Morgunblaðið - 01.12.2021, Side 2

Morgunblaðið - 01.12.2021, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Eftirvænting var við höfnina í Kefla- vík í gær þegar nýr togari Nesfisks hf. í Garði, Baldvin Njálsson GK 400 kom í fyrsta sinn til hafnar. Skipið er smíðað í Vigo á Spáni og var af- hent kaupendum fyrir nokkrum dög- um. Lagt var í haf heim til Íslands síðastliðinn fimmtudag og gekk sigl- ingin að óskum. „Ný skip, smíði þeirra og hönnun, eru alltaf hug- mynd og verk fjölda fólks. Hér er kominn til hafnar nýr og glæsilegur togari og vonandi getum við haldið til veiða strax um helgina,“ segir Bergþór Baldvinsson fram- kvæmdastjóri Nesfisks í samtali við Morgunblaðið. Skipið nýja er, eins og sagði frá í Morgunblaðinu í gær, vel búið að öllu leyti. Er 65,6 metrar langt og 16 metrar að breitt, gengur 15 hnúta og lestin er 1.720 rúmmetrar. Aðalvélin 2.990 kW og allur búnaður af bestu gerð. Í skipinu er rými fyrir 28 manns. Skipstjórar verða Arnar Óskarsson og Þorsteinn Eyjólfsson. Nesfiskur gerir út fjögur togskip, þrjá snurvoðarbáta og svo tvo litla línubáta. Framleiðslan fyrirtækisins er mest ferskur fiskur og léttsalt- aður. „Að fá nýtt skip er alltaf stór áfangi, en annars er útgerð- armynstrið alltaf í endurskoðun,“ segir Bergþór. Hann vísar þar til þess að samdráttur í veiðiheimildum hafi leitt til þess að Nesfiskur hafi úr að spila 1.000 tonna minni veiðiheim- ildum í þorski að á yfirstandandi fiskveiðiári en hinu fyrra. Hugs- anlega geti slíkt í fyllingu tímans leitt af sér uppstokkun á skipastól. Vonandi fiskast vel Nesfiskur hf. er stórt fyrirtæki á Suðurnesjum, gert út af samheldinni fjölskyldu og margir úr henni voru á bryggjunni í Keflavík í gær, þegar nýi togarinn kom þar inn. Um borð, farþegi frá Spáni, var Þorbjörg Bergsdóttir stjórnarformaður Nes- fisks. Saman stofnuðu fyrir 48 árum fyrirtækið þau Þorbjörg og Baldvin Njálsson eiginmaður hennar, sem lést árið 2000. „Heimsiglingin var eitt stórt æv- intýri. Við vorum í brælu allan tím- ann en skipið haggaðist ekki,“ sagði Þorbjörg í samtali við Morgunblaðið. „Togarinn er vel búinn að öllu leyti og lofar góðu. Ég vona líka að á þetta skip eigi eftir að fiskast vel.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Nesfisksfólk Hér stödd á bryggjunni í Keflavík í gær ánægð með skipið. Frá vinstri talið; tveir af eigendunum, þeir Bergur Þór Eggertsson og Bergþór Baldvinsson framkvæmdastjóri, Hörður Sveinsson sölustjóri sem tengdasonur Bergþórs. Þá sonurinn, Baldvin Þór, framkvæmdasjóri dótturfyrirtækisins Nýfisks í Sandgerði, og kona hans Brynja Lind Vilhjálmsdóttir. Loks koma þau Bergþóra Hrund Bergþórsdóttir og Sigmar Pálsson, unnusti hennar. Baldvin brátt til veiða - Nýjum togara Nesfisks fagnað - Stór áfangi - Útgerð- armynstur í endurskoðun - Heimsiglingin var ævintýri Togari Baldvin Njálsson GK er glæsilegt skip sem margir skoðuðu í gær. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útsöluverð á eins lítra mjólkurfernu í stórmörkuðum hækkar í dag úr 170 krónum í 176-177 krónur, miðað við að álagning verslana haldist svipuð. Kemur hækkunin í kjölfar ákvörð- unar verðlagsnefndar búvara sem hækkaði verð á mjólkurafurðum til bænda og afurðastöðva. Ákveðið var að taka væntanlegar launahækkanir í mjólkurvinnslunni um áramót inn í verðið nú til þess að ekki þurfi að hækka verðið aftur strax í janúar. Verð á mjólkurlítra til bænda hækkar um 3,38 krónur og verður tæpar 105 krónur á lítra. Er það vegna hækkunar á aðföngum til bú- anna og launa. Verðlagsgrundvöllur- inn hefur hækkað um nærri eina og hálfa milljón frá því í mars, þegar síðast var ákveðið að hækka verð á mjólk. Sem dæmi má nefna að veru- leg hækkun hefur orðið á áburði og fóðri og þá hefur vélaliðurinn hækk- að töluvert sem og launaliður. Heildsöluverð mjólkur og mjólk- urvara hækkar almennt um 3,81% nema hvað verð á mjólkurdufti helst óbreytt. Ástæðan er hækkun á verði til bænda og aukinn vinnslukostnað- ur mjólkursamlaga. Að auki ákvað verðlagsnefndin að taka við þessa verðlagsákvörðun tillit til launa- hækkana sem verða hjá samlögun- um um áramót til þess að ekki þurfi að koma til nýrrar verðlagsákvörð- unar strax í upphafi næsta árs. Jólarjóminn verður dýrari Heildsöluverð á eins lítra ný- mjólkurfernu verður frá og með deg- inum í dag 152 krónur, án virðis- aukaskatts. Miðað við núgildandi verð í stórmörkuðum hækkar smá- söluverð úr um 170 krónum í 176-177 krónur, og er þá miðað við óbreytta álagningu verslunarinnar. Lítri af D- vítamínbættri mjólk gæti hækkað úr 198 krónum í 205 krónur. Hálfur lítri af jólarjóma gæti farið úr 588 krón- um í 608 krónur, ef miðað er við verð í ótilgreindum stórmarkaði og að álagning verslunarinnar verði hlut- fallslega sú sama og nú er. Mjólkurfernan fer í 176 kr. - Aðföng kúabúa hafa hækkað sem og vinnslukostnaður mjólkursamlaga - Væntanlegar launahækkanir um áramót eru teknar inn í mjólkurverðið nú Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mjólkurvörur Kostnaður við framleiðslu búvara hefur aukist. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur birt upphafsráðgjöf um veiðar á loðnu á vertíðinni 2022/23, það er á næsta fiskveiðiári. Ráðgjöfin hljóðar upp á 400 þúsund tonn sem er í sam- ræmi við gildandi aflareglu og er varúðarnálgun innbyggð í hana. Ef slíku væri ekki til að dreifa væri ráð- gjöfin upp á um 680 þúsund tonn og má því gera ráð fyrir sterkri loðnu- vertíð annað fiskveiðiárið í röð. Ráðgjöfin nú byggist á mælingum á stærð ókynþroska hluta loðnu- stofnsins, eins og tveggja ára, í sept- ember í haust. Samtals mældust um 130 milljarðar (vísitala 130) af ókyn- þroska loðnu sem er nægjanlegt magn til að gefa hámarks upphafs- ráðgjöf sem aflareglan leyfir, eða 400 þúsund tonn. Ráðgjöfin nú er sú sama og ICES gaf fyrir ári fyrir yfir- standandi vertíð en þá var vísitala ungloðnu sú næsthæsta í sögunni eða 146. Ef ekki væru varúðarreglur um upphafsaflamark hefði það verið yfir 700 þúsund tonn. Eftir endur- skoðun í byrjun október í haust fór heildarráðgjöfin síðan yfir 900 þús- und tonn fyrir vertíðina, sem er að hefjast fyrir Norðurlandi. Svandís Svavarsdóttir sjávar- útvegsráðherra undirritaði síðdegis í gær breytingu á reglugerð um loðnuveiðar íslenskra skipa á vetrar- vertíðinni. Við hana bætist bráða- birgðaákvæði og verður heimilt til áramóta að stunda veiðar á loðnu með flotvörpu á stærra svæði fyrir Norðurlandi en áður var heimilt. Reglugerðin tekur gildi eftir birt- ingu, líklega seinnipartinn í dag. Töluvert sést af loðnu Í gær voru sex skip á loðnuslóð austur og norðaustur af Kolbeinsey; Heimaey, Börkur, Bjarni Ólafsson, Venus, Víkingur og Svanur og Aðal- steinn Jónsson var á leið á miðin. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar er haft eftir Hálfdan Hálfdanarsyni, skip- stjóra á Berki, að töluvert sjáist þar af loðnu, en hún standi djúpt og ekki sé hægt að veiða hana í nót. „Hér væri örugglega hægt að ná góðum árangri í troll en það hefur ekki enn fengist heimild til slíkra veiða,“ sagði Hálfdan . Vonir um sterka loðnuvertíð að ári - Trollhólf stækkað - Sex skip á loðnuslóð STIGA ST5266 P 40 ár á Íslandi Hágæða snjóblásarar Fjölbreytt úrval Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is VETRARSÓL er umboðsaðili Gulltryggð gæði Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. 117 greindust með kórónuveiruna innanlands á mánudag, þar af voru 51 í sóttkví við greiningu eða 43,5 prósent, 1.816 eru í sóttkví sem stendur og 190 í skimunarsóttkví. Nítján liggja inni á sjúkrahúsi með Covid-19, af þeim eru fjórtán með virkt smit, tíu á smitsjúkdómadeild og þrír á gjörgæslu í öndunarvél. Í gær höfðu átta manns komið til mats og meðferðar á göngudeild á einum sólarhring og var einn lagður inn. Alls eru 1.546 með staðfest virk smit utan spítala, þar af 492 börn. Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir segir að þrátt fyrir að stjórnvöld víða um heiminn hafi ákveðið að herða sóttvarnaaðgerðir á landamærum sínum vegna nýs af- brigðis kórónuveirunnar, Ómíkron, séu engar breytingar fyrirhugaðar á landamærum Íslands að svo stöddu. Hann segist bíða eftir frekari upp- lýsingum um afbrigðið. »11 og 12 Nítján á sjúkrahúsi - Íhuga ekki breyt- ingar á landamærum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.