Morgunblaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1. D E S E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 282. tölublað . 109. árgangur . 23 dagar til jóla Jóladagatalið er á jolamjolk.is VERÐUR ÞRIÐJA STÆRSTA SKIPA- FÉLAG LANDSINS 4:0 SIGUR Á KÝPUR ÍSFÉLAG VEST- MANNAEYJA 120 ÁRA Í DAG SLAKASTI LEIKUR LIÐSINS 22 AFMÆLISBLAÐ 32 SÍÐURVIÐSKIPTAMOGGINN Gunnhildur Sif Oddsdóttir Ómar Friðriksson Í fjárlagafrumvarpi ársins 2022, sem Bjarni Benediktsson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, kynnti í gær, er gert ráð fyrir um 168,5 milljarða halla á rekstri ríkissjóðs eða um 55 milljörðum kr. minni halla en gert var ráð fyrir í fjár- málaáætlun sem samþykkt var síð- astliðið vor. Nú er útlit fyrir 288 milljarða kr. halla á árinu 2021. Gangi áætlanir eftir batnar afkoman því um 119 milljarða milli áranna 2021 og 2022. Tekjuhliðin gæti orðið sterkari Yngvi Harðarson, framkvæmda- stjóri Analytica, segir í samtali við Morgunblaðið að honum þyki þær hagvaxtarforsendur sem eru lagðar til grundvallar í frumvarpinu ekki of bjartsýnar og heldur í svartsýnni kantinum, jafnvel þótt 5,3% hag- vexti sé spáð. „Út frá því þá gæti tekjuhliðin hugsanlega reynst sterkari heldur en gert er ráð fyrir í frumvarpinu,“ segir Yngvi og bætir við: „Ef hag- vöxtur verður meiri þá má alveg búast við því að skatttekjur verði eitthvað meiri, þannig að þá verði hallinn eitthvað minni.“ Honum þyki verbólguforsend- urnar aftur á móti svolítið bjartsýn- ar. „Það gæti verið að verðbólgan myndi reynast eitthvað meiri held- ur en gert er ráð fyrir í forsend- unum, en það er ekki gott að segja, það veltur á svo mörgum þáttum.“ Beint í fangið á ríkissjóði „Það er fátt sem kemur á óvart,“ segir Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbankanum um fjárlaga- frumvarpið. Til að mynda komi það ekki á óvart að staðan sé betri en reiknað var með fyrir ári síðan, það hafi verið vitað. „Tekjurnar eru að aukast í samfélaginu og það kemur beint í fangið á ríkissjóði yfirleitt.“ Þá sjáist það í frumvarpinu að framtíðin sé ekki eins svört og hún leit út fyrir ári. „Atvinnuleysi er náttúrulega orðið miklu minna, ferðamönnum hefur fjölgað og svo framvegis. Þetta er allt saman í rétt átt,“ segir Ari. Hann bendir á að það sem sé í frumvarpinu sé kannski ekki held- ur allt saman endanlegt sökum þess að faraldur kórónuveirunnar sé mögulega ekki enn á enda. Vitum ekki hver staðan verður „Frumvarpið byggir á því að það verði töluvert góður hagvöxtur, sérstaklega á næsta ári og svo áfram þokkalegur hagvöxtur á ár- unum þar á eftir en auðvitað vitum við aldrei hvernig staðan verður eftir tvo mánuði miðað við þennan faraldur,“ segir Ari og bætir við að þar fyrir utan sé staðan sú að rík- issjóður sé búinn að taka á sig tölu- vert af ábyrgðum. Fjárlagafrum- varpið og fjárlagastefnan byggi þá kannski á því „að allt fari eins vel og það lítur út fyrir að gera núna“. Stærsta einstaka hækkun út- gjalda ríkisins á næsta ári eru framlög til heilbrigðismála, sem aukast um 16,3 milljarða milli ára. Framtíðin bjartari - Fjárlagafrumvarp ársins 2022 gerir ráð fyrir 55 milljarða minni halla en upp- haflega var spáð - Hagfræðingur segir hagvaxtarforsendur ekki of bjartsýnar M 168,5 milljarða halli … »4 og 6 Morgunblaðið/Eggert Nýtt frumvarp Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti frumvarpið á blaðamannafundi í gær. FJÁRLAGA- FRUMVARPIÐ 168,5 milljarða halli á rekstri ríkissjóðs 2022 55 milljarða minni halli en gert var ráð fyrir í vor 5,3% áætlaður hagvöxtur á næsta ári Andrés Magnússon andres@mbl..is Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra játar að stjórnarmyndunar- viðræður hefðu getað gengið mun hraðar fyrir sig en raunin var, en þar hafi kjörbréfamálið haft sín áhrif og eins hafi formenn stjórn- arflokkanna ákveðið að taka sér tíma til þess að ræða málefni og verkefni vel. „Um leið og [niðurstaðan í kjör- bréfamálinu] lá fyrir vorum við snögg að ljúka verkefninu.“ Þetta er meðal þess, sem fram kemur í viðtali við Katrínu í Dag- málum í dag, streymi á netinu, sem opið er öllum áskrifendum, en út- drátt úr því má lesa í blaðinu í dag. Forsætisráðherra telur að sá tími hafi nýst vel og nefnir til dæmis að lausn ýmissa af „erfiðu málunum“ eins og miðhálendisþjóðgarð, út- lendingamál og orkunýtingu. Katrín segir ríkisstjórnina standa frammi fyrir miklum áskorunum eftir heimsfaraldurinn og þar séu efnahagsmál og ríkisfjármál efst á blaði. Ákveðið hafi verið að grípa hvorki til niðurskurðar né skatta- hækkana, heldur vaxtar til velsæld- ar. Hún fellst á að sumt í stjórn- arsáttmálanum beri vott um mis- jafnar áherslur, svo sem grisjun regluverks í einu orðinu og eflingu eftirlitsstofnana í hinu. „Eftirlit er mikilvægt [og] það er töluverð eftirspurn eftir að eftirlits- stofnanir sinni líka ákveðnu leið- beiningarhlutverki,“ segir Katrín og telur það einkum eiga við um minni fyrirtæki. „Eftirlitsstofnanir eiga fyrst og fremst að gæta að al- mannahag og við erum með dæmi um mikilvægar ábendingar þeirra. […] En að sjálfsögðu eigum við alltaf að vera meðvituð um það að þetta verði ekki of íþyngjandi eða of hart sé fram gengið.“ Kjaramál verða fyrirferðarmikil á kjörtímabilinu og sjómannaverk- fall mögulegt snemma á næsta ári. Katrín segir lög á vinnudeilur vera algert neyðarúrræði. »10 Hefði getað tekið minni tíma - Efnahagur og ríkisfjármál í fyrrirúmi - Hvorki niðurskurður né skatthækkanir Morgunblaðið/Hallur Dagmál Katrín Jakobsdóttir í viðtali. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Heildarlaun ríkisstarfsmanna eru nú 912 þús. að meðaltali á mánuði, án launatengdra gjalda. Af því leiðir að það kostar ríkið að meðaltali rúma milljón að ráða starfsmann. Þetta má lesa úr tölum á vef fjár- málaráðuneytisins en fjallað er um launaþróunina hjá ríkinu í Við- skiptaMogganum í dag. Þar kemur meðal annars fram að heildarlaun þjóðkjörinna félaga í kjararáði hafa hækkað um 419 þús- und á mánuði frá árinu 2016 og að laun ljósmæðra hafa hækkað um 289 þúsund á sama tímabili. Af öðrum dæmum má nefna að lögreglumenn hafa nú nærri milljón í meðallaun. Umfram lífskjarasamninga Hinn 1. janúar næstkomandi verður síðasta launahækkunin í lífs- kjarasamningunum. Skýrsla kjara- tölfræðinefndar bendir til að laun hjá sveitarfélögum hafi hækkað mun meira en hjá ríki og á almenna markaðnum og þar með umfram ákvæði lífskjarasamninganna. Morgunblaðið/Golli Vöxtur Ríkið hefur hækkað laun. Nálgast milljón á mánuði - Kjarabót ríkis- starfsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.