Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.11. 2021
N
ú halda þær þúsundir heim á
leið sem þyrptust glaðbeittar
til Glasgow og nokkrum árum
áður til Parísar, Kaupmanna-
hafnar og Kyoto, svo að nokkr-
ar helstu stoppustöðvar tilþrif-
anna séu rifjaðar upp.
Komu fljótt og fóru fljótt
Einkaþoturnar eru fyrir löngu farnar, enda litla
skemmtun að hafa í þessu norðlæga landshorni fyrir
þá sem eru góðu vanir. Þeim, sem horfðu stundum á
þætti um Taggart forðum, þóttu þeir heldur vond
auglýsing handa ferðalöngum, þótt þættirnir stæðu
að öðru leyti fyrir sínu. Dekurbörn heimsins drifu
sig burt þaðan svo fljótt sem þau máttu, eftir að hafa
stimplað sig inn og leyft valdamönnum að nudda sér
utan í sig. Þeir lentu flestir á suðrænum slóðum á
meðan enn var þrasað í Glasgow, enda biðu þar sem
gestir og góðkunningjar í indælum fletum og nota-
legum í olíusmurðum ævintýrasnekkjum, innrétt-
uðum í nýútfærðum stíl draumaheimanna, sem
minntu á glitfagrar myndir úr Þúsund og einni nótt
og drógu upp manngert himnaríki fyrir lifandi fólk.
Svona fley kosta gjarnan nokkurn veginn það
sama og leggja þarf út fyrir svo sem 20 íslensk varð-
skip, sem fámenn en rík þjóð á almennan mæli-
kvarða getur með herkjum komið sér upp á áratuga-
fresti, til að varðveita litlu sætu landhelgina sína.
Halda enn að þeir
sleppi með látalæti
Satt best að segja taka heimsleiðtogar þessar ráð-
stefnur ekki mjög alvarlega og hafa sennilega aldrei
gert. En þeim þykir við hæfi að vera með nokkur
látalæti í kringum þessar uppsetningar, um minna
en ekkert, á nokkurra ára fresti.
Einhverjir gerðu sér gaman af að Biden Banda-
ríkjaforseti hefði flogið um hálfan hnöttinn með fjöl-
margar risaþotur með fylgdarlið og hafurtask og 85
lúxusbifreiðar sem eyddu bensíni hver og ein eins og
margir heimilisbílar og voru notaðar til að flytja
Biden á milli húsa í evrópskum borgum.
Og eins var það gárungunum til gamans að forset-
inn fljúgandi steinsofnaði svo í ráðstefnusalnum
miðjum og hefur sennilega ekki vitað hvar hann var
staddur þegar hann vaknaði loks.
Í kosningabaráttunni sem háð var fyrir einu og
hálfu ári náðist nokkrum sinnum inn á mynd og
band þegar forsetinn spurði aðstoðarmenn sína í
hvaða ríki Bandaríkjanna hann væri nú staddur.
Langvarandi kjallaradvöl ýtti ekki undir frískleik-
ann.
En það er mála sannast að margur annar en Biden
hefur lent í því að sofna á alþjóðlegum ráðstefnum
án þess að nokkur hafi haft áhuga á að ná af því
mynd og dreifa henni.
Bréfritara hefur örugglega sjálfum orðið það á að
fá sér kríu á mikilvægri alþjóðlegri ráðstefnu þótt
hann hafi ekki séð mynd af því eða minnist þess sér-
staklega. Enda er það helsti kosturinn við að fá sér
kríu á „mikilvægri ráðstefnu“ að menn muna ekki
eftir þeim atburði en skár eftir því sem gerðist eftir
hana.
Humphrey minnir á sig
Enda hlusta menn eilítið hressari en áður í svo sem
einn eða tvo klukkutíma á fína og fræga menn flytja
fimm mínútna ræðu hver, sem voru svo efnislíkar að
einn og sami maðurinn virtist hafa samið þær allar.
Enda staðreyndin sú að háttsettir aðstoðarmenn
höfðu borið ræðuuppköstin saman og tryggt að ekk-
ert stangaðist á við þann þráð sem þeir sjálfir
spunnu síðustu þrjá mánuði fyrir ráðstefnuna og
„kostaði“ margar ferðir á milli helstu höfuðborga og
keppni í því hverjir gætu tekið huggulegast á móti
öllum þessum Humphrey Applebyum. Sá hópur er
kjurr í sínum þægilegu sætum þegar „fulltrúi fólks-
ins“ hefur lokið af sínu stutta erindi og horfið í að
skrifa ævisögu, ef ekki vill betur.
Þeir hafa gantast með það Humphreyarnir, litlu og
stóru, og haft orð á að þessar lofthræðsluráðstefnur
séu orðnar einkar aðgengilegar og megi ganga að
flestu vísu. Fjöldinn, sem sækir þær, tryggir að
þetta eru ekki ráðstefnur heldur eftirlíking af fugla-
bjargi, en ekki eins áhugavert.
Og sú regla að öll ríki hafi „neitunarvald“, sem
aldrei sé þó beitt, tryggi einnig að sameinast sé um
lágt meðaltal og að sameiginlegur skilningur sé sá að
Humphrey Appleby og kollegar hans og nafnar í
helstu stjórnarskrifstofum túlki hvað hinn óskiljan-
legi texti þýði frá degi til dags og ári til árs.
Humphreyska
Frægt var þegar risið á ráðherranum, lýðræðislegu
yfirvaldi sir Humphreys GCB KBE og MVO, hækk-
aði nokkuð við að leyniþjónustan hafði uppgötvað að
hryðjuverkasamtök ætluðu að ráða Hacker ráðherra
af dögum. Þegar endurskoðun leiddi hins vegar í ljós
að sú hætta væri úr sögunni varð Humphrey að út-
skýra breytta stöðu, eins og hann einn gat: „In view
of the somewhat nebulous and inexplicit nature of
your remit, and the arguably marginal and per-
ipheral nature of your influence within the central
deliberations and decisions within the political pro-
cess, there could be a case for restructuring their
action priorities in such a way as to eliminate your
liquidation from their immediate agenda.“
Þessi skýring batnar ekki með þýðingu, en gæti
gefið til kynna á mannamáli að þessi ráðherra næði
ekki upp í það, að það tæki að eyða á hann tíma eða
kúlum.
Endurtekið efni
Ræðurnar sem fluttar voru í Glasgow nú komust
fæstar í fjölmiðla enda gamalkunnar svo að helstu
gæslumenn kyrrstöðunnar hafa ekki sjálfir þurft að
koma nálægt því að halda utan um það, eins og kom-
ið er. Það væri fyrir neðan virðingu þeirra að sitja á
bekk með óbreyttum ráðherrum og aðstoðarmönn-
um þeirra. En auðvitað urðu undirsátar að lesa allt
vel í gegn og gæta þess að dagsetja á ný og tryggja
að „staðreyndir“ stönguðust ekki óþægilega á, a.m.k.
ekki oft í sömu fimm mínútna ræðunni.
En það er sérlega þægilegt að eiga við þessa stöðu
í Glasgow og þær síðustu á undan henni, þar sem
trúarþáttur veðurfarsins og helgibragur uppfærsl-
unnar hefur smám saman sett staðreyndir að mestu
til hliðar, enda var svo komið að þær yrðu best út-
færðar í sænskum sunnudagaskólum.
En mikilvægast alls, segir Humphrey, er að
tryggja að allar ræður allra endi því sem næst eins,
svo að „leiðtoginn okkar“ skeri sig ekki úr, enda
bitna slík mistök helst á okkur, því að ólíklegt er að
leiðtoginn hnjóti um það sjálfur.
Bætir hann við að slíkt aðgæsluleysi geti jafnvel
orðið óþægilegt í nokkur ár þar til náðst hefði að
skipta um leiðtoga.
Samstaðan vex sem flýtir
endalokum
Síðustu 30 árin hefur náðst aðdáunarverð samstaða
æðstu manna um lokaorð í ræðunum. Þau eru í
stuttu máli að nú sé svo komið að engan tíma megi
missa. Ræðumenn segjast ekki hika við að undir-
strika að heimurinn sé á seinustu mínútum og verði
ekki brugðist við nú, þá verði ekki lengri frestur
veittur. Ábyrgð þeirra sem hika sé því meiri en tali
tekur og þess vegna segist ræðumaður taka málið
upp af svona miklum þunga.
Í öllum þessum ræðum er aðdáunarverð samstaða.
Jörðin sé nú á nippinu, ósköpin séu mannanna verk
og heimurinn allur verði því að standa saman eigi
mannkyninu að takast að bjarga sér á síðustu mín-
útunni. Allt frá því í Kyoto hefur nánast hver leiðtogi
og fræðimaður haft einmitt þá örlagamínútu sem há-
punkt sinnar ræðu. Og það sýnir að enginn efast að
alltaf er klappað jafn mikið þegar sagt er að stund
alvörunnar sé upp runnin.
Þannig hefur Al Gore, áður varaforseti Bandaríkj-
anna, talað nú í þrjá áratugi og það er einmitt vegna
þessa tímahraks sem við öllum blasir sem hann læt-
Humphrey var sjaldan hissa,
en yrði það núna
Reykjavíkurbréf12.11.21