Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Side 10
Þ
etta verk fjallar ekki um ástand-
ið heldur er það fremur samtal
samtímans með tungumáli for-
tíðarinnar,“ segir hljóð-
listakonan og tónskáldið Ingi-
björg Friðriksdóttir, sem er þekkt undir
listamannsnafninu Inki, um verk sitt Meira
ástandið, eða Quite the Situation, en efni-
viður verksins er greinaskrif Íslendinga frá
stríðsárunum. Verkið er þrískipt en það
samanstendur af bókverki, plötuútgáfu sem
gefin var út af Inni Music og hljóð- og
vídeóinnsetningu sem frumsýnd var í
Hörpu á Listahátíð í Reykjavík í júní.
Í sinni listsköpun hefur Ingibjörg unnið
mikið með listformið sem fyrirbæri. „Ég er
tónskáld en hef unnið mikið með að teygja
mörk þess að semja tónlist. Ég hef áður
gert mikið af hljóð- og vídeóinnsetningum
og smíðað mín eigin hljóðfæri.“
Framlengt út fyrir stað og stund
Árið 2019 var henni boðið að dvelja í gesta-
vinnustofu í Bandaríkjunum og þá fór hún
að velta fyrir sér hvernig hún gæti fram-
lengt innsetningu út fyrir stað og stund.
„Innsetningar eru einhvern veginn alltaf
bundnar ákveðnum tíma og staðsetningu.
Það er fallegt í sjálfu sér að þú verðir að
vera á staðnum en mig langaði að reyna að
finna leið til þess að framlengja samtalið út
fyrir þennan ramma og þá ákvað ég að
semja tónlistina þannig að hún gæti lifað
sjálfstætt utan innsetningarinnar og að búa
til einhvers konar verk, sem varð að bók-
verki, sem gæti líka framlengt innsetn-
inguna hvert sem væri. Þannig að fólk gæti
farið með innsetninguna heim,“ segir hún.
En bókverkið er meðal annars gætt sýndar-
veruleika þar sem setningar verksins fara á
hreyfingu ef síma er haldið yfir bókinni og
minnir þannig á innsetninguna sem sýnd
var á Listahátíð.
„Bókverkið er tónverk. Ég nálgast það
eins og tónskáld semur tónlist. Þegar þú
ert að semja tónlist þá ertu alltaf að skapa
á vissum tímaramma, það eru ákveðnir
hlutir sem gerast á ákveðnum tíma. Til
dæmis byrjar tónverkið kannski á einni
fiðlu sem spilar og svo bætast fleiri hljóð-
færi við einhvers staðar og svo kemur
þögn. Það sama gerist í hönnun bókarinnar.
Það er eins og hún sé hönnuð á einhverjum
tímaramma. Ég hef mjög gaman af þessu,
af því að rannsaka hvernig mismunandi
listamenn fara að því að skapa. Til dæmis
þegar myndlistarmenn fara að skapa hljóð-
verk nálgast þeir það á allt annan hátt en
tónskáld. Það vekur áhuga minn,“ segir
Inki.
„Verkið liggur á óljósum landamærum
tón- og sjónlistar. Þrískipt listaverk þar
sem bókverk verður að tónverki og tónverk
að orðalausu samtali. Ólíkir miðlar sem
spila saman og mynda upplifun þvert á
skynfæri, sem er allt í senn heildstæð og
brotakennd, húmorísk en þankavekjandi. Á
Listahátíð var gestum boðið að ganga inn í
verkið sjálft, 360 gráðu vídeó- og hljóð-
upplifun.“
Gullkista af blaðagreinum
Verkið, Meira ástandið, er eins og titillinn
gefur að vissu leyti til kynna, byggt á
ástandinu. „Allar setningarnar í bókinni eru
setningar teknar úr greinaskrifum Íslend-
inga frá 1940-1945. Ég safnaði öllum grein-
um sem ég gat fundið frá þessu tímabili og
bjó til setningasafn úr þeim.“ Ingibjörg bjó
í fjögur ár í Kaliforníu í Bandaríkjunum og
lauk MFA-gráðu í elektrónískum tón-
smíðum og upptökutækni. Þá starfaði hún
m.a. sem pródúsent í San Quentin-
fangelsinu. Þar kom hún að fyrstu plötunni
sem gefin var út frá amerísku fangelsi. Á
þessum árum fékk hún áhuga á milliríkja-
samskiptum Íslands og Bandaríkjanna.
„Upphaflegi áhuginn á tengslum Banda-
ríkjanna og Íslands spratt upp frá því að ég
var spurð að lágmarki þrisvar í viku af ein-
hverjum Bandaríkjamanni: „Did you know
Iceland is green, but Greenland is icy?“
Mér fannst svo magnað að við Íslendingar
lærum heilu sögubækurnar um milliríkja-
samskipti Bandaríkjanna og Íslands, en
Bandaríkjamenn þekkja eina staðreynd úr
myndinni Mighty Ducks 2,“ segir listakon-
an.
„Ég vinn ofboðslega mikið á þennan hátt.
Það er einhver hugmynd sem vekur áhuga
minn og svo byrja ég einhvers konar rann-
sóknarvinnu. Í þessu tilfelli hét verkið upp-
haflega Iceland is Green, Greenland is Icy,
svo bara missti ég í rauninni áhugann á því
þegar ég fann allar þessar blaðagreinar og
Undiralda sem ýtir af
stað samtali
Hljóðlistakonan Ingibjörg Friðriksdóttir, eða Inki, skapaði þrískipt listaverk innblásið af umræðunni á stríðsárunum um
ástandið. Hún vonar að verkið varpi ljósi á það samtal sem á sér stað í samtímanum um stöðu kvenna.
Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is
„Ég er tónskáld en hef unnið mikið
með að teygja mörk þess að semja
tónlist,“ segir Ingibjörg.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
’
Innsetningar eru einhvern
veginn alltaf bundnar
ákveðnum tíma og staðsetningu.
Það er fallegt í sjálfu sér að þú
verðir að vera á staðnum en mig
langaði að reyna að finna leið til
þess að framlengja samtalið.
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.11. 2021