Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 12
AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is HÄSTENS VERSLUN Faxafeni 5, Reykjavík 588 8477 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 1–18 | Lau. 1–16 ww.betrabak.is Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess að ná fullkomnum nætursvefni. WESLEEP. DOYOU? VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Íslenska þjóðin „alveg biluð í þetta“ Sotheby’s selur glæsihús á Íslandi Þúsundir farið til Búdapest Play er stórhættulegt fyrirtæki Norðurál Helguvík tekið til ... Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Við Óðinsgötu 8C í Reykjavík er til sölu eignarhlutur í lóð, sem er ekki í frásögur færandi nema að honum fylgir eitt bílastæði. Um er að ræða 199 fermetra lóð sem hefur verið nýtt undir fimm bílastæði. Til sölu er 20% hlutur í lóðinni og af því leiðir að bílastæðið er verð- metið á sex milljónir króna. Sjö milljónir í bílastæðahúsi Til samanburðar kvaðst verktaki sem ViðskiptaMogginn ræddi við hafa selt bílastæði í miðbænum í upphituðum kjallara á sjö milljónir. Á þann mælikvarða er verðlagn- ingin á Óðinsgötu athyglisverð. Á það ber þó að líta að mögulega gæti skapast heimild til að byggja á lóðinni með þéttingu byggðar. Borgarstjóri á tvö stæði Meðal hluthafa í umræddri lóð er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem á 40% hlut, eða sem svarar tveimur bílastæðum, en Dagur og fjölskylda hans eiga þriggja hæða timburhús austan við lóðina. Þar er nú atvinnustarfsemi á jarðhæð. Framboð á bílastæðum í miðborg- inni hefur áhrif á verðmyndunina. Borgaryfirvöld hafa markað þá stefnu að bílastæði skuli vera víkj- andi í götumyndinni og við hina ýmsu veitingastaði hafa þau vikið fyrir timburpalli þar sem seldar eru veitingar á góðviðrisdögum. Þá má nefna að haft var eftir Pa- wel Bartoszek, formanni skipulags- ráðs borgarinnar, í Morgunblaðinu í september að stefnt væri að því að fækka stæðum ofanjarðar í nágrenni Héðinsreits. Þannig á að greiða fyrir umferð hjólandi og gangandi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Horft til suðurs á bílastæðinu en fimm stæði eru metin á alls 30 milljónir. Bílastæði á sex milljónir króna Baldur Arnarson baldura@mbl.is Við Óðinsgötu í Reykjavík er hægt að kaupa eignar- hluta í lóð sem jafngildir einu bílastæði á malarlóð sem er með fimm stæðum. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fyrir skemmstu var gefin út skýrsla með samantekt á styrk- leikum og veikleikum margra öfl- ugustu lífeyriskerfa í heimi. Í fyrsta sinn var sjónum beint að íslenska kerfinu, sem hefur af harðfylgi verið byggt upp síðustu hálfu öldina eða svo. Og niðurstöðurnar eru sláandi. Íslenska kerfið er það besta í heimi. Samanburður við öll önnur kerfi sem einhverju halda leiðir það í ljós. En af hverju er það sláandi? Helst vegna þess að á Íslandi er stór grát- kór gerður út allt árið um kring þar sem hinu öndverða er haldið fram. Helgi í Góu segir sjóðina vonda því þeir taki ekki að sér verkefni ann- arra við að byggja upp hjúkr- unarheimili og svo eru minni spá- menn sem hafa hossað sér í opinberri umræðu í á annan áratug og alltaf á þeim forsendum að sjóð- irnir skili litlu til sjóðfélaga við starfslok og ekki skortir úr þeirri átt stóryrðin um að rekstrarkostnaður sjóðanna sé of hár. Staðreyndin er sú að lífeyrissjóð- irnir standa nú vörð um sameiginlegan lífeyri landsmanna sem telur hvorki meira né minna en ríflega 6.000 milljarða króna og á ör- fáum misserum hefur þeim vaxið ás- megin, ekki síst ef litið er til eigna- stöðu þeirra erlendis. Í liðinni viku var svo tilkynnt að stærsti sjóðurinn á almenna markaðnum, Lífeyrissjóður verslunarmanna, hefði uppfært líf- eyrisréttindi sjóðfélaga um 10%! Krúnudjásn í allra eiguEnn gerir kórónuveiran vart við sig. Hún er þrálát og hefur ekki látið stærstu lyfjarisa heimsins kveða sig að fullu í kútinn. Aðgerð- irnar gegn henni hafa þó dregið mjög úr því ægivaldi sem hún hafði yfir heimsbyggðinni allri um nokk- urra missera skeið. Nú eru það helst þeir sem ekki hafa þegið bólusetn- ingu sem verða fyrir barðinu á henni, þótt það sé ekki algilt. Baráttan hefur tekið mikinn toll og staðið lengur en bjartsýnar spár gerðu ráð fyrir. Efnahagslegar afleiðingar eru gríðarlegar en einnig félagslegar og þær sem tengjast heilbrigði fólks að öðru leyti. Margt bendir til þess að margir greinist seinna en ella með alvarlega sjúk- dóma sem mikilvægt er að bregðast hratt og örugglega við og nýlegar fréttir af Barnaspítala Hringsins benda til að harkalegar sóttvarnir hafi veikt ónæmiskerfi nýjustu borgaranna með þeim afleiðingum að aðrar pestir, veirur og sýklar leggjast nú óvenjuhart á þá sem síst skyldi. Frá upphafi faraldurs hafa margir bent á mikilvægi þess að vega og meta aðgerðir yfirvalda frá breiðara sjónarhorni en því sem lýtur einvörð- ungu að kórónuveirunni, jafnvel þótt skaðsemi hennar geti reynst geigvæn- leg. Stjórnvöld mega ekki grípa til að- gerða sem til lengri tíma litið verða meira íþyngjandi fyrir samfélagið í heild en sú vá sem þeim er ætlað að koma í veg fyrir. Þrátt fyrir það vill sóttvarnalæknir að enn sé gripið harkalega í bremsuna. Nú er það þriðji skammt- urinn og jafnvel lyf í töfluformi sem öllu á að bjarga. Allir nema hann sjá að það er hæpið. Og reyndar eru fleiri til sem taka undir þessi sjónarmið. Nú síðast prófessor í ónæmisfræði við Há- skóla Íslands. Á þeim bæ er affarasæl- ast að loka öllu í tvær vikur „og sjá svo til“ hvernig til tekst eins og það var orðað. Í þessari nálgun endurspeglast firring, ekki aðeins gagnvart efnahags- lífinu heldur einnig borgurunum sem láta ekki endalaust svipta sig frelsinu, á grundvelli falsvona eða tilraunastarf- semi sem áður hefur brugðist. Tvær vikur og sjá svo til Drífa Snædal segir Play stórhættulegt launafólki eftir að það tilkynnti um opnun starfsstöðvar í Litháen. Play er stórhættu- legt fyrirtæki 1 2 3 4 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.