Morgunblaðið - 01.12.2021, Side 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021
_ Þjóðverjinn Ralf Rangnick mun ekki
stýra Manchester United gegn Arsenal
í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
annað kvöld eins og vonast hafði verið
eftir. Frágengið er að hann stjórni liði
United til vors en nú er ljóst að hann
verður ekki kominn með atvinnuleyfi á
Bretlandseyjum í tæka tíð fyrir leikinn.
Michael Carrick verður því með liðið
a.m.k. einn leik í viðbót. Rangnick gæti
mögulega stýrt United í fyrsta sinn á
sunnudaginn þegar liðið tekur á móti
Crystal Palace.
_ Ray Kennedy, leikmaður Liverpool,
Arsenal og enska landsliðsins í knatt-
spyrnu á árunum 1970 til 1982, lést í
gær, sjötugur að aldri. Kennedy varð
fimm sinnum enskur meistari og
þrisvar Evrópumeistari með Liverpool
og vann bæði deildina og bikarinn með
Arsenal árið 1971. Hann lék 393 móts-
leiki fyrir Liverpool og 213 fyrir Arsen-
al og skoraði samtals 143 mörk fyrir
félögin tvö. Kennedy greindist með
Parkinson-sjúkdóminn aðeins 33 ára
gamall og átti erfitt uppdráttar alla tíð
eftir það.
_ Knattspyrnumaðurinn Torfi Tímo-
teus Gunnarsson hefur rift samningi
sínum við Fylki eftir að hafa leikið eitt
tímabil með Árbæjarliðinu. Torfi, sem
er 22 ára varnarmaður, hefur annars
leikið með Fjölni, auk eins tímabils
með KA.
_ Birkir Bjarnason landsliðsfyrirliði í
knattspyrnu var á skotskónum í gær
þegar lið hans, Adana Demirspor,
komst auðveldlega áfram í tyrknesku
bikarkeppninni. Keppnin er enn á
fyrstu stigum og mótherjar Birkis og
félaga í dag voru C-deildarliðið Serik
Belediyespor. Adana Demirspor gerði
út um leikinn með fimm mörkum í
fyrri hálfleik og þar við sat, lokatölur
voru 5:0. Birkir skoraði
þriðja og fjórða mark
liðsins á 26. og 33.
mínútu en það var
Ítalinn Mario Balo-
telli sem skoraði
fyrsta markið á 10.
mínútu. Birki og
Balotelli var báðum
skipt af velli á 63.
mínútu.
Eitt
ogannað
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin:
Smárinn: Breiðablik – Valur ............... 18.15
Blue-höllin: Keflavík – Fjölnir ............ 19.15
Ljónagryfjan: Njarðvík – Grindavík .. 20.15
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Kaplakriki: FH – Haukar .................... 19.30
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Víkin: Víkingur – HK U ....................... 19.30
Í KVÖLD!
NBA-deildin
Philadelphia – Orlando ...................... 101:96
Miami – Denver ................................ 111:120
Chicago – Charlotte ......................... 133:119
Houston – Oklahoma City ................. 102:89
Minnesota – Indiana .......................... 100:98
Dallas – Cleveland.............................. 96:114
San Antonio – Washington ................ 116:99
Utah – Portland ................................ 129:107
LA Clippers – New Orleans ............ 104:123
57+36!)49,
skiptið. Sigurinn gegn Hollandi var
því mjög stór fyrir okkur.
Við höfum oft talað um hversu erf-
itt sé að vinna útileiki í undankeppn-
unum fyrir stórmótin og í því ljósi
voru þetta afar góð úrslit gegn Hol-
landi. Lið Hollendinga er gott og það
tapaði í framhaldinu jöfnum leik
með tveggja stiga mun gegn Ítalíu á
útivelli,“ sagði Pedersen þegar
Morgunblaðið spjallaði við hann.
Næst á dagskrá hjá Íslendingum í
H-riðlinum eru tveir leikir gegn Ítal-
íu í febrúar. Þá stendur til að leika
heima og að heiman en útfærslan á
því verður að koma í ljós þar sem
óljóst er hvenær Laugardalshöllin
verður tekin aftur í notkun eftir
vatnsskemmdir. Og hvort Íslend-
ingar fái þá undanþágu frá Alþjóða-
körfuknattleikssambandinu til að
spila í Laugardalshöllinni.
Leikurinn gegn Rússum gæti
reynst góður undirbúningur
Hvar svo sem leikirnir gegn Ítalíu
fara fram þá er ljóst að ítalska liðið
er hærra skrifað en það íslenska
þótt úrslitin í leik Ítalíu og Hollands
séu í meira lagi athyglisverð. Lands-
liðsþjálfarinn segir að draga megi
lærdóm af leiknum við Rússa.
„Við vonumst eftir því að reynslan
af því að spila gegn líkamlegu sterku
liði Rússa muni undirbúa okkur fyrir
leikina gegn Ítalíu í febrúar. Von-
andi verðum við tilbúnari að mæta
hávöxnum og líkamlega sterkum
leikmönnum en við vorum í leiknum
gegn Rússlandi. Mér fannst við hafa
lært nokkuð meðan á leiknum gegn
Rússum stóð vegna þess að við vor-
um mjög áræðnir á móti þeim í síð-
asta leikhlutanum. Þá fengum við
góðar körfur frá mörgum leik-
mönnum. En vitaskuld voru úrslitin
löngu ráðin á þeim tímapunkti en í
mínum huga er jákvætt að við héld-
um áfram að reyna og fundum lausn-
ir við einhverjum atriðum í leik
Rússa,“ sagði Pedersen og hann er
þakklátur fyrir framlag Martins
Hermannssonar sem skoraði 27 stig
gegn Hollandi þótt hann hafi verið
tæpur vegna álagsmeiðsla í kálfa
síðustu tvær til þrjár vikurnar.
„Við erum þakklátir fyrir að njóta
krafta hans gegn Hollandi því Mart-
in spilaði sérlega vel og átti stóran
þátt í sigrinum.“
Holland í háum gæðaflokki
- Landsliðsþjálfarinn ánægður með
gang mála í undankeppni HM
Ljósmynd/FIBA
Almere Craig Pedersen leggur línurnar í sigurleiknum gegn Hollandi en
hann hefur stýrt karlalandsliðinu frá 2014 og kom liðinu tvívegis á EM.
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Eftir fyrstu tvo leikina í undan-
keppni HM karla í körfuknattleik er
Ísland í sömu stöðu og Ítalía en þjóð-
irnar munu takast á í febrúar. Þær
hafa báðar unnið Holland með
tveggja stiga mun og hafa báðar tap-
að fyrir Rússlandi.
Íslendingar hófu undankeppnina
á tveimur útileikjum. Ísland vann
Holland 79:77 á föstudaginn en tap-
aði 89:65 gegn Rússlandi á mánu-
daginn. Ísland þurfti að fara í for-
keppni fyrir HM en vann sig í
gegnum hana og komst þannig inn í
H-riðil undankeppninnar. Lands-
liðsþjálfarinn Craig Pedersen segir
að fleira jákvætt en neikvætt sé að
finna í leik íslenska liðsins í fyrstu
tveimur leikjunum.
„Það er ekki nokkur spurning. Ef
mér hefði boðist fyrir ferðina að
þiggja einn sigur í þessum tveimur
leikjum þá hefði ég þegið það. Leik-
ur hollenska liðsins hefur verið í
háum gæðaflokki síðustu árin. Í síð-
ustu undankeppni unnu Hollend-
ingar leiki gegn bæði Króatíu og
Tyrklandi sem í báðum tilfellum eru
mjög stórar körfuboltaþjóðir. Hol-
land er því með sterkt lið og hjá
þeim vantaði enga leikmenn í þetta
Handknattleiksþjálfarinn Að-
alsteinn Eyjólfsson verður áfram
hjá Kadetten Schaffhausen í Sviss
en samningur hans átti að renna út
næsta sumar. Félagið hefur nú gert
nýjan samning við Aðalstein til
sumarsins 2023. Ánægja er með
störf Aðalsteins hjá Kadetten sem
skiljanlegt er því liðið er taplaust
eftir tólf umferðir á tímabilinu. Lið-
ið komst í riðlakeppni Evrópudeild-
arinnar með því að slá út spænska
liðið Granollers. Auk þess varð Ka-
detten bikarmeistari á síðasta tíma-
bili undir stjórn Aðalsteins.
Aðalsteinn með
nýjan samning
Ljósmynd/Kadetten
Kadetten Aðalsteinn Eyjólfsson er
með liðið í efsta sæti í Sviss.
Haukur Helgi Pálsson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, leikur að
óbreyttu sinn fyrsta deildaleik hér
á landi í hálft sjötta ár á föstudag.
Haukur kom til liðs við Njarðvík í
sumar en gekkst undir aðgerð á
ökkla og er nú loks orðinn leikfær.
Haukur sagði á heimasíðu Njarð-
víkur í gær að hann væri tilbúinn til
að spila nokkrar mínútur gegn
Vestra á föstudagskvöld. Haukur
lék með Njarðvík tímabilið 2015-16
en hefur síðan spilað í Frakklandi,
Rússlandi og síðast með Andorra í
spænsku A-deildinni.
Fyrsti leikur
Hauks á föstudag
Ljósmynd/Eurocup
Reyndur Haukur Helgi Pálsson í
leik með Unics Kazan í Rússlandi.
Skautafélag Reykjavíkur vann sinn
fimmta sigur í átta leikjum á Ís-
landsmótinu í íshokkí karla í vetur
með því að leggja Fjölni að velli í
Reykjavíkurslag í Skautahöllinni í
Laugardal í gærkvöld, 7:2.
Staðan var 2:1 eftir fyrsta leik-
hluta og 4:2 eftir annan en SR skor-
aði síðan þrisvar í síðasta leikhlut-
anum og tryggði sigurinn.
SR er þá komið með 14 stig eftir
átta leiki og sækir að Skautafélagi
Akureyrar sem er með 16 stig en
hefur aðeins leikið sex leiki. Fjölnir
situr eftir á botninum með aðeins
þrjú stig úr átta leikjum.
Sölvi Atlason og Kári Arnarsson
skoruðu tvö mörk hvor fyrir SR og
þeir Axel Orongan, Robbie Sigurðs-
son og Þorgils Eggertsson eitt
hver. Aron Knútsson og Thomas
Vidal skoruðu mörk Fjölnis.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skautahöllin Kári Arnarsson (23) og Thomas Vidal (88) skoruðu fyrir SR
og Fjölni í gærkvöld. Kári gerði tvö af mörkum Skautafélagsins.
SR skoraði sjö mörk
Landsliðsmennirnir Ómar Ingi
Magnússon, Bjarki Már Elísson og
Kristján Örn Kristjánsson létu allir
mikið að sér kveða í Evrópudeild-
inni í handknattleik í gærkvöld.
Þeir skoruðu sjö mörk hver fyrir lið
sín, Magdeburg og Lemgo frá
Þýskalandi og Aix frá Frakklandi.
Magdeburg og Lemgo standa
bæði mjög vel að vígi í sínum riðl-
um. Lemgo, sem vann Medvedi frá
Rússlandi, 30:27, er jafnt Benfica á
toppnum með átta stig eftir fimm
leiki í B-riðli og alveg ljóst að liðið
fer í sextán liða úrslit en fjögur lið
af sex halda áfram úr hverjum riðli.
Magdeburg er líka á grænni
grein með sjö stig úr fjórum leikj-
um í C-riðli eftir sigur á La Rioja
frá Spáni, 33:31, og það þyrfti stór-
slys til að topplið Þýskalands færi
ekki auðveldlega áfram.
Kristján og samherjar í Aix eru
hinsvegar í erfiðri stöðu í C-
riðlinum eftir tap fyrir Sävehof í
Svíþjóð, 33:31. Þeir hafa aðeins náð
í eitt stig í fimm leikjum og sitja eft-
ir í neðsta sætinu. En það eru fimm
leikir eftir og takist Aix að sigra
Gorenje frá Slóveníu og La Rioja í
seinni umferðinni gæti liðið enn
komist í sextán liða úrslit keppn-
innar.
Þá eru Viktor Gísli Hallgrímsson
og samherjar í GOG frá Danmörku
nánast öruggir með að komast í
sextán liða úrslitin eftir jafntefli við
Nantes frá Frakklandi, 29:29, í
gærkvöld, enda þótt öll síðari um-
ferð riðilsins sé eftir. vs@mbl.is
Þrír íslenskir með
sjö Evrópumörk
Morgunblaðið/Unnur Karen
Sjö Bjarki Már Elísson var drjúgur
með Lemgo gegn Medvedi í gær.