Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Page 8
VIÐTAL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.11. 2021
F
ramtíð stofnunarinnar Minn-
ingar í Rússlandi er í hættu. Á
fimmtudag greindi stofnunin
frá því að saksóknarar hefðu gert
kröfu um að stofnunin yrði leyst upp
vegna kerfisbundinna brota á lögum
landsins um „erlenda útsendara“. Á
föstudag var síðan tilkynnt að sak-
sóknaraembættið í Moskvu hefði
krafist þess að Mannréttindamiðstöð
Minninga yrði lokað vegna „end-
urtekinna“ stjórnarskrárbrota og
meintrar réttlætingar á „hryðjuverk-
um og öfgum“.
Í Rússlandi er nú gengið hart
fram gegn óháðum fjölmiðlum og
þeim, sem leyfa sér að gagnrýna
stjórnvöld.
Með Sakarov í fararbroddi
Baráttumenn fyrir mannréttindum
stofnuðu Minningar árið 1987. Með-
al þeirra var Andrei Sakarov, sem
var virtur eðlisfræðingur og þekkt-
ur fyrir andóf sitt á Sovéttímanum.
Vegna andófs síns var hann í innri
útlegð í Sovétríkjunum eins og það
var kallað og var ekki látinn laus úr
henni fyrr en 1986 eftir að Míkhaíl
Gorbatsjov komst til valda.
Markmiðið með stofnun samtak-
anna var að varðveita hið sögulega
minni um glæpi gegn almenningi í
Rússlandi og standa vaktina gegn
mannréttindabrotum.
Þegar þau voru stofnuð var lögð
áhersla á að skrásetja sögu fórnar-
lamba ofsókna á Sovéttímanum,
einkum á valdatíma Jósefs Stalíns.
Sú saga er viðkvæm fyrir rússneska
valdhafa og hafa þeir verið tregir til
að horfast í augu við hana. Sam-
tökin hafa einnig rannsakað aftökur
og mannrán í styrjöldunum tveimur
sem háðar voru til að kveða tét-
enska aðskilnaðarsinna niður.
Á þessu ári birtu Minningar í
samvinnu við fleiri samtök og hópa
skýrslu um þátt Moskvu í hern-
aðinum í Sýrlandi og skoruðu á
Rússa að taka ábyrgð á mannrétt-
indabrotum í því stríðshrjáða landi.
Samtökin hafa iðulega verið orð-
uð við friðarverðlaun Nóbels, en
aldrei hlotið þau.
Minningar hafa lengi verið í sigti
rússneskra stjórnvalda. Fréttir síð-
ustu daga hafa vakið hörð mótmæli.
Meira að segja rússneska forseta-
réttarráðið, sem allajafna fylgir lín-
unni frá Kreml, lýsti yfir því að
krafan um að loka Minningu væri
óréttlát og „samræmdist“ ekki
brotunum.
Rússnesk stjórnvöld settu Mann-
réttindamiðstöð Minninga á skrá
fyrir „erlenda útsendara“ árið 2015.
Ári síðar var alþjóðadeild mannrétt-
indasamtakanna bætt við.
Hugtakið „erlendir útsendarar“
er hlaðið tengingum við svik og
njósnir á tímum Sovétríkjanna.
Með þessum merkimiða eru ein-
staklingar og samtök neydd til að
gefa upp hvar sjóðir þeirra eru upp-
runnir og merkja alla útgáfu, þar á
meðal tilkynningar á félagsmiðlum.
Varðar sektum að gera það ekki.
420 pólitískir fangar
Merkingin skal vera rituð með há-
stöfum og svohljóðandi: „Þessi
skilaboð (efni) eru búin til og/eða
dreift af erlendum fjömiðli sem
gegnir hlutverki erlends útsendara
og (eða) lögformlegum rússneskum
aðila sem gegnir hlutverki erlends
útsendara.“
Minningar hafa hafnað ásökunum
um að þau brjóti gegn lögunum og
séu fullyrðingar um að þau réttlæti
hryðjuverk og öfgar út í hött.
Í október birtu Minningar lista
yfir 420 pólitíska fanga í Rússlandi
og gætu þeir verið fleiri. Við enda-
lok Sovétríkjanna voru þeir 200.
Birting slíkra upplýsinga á ugglaust
sinn þátt í að nú er látið til skarar
skríða gegn samtökunum.
Einn pólitísku fanganna er Alexei
Navalní, sem reynt var að myrða
með taugaeitrinu novitsjok í fyrra.
Hann fékk lækningu í Þýskalandi,
en þegar hann var sneri aftur var
hann handtekinn. Hann er nú í
haldi í Fanganýlendu númer tvö,
einu alræmdasta fangelsi landsins.
Samtök hans hafa verið gerð útlæg
fyrir öfgahyggju og samstarfsmenn
hans flestir flæmdir úr landi.
Í nýjasta tölublaði breska viku-
ritsins The Economist er Vladimír
Pútín til umfjöllunar. Blaðið segir
að nýtt kúgunarskeið sé runnið upp
í Rússlandi.
Í leiðara blaðsins er vitnað í Sak-
arov, sem sagði að kúgun heima
fyrir leiddi óhjákvæmilega til
óstöðugleika erlendis. Líf hans hafi
borið því vitni. Gorbatsjov hafi ver-
ið síðasti leiðtogi Sovétríkjanna,
hann hafi opnað landið, leyst póli-
tíska fanga úr haldi og umborið
málfrelsi. Það sé ekki tilviljun að
Gorbatsjov hafi hafnað kúgun á
sama tíma og kalda stríðið leið und-
ir lok. Nú reyni hins vegar á kenn-
ingu Sakarovs á nýjan leik, en með
öfugum formerkjum. Pólitískir
fangar í Rússlandi séu nú helmingi
fleiri en við lok Sovétríkjanna og
dimmir tímar séu fram undan í
samskiptum Rússlands við Vest-
urlönd.
Fleiri í lögreglu og öryggis-
sveitum en í hernum
Þriðjungur af fjárlögum Rússlands
rennur til öryggis- og varnarmála. Í
The Economist kemur fram að
drjúgur hluti þess fari inn á við til
að kveða niður fólk, sem fengið hafi
nóg af stjórnarháttum Pútíns og
spillingu. Eftir því sem tekjur hafi
fallið og óánægja vaxið hafi lögregla
og hinar ýmsu öryggissveitir bólgn-
að út og hafi nú fleiri á sínum snær-
um en gegni virkri herþjónustu í
rússneska hernum.
Eins og segir í leiðara The Eco-
nomist byggist málflutningur rúss-
neska stjórnvalda á því að þau séu
að reyna að verja fjölskyldugildi,
menningu og sögu fyrir spilltu hug-
arfari og stjórnarháttum í vestrinu
og enginn annar sé fær um það. Í
þessu áróðursstríði stimplar Kreml
síðan alla þá, sem leyfa sér að
gagnrýna rússneska valdahafa, sem
„erlenda útsendara“ og spyrðir við
hin úrkynjuðu Vesturlönd.
Pútín herðir tökin
Í Rússlandi er sótt að
þeim, sem gagnrýna
stjórnvöld. Nýjasta
dæmið er Minningar,
sem settar voru á fót til
að halda minningu
fórnarlamba Stalíns til
haga og berjast fyrir
mannréttindum.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Maður gengur með stiga fram hjá skrifstofum Minninga í Moskvu. Á vegginn hefur verið krotað „Erlendur útsendari“.
AFP
Alþjóðadagur sykursjúkra
14. nóvember
diabetes.is