Morgunblaðið - 10.11.2021, Page 6

Morgunblaðið - 10.11.2021, Page 6
ingakerfi sem nýverið var endurnýjað að sögn Árna. „Tölvudeildin okkar þróaði appið þó að fullu frá grunni sem er nokkuð sem við erum stolt af.“ Spurður um reynsluna af notkun appsins segir Árni að á þriðja þúsund manns hafi nú þegar náð í forritið og skráð sig þar inn. „Nú erum við að kynna þetta í búðunum. Á mið- vikudag í síðustu viku vorum við með konu- kvöld í Blómavali. Búðin var nánast full og röð við kassana. Hópur viðskiptavina nýtti sér app- ið og þar sáum við strax hvernig fólk stytti sér leiðina framhjá kassaröðinni, afgreiddi sig sjálft og vörukarfan fór í einfalt tékk hjá starfsmanni við útidyrnar.“ Netverslun mikið notuð yfir sumartímann Spurður um þróun netverslunar Húsasmiðj- unnar segir Árni að hún hafi tekið mikið stökk í faraldrinum. Hún sé þó enn aðeins lítið hlut- fall af heildarviðskiptum fyrirtækisins. „Notk- unin er mest yfir sumartímann og svo í tengslum við tilboðsdaga eins og Black Friday og Cyber Monday í aðdraganda jóla. Á stærstu netverslunardögunum hafa verið hundruð pantana.“ Árni segir að einnig verði vinsælla og vin- sælla að panta og sækja. Þá eru vörurnar tínd- Upplýsingatæknin hefur jafnt og þétt orðið sýnilegri viðskiptavinum í verslunum Húsa- smiðjunnar um land allt. Fyrirtækið er langt komið í innleiðingu á rafrænum hillumiðum, það rekur öfluga netverslun þar sem bæði er hægt að sækja vörur og fá þær sendar heim og nú síðast kynnti félagið smáforrit þar sem við- skiptavinir geta afgreitt sig sjálfir og sleppt því að fara á kassann. „Ég tel að við séum að ríða á vaðið á lands- vísu í þessum efnum. Sjálfsafgreiðsluappið má þegar nota í öllum Húsasmiðjuverslunum okk- ar, sextán að tölu,“ segir Árni í samtali við Við- skiptaMoggann. Hann segir að lausnin byggist á innskrán- ingu með rafrænum skilríkjum en með þeim hætti viti fyrirtækið hver notandinn er. Hann geti þar af leiðandi nýtt sér sín viðskipta- og afsláttarkjör. „Stóri munurinn á þessu appi og smáfor- ritum þar sem þú verslar án innskráningar með rafrænum skilríkjum er að þarna bæði nýturðu þinna greiðslukjara og sérð auk þess nettóverðið strax. Þá verða öll tilboð sam- stundis sýnileg.“ Sérð upplýsingar um vörurnar Í appinu fást líka alls kyns upplýsingar um vörurnar og eiginleika þeirra. „Þú sérð til dæmis hvort varan er umhverfisvottuð eða ekki. Þá er hægt að greiðsludreifa eða sækja um lánaheimild með einu handtaki, ef þú ert til dæmis að kaupa þér stóran ísskáp. Fagmenn geta í gegnum appið skráð kaupin á ákveðin verk og valið um að staðgreiða eða setja í reikning. Þetta er allt 100% rafrænt í appinu. Mannshöndin þarf hvergi að koma nálægt.“ Markmiðið með innleiðingunni er að sögn Árna að bæta upplifun viðskiptavina. „Þetta er mun hraðari leið í gegnum búðina. Og ef þú ert kannski bara að kaupa eina eða tvær vörur getur afgreiðslumaður hjálpað þér að ganga frá kaupunum og fylgt þér beint út.“ Árni segir að Húsasmiðjan sé í sífellu að fækka mögulegum núningspunktum viðskipta- vina í kaupferlinu og bæta þannig upplifunina. „Þetta er allt með það að markmiði að þú verð- ir fljótari inn og út úr búðinni. Við erum nær öll komin með farsíma í hendurnar. Hann er öflugt tæki og nettengingar í verslunum okkar eru orðnar mjög góðar sem gerir þetta allt mögulegt. Að auki er öryggið og dulkóðun gagna og tölvusamskipta orðin nægjanlega traust.“ Tvær milljónir viðskipta Um tvær milljónir viðskipta renna í gegnum kerfi Húsasmiðjunnar á hverju ári. „Appið fækkar fjölmörgum handtökum starfsfólks sem þýðir að það fær meiri tíma til að veita betri þjónustu og ráðgjöf.“ Spurður að því hvort þróun appsins haldi áfram og hvort fleiri möguleikar verði í boði fljótlega nefnir Árni að appið sé í stöðugri þró- un og til dæmis muni innan skamms fylgivörur sjást með vörunum. „Ef þú ert til dæmis að kaupa ákveðna málningu þarftu kannski sér- stakan grunn undir. Og ef þú kaupir gasgrill færðu t.d. uppástungu um þá yfirbreiðslu sem passar á grillið eða nýja grillhanska.“ Á bak við allt saman keyrir öflugt upplýs- ar til fyrir viðskiptavininn sem kemur í búðina og sækir. „Þú getur pantað á netinu og fengið afhent í hvaða verslun okkar sem er, hvar sem er á landinu.“ En er meiri hætta á rýrnun ef viðskiptavinir fara framhjá kassanum? „Í smásöluverslun er rýrnun stórt viðfangs- efni, en við höfum í sjálfu sér ekki meiri áhyggjur af rýrnun í gegnum sjálfsafgreiðslu- appið en í gegnum kassasvæðin almennt. Allt byggist þetta á tékkinu þegar þú yfirgefur verslunina,“ segir Árni en rýrnun í smásölu- verslun verður bæði vegna þjófnaðar og úreld- ingar. „Vörurýrnun okkar á ársgrundvelli getur samtals hlaupið á stórum fjárhæðum Þess ber reyndar að geta að við rekum Blómaval, sem þýðir að við erum með mikið af ferskvöru, blómum og skreytingum og slíku, vörum sem lifa oft aðeins í nokkra daga. Rýrnunin er tölu- vert minni í grófari vöru eins og timbri og byggingarvörum.“ Árni segir að þegar kemur að því að lág- marka rýrnun skipti miklu máli að vera með góða vörustýringu. „Við þurfum að fylgjast ná- ið með dagsetningu á vörum og tryggja að vörur dagi ekki uppi í hillum verslana eða vöruhúsa.“ Opinberir aðilar sýni ábyrgð Tal okkar Árna berst nú að kostnaðarhækk- unum í samfélaginu. Árni vísar til fréttar í Morgunblaðinu í síðustu viku þar sem fram kom að Sorpa hygðist hækka gjaldskrá sína um rúmlega þrjátíu prósent. „Fyrirtæki á einkamarkaðinum horfa til þess að opinberir aðilar sýni ábyrgð ef halda á verðbólgu niðri. Það gengur ekki að hið opinbera hækki gjald- skrár nánast án mótstöðu og búi þannig til aukinn kostnað í rekstri fyrirtækjanna. Við flokkum hjá okkur sorp og það segir sig sjálft að svona hækkun skilar sér á endanum út í vöruverð.“ Árni segir að þær raddir gerist nú háværari að verslunar- og þjónustufyrirtæki sýni ábyrgð til að koma í veg fyrir verðbólgu. Það sé þó hægara sagt en gert. „Við höfum orðið fyrir geysilegum hráefnahækkunum út af kórónu- veirunni, en einnig hafa orðið miklar hækkanir á flutningskostnaði. Það virðist lítið lát ætla að verða á því. Verð gámaflutninga frá Asíu hefur til dæmis allt að fjór- til sexfaldast.“ Spurður að því hvernig Húsasmiðjan mæti þessum erfiða veruleika segir Árni að til lengri tíma skili kostnaðarverðshækkanir sér óhjá- kvæmilega út í vöruverð, nema það takist að Á þriðja þúsund komin með Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Húsasmiðjan hefur tekið í notkun sjálfsafgreiðsluapp þar sem hægt er að greiða fyrir vörur, sjá upplýs- ingar og greiðsludreifa meðal ann- ars. Árni Stefánsson forstjóri segir að appið liðki enn frekar fyrir við- skiptum og er stoltur af því að verk- efnið hafi alfarið verið unnið af starfsmönnum fyrirtækisins. 6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021VIÐTAL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.