Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Page 32
SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2021 Skeifan 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is TO GO ferðamál 0,2 L. Verð 4.590,- EM77 hitakanna 1L. Verð frá 10.290,- Til í mörgum litum EM pressukanna 1L. Verð frá 11.990,- TO GO ferðamál. Verð frá 4.590,- KEEP IT COOL vatnsflaska. Verð 5.990,- Til með fjórum mismunandi moomin-myndum og í mörgum litum. EM77 hitakanna stál 0,5L. Verð 12.290,- Pressukannan og 0,5L. hitakannan er til hvít, svört og stál. TO GO ferðamál 0,4 L. Verð 5.990,-KEEP IT COOL vatnsflaska. Verð 4.590,- Scottie Pippen er einn sigursælasti körfuknattleiks- maðurinn í sögu NBA. Við hlið Michaels Jordans vann hann sex meistaratitla með Chicago Bulls. Sviðsljósið var á Jordan, en Pippen var í lykilhlutverki í liðinu. Hingað til hefur Pippen hlaðið sinn gamla félaga lofi, en í nýrri bók, „Unguarded“, snýr hann við blaðinu. Hann hafi reyndar verið frábær körfuboltamaður, en hann hafi verið eigingjarn og tillitslaus hræsnari, sem hafi komið fram við liðsfélaga sína af slíkri fúlmennsku að enn þann dag fái hann hroll við tilhugsunina. Ein ástæðan fyrir því hvernig Pippen talar um Jordan virðist vera sjónvarpsþáttaröðin „Síðasti dans- inn“, sem sýnd hefur verið á veitunni Netflix. Pippen segir að þar sé Jordan hafinn til skýjanna á meðan hann og liðsfélagar hans fái ekki nándar nærri nóg hrós. „Hvernig vogar Michael sér að koma þannig fram við okkur eftir allt sem við gerðum fyrir hann og hans verðmæta vörumerki,“ skrifar Pippen í formála bókarinnar og bætir við: „Til að gera illt verra fékk Michael tíu milljónir dollara fyrir þátt sinn í heimild- armyndinni á meðan ég og félagar mínir fengum ekki eyri.“ Michael Jordan og Scottie Pippen kampakátir á vell- inum á mektardögum Chicago Bulls. AFP Pippen vegur að Jordan Þeir voru ósigrandi, Michael Jordan var Batman og Scottie Pippen Robin. Nú fær Jordan að heyra það í nýrri bók frá sínum gamla liðsfélaga. Iðulega verður heitt í kolunum á íþróttakappleikjum, en það gerist ekki oft að dómarar þurfi að reka áhorfendur af velli upp í stúku til að ljúka megi leikn- um líkt og þegar Valur og Vík- ingur mættust í Laugardalshöll 18. nóvember 1971. Valur var talið sigurstrang- legra liðið fyrirfram, en Vík- ingar tóku lítið mark á því og voru yfir þegar skammt lifði leiks. Þá var einum Víkingnum vísað út af fyrir að tefja og við það upphófust, sagði á baksíðu Morgunblaðsins, „allsherjar átök milli leikmanna liðanna og er flauta tímavarða gaf leikslok til kynna þustu áhorfendur inn á völlinn“. Dómararnir ákváðu þó að leiktíminn væri ekki úti og skyldi framlengt um 15 sek- úndur vegna tafa. „Ekki heyrð- ist mannsins mál í höllinni, hvað þá í flautum dómaranna,“ sagði í Morgunblaðinu. „Tók nokkurn tíma að ryðja völlinn og róa einstaka leik- menn, sem var orðið afar heitt í hamsi, en að lokum tókst að hefja leikinn að nýju.“ Víkingar héldu út þessar 15 sekúndur og fóru með sigur af hólmi. GAMLA FRÉTTIN Stympingar í Höllinni ÞRÍFARAR VIKUNNAR KokteilpulsurBakteríurMolnupiravir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.