Morgunblaðið - 01.12.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.12.2021, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Almenn- ingur hef- ur auðvit- að ekki á hreinu hversu mörg þekkt afbrigði af kórónuveirunni hafa herjað á mannkynið í nærri tvö ár. Nú síðast skaust suðurafr- íska afbrigðið óvænt upp á yfirborðið og boðaði ógn og skelfingar í huga þeirra sem voru drýgstir að koma frétt- unum á framfæri við þjak- aðar þjóðir sem mega ekki við miklu. Sumir þeirra sem gáfu sér andrúm til að hugsa skýrt þóttust reyndar hafa heyrt um þetta suðurafríska afbrigði áður, fyrir ekki svo löngu. En afbrigðinu var í skyndi gefið nýtt nafn og heitir hér eftir „Ómíkron- afbrigðið.“ Á þessum stutta tíma hafði Ómíkron haft ótrúleg heimsáhrif undir báðum nöfnunum. Það var skellt í lás á Afríku víða hvar. Varkárt ríki og umset- ið eins og Ísrael bannaði þegar öllum heiminum að- gang að landinu næstu tvær vikur eða svo. Og víðar var skert í lás og flugsamgöngur stöðvaðar. Það var með nokkrum ólíkindum hversu mikil áhrif, svo ekki sé talað um yfirgengileg útgjöld, nýja veiran hafði á ör- skömmum tíma og það á meðan menn vissu næstum því ekki neitt um hana. Fjármálamarkaðir vítt og breitt hristust og skókust með alkunnum afleiðingum. Þeir höfðu komist áleiðis með að nálgast það að halda haus á ný þegar Powell, seðlabankastjóri Bandaríkj- anna, missti út úr sér óvar- leg ummæli um Ómíkron, sem hann virtist þó ekki vita mikið meira um en sauð- svartur almúginn, sem búið var að hræða upp úr skónum og gott ef ekki úr honum hálfa líftóruna. Frétt flögraði á ljóshraða um alla heimsbyggðina þeg- ar að Ómíkron fannst í Belg- íu. Heilbrigðisráðherrar Evrópulanda kepptust um að koma því í fjölmiðla með al- vöruþunga að þeir sjálfir væru hluti af alþjóðlegum áhyggjum í hærri skalanum vegna þessara óskapa sem enginn hafði átt von á. En loks heyrðist í lækn- inum sem hafði „uppgötvað“ veiruna og sú góða kona sló allt annan og gjörólíkan tón. Hún sagði að veiruafbrigðið, sem kom í hennar hlut að kynna fyr- ir almenningi, einkenndi ekki síst að veikindi einstaklinga sem höfðu fengið hana, birt- ust sem einstaklega mild við- brögð við smituninni. Vissulega eru skjót við- brögð langoftast nær betri en hin, þótt erfitt sé að leggja mat á það þegar af- brigði veirunnar teljast í hundruðum eða jafnvel þús- undum. Powell seðlabankastjóri, sem skók peningamarkaðina meir en hann ætlaði, reyndi að koma því að eftir að þeir tóku að hrynja í nýju tauga- veiklunarkasti, að rétt væri að athuga að við, mannfólkið, myndum ekki vita með neinni vissu fyrr en eftir svo sem tvær vikur, hvort hafa þyrfti minnstu áhyggjur af þessu nýja afbrigði pest- arinnar! En þá voru allir hættir að hlusta og háværar kröfur þegar uppi um að herða þyrfti skrúfurnar á frelsi almennings, því að allt annað væri fullkomið ábyrgðarleysi og best væri og sjálfsagt að draga ekki ekki lengur að fresta jól- unum af þessu ríkulega til- efni. Frægt fordæmi frá Castro heitnum er auðvitað til fyrir slíku. Þeir sem hafa ríkasta þörf á að missa sig við hvert tæki- færi eiga að sjálfsögðu rétt á að iðka það í óhófi en gera verður þá kröfu til helstu toppstykkja ríkjanna að þau hafi lágmarksþrek og gæti þess að trylla ekki söfnuði heimsins við hvert einasta tækifæri sem þeim gefst. Reyndar hafa ábyrgir að- ilar nú síðustu dægrin slegið annan tón um hvers væri að vænta af henni, kannski í framhaldi af lýsingu lækn- isins sem fann veiruna, um að ekki væri fráleitt að vænta þess að þetta milda og mjúka afbrigði markaði tímamót um að tryllingurinn væri á enda! Þeir sem lifað hafa al- gjörlega fyrir hann verða að sætta sig við að allt gott, rétt eins og vont, tekur enda. Um það er sagan sá dóm- ari sem kemst næst því að vera óskeikull. Vonandi verða viðbrögðin við „Ómíkron- afbrigðinu“ víti til varnaðar} Svakalegar sveiflur Á rið 1918, fullveldisárið, var þjóðin meðal þeirra fátækustu sem við berum okkur saman við. Lands- framleiðslan var til dæmis innan við helmingur þess sem var í Danmörku, en hún hafði þá fallið um rúmlega fimmtung á stríðsárunum og aðstæður lands- manna allar erfiðar. Einum 103 árum síðar er staðan önnur og hagur landsmanna hefur vænkast verulega. Góð staða lands og þjóðar skýrist ekki síst af fullveldinu. Fullveldið gerir okkur kleift að ráða eigin málum og það er lykilatriðið í því að færa lífskjör þjóðarinnar frá botni þar sem stærstur hluti bjó við örbyrgð og í hæstu hæðir þar sem við stöndum jafnfætis þeim þjóðum sem búa við hvað mesta velsæld í heiminum. Sjálfsákvörðunarréttinum og frelsinu sem fullveldið færði okkur á sínum tíma fylgir þó ábyrgð sem felst m.a. í því að sigla ekki sofandi að feigðarósi – farga full- veldinu, framselja vald yfir landi og þjóð til annarra ríkja eða ríkjasambanda eða tapa því frelsi sem við njótum hvert og eitt, í frjálsu landi. Hver einstaklingur ber ábyrgð á sjálfum sér og nýtur frelsis til að athafna sig eins og hentar svo lengi sem að ekki er gengið á réttindi annarra. Lög og reglur taka í grunninn mið af því. Ábyrgðin nær því jafnt til fram- komu í garð annarra, fjárhagslegra atriða eða til dæmis persónulegra sóttvarna svo tekið sé nærtækt dæmi. Ef við freistumst til að ýta ábyrgðinni yfir á aðra kvarnast fljótt úr frelsinu og við finnum okkur föst í barnfóstrusamfélagi, þar sem allir aðrir og þá sérstaklega hið op- inbera á að passa upp á okkur og okkar. Lýðveldið Ísland þarf einnig að gæta sinna hagsmuna gagnvart öðrum þjóðum og stjórnvöld mega ekki sofna á verðinum þeg- ar kemur að fullveldinu. Taka þarf ákvarð- anir sem tryggja hagsmuni landsmanna sem best, búa sem best um hnútana þannig að tækifærin séu til að grípa þau og samfélagið blómstri. Aðrir sjá um sig. Það væri því gott að sjá stjórnvöld staldra við þegar kemur að reglugerðaflaumi utan úr Evrópu sem ætlast er til að Íslendingar stimpli helst með bundið fyrir bæði augu og fylgi í einu og öllu. Dómstóll í Evrópu virðist í hugum sumra hafa meira gildi en okkar æðsti dómstóll til 101 árs og ákveðið var að orkumálum væri líklega bara best komið í höndum erlendra aðila með innleiðingu þriðja orkupakkans. Þessu þarf að mæta af hörku – standa með hagsmunum Íslands í alþjóðasamhengi og verja það frelsi sem fullveldið færir okkur. Til hamingju með 103 ára afmælið við öll, með full- veldið Ísland. bergthorola@althingi.is Bergþór Ólason Pistill Að eiga sig sjálfur Höfundur er þingmaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Andrés Magnússon andres@mbl.is Ó míkron-afbrigði kór- ónuveirunnar hefur vakið nokkurt uppnám víða og stjórnvöld í mörgum lönd- um boðað hertar sóttvarnareglur af þeim völdum, jafnvel þannig að sums staðar óttast menn um að enn ein jólahátíðin sé að fara í súginn. Á hinn bóginn reyndi Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin (WHO) að sefa menn í tilkynningu í gær þar sem sagt var að þrátt fyrir að smithættan af völd- um afbrigðisins væri mikil, þá lægi ekkert fyrir um að það væri skeinu- hættara en hin fyrri og varaði við óða- goti vegna þess. Ýmsir sérfræðingar hafa látið svipuð sjónarmið í ljós og jafnvel haft uppi vonir um að Ómíkron-afbrigið geti reynst til þess fallið að binda enda á faraldurinn. Dr. Ugur Sahin, stofnandi BioNTech, sem þróaði bólu- efni Pfizer, talaði sjálfsagt skýrast um afbrigðið: „Ekki fríka út,“ sagði hann og benti á að þrátt fyrir að afbrigðið kynni að koma sér hjá mótefnum, þá hefði ónæmiskerfi líkamans ýmis önnur vopn, sem bólusetning brýndi. Hversu vel bóluefnin duga gegn Ómíkron-afbrigðinu er þó enn á huldu. Búast má við rannsóknarnið- urstöðum um það á næstu dögum. Kom fram í Suður-Afríku Ómíkron-afbrigðið var fyrst upp- götvað í Suður-Afríku og vís- indamenn þar í landi greindu þegar í stað óvenjumargar stökkbreytingar á veirunni, sem gætu bæði gert hana meira smitandi og erfiðari viðfangs fyrir ónæmiskerfi líkamans, jafmvel þó svo fólk sé bólusett eða hafi áður fengið veiruna. Hins vegar hafa suðurafrískir læknar einnig sagt að veikindi af völd- um Ómíkron virðist vægari en af öðr- um afbrigðum og ekki öll hin sömu, en hin helstu eru þreyta. Þeir vilja þó ekki fullyrða of mikið og segja enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið leikur eldri sjúklinga. Reynist Ómíkron meira smitandi en fyrri afbrigði – þar er einkum horft til Delta-afbrigðisins – en valda mun vægari einkennum og færri dauðs- föllum, þá kunna góðar fréttir að fel- ast í því. Ómíkron-afbrigðið kynni þá að útrýma fyrri afbrigðum og flýta þannig fyrir endalokum faraldursins, sérstaklega ef það eða síðari afbrigði út frá því verða lítið annað en kvef. Getur brugðið til beggja vona Um það er þó of snemmt að segja, en þó að þróunin sé oft á þá lund, þá eru líka mörg dæmi um hið gagnstæða. „Veirur verða ekki óhjákvæmi- lega minna skæðar með tímanum,“ sagði Carl Bergstrom, erfðalíffræð- ingur við Washington-háskóla í Seattle á Twitter. „Ef það hefur gerst með Ómíkron – og það er of snemmt að segja – þá væri það heppni.“ Þrátt fyrir að það eigi við um hefðbundnar kvefpestir, sem eru af ætt kórónuveira, þá á það ekki við um inflúensur, mislinga eða bólusótt, svo dæmi séu tekin. Ýmsir umhverfisþættir skipta þarna einnig máli. Bæði Alfa- og Delta-afbrigðin komu fram meðan lítið var um náttúruleg mótefni vegna smita og bólusetning sáralítil. Nú er hins vegar talsvert af mótefni og bólusetning víða mjög almenn, svo náttúruval veirunnar er annað fyrir vikið og þróun hennar því á aðra leið en áður. Sem fyrr segir er of snemmt að segja til um eðli Ómíkron, en þar get- ur brugðið til beggja vona, það getur annað hvort falið í sér lausn eða enn eina bylgjuna og verri. Ómíkron vekur ugg en kann að veita von Líkt og í fyrri afbrigðum er prótein-broddur veirunnar í brennidepli ACE2 viðtaki Mótefni HÝSILFRUMA Meira en 70% 1-5% Mynd af brodd-próteini Ómíkron Stökkbreytingar frá broddum upphaflegu SARS-CoV-2. Breyting á broddi getur haft áhrif á smitgetu. Broddur í Ómíkron Brodd-próteinið í SARS-CoV-2 tengist ACE2-viðtakanum á hýsilfrumu í manns- líkamanum, sem einkum eru í lungnafrumum. Þegar broddurinn er tengdur viðtakanum smitar veiran frumuna. Áunnið ónæmi frá fyrra smiti eða bólusetningu ber kennsl á brodd- próteinið og kemur í veg fyrir að það festi sig við hýsilfrumu. 32 af 50 stökkbreytingum á Ómíkron eru á broddi. Breytist broddur mikið gæti hann orðið mótefnum óþekkjanlegur svo ekki væri vörn í bóluefni. Bygging Ómíkron-afbrigðis Kórónuveirunnar Kjarnveiruhjúpur Inniheldur RNA, erfðaboðefni, sem veiran þarf til að fjölga sér. Broddur Veiruhjúpur Himna Heimild: Bambino Gesu spítalinn í Róm SARS-COV-2 Í gríska stafrófinu eru 24 stafir, en það hefur verið notað til að nefna afbrigði kórónuveirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) ákvað þó að sleppa tveimur, fyrst Ny og síðan Xí, svo nýjasta afbrigðið er nefnt Ómík- ron. Ástæðan er að Ny þótti of líkt „new“, en Xí þótti minna um of á Xi Jinping, einræðisherra Kína, sem er spéhræddur maður og hefur mikil ítök í WHO. Xi vafðist fyrir WHO GRÍSKA STAFRÓFIÐ Α Β Γ Δ Ε Ζ Η Θ Ι Κ Λ Μ Ν Ξ Ο Π Ρ Σ Τ Υ Φ Χ Ψ Ω Alfa Beta Gamma Delta Epsílon Zeta Eta Þeta Jóta Kappa Lambda My Ny Xí Ómíkron Pí Hró Sigma Tá Upsilon Fí Kí Psí Ómega

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.