Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 1
ÞARF AÐ EFLA NÁMIÐFÝLUFERÐTIL GLASGÓ
Jólasnapsinn frá Álaborg svíkur engan á aðventunni 8
Til að leysa vandamál heimsins þarf
færri loftslagsráðstefnur og fleira
fólk eins og Norman Borlaug.
VIÐSKIPTA
11
Diðrik hjá leikjaframleiðandanum Porcelain Fort-
ress segir það áskorun að finna fólk með réttu
reynsluna og menntunina í tölvuleikjagerð.10
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021
Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðj-
unnar, segir að fyrirtæki á einka-
markaði horfi til þess að opinberir að-
ilar sýni ábyrgð ef halda á verðbólgu
niðri. Vísar Árni þar til fréttar í
Morgunblaðinu í síðustu viku þar sem
fram kom að Sorpa hygðist hækka
gjaldskrá sína um rúmlega þrjátíu
prósent.
Hann segir það ekki ganga að hið
opinbera hækki gjaldskrár nánast án
mótstöðu og búi þannig til aukinn
kostnað í rekstri fyrirtækjanna. „Við
flokkum hjá okkur sorp og það segir
sig sjálft að svona hækkun skilar sér
á endanum út í vöruverð,“ segir Árni í
ítarlegu samtali við ViðskiptaMogg-
ann.
Hann segir að þær raddir gerist nú
háværari að verslunar- og þjónustu-
fyrirtæki sýni ábyrgð til að koma í
veg fyrir verðbólgu. Það sé þó hæg-
ara sagt en gert. „Við höfum orðið
fyrir geysilegum hráefnahækkunum
út af kórónuveirunni, en einnig hafa
orðið miklar hækkanir á flutnings-
kostnaði. Það virðist lítið lát ætla að
verða á því. Verð gámaflutninga frá
Asíu hefur til dæmis allt að fjór- til
sexfaldast.“
Spurður að því hvernig Húsasmiðj-
an mæti þessum erfiða veruleika segir
Árni að til lengri tíma skili kostn-
aðarverðshækkanir sér óhjákvæmi-
lega út í vöruverð, nema það takist að
hagræða á móti. „Við höfum náð að
einfalda marga ferla og lækka kostnað,
en stærri kostnaðarverðsbreytingar
skila sér óhjákvæmilega á endanum út
í vöruverðið,“ segir Árni
Stefánsson.
Opinberir aðilar sýni ábyrgð
Morgunblaðið/Eggert
Árni segir kostnað hafa hækkað.
Árni Stefánsson, forstjóri
Húsasmiðjunnar, segir það
ekki ganga að hið opinbera
hækki gjaldskrár nánast án
mótstöðu.
6
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Lentir þú í tjóni?
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Skútuvog 4 | Sími 528 8888 | bilaréttingar.is Fagmenn í yfir 35 ár
TÍMAPANTANIR
528 8888
Græða minna á verðtryggingunni
Um allt fjármálakerfið hríslast áhrif þess að
verðtryggingin spilar sífellt smærri rullu. Lán-
takendur hafa á síðustu misserum greitt upp
verðtryggð lán í gríð og erg með endur-
fjármögnun þar sem óverðtryggð lán hafa orð-
ið fyrir valinu. Nýir lántakendur hafa sömu-
leiðis kosið að sækja í óverðtryggða vexti.
Hefur þetta gerst samhliða öðrum breytingum
á fjármálamarkaði þar sem bankar og lífeyr-
issjóðir hafa boðið í auknum mæli upp á óverð-
tryggða fjármögnun, bæði á föstum vöxtum og
breytilegum. Þrátt fyrir það hefur verðtrygg-
ingin enn áhrif í áhættustýringu bankanna og
meta sérfræðingar stofnana á hverjum tíma þá
áhættu sem skapast getur á fjárhagsstöðu og
sjóðstreymi þeirra eftir því hvernig verðbólg-
an í landinu þróast. Leitast bankarnir við að
draga úr ójafnvægi milli verðtryggðra eigna
og skulda en það er þó ekki úr sögunni.
Þannig má sjá að svokallaður verðtrygging-
arjöfnuður Landsbankans er um þessar mund-
ir jákvæður um 68,3 milljarða króna. Þýðir það
að ef vísitala neysluverðs hækkar um eina pró-
sentu þá eykst vaxtamunur bankans um 683
milljónir króna. Það er þó mun minna en verið
hefur síðustu ár. Þannig má sjá af reikningum
bankans að verðtryggingarjöfnuðurinn stóð í
207 milljörðum í árslok 2016. Þýddi það að við
eins prósentustigs hækkun vísitölu neyslu-
verðs jukust vaxtatekjur bankans um 2.070
milljónir króna.
Minni hjá hinum tveimur
Þrátt fyrir að þessi ójöfnuður hafi minnkað
mjög hjá Landsbankanum er hann þó enn
meiri þar á bæ en hjá Arion banka og Íslands-
banka. Í tilfelli síðarnefnda bankans er verð-
tryggingarjöfnuðurinn jákvæður um 10,1
milljarð nú en var 36 milljarðar á sama tíma
fyrir ári síðan. Í tilfelli Arion banka er jöfn-
uðurinn jákvæður sem nemur 18 milljörðum
nú og hefur minnkað verulega síðasta árið
þegar hann stóð í 49 milljörðum króna.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Fjármálakerfið tekur stakkaskipt-
um með minni áherslu á verð-
tryggingu. Bankarnir græða minna
á verðbólgunni en áður var.
Morgunblaðið/Golli
Bankarnir hafa sífellt meiri hag af stöðugu verðlagi og eru því á sama báti og almenningur.
EUR/ISK
10.5.'21 9.11.'21
160
155
150
145
140
135
150,75
150,25
Úrvalsvísitalan
3.500
3.300
3.100
2.900
2.700
2.500
10.5.'21 9.11.'21
2.968,76
3.348,32