Morgunblaðið - 01.12.2021, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021
Verið velkomin
í sjónmælingu
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
25
ára
1996-2021
Fjárlagafrumvarp 2022 og fjármálastefna 2022-2026
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Það eru bjartari horfur í efnahags-
málum og spáð er að fram undan sé
þó nokkuð kraftmikið hagvaxtar-
skeið. Þetta kom fram í máli Bjarna
Benediktssonar, fjármála- og efna-
hagsráðherra, þegar hann kynnti
fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og
fjármálastefnu til ársins 2026 á
fréttamannafundi í gær.
Fór hann yfir sértækar efnahags-
aðgerðir stjórnvalda vegna faraldurs
kórónuveirunnar en gert er ráð fyrir
að áframhaldandi stuðningur ríkisins
við hagkerfið vegna faraldursins
verði um 50 milljarðar á næsta ári og
samtals verði því stuðningur ríkisins
við hagkerfið í faraldrinum 260 millj-
arðar kr. á árunum 2020-2022.
Bjarni sagði að bjartsýnni sviðs-
myndirnar um þróun efnahagsmála
sem settar voru fram í fyrra, hafi
gengið eftir og vel það og hallinn á
ríkissjóði sé mun minni en dekkstu
spár gerðu ráð fyrir. Nú er spáð 5,3%
hagvexti á næsta ári og er fjárlaga-
frumvarp ársins 2022 lagt fram með
um 168,5 milljarða halla á rekstri rík-
issjóðs á næsta ári samanborið við
um 288 milljarða kr. áætlaðan halla á
þessu ári. Fram kemur í greinargerð
að snar viðsnúningur í efnahagsmál-
um birtist í betri afkomuhorfum rík-
issjóðs og batnar afkoman um 119
milljarða kr. milli áranna 2021 og
2022.
Nú er útlit fyrir að tekjur ríkis-
sjóðs verði 66 milljörðum kr. hærri á
næsta ári en gert var ráð fyrir þegar
fjármálaáætlun var samþykkt sl. vor.
Bjarni benti einnig á að á næsta ári
verði rekið smiðshöggið á breytingar
á tekjuskattskerfinu sem unnið var
að á síðasta kjörtímabili. Skattleysis-
og þrepamörk breytast ekki ein-
göngu í takt við vísitölu neysluverðs
heldur verður nú í fyrsta skipti líka
tekið tillit til framleiðniaukningar í
landinu og miðað við 1% á langtíma-
framleiðni sem leiðir til þess að per-
sónuafsláttur hækkar meira á milli
ára en áður. „Þessi viðbótarprósentu-
hækkun á skattleysismörkin leiðir til
þess að við fáum tekjuskattslækkun
upp á 2,3 milljarða,“ sagði Bjarni.
Bæta eigi í til Landspítala
Stór hluti útgjaldanna fer til heil-
brigðismála eða sem svarar til 866
þúsund kr. á íbúa. Hann sagði að út-
gjöldin til heilbrigðismála og Land-
spítalans hefðu aukist verulega og
bæta eigi enn í á næsta ári m.a. um
2,6 milljarða til Landspítalans vegna
heimsfaraldursins og 4,6 milljarða
raunaukning er á tilfærslum til
sjúkratrygginga.
,,Við höfum á mörgum málefna-
sviðum verið með verulega raun-
aukningu útgjalda á ýmsum út-
gjaldasviðum og nú þegar vindar eru
aðeins að snúast í efnahagsmálum, þá
er verkefnið í mínum huga að verja
þessa góðu þjónustu sem er þarna að
baki, tryggja að við getum risið undir
þessu, endurheimt störf og lagt
áherslu á verðmætasköpun í sam-
félaginu og sótt fram á þannig
grunni,“ sagði Bjarni.
Vaxtakostnaður er áætlaður 52
milljarðar á næsta ári og vex um 11
milljarða frá fjárlögum þessa árs.
Framlög vegna atvinnuleysisbóta
lækka með minnkandi atvinnuleysi
eða um 13 milljarða. Í fyrra voru bæt-
urnar nálægt 60 milljarðar og á yf-
irstandandi ári nálægt 50 milljörðum.
Ráðherrann lagði einnig fram í
gær fjármálastefnu til ársins 2026.
Þar er gert ráð fyrir halla á rekstri
ríkissjóðs og hjá sveitarfélögum
landsins á komandi árum eða fram á
árið 2026 en hallinn minnkar ár frá
ári.
Þá má reikna með að hlutfall
skulda ríkissjóðs af vergri lands-
framleiðslu verði rétt yfir 40% í lok
tímabilsins sem Bjarni sagði að væri
mjög heilbrigt ástand og nokkuð
sterk staða í alþjóðlegum saman-
burði.
„Afkoman verður áfram neikvæð
en við stöðvum hækkun skuldahlut-
fallanna undir lok tímabilsins og við
erum að fresta því um eitt ár hvenær
skuldahlutföllin hætta að versna. Við
ætlum að gefa okkur eitt viðbótarár,
enda er heildarskuldastaðan að leyfa
það þegar við sjáum hana svo miklu
lægri en áður var gert ráð fyrir,“
sagði Bjarni.
Um horfurnar í skuldamálum rík-
issjóðs sagði Bjarni að stefnt væri á
að skuldirnar fari undir 40% og væri
heildarskuldirnar þá um 300 millj-
örðum kr. lægri í lok tímabils fjár-
málastefnunnar en áður var búist við.
Hér skiptir hvað mestu að horfur í
efnahagsmálum hafa batnað. Ljúka á
við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
að fullu á næstu tveimur árum og
gera á ráðstafanir til að bregðast við
hruni tekjustofna í samgöngum og
minni eldsneytisnotkunar.
Bjartara yfir og betri afkoma
- Mótvægisaðgerðir vegna faraldursins 50 milljarðar - Viðbótarhækkun skattleysismarka sögð leiða
til 2,3 milljarða lækkunar tekjuskatts- Hluturinn í Íslandsbanka seldur að fullu á næstu tveimur árum
Morgunblaðið/Eggert
Fjárlagafrumvarp kynnt Bjarni Benediktsson segir efnahagsumsvifin hafi aukist og skuldastaðan batnað.
Verja á 800 milljónum króna á næsta ári til að
hækka bætur örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega
um 1% til viðbótar við almennar prósentuhækkanir
almannatrygginga í fjárlögum næsta árs. Leiðir það
samkvæmt fjármálaráðuneytinu til þess að bætur ör-
orkulífeyrisþega hækki um 5,6% frá fjárlögum yf-
irstandandi árs.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram
að tvöfalda eigi frítekjumark vegna atvinnutekna
ellilífeyrisþega. Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu
að varið verður 540 milljónum kr. vegna þessarar breytingar. Með því
að tvöfalda frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkar það úr
100.000 kr. á mánuði í 200.000 kr. eða úr 1.200.000 kr. á ári í
2.400.000 kr. á ári.
Bæta á kjör örorku- og ellilífeyrisþega
Gert er ráð fyrir að keypt verði bóluefni við kór-
ónuveirunni á næsta ári fyrir 1,4 milljarða króna.
Bein framlög vegna baráttunnar gegn veirunni eru
samtals 7,4 milljarðar í fjárlagafrumvarpinu, þar af er
1,1 milljarður vegna farsóttardeildar á Landspít-
alanum, einn milljaður fer í 30 ný endurhæfingarrými
sem opna á á Landakoti og 500 milljónir fara í opnun
hágæslurýma. 400 milljónum verður veitt tímabundið í
eitt ár til geðheilbrigðismála.
Fram kemur í frumvarpinu að áfram verða lagðar
allt að 500 milljónir kr. til alþjóðlegs bóluefnasamstarfs til að auka aðgengi
þróunarríkja að bóluefni.
Á móti falla niður fjölmörg tímabundin framlög vegna faraldursins svo
sem vegna viðspyrnustyrkja og hlutabóta í atvinnuleysiskerfinu.
Kaupa bóluefni fyrir 1,4 milljarða króna
Lagt er til í fjárlagafrumvarpinu að fjárveitingar til rík-
islögreglustjóra og lögregluembætta vegna endurnýj-
unar og aukabúnaðar á landamærastöðvum verði hækk-
aðar um 284 milljónir kr. Um er að ræða framlag til
fjárfestinga í alþjóðakerfum í tengslum við Schengen-
samstarfið. Einnig er lagt til að lögregluembættin fái
124 aukin framlög til styrkingar almennrar löggæslu og
vegna rannsókna mála m.a. til að mæta fjölgun ferða-
manna. Þá er lagt til 485 milljóna kr. framlag á næsta
ári sem ætlað er að mæta uppbyggingu á nýju húsnæði
fyrir alla viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu en það er hluti af fjárfest-
ingar- og uppbyggingarátaki. Áætlaður heildarkostnaður verkefnisins er 18
milljarðar og er framkvæmdatíminn talinn verða allt að sex ár.
Styrkja landamæravörslu og lögreglu
Heildarfjárheimild fyrir samgöngumál í nýjum fjár-
lögum nemur 49 milljörðum og lækkar um 8,7 millj-
arða á milli ára. Helgast þetta meðal annars af því að
fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar er að hluta lokið
og lækkar það fjárheimild til framkvæmda á vegakerf-
inu um 7,2 milljarða. Áfram fara þó 28,3 milljarðar á
næsta ári í framkvæmdir og viðhald á vegakerfinu.
Búið er að aðgreina sérstaklega framlag ríkisins
tengt samgöngusáttmála á höfuðborgarsvæðinu, en
samkvæmt honum verður 2,2 milljörðum varið af fjár-
lögum þessa árs í málaflokkinn.
Meðal verkefna sem talin eru upp yfir helstu verkefni á þessu ári eru á
Reykjanesbraut, Suðurlandsvegi, Þverárfjallsvegi og Skagastrandarvegi.
Tæpum níu milljörðum minna í samgöngur
Ríkið á í viðræðum við Bænda-
samtök Íslands um kaup á Hótel
Sögu fyrir starfsemi Háskóla Ís-
lands. Heimild til kaupanna er orðuð
í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár.
Gunnar Þorgeirsson, formaður
Bændasamtaka Íslands, staðfestir
að viðræður hafi verið teknar upp við
ríkið um sölu á Hótel Sögu en tilboð
höfðu gengið á milli þeirra fyrr á
árinu án þess að samningar næðust.
Gunnar segir að viðræðurnar gangi
vel, hann sé frekar bjartsýnn á að
samningar takist, en tekur fram að
spyrja verði að leikslokum. Auk sam-
komulags um verð er forsenda þess
að samningar geti tekist að fjármála-
ráðherra fái heimild til kaupanna.
Tilgangur mögulegra kaupa ríkis-
ins er að koma starfsemi menntavís-
indasviðs Háskóla Íslands fyrir á há-
skólasvæðinu en deildin er nú með
aðsetur í Stakkahlíð og Skipholti.
Forsendur heimildarinnar eru að
eignin bjóðist á hagstæðum kjörum.
Áætlað heildarumfang vegna kaupa
á fasteignum samkvæmt heimildar-
ákvæðum frumvarpsins eru fimm
milljarðar og munar þar mest um
kaup á Hótel Sögu, nái þau fram að
ganga.
Rekstri hótelsins var hætt fyrir
rúmu ári enda lítið að gera vegna
kórónuveirufaraldursins. Fulltrúar
eigendanna hafa lengi verið í viðræð-
um um sölu á húsinu og innbúi, með-
al annars við fyrirtæki í ferðaþjón-
ustu og heilbrigðisþjónustu, auk
Háskóla Íslands. helgi@mbl.is
Óskað heimildar til að
kaupa Hótel Sögu fyrir HÍ
- Viðræður ganga vel að sögn formanns Bændasamtakanna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bændahöllin Hótel Saga hefur ver-
ið lokuð í rúmt ár og er til sölu.