Morgunblaðið - 01.12.2021, Qupperneq 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021
Snæfinnur Snjókarl tók sér í gær stöðu fyrir utan húsið við Suðurlandsbraut þar sem skimun fer fram eftir kórónuveirunni. Snæfinnur var uppáklæddur í slopp, með hanska og sýnatökupinna.
Eggert
Það má fagna flestu í nýjum
sáttmála ríkisstjórnarinnar og
ekki síst ýmsu sem kallast á við
þær áherslur Atvinnufjelagsins
(AFJ), sem er nýstofnað félag
einyrkja, lítilla og meðalstórra
fyrirtækja. Við stjórnarfólk fé-
lagsins kynntum okkar hlutverk
og stefnumál skömmu fyrir
kosningar og fengum almennt
jákvæðar undirtektir.
Það er ánægjulegt að sjá
núna samhljóm víða í sáttmála
ríkisstjórnarinnar og Atvinnufjelagsins. Hefð-
bundnir og rótgrónir aðilar vinnumarkaðarins
sjá vonandi einnig tækifærin í þessum nýja
stjórnarsáttmála. Hér er eingöngu fjallað um
afmarkaða hluti hans og vitnað í stjórnarsátt-
málann með „skáletri“ á nokkrum stöðum.
Ný og verðmæt störf verða til
Í stjórnarsáttmálanum er nokkrum sinnum
minnst á tæknibreytingar, sem kallar á nýja
færni fólks í flóknu tæknisamfélagi. Eins og
segir í stjórnarsáttmála: „Tæknibreytingar
hafa mikil áhrif á störf og kalla á nýja og
aukna menntun. Ísland er nýsköpunarland
með öfluga tæknilega innviði og á kjör-
tímabilinu verður lögð áhersla á að styrkja þá
stöðu enn frekar.“ Tækniþróun og aukin
menntun þarf að leiða til kjarabóta og atvinnu
fyrir allra. Á næstu árum og áratugum mun
þetta gjörbreyta atvinnulífinu og þar með gerð
kjarasamninga.
„Löggjöf um skattalega meðferð kauprétta
og hlutabréfa hjá nýsköpunarfyrirtækjum
verður endurskoðuð þannig að þeim verði gert
kleift að keppa um starfsfólk, stjórnendur og
ráðgjafa með því að bjóða hlutdeild í framtíð-
arávinningi með hagkvæmum hætti. Þessi
áhersla mun tengja betur saman hagsmuni
fyrirtækja, eigenda þeirra og starfsfólks, sem
einnig verður í auknum mæli eigendur að
fyrirtækjunum. „Jafnframt þarf að tryggja að
tækniþróun leiði ekki til vaxandi ójafnaðar í
samfélaginu,“ eins og segir í stjórnarsáttmál-
anum. Taka verður undir þessi
varnaðarorð.
Iðnaður, rannsóknir, nýsköp-
un og skapandi greinar
Nýtt ráðuneyti nýsköpunar,
iðnaðar, rannsókna og skapandi
greina er stofnað í takt við margar
helstu áherslur aukinna vaxtar-
tækifæra, atvinnu og vel launaðra
starfa á 21. öldinni. Tæknibreyt-
ingar hafa skapað nýjan veruleika
og sóknarfæri. Í stjórnarsáttmála
er minnst á að hugverkaiðnaður-
inn sé ný og öflug stoð í verð-
mætasköpun á Íslandi. „Tækifærin leynast
m.a. í heilbrigðis- og lífvísindum, hugbúnaðar-
þróun, grænni tækni og skapandi greinum á
fjölmörgum sviðum.“ Augljóslega duga ekki
gamaldags vinnubrögð við gerð kjarasamn-
inga því að á þessum sviðum þarf nýsköpun og
skapandi hugsun í kjarasamningagerð. Það á
ekki síst við um lítil og meðalstór fyrirtæki
sem starfa á þessu sviði og mikill misskiln-
ingur að það snúist um lækkun launa. Margt
annað þarf til að bæta lífskjör og lífsgæði
fólks.
Ríkisstjórnin ætlar að nýta nýsköpun í
auknum mæli til lausna á viðfangsefnum hins
opinbera eins og segir. „Skapaðar verða for-
sendur fyrir opinbera aðila til þess að vinna
með nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum í því
að hanna og þróa lausnir sem geta leyst við-
fangsefni hins opinbera á betri og hagkvæmari
en gert er.“ Þetta hljómar mjög í anda þess
sem AFJ leggur áherslu á.
Styrkjum samkeppnisstöðu fyrirtækja
Í kafla efnahags- og ríkisfjármála segir að
… „almannaþjónustan verður efld frekar og
skattar lækkaðir í samræmi við þróun ríkis-
fjármála með það að markmiði að bæta lífskjör
þeirra sem verst standa og styrkja samkeppn-
isstöðu fyrirtækja, þar sem m.a. verður sér-
staklega litið til lítilla og meðalstórra fyr-
irtækja“. Hér kveður við nýjan tón eins og víða
í stjórnarsáttmálanum. Alls konar álögur,
skattar og regluverk frá stjórnvöldum og
óþarfa flækjustig í kjarasamningagerð veikir
samkeppnisstöðu lítilla og meðalstórra fyrir-
tækja. Mikill hagnaður bankakerfisins er aug-
ljóslega ekki tilkominn frá stærri fyrirtækjum
heldur þeim smærri og almenningi, sem hefur
litla samningstöðu.
Lífeyrissjóðir nýti ávöxtunartækifærin
í hugvitshagkerfi 21. aldar
Um lífeyrissjóði er lögð áhersla á það í
stjórnarsáttmála að „… lífeyrissjóðirnir geti
ávaxtað eignir sínar með fölbreyttum, en
ábyrgum og öruggum hætti. Stuðlað verði að
fjölgun ávöxtunarmöguleika lífeyrissjóða“.
Einnig er rætt um að „efla möguleika lífeyr-
issjóða til að fjárfesta í minni fyrirtækjum,
m.a. nýsköpunarfyrirtækjum, og festar verði í
sessi heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga
þannig að þeir geti átt yfir 20% í nýsköpunar-
og vaxtarsjóðum. Þetta rennir frekari stoðum
undir lífeyriskerfið, eykur hagkvæmni lífeyr-
issjóðanna og fjölbreyttari ávöxtunarmögu-
leika“.
Á þetta hefur AFJ lagt áherslu í sínum mál-
flutningi. Virkjum lífeyrissjóðina, fjármagn
þeirra og þekkingu til að koma sterkar og fyrr
inn í áhugaverð og trúverðug fyrirtæki og fjár-
festingasjóði, t.d. áður en verðmat þeirra
hækkar mjög mikið. Þetta er að þróast í rétta
átt, en þarf að gerast meira og hraðar.
Hugsum um fólk um allt land
„Ríkisstjórnin mun halda áfram að styrkja
uppbyggingu nýsköpunar á landsbyggðinni
með Lóu – nýsköpunarstyrkjum.“ Hvað varð-
ar ferðaþjónustu er lögð áhersla á dreifingu
ferðamanna um allt land allt árið og að efla at-
vinnusköpun. Rannsóknir, nýsköpun og
menntun í ferðaþjónustu er ánægjulegt
áhersluatriði. Mjög stór hluti ferðaþjónustu-
fyrirtækja utan höfuðborgarsvæðisins er af
smærri gerðinni og þarf stuðning stjórnvalda
og almennra fjárfesta til vaxtar og velsældar
fyrir dreifðar byggðir landsins. Sama gildir
einnig um ýmsar aðrar greinar atvinnulífsins,
sem eiga fullt erindi víða um land.
Burt með átakapólitík aðila
vinnumarkaðarins.
„Of mikið er af átökum og verkföllum og
styrkja þarf verkefni ríkissáttasemjara,“ sagði
fjármálaráðherra í viðtali við RÚV á kynning-
ardegi stjórnarsáttmálans.
Í stjórnarsáttmála segir: „Lögð verður
áhersla á árangursríkt samráð við aðila vinnu-
markaðarins, leitast við að tryggja gott sam-
spil hagstjórnar og kjarasamninga og vinna
þannig að því að bæta lífskjör. Með því að
bæta verklag verður embætti Ríkissáttasemj-
ara eflt, t.d. með því að koma á fót standandi
gerðardómi.“ Frábær skilaboð til okkar aðila
vinnumarkaðarins og þar með til Ríkis-
sáttasemjara sem vill áreiðaðlega taka upp ný
vinnubrögð.
Vinnum saman að vexti, velsæld og
bættum lífskjörum almennings.
Atvinnufjelagið trúir því að launagreiðendur
og launþegar þ.e. aðilar vinnumarkaðarins eigi
samleið í að auka velsæld og bætt lífskjör alls
almennings. „Það næst best fram með góðu
samspili hagstjórnar og kjarasamninga,“ svo
vísað sé beint í orðalag stjórnarsáttmálans.
Með því að hlúa að skapandi hugsun, þekk-
ingu og nýsköpun í hefðbundnum og nýjum at-
vinnugreinum og tryggja öllum tækifæri til
þátttöku munum við auka samkeppnishæfni
okkar á 21. öldinni og tryggja sem best launa-
kjör til allra. Aukin þekking og skapandi
lausnir á brýnum áskorunum og tækifærum
samfélagsins munu leysa úr læðingi mikil
tækifæri fyrir alla. Þannig getur Ísland orðið
land tækifæranna fyrir alla.
Eftir Þorkel Sigurlaugsson »Nú er tækifæri aðila vinnu-
markaðarins til að vinna
með stjórnvöldum að því að
vaxa til velsældar með hags-
muni alls almennings og at-
vinnulífs í huga.
Þorkell Sigurlaugsson
Vöxtur til velsældar er leiðarljósið
Höfundur er stjórnarmaður
í Atvinnufjelaginu, www.afj.is.