Morgunblaðið - 30.11.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2021 Sindrastóll Hönnuður: Ásgeir Einarsson (1927-2001) Sindrastóllinn er bólstraður með íslenskri lambagæru. Verð frá: 229.000 kr. Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is 30. nóvember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 130.55 Sterlingspund 174.19 Kanadadalur 102.38 Dönsk króna 19.821 Norsk króna 14.506 Sænsk króna 14.366 Svissn. franki 141.11 Japanskt jen 1.1442 SDR 182.42 Evra 147.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 184.1398 « Búið er að opna fyrir umsóknir í Svanna – lána- tryggingasjóð kvenna og er um- sóknarfrestur til og með 15. mars 2022. Hámarkslán er 10 m.kr. en sjóð- urinn er í samstarfi við Landsbankann sem veitir lánin. Ásdís Guðmundsdóttir sérfræð- ingur hjá Vinnumálastofnun segir að sjóðurinn hafi upphaflega verið starf- ræktur 1998-2003 en var endurreistur 2011. Hann er í eigu forsætisráðu- neytis, nýsköpunar- og atvinnuveg- aráðuneytis og Reykjavíkurborgar. „Stofnfé er 70 m.kr. en eigendur hafa nú aukið stofnfé um 15 mkr.,“ útskýrir Ásdís. Hún segir að þótt þetta séu kannski ekki háar upphæðir þá geti þær skipt miklu máli. „Það getur oft verið erfitt að fá lán á fyrstu stigum fyrirtækja þegar er kannski ekki um auðugan garð að grisja hjá eignalitlum fyrirtækjum.“ Lán sjóðsins eru veitt án veða og eru til fimm ára. Á síðasta ári fengu Fólk, Justical, Ey- líf heilsuvörur og Fæðingarheimili Reykjavíkur lán úr sjóðnum. Ásdís segir að umsóknir í sjóðinn séu 10-15 á ári að jafnaði. „Við viljum hvetja allar konur sem eiga og reka fyrirtæki og vantar fjármagn til að vaxa til að kynna sér þennan möguleika.“ Svanni veitir konum allt að 10 mkr. lán án veðs Rekstur Fólk fékk lán í fyrra. STUTT Baldur Arnarson baldura@mbl.is Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlitsins, fagnar því að efla eigi starfsemi eftirlitsins á kjörtíma- bilinu. Tilefnið er að í stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar segir að á fyrri hluta kjörtímabilsins verði gerðar „breytingar á fyrirkomulagi samkeppnismála og samkeppnis- eftirlits og það eflt með sameiningu stofnana, lagabreytingum og styrk- ingu samtaka neytenda“. „Stefnt verður að sameiningu Samkeppniseftirlitsins og Neyt- endastofu og verða kannaðir mögu- leikar á sameiningu við aðrar stofn- anir eftir atvikum sem getur aukið samlegðaráhrif og skilvirkni í opin- beru eftirliti,“ segir þar jafnframt. Páll Gunnar segir fagnaðarefni að stefnt sé að eflingu samkeppni og samkeppniseftirlits. „Eins og stjórn- arsáttmálinn ber með sér er þar að finna markmið um að efla samkeppni í landinu neytendum til hagsbóta og styrkja í því sambandi Samkeppnis- eftirlitið. Þeim markmiðum ber að sjálfsögðu að fagna og eftirlitið lýsir sig reiðubúið að taka þátt í þeirri vinnu,“ segir Páll Gunnar. Bíður frekari úrvinnslu Sem áður segir hyggst ríkisstjórn- in sameina eftirlitið og Neytenda- stofu. Páll segir að eðli máls sam- kvæmt sé ekki hægt að taka afstöðu til einstakra aðgerða af því tagi fyrr en þær hafa verið mótaðar frekar. Spurður hvar hafi helst þurft að efla Samkeppniseftirlitið segir Páll Gunnar að það hafi á liðinni tíð bent á ýmsar leiðir í því efni. Eitt af því sem þurfi að huga að sé að tryggja að samkeppnisreglur hér á landi „séu í takti við það sem best gerist á evrópska efnahagssvæðinu“. „Það sama á þá við um Samkeppn- iseftirlitið. Það er liður í erlendu samstarfi eftirlitsins að fylgjast með þessu og koma sjónarmiðum á fram- færi í þessu efni. Síðan þarf að huga að því hvort stofnanir af þessu tagi búi yfir því rekstrarsvigrúmi sem þarf til að þær geti sinnt eins vel og hægt er lögbundnu hlutverki sínu. Öll umræða um þetta er að sjálf- sögðu góðra gjalda verð og henni ber að fagna,“ segir Páll Gunnar. Spurður hvort eftirlitið muni þurfa fleiri starfsmenn segir Páll að eitt af því sem það hafi talað fyrir í langan tíma sé að auka rekstrar- svigrúm í starfsemi eftirlitsins. Spurður um rökin fyrir því að sameina Samkeppniseftirlitið og Neytendastofu segir Páll Gunnar að sú umræða sé ótímabær, enda sé ríkisstjórnarsáttmálinn nýkynntur. Fagnar því að efla eigi Samkeppniseftirlitið Morgunblaðið/Eggert Forstjóri Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SKE, fagnar stjórnarsáttmálanum. Huga þurfi að því að eftirlitið hafi úr nægum fjármunum að spila. - Forstjórinn lengi kallað eftir fjölgun starfsfólks - Markmið í stjórnarsáttmála Í nýjum sáttmála um ríkisstjórnar- samstarf Framsóknarflokks, Sjálf- stæðisflokks og Vinstri hreyfingar- innar – græns framboðs er kveðið á um úttekt á starfsemi Seðlabanka Íslands þar sem leggja á mat á hvernig tekist hefur til við að upp- fylla markmið um stöðugt verðlag, fjármálastöðugleika og framkvæmd fjármálaeftirlits. Auk þess verði litið til reynslunnar af sameiningu Seðla- bankans og Fjármálaeftirlitsins sem og skipulagi, verkaskiptingu og vald- sviði nýrrar stofnunar. Ekki nýjung Ásgeir Jónsson bankastjóri Seðla- banka Íslands segir í samtali við Morgunblaðið að ákvæðið sé í sjálfu sér ekki nýjung því getið sé um það í 36. grein laga um Seðlabanka Ís- lands, þar sem fram kemur hvernig úttektinni skuli háttað. Eins og Ásgeir bendir á gera lögin einnig ráð fyrir annarri úttekt á bankanum sem búin er að vera í vinnslu hjá nefnd undir forystu Tryggva Þórs Pálssonar. Nefndin skilar vinnu sinni af sér í þessari viku að sögn Ásgeirs. Um þá úttekt segir meðal annars orðrétt í lögunum: „Fyrir lok árs 2021 skal ráðherra flytja Alþingi skýrslu þriggja óháðra sérfræðinga á sviði peninga- og fjár- málahagfræði og fjármálaeftirlits um reynsluna af starfi nefnda Seðla- banka Íslands eftir gildistöku lag- anna, m.a. með hliðsjón af skiptingu verkefna á milli fjármálastöðug- leikanefndar og fjármálaeftirlits- nefndar.“ Morgunblaðið/Ómar Eftirlit Kveðið er á um eftirlit með Seðlabanka Íslands í lögum. Úttekt boðuð á starfsemi SÍ - Í samræmi við lögin segir Ásgeir seðlabankastjóri Í stjórnarsáttmálanum er boðaður meiri stuðningur við kvikmyndagerð með „hærri endurgreiðslum á skýrt afmörkuðum þáttum til að stuðla að því að fleiri stór verkefni verði unnin alfarið á Íslandi og tryggja aukinn fyrirsjáanleika í fjármögnun“. Leifur B. Dagfinnsson, fram- kvæmdastjóri Truenorth, segir slíkar breytingar munu styðja við vöxt kvik- myndagerðar á Íslandi. Hann hafi mælt fyrir því að hlutfallið yrði hækkað enda hafi Ís- land misst af stórum verkefnum. Hlutfallið sé 25% á Ís- landi en til dæmis 32-37% á Írlandi en sá munur hafi nýverið leitt til þess að stórt verkefni fór frekar til Írlands. Um milljarða króna hafi verið að ræða. Hilmar Sigurðsson, forstjóri Saga- film, segir að ef um sé að ræða lengri tíma verkefni með aðkomu upp- tökuvera og eftirvinnslu á Íslandi muni hækkun endurgreiðslunnar styrkja greinina. Með því verði hægt að bjóða upp á fullvinnslu kvikmynda með tökum utan- dyra og vinnu í upptökuveri. Styrkir grundvöll kvikmyndagerðar HÆKKA Á ENDURGREIÐSLUR VEGNA KOSTNAÐAR SEM FELLUR TIL Á ÍSLANDI Leifur B. Dagfinnsson Hilmar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.