Morgunblaðið - 01.12.2021, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021
Verðbólga á evrusvæðinu mælist
nú meiri en nokkru sinni frá
því að sameiginlega myntin, evran,
var tekin upp fyrir meira en tveim-
ur áratugum. Greint var frá því í
gær að verðbólgan
næmi 4,9% í nóv-
ember, sem er
jafnvel hærra en
meðalspámaður
svæðisins hafði
gert ráð fyrir, en
hann hafði spáð
4,5% verðbólgu.
Ekki nóg með það,
verðbólgan á evrusvæðinu er hærri
en verðbólgan hér á landi. Þar
munar að vísu litlu, 0,1%, en eftir
innlendar verðbólgutölur sem ollu
áhyggjum fyrir skömmu er óneit-
anlega athyglisvert að evrusvæðið
slái þær út.
- - -
Hér á landi hefur verið brugðist
við með þeim hætti sem búast
mátti við, þ.e. hækkun vaxta Seðla-
bankans. Á evrusvæðinu er ólíklegt
að gripið verði til sambærilegra að-
gerða enda efasemdir um að undir-
liggjandi efnahagsástand þoli slík-
ar aðgerðir.
- - -
En það er umhugsunarvert hvað
veldur verðbólgunni á evru-
svæðinu. Vandi með aðföng, sem
tengist kórónuveirunni, er hluti
skýringarinnar, en ört hækkandi
orkuverð vegur þungt.
- - -
Sú verðhækkun verður ekki
skrifuð á kórónuveiruna nema
að litlu leyti, en aðallega á orku-
stefnu Evrópusambandsins. Þar á
bæ hafa menn keppst við að draga
úr þeirri orkuframleiðslu sem best
dugar en reyna í staðinn að taka
upp aðra og síður örugga, auk þess
að treysta á gas frá Rússum.
- - -
Inn í þetta evrópska orkuklúður
hafa jafnvel sumir viljað, af
mikilli skammsýni, draga okkur.
Vafasamt met
á evrusvæði
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála hefur hafnað kæru íbúa og
íbúðaeigenda við Þrymsali í Kópa-
vogi um að ógilda nýtt deiliskipulag
fyrir norðurhluta Hnoðraholts í
Garðabæ. Til vara var þess krafist að
deiliskipulag við Vorbraut 21-55 yrði
fellt úr gildi og einnig sá hluti deili-
skipulagsins þar sem fjallað er um að
austurhluti Vorbrautar, sunnan við
Þrymsali, verði lagður í stokk.
Um var að ræða tvær kærur, sem
voru sameinaðar í einum úrskurði,
þar sem niðurstaðan er að þeir form-
eða efnisannmarkar liggi ekki fyrir á
undirbúningi og málsmeðferð
ákvörðunar um breytingu á deili-
skipulagi sem raski gildi hennar.
Fyrirsjáanleiki?
Í úrskurðinum kemur m.a. fram í
málsrökum kærenda að áður en þeir
hafi keypt lóðir sínar hafi þeir kynnt
sér gildandi deiliskipulag fyrir
Hnoðraholt enda skipti byggð sunn-
an við lóðir þeirra þá verulegu máli.
Gildandi deiliskipulag Hnoðraholts,
sem staðið hafi óbreytt í nær 25 ár,
sýni að í Hnoðraholti næst fasteign-
um kærenda séu í skipulagi einnar
hæðar sérbýli sem standi í hæfilegri
fjarlægð frá lóðarmörkum ystu
byggðar við Þrymsali. Nú sé horfið
frá lágreistri sérbýlishúsabyggð og í
stað þess gert ráð fyrir tveggja hæða
raðhúsum sem standa muni afar ná-
lægt núverandi byggð við Þrymsali.
Í úrskurðinum kemur einnig fram
að af hálfu kærenda sé vísað til þess
að eitt af markmiðum skipulags sé að
draga úr óvissu og auka fyrirsjáan-
leika eins og kostur sé. „Það að
Garðabær muni leggja í kostnað upp
á tvö þúsund milljónir í tengingu
sem eigi eingöngu að þjónusta 11-
12% af umferð inn og út úr hverfinu
sé ekki trúverðugt,“ segir í úrskurð-
inum.
Enginn vafi
Bæjaryfirvöld benda m.a. á að
framsetning skipulagsins um að Vor-
braut skuli lögð í stokk fullnægi vel
kröfum skipulagslaga og reglugerð-
ar um framsetningu og skýrleika
skipulagsákvarðana. Enginn vafi sé
um efni skipulagsins varðandi það að
umræddur vegur skuli lagður í stokk
og væri ekki hægt að víkja frá þeirri
ákvörðun að óbreyttu skipulagi.
Kæru íbúa við Þrymsali hafnað
Verkefnið Syndum, sem almenn-
ingsíþróttasvið ÍSÍ stóð fyrir í nóv-
ember, gekk vel og telur Linda
Laufdal verkefnisstjóri allar líkur á
að það verði endurtekið á næsta ári,
í einhverri mynd.
Syndum er hluti af íþróttaviku
Evrópu og fékk Evrópustyrk í gegn-
um það verkefni. Gekk átakið út á
það að fólk skráði sundiðkan sína frá
1. til 28. nóvember inn á vef verkefn-
isins. Þar birtust jafnóðum upplýs-
ingar um hversu margir tóku þátt í
því, hversu oft og hve langt búið
væri að synda samtals, auk upplýs-
inga um sundiðkan viðkomandi
sundkappa.
13 þúsund sundferðir
Þótt sundtímabilinu sé lokið ligg-
ur heildarniðurstaða ekki fyrir þar
sem eftir er að skrá þátttöku fólks
sem skráði sig á blöð hjá sundlaug-
unum. Í gær höfðu tæplega 1.600
manns skráð 13 þúsund sundferðir,
alls 13 þúsund kílómetra. Samsvarar
vegalendin 10 ferðum eftir hring-
veginum um Ísland. Linda á von á að
mikið eigi eftir að bætast við þegar
búið verður að skrá allt.
„Við erum hrikalega ánægð með
þetta,“ segir Linda, spurð um árang-
ur verkefnisins, „við höfum aðeins
heyrt jákvæða hluti hjá þeim sem
hafa tekið þátt í því. Fólk hefur bætt
sundtækni sína og hversu langt það
syndir í hvert skipti. Svo vonumst
við til að einhverjir nýir hafi byrjað
að synda. Með þessu er takmarkinu
náð,“ segir hún.
Finnst henni allar líkur á að verk-
efnið verði áfram. Það kunni þó að
verða útfært á annan hátt. Það gæti
verið haldið á öðrum tíma og jafnvel
tvisvar á ári. helgi@mbl.is
Synt tíu sinnum
í kringum landið
- Sundátakið
heppnaðist vel og
verður endurtekið
Morgunblaðið/Eggert
Syndum Ágæt þátttaka var í sund-
verkefninu og margir bættu sig.