Morgunblaðið - 01.12.2021, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 01.12.2021, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021 Fyrirtækið Controlant hlaut í gær Útflutningsverðlaun forseta Ís- lands 2021. Gísli Herjólfsson for- stjóri fyrirtækisins veitti verðlaun- unum viðtöku við fámenna athöfn á Bessastöðum.Við sama tilefni var Baltasar Kormákur, kvik- myndaframleiðandi og leikstjóri, heiðraður fyrir störf sín á erlendri grundu. Hug- og vélbúnaður Controlant tryggir gæði viðkvæmra vara í flutningi og dregur úr sóun á lyfj- um og matvælum. Fyrirtækið gef- ur framleiðendum lyfja og mat- væla mikilvægar rauntímaupp- lýsingar um hitastig, raka og staðsetningu sem fæst með net- tengdum gangaritum. Viðskipta- vinir fyrirtækisins eru lyfja-, mat- væla- og flutningsfyrirtæki um allan heim og er stærsta hlutverk þeirra í dag að vakta dreifingu á bóluefni gegn Covid-19. Verðlaunagripurinn til Control- ant var listaverk Margrétar H. Blöndal sem hún vann sérstaklega af þessu tilefni. Baltasar Kormáki var veitt heið- ursviðurkenning fyrir eftirtekt- arverð störf erlendis. Baltasar kom sér á kortið utan landstein- anna þegar kvikmyndin 101 Reykjavík kom út árið 2000 og vann til verðlauna á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum. Þáttaröð hans Katla var svo frumsýnd á þessu ári. Morgunblaðið/Unnur Karen Controlant Gísli Herjólfsson, forstjóri fyrirtækisins, tók við verðlaununum. Forseti veitti út- flutningsverðlaun - Fámenn athöfn á Bessastöðum Heiðraður Baltasar Kormák- ur, framleiðandi og leikstjóri. Sjóvá styrkir smíði þriggja nýrra björgunarskipa fyrir Landsbjörg um 142,5 milljónir króna. Tilkynnt var um gjöf tryggingafélagsins á blaðamannafundi sem haldin var í Hörpu í gær. Hvert skipanna kostar um 285 milljónir króna og hefur ríkissjóður gengist við því að fjármagna helm- ing kostnaðarins og mun gjöf Sjóvá greiða um þriðjungs þess kostnaðar sem eftir stendur. „Fáheyrt er að svo rausnarlegar gjafir berist til sjálfboðaliðasamtaka og eru þetta sérstaklega ánægju- legar fréttir fyrir endurnýjun allra þrettán björgunarskipa félagsins, en Landsbjörg og Sjóvá hafa um ára- tugaskeið átt í farsælu samstarfi,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Þar kemur einnig fram að hafin er smíði fyrsta nýja björgunarskips Landsbjargar hjá KewaTec í Finn- landi, en hún hófst formlega með kjöllagningu sem fram fór í skipa- smíðastöðinni fyrir helgi. Alls eru þrjú ný björgunarskip væntanleg. Fyrstu skipin afhent 2022 Áætluð afhending fyrsta skips er á goslokahátíð í Vestmannaeyjum í júní 2022 þar sem skipið verður með heimahöfn. Áætluð afhending á öðru skipinu er fyrir árslok 2022 á Siglu- firði. Smíði á þriðja skipinu hefst síð- an í janúar 2023 og afhending á því verður eftir mitt það ár. Þótt smíði á þessum fyrstu þrem- ur björgunarskipunum sé nú hafin þá er markmið Landsbjargar að endurnýja öll þrettán björgunarskip sín og verður því áfram unnið að frekari fjármögnun þessa verkefnis. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður Landsbjargar, sagði að með nýjum skipum yrði bylting í viðbragðstíma og aðbúnaði fyrir áhafnir og skjólstæðinga. „Fáheyrðar gjafir“ til sjálfboðaliðasamtaka - Sjóvá og ríkið styrkja Landsbjörg vegna björgunarskipa Morgunblaðið/Unnur Karen Landsbjörg Borghildur Fjóla frá Landsbjörg og Hermann Björnsson, for- stjóri Sjóvár, kynntu gjöfina á blaðamannafundi í Hörpu í gær. Teikning/Landsbjörg Nýtt Smíði á fyrsta björgunarskipinu er hafin. Þrjú skip eru væntanleg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.