valþór Ingólfsson Hansína Valþórsdóttir Bjartmar Ágústsson Guðni Þór Valþórsson Lilja Björg Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, RAGNHEIÐUR H. INGÓLFSDÓTTIR Dídí, áður til heimilis í Suðurtúni 21, Álftanesi, lést miðvikudaginn 17. nóvember á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ástvinir þakka starfsfólki Hrafnistu fyrir góða umönnun. Berghildur Gísladóttir Gísli Ingólfur Gíslason Sæunn Eiríksdóttir Axel Gíslason Kolbrún Jóhannesdóttir og aðrir ástvinir Okkar ástkæri JÓN HILMAR BJÖRNSSON, Kirkjubraut 12, Seltjarnarnesi, lést 23. nóvember. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 7. desember klukkan 13. Vegna sóttvarna eru kirkjugestir beðnir að sýna neikvætt Covid-hraðpróf við inngöngu, ekki eldra en 48 klst. Heimapróf eru ekki tekin gild. Kristín Unnur Ásgeirsdóttir Soffía Ásgeirs Óskarsdóttir Sigurjón Jónsson Óskar Ásgeir Óskarsson Lilja Sigurgeirsdóttir Guðmundur Óskarsson Kristín Þorleifsdóttir afa- og langafabörn SIGRÚN JÓNSDÓTTIR frá Herríðarhóli er látin. Jarðarförin hefur farið fram. Fjölskyldan Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYÞÓR EINARSSON grasafræðingur, lést þriðjudaginn 23. nóvember á Hrafnistu í Laugarási. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 1. desember klukkan 13.00. Kirkjugestir þurfa að sýna fram á neikvætt hraðpróf við kirkjudyrnar. Streymt verður frá útförinni. Margrét Eyþórsdóttir Ingibjörg Eyþórsdóttir Guðmundur Andri Thorsson Sigríður Eyþórsdóttir Styrmir Guðlaugsson Þórey Eyþórsdóttir Jakob Einar, Svandís Roshni, Eyþór, Sólrún Liza, Kristín og Svanlaug Okkar elskulega móðir, tengdamamma og amma, INGRID MARIA PAULSEN er látin. Birgir Martin Barðason Heimir Barðason og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.