Morgunblaðið - 01.12.2021, Page 14
14
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021
Ferðahömlur. Svipt
frelsi og einangruð.
Þannig vildu margir
hafa það þegar HIV
fór að herja á fólk,
fyrst og fremst
homma. Lögum var
víða breytt til að við
sem smituð vorum
gætum ekki lifað eðli-
legu lífi. Sérstaklega
var tiltekið í Svíþjóð að
svipta mætti þá frelsi sem þóttu
óábyrgir í hegðun.
Fjarlægja átti okkur smituðu svo
aðrir gætu lifað lífi sínu án allrar
hættu af HIV. Skilja átti okkur frá
hjörðinni. Hugmyndir voru uppi um
að koma okkur fyrir á eyjum þar
sem við værum ekki almenningi
hættuleg. Þessi umræða leiddi ekki
til neins nema sundrungar. Við og
hinir.
Við smituðu urðum annars flokks
þjóðfélagsþegnar, ef ekki þriðja
flokks, því flestir þeirra smituðu
voru hommar og staðan bágborin
fyrir. Á þessum tíma hefðum við
HIV-smituðu þurft valdeflingu.
Stuðning en fyrst og fremst virð-
ingu. En flest fúnkeruðum við ekki.
Náðum okkur ekki á strik í sam-
félagi sem óttaðist okkur.
HIV-smituðum var til að mynda
bannað að koma til Bandaríkjanna
árið 1987. Banninu var ekki aflétt
fyrr en 22 árum síðar, löngu eftir að
þekkt var að HIV smitaðist ekki af
kaffibollanum sem við drukkum úr,
handklæðinu sem við þurrkuðum
okkur með eða andardrætti heldur
við óvarin kynmök.
Um fjörutíu féllu fyrir alnæmis-
veirunni hér á landi. Margir glímdu
við miklar aukaverkanir af fyrstu
HIV-lyfjunum. Skammtarnir voru
stórir og lyfin á tilraunastigi. Margir
fást enn við afleiðingarnar.
Ég sagði frá því að ég væri með
HIV og notaði smokk.
Samt þótti mörgum það
ekki nóg og spurðu
hvort það væri frelsi
okkar smituðu að fá að
lifa kynlífi? Hættið því,
var viðkvæðið.
Ótti kviknar í óvissu.
Ótti veldur kvíða og
hann elur af sér for-
dóma. Við grípum til
varnarviðbragða. Það
verða átök. Barist er
um hugmyndir og gildi.
Ótti er notaður til valdbeitingar
enda stjórnast margir af honum.
Óttinn er því hættulegur.
Yfirskrift alþjóðlega alnæmis-
dagsins 1. desember í ár er: „Endum
HIV-faraldurinn“. Þá er vert að
minnast allra þeirra sem hafa látið
lífið vegna alnæmisveirunnar. Líf
margra þeirra hefði verið bærilegra
ef óttinn hefði ekki stýrt viðbrögðum
við veikindum þeirra.
Á degi sem þessum er gott að
staldra við. Hugsa hvort við hefðum
getað gert betur. Hvort við getum
lært af sögunni. Hvort við séum nú
um stundir að jaðarsetja hópa sem
kjósa að lifa lífinu öðruvísi en meiri-
hlutinn.
Ekki hefur enn verið fundið bólu-
efni gegn HIV eða lækning gegn
sjúkdómnum og bættust 34 í hóp
HIV-smitaðra á Íslandi á liðnu ári.
HIV-jákvæðir á lyfjum sem halda
veirunni í skefjum smita ekki!
Forðumst varnar-
viðbrögð óttans
Eftir Einar Þór
Jónsson
Einar Þór Jónsson
» Ferðahömlur. Svipt
frelsi og einangruð.
Þannig vildu margir
hafa það þegar HIV fór
að herja á fólk, fyrst og
fremst homma.
Höfundur er framkvæmdastjóri HIV
Ísland.
fyrir heimilið
Sendum
um
land
allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri
75 cm á breidd
Verð frá 139.000 kr.
Loksins fáanlegir aftur,
í mörgum litum
Óhætt er að segja
að Dagur B. Eggerts-
son borgarstjóri fjalli
með niðrandi hætti
um mig í nýrri bók
sinni, sem ber nafnið
„Nýja Reykjavík“.
Á bls. 74 segir:
„Ólafur F. bar aldrei
sitt barr eftir þessi
ósköp. Hann bauð sig
fram aftur og fékk
einungis 274 atkvæði, minna en
hálft prósent, í kosningunum 2010.
Þannig var dómur kjósenda.“ Hér
ruglar Dagur saman fylgi óháðs
framboðs míns, sem hlaut 668 at-
kvæði og 1,1% fylgi, og fylgi Helgu
Þórðardóttur, sem leiddi Frjáls-
lynda flokkinn. Lítið fylgi mitt var
viðbúið eftir harkalegt einelti
vinstrimanna á hendur mér, þar
sem Dagur B. kom mjög við sögu.
Dagur var sannarlega þátttakandi í
eineltinu gegn mér um langt ára-
bil. Dagur stóð auk þess að lög-
sókn gegn mér árið 2012 þar sem
ég var að tilefnislausu sakaður um
fjárdrátt. Við það lagðist ég í
alvarlegt þunglyndi, allt árið 2012
og fram til vorsins 2013.
Gífuryrði Dags
Að segja að ég hafi ekki „borið
mitt barr“ eftir eineltið árin 2008-
2010 er gífuryrði. Árin 2009-2010
var ég í bæði læknisstarfinu og
borgarfulltrúastarfinu og stóð mig
vel á báðum sviðum. Ekki bara í
læknisstarfinu heldur vitna fundar-
gerðir borgarstjórnar og borgar-
ráðs um mikil afköst mín í borgar-
fulltrúastarfinu þó að það hafi
aldrei verið mitt aðalstarf nema
árið 2008. Ég var líka á fullu í
læknisstarfinu árið 2011. Ég hætti
vissulega að reka læknastofu árið
2013 en ég held að þeir sem hafi
fylgst með ljóðum
mínum og lögum allt
frá 2013 viti að ég er
ekki horfinn af sjónar-
sviðinu, eins og Dagur
gefur í skyn. Og ég
hef fram á síðustu ár
rétt mörgum hjálpar-
hönd sem læknir,
enda reyndur í því
starfi. Illt er að Dagur
skuli sem læknir tala
niður til mín. Enn
verra er þó að hann
þegir yfir öllu því ljóta
sem hann hefur gert á minn hlut
allt frá borgarstjóratíð og fram til
ársins 2013. Hann var í nánum
tengslum og samráði við þá stjórn-
málamenn, rithöfunda, leikara og
fjölmiðlamenn sem harðast sóttu
að mér. Í þeim hópi voru margir
nánustu vina hans. Sjálfur kom
Dagur fram á blaðamannafundi þar
sem ég var sagður „lyginn óheil-
indamaður“ og félagar hans í
minnihlutanum bókuðu í borgar-
ráði 30. apríl 2008 að ég væri hald-
inn „mannfyrirlitningu“. Þetta er
líklega ljótasta bókun í 100 ára
sögu borgarstjórnar.
Segir mig hafa þegið
embættið af hégómagirnd
Dagur heldur því fram að ég
hafi af hégómagirnd þegið tilboð
um að verða borgarstjóri. Nær
væri að segja að ég hafi sem hug-
sjónamaður með sterka sannfær-
ingu viljað koma mínum málum
áfram. Áður en Dagur hætti við að
fara í framhaldsnám í læknisfræði
árið 2002 og vildi gerast atvinnu-
stjórnmálamaður hafði ég verið
heimilislæknir í Reykjavík í 16 ár
og kjörinn fulltrúi Reykvíkinga í 12
ár. Ég hafði náð miklum árangri í
umhverfismálum og varð þjóð-
frægur árið 1999 þegar ég leiddi
Umhverfisvini til sigurs í Eyja-
bakkamálinu, en samtökin söfnuðu
yfir 45.000 undirskriftum til varn-
ar náttúruperlunni á Eyjabökkum,
austan Snæfells, sem varð þannig
ekki að virkjanalóni. Ég var kjör-
inn maður ársins 2001 á Rás 2
vegna baráttu minnar gegn Kára-
hnjúkavirkjun og eftir úrsögn
mína úr Sjálfstæðisflokknum 20.
desember 2001. Ónefnd er barátta
mín gegn áformum R-listans um
niðurrif gamalla húsa á Lauga-
vegi, sem ég barðist einarðlega
gegn. En Dagur var formaður
skipulagsráðs frá 2004 og for-
svarsmaður niðurrifsaflanna í því
máli og vildi sérstaklega reisa um-
fangsmikið fjögurra hæða hótel á
Laugavegi 4-6 sem hefði eyðilagt
götumynd elsta hluta Laugaveg-
arins og varpað skugga á svæðið.
Og gleymum ekki baráttu minni
fyrir áframhaldi Reykjavíkur-
flugvallar í Vatnsmýri en Dagur
er svarinn andstæðingur flugvall-
arins og hefur beitt valdníðslu og
óheilindum til að losna við völlinn.
Afgerandi kosningasigrar
árin 2002 og 2006
Ég hafði náð glæstum árangri
og sigrum í borgarstjórnarkosn-
ingum 2002 með því að F-listi
Frjálslyndra og óháðra náði inn
manni með 6,1% fylgi og 4.141 at-
kvæði og felldi 7. mann Sjálfstæð-
isflokksins, Gísla Martein Bald-
ursson. Sigur F-listans undir
minni forystu varð enn meira af-
gerandi í kosningunum 2006 og
hlaut listinn þá 10,1% fylgi og
6.527 atkvæði.
Það eru því engin rök fyrir því
hjá Degi að ég hafi verið lítil-
sigldur og hégómagjarn stjórn-
málamaður.
Ónákvæmni og lítilsvirðing
í nýrri bók borgarstjóra
Eftir Ólaf F.
Magnússon »Engin rök eru fyrir
því hjá Degi að ég
hafi verið lítilsigldur og
hégómagjarn stjórn-
málamaður.
Ólafur F. Magnússon
Höfundur er læknir og fv.
borgarstjóri.
Atvinna
Mig dreymdi að
prinsinn hefði boðið
mér á grímuball en
þegar ég afþakkaði
pent steig hann inn
fyrir, læsti okkur inni,
kveikti á tónlistinni og
huldi á mér vitin. Þeg-
ar ég kallaði á hjálp tók
hann utan um mig og
útskýrði hversu örugg
ég væri innandyra á
meðan hann héldi um-
heiminum utandyra. Síðan dró hann
upp posann og rukkaði mig tvisvar
fyrir miðann á grímuballið sem hann
hélt heima hjá mér og bætti síðan
við að þriðja greiðslan væri ekki
langt undan.
Nú eru liðnir 20 mánuðir og prins-
inn er enn hér, heiðrandi mig með
nærveru sinni. Hann slekkur ljósin
klukkan ellefu og skammar mig þeg-
ar ég sofna ekki fyrir tólf. Hann vek-
ur mig með nýjustu smittölum og
segir að óttinn sé mikilvægasta mál-
tíð dagsins. Þegar hann skipar mér
að vinna heima tek ég því fagnandi
og þegar hann bannar mér að hitta
aðra tek ég því stynjandi. Hann er
alltaf á leiðinni út en ég er hætt að
trúa þessu plani hans því mig grunar
að handan þessara veggja hafi hann
ekkert vald. Mig
dreymdi þetta í gær og
mig dreymdi þetta í
dag og stundum
dreymir mig þetta svo
oft í einu að ég gleymi
að maður þurfi að vera
sofandi til þess. Ég er
súrrealískur málari
sem ver tíma sínum í að
framleiða myndlík-
ingar úr þeirri dulkóð-
uðu þögn sem við köll-
um samtímann. Ég
fórna frítíma og öðrum
tíma fyrir sérviskusamar rannsóknir
á undirliggjandi ástæðum afleiðinga
alls og þess vegna er ég læsari á
þögn en mér væri hollast að vera.
Ég veit að stundum má sannleik-
urinn ekki ganga grímulaus; stund-
um þarf hann að vera kóðaður;
stundum þarf að taka hann í sundur
og raða honum upp í gátur. Stundum
þurfa staðreyndirnar að klæða sig
upp í búning fegurðarinnar. Stund-
um eru myndir öruggari en orð.
Eftir Ernu Mist
» Stundum má sann-
leikurinn ekki ganga
grímulaus.
Erna Mist
Höfundur er listmálari.
Dystópía
dagsins í dag
Fasteignir