Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021FRÉTTIR VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR Minnsta lækkun REITIR -4,14% 81,00 Mesta hækkun ICEAIR +2,02% 1,77 S&P 500 NASDAQ -0,08% 15.927,656 +0,18% 4.688,30 0,00% 7.280,19 FTSE 100 NIKKEI 225 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. -1,71% 29.285,46 90 70 50 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)GULLVERÐ ($/únsu) 10.5.'21 1.500 2.000 1.837,5 10.5.'21 83,75 9.11.'21 68,32 9.11.'21 1.831,5 Á fyrstu tíu mánuðum ársins greiddu íbúar Reykjavíkur 69,4 milljarða króna í útsvar til sveit- arfélagsins, er það 8,6% hækkun frá síðasta ári þegar útsvars- greiðslurnar námu 63,8 millj- örðum króna. Þetta má lesa út úr uppfærðu talnaefni Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Þar má einnig sjá að frá síðustu sveit- arstjórnarkosningum árið 2018 hafa útsvarstekjurnar á verðlagi hvors árs hækkað um 16%. Nemi hækkanir útsvarstekna sama hlutfalli það sem eftir líður þessa árs eins og verið hefur á fyrstu 10 mánuðunum munu þær þegar árið verður gert upp nema 85 milljörðum eða tæpum 7 millj- örðum meira en á árinu 2020. Skuldirnar hlaðast upp Sé hin mikla tekjuaukning sett í samhengi við skuldasöfnun borgarinnar koma forvitnilegir hlutir í ljós. Þannig má lesa út úr greinargerð með fjárhagsáætlun borgarinnar að hreinar skuldir og skuldbindingar borgarinnar muni nema 123 milljörðum króna í lok þessa árs og að hlutfall þeirra af tekjum borgarinnar (út- svarstekjum, fasteignagjöldum o.fl.) muni verða 91,7%. Hins vegar er gert ráð fyrir því, líkt og meðfylgjandi súlurit sýnir, að skuldirnar muni hækka gríð- arlega á komandi árum og nema 180 milljörðum króna í árslok 2025. Strax árið 2023 mun hlut- fall skulda og skuldbindinga af tekjum hafa náð 110% af tekjum borgarinnar. Sé horft til breyt- inga milli áranna 2019 og 2023 sést því glögglega að skuldahlut- fallið versnar um rúm 100% á fjórum árum. Enn mun syrta í álinn Samkvæmt áætlunum borgar- innar munu skuldahlutföllin áfram versna á árinu 2024 og nema 112,1% af tekjum. Hins veg- ar er gert ráð fyrir að hlutfallið lækki aftur í 107,6% árið 2025, á þriðja ári næsta kjörtímabils. Segir í greinargerð borgarinnar að það sé fyrst og fremst vegna fjárfestingarátaks sem skuldir og skuldbindingar muni hækka en að stefnt sé að niðurgreiðslu skulda frá og með árinu 2025. Skuldahlutfallið tvö- faldast á fjórum árum Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Samkvæmt áætlunum Reykjavíkurborgar munu hreinar skuldir og skuld- bindingar A-hluta nema 180 milljörðum króna árið 2025. 2015-2019 og áætlun til 2025 Hreinar skuldir A-hluta Reykjavíkurborgar 200 150 100 50 0 120% 90% 60% 30% 0% 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025 53,6 48,1 43,8 49,5 54,7 71,2 91,7 103,1 110 112,1 107,6 Heimild: Reykjavíkurborg Hreinar skuldir og skuldbindingar (ma.kr.) Á móti tekjum (%) 49 48 51 59 67 89 123 150 171 179 180 Ma.kr. FLUTNINGASTARFSEMI Hagnaður Eimskipafélags Íslands á þriðja ársfjórðungi nam 20,7 millj- ónum evra, eða rúmlega 3,1 milljarði króna, samanborið við 6,2 milljónir evra fyrir sama tímabil ársins 2020, sem er jafnvirði 935 milljóna króna. Eignir félagsins nema 598 millj- ónum evra, eða 90 milljörðum, og jukust um tæplega 12% frá síðustu áramótum þegar þær voru 536 millj- ónir evra, eða rúmlega 80 milljarðar. Eigið fé Eimskipafélagsins nemur nú 247 milljónum evra, eða 37,3 milljörðum króna en það var 231 milljón evra í upphafi þessa árs, eða 34,9 milljarðar króna. Eiginfjárhlut- fall félagsins 41,3% „Ég er mjög ánægður með áfram- haldandi sterkan rekstrarárangur á þriðja ársfjórðungi. Niðurstöðurnar einkennast af góðu framlagi frá bæði áætlunarsiglingum og flutn- ingsmiðlun sem eru helstu drif- kraftar bættrar afkomu,“ segir Vil- helm Már Þorsteinsson forstjóri í tilkynningu. Ljósmynd/Hilmar Snorrason Eignir félagsins nema 598 milljónum evra, eða 90 milljörðum króna. Hagnaður Eim- skips 3,1 ma. kr. Lúðvík Bergvinsson héraðsdóms- lögmaður á ekki rétt til bóta úr málskostnaðartryggingu fjöl- skyldutryggingar sinnar að því er segir í úrskurði úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum, en Lúðvík vildi að tryggingafélag hans greiddi hon- um bætur vegna kostnaðar sem hann varð fyrir vegna málareksturs hans gegn Viðskiptablaðinu. Lúðvík stefndi blaðinu og ritstjóra þess fyrir meiðyrði á síðasta ári en nafnlaus pistill Óðins í blaðinu fjallaði um störf hans sem óháðs kunnáttumanns vegna kaupa N1 á Festi. Krafðist Lúðvík þess að til- tekin ummæli sem birtust í Við- skiptablaðinu á árinu 2020 yrðu dæmd dauð og ómerk. Ummælin varða störf hans Lúðvík taldi að málareksturinn varðaði ekki dagleg störf hans sem lögmaður og því bæri trygginga- félaginu að greiða honum bætur úr heimilistryggingunni. Í úrskurðinum segir að sá rétt- arlegi ágreiningur sem Lúðvík standi í teljist ótvírætt vera í tengslum við störf hans. Lúðvík eigi því ekki rétt til bóta úr málskostn- aðartryggingu fjölskyldutryggingar sinnar. Viðskiptablaðið og ritstjóri þess voru sýknuð í málinu sem Lúðvík efndi til. Var Lúðvík dæmdur til að greiða 1,5 milljónir króna í máls- kostnað. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lúðvík var skipaður sérstakur kunnáttumaður vegna kaupa N1 á Festi. Hafði hann m.a. eftirlit með söluferli verslunar fyrirtækisins á Hellu. Heimilistrygg- ingin hélt ekki Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Lúðvík Bergvinsson lög- maður fær ekki bætur frá tryggingafélagi sínu vegna málareksturs gegn Við- skiptablaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.