Morgunblaðið - 01.12.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.12.2021, Qupperneq 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Áhugasamir listunnendur flykkjast þessa dagana að hinni glæsilegu safnbyggingu Fondation Louis Vuit- ton í París, sem stjörnuarkitektinn Frank Gehry hannaði, og stíga þar inn í einstakan myndlistarheim sem rússnesku Morozov-bræðurnir sönkuðu að sér í upphafi tuttugustu aldar, með lykilverkum franskra og rússneskra listamanna þess tíma. Eftir að hafa sýnt bólusetningar- passa upplifa gestir, allir með grímu fyrir vitum, faglega framsetta sýn- ingu á um 200 meistaraverkum sem voru á sínum tíma keypt og sett saman af mikilli ástríðu fyrir sam- tímalist þess tíma. Bræðurnir keyptu verk eftir franska listamenn á borð við Gauguin, Van Gogh, Man- et, Matisse, Monet, Cézanne, Pic- asso, Bonnard, Derain – allt að tvo tugi verka eftir þá suma, og mynd- verk eftir rússneska meistara sam- tímans eins og Repin, Korovin, Golovin, Gonchorova, Malevich og Konekov. Mörg verkanna pöntuðu Morozov-bræðurnir beint af lista- mönnunum. Einnig eru í safninu perlur eftir norræna listamenn eins og Edvard Munch og Gallen-Kallela. Keyptu málverk í bunkum Á aðeins tveimur áratugum komu bræðurnir Mikhail (1870-1903) og Ivan Morozov (1871-1921) sér upp einstöku safni samtímalistar í Moskvu. Þeir voru áhrifamiklir iðju- höldar og ferðuðust reglulega til Frakklands, eins og margir efnaðir Rússar þess tíma. Þar komust þeir í kynni við ögrandi myndverk im- pressjónistanna og eftirmanna þeirra og hrifust svo af að þeir tóku að safna, og keyptu oft fjölda verka samtímis í helstu galleríunum. Mikhail lést ungur, aðeins 33 ára, nokkrum árum eftir að hann fór að fylla glæsihús sitt í Moskvu af verk- um. En Ivan hélt uppteknum hætti og á árunum fram að rússnesku byltingunni hélt hann áfram að byggja safn sitt upp af miklum metnaði. Hann þótti hafa afar gott auga fyrir gæðum verka og stefndi að því að mynda einstakt listasafn sem almenningur gæti sótt. Bræð- urnir kynntu kaup sín á frönskum verkum fyrir rússneskum lista- mönnum og höfðu þannig talsverð áhrif á þróun samtímamyndlistar í Rússlandi. Þeir keyptu líka mark- visst verk eftir landa sína; er yfir lauk höfðu þeir eignast um 200 verk eftir listamenn í Frakklandi og um 400 eftir Rússa. Á árunum um og eftir aldamótin 1900 byggðu Morozov-bræðurnir upp aðra af tveimur rómuðustu samtímasafneignum í Moskvu. Hinn lykilsafnarinn var Sergei Shchukin, sem einnig var auðugur iðnrekandi. Hann safnaði myndlist í Frakklandi en nær ekkert í heimalandinu. Sum- um hefur þótt Shchukin vera djarf- ari í innkaupum, að hann hafi sótt í enn meira ögrandi samtímamenn, og hann keypti til að mynda enn fleiri verk eftir Picasso og Matisse. Listfræðingar telja hins vegar að Ivan Morozov hafi haft betra auga og hafi keypt fleiri ótvíræð list- söguleg lykilverk, en hann átti til að bíða í allt að ár eftir að verk sem hann ásældist kæmi á markað. Við rússnesku byltinguna voru safneignir þessara mikilvirku safn- ara þjóðnýttar. Ivan Morozov flutti til Frakklands og lést fimmtugur að aldri. Fyrst breytti byltingar- stjórnin glæsihýsi hans í fyrsta safn- ið sem opnað var í heiminum með evrópskri samtímalist, enda áttuðu menningarkommisarar Rússa sig vel á því hvers konar merkissafn um var að ræða. Á fjórða áratugnum var safnið síðan leyst upp og verkin send í listasöfn víða út um hið víðáttumikla Rússland. Í dag má venjulega sjá mörg þeirra í Hermi- tage-safninu í Pétursborg og í Púskin- og Tretyakov-söfnunum í Moskvu. Eftir margra ára undirbúning tókst safnstjórum Fondation Louis Vuitton að fá leyfi rússneskra yfir- valda og safnanna þriggja til að færa kjarna Shchukin-safnsins í skamm- an tíma aftur til Parísar og settu upp gríðarvinsæla sýningu á verk- unum, sýningu sem um 1,2 milljónir manna sáu. Og nú er leikurinn end- urtekinn og Morozov-safnið er sett upp á sama stað, með heillandi blöndu verka sem bræðurnir keyptu í París og þeirra rússnesku. Líkt við sprengingu Gagnrýnendur hafa ausið sýn- inguna lofi og sagt um einstakt tæki- færi að ræða, að sjá öll þessi til- komumiklu verk aftur samankomin. Rýnir The New York Times líkir framkvæmdinni við „sprengingu“ sem jafnist á við skáldsöguna Stríð og frið eftir Tolstoj og hann hvetur fólk til að fá sér bólusetningarpassa og flýta sér á sýninguna. Sýningin fyllir alla sali Louis Vu- itton-stofnunarinnar. Í fyrsta sal eru portrett af bræðrunum, ættingjum þeirra og vinum, verk sem gefa góða tilfinningu fyrir þeim ríkmannlega heimi sem verkin voru sett upp í. Þá taka við salir sem vísa í uppheng- ingu bræðranna, sem iðulega var þematísk; einn stærsti salurinn er þannig með náttúruverkum og sýnt fram á hvernig verk franskra og rússneskra listamanna kölluðust á í safneigninni með hrífandi hætti. Þar er einnig undursamlegt verk í fimm flennistórum hlutum sem Pierre Bonnard málaði sérstaklega fyrir veggina við stigann hjá Ivan Moro- zov (á sýningunni eru alls 14 verk eftir Bonnard). Þá hefur verið end- urskapaður tónlistarsalur Ivans með sjö málverkum og fjórum skúlptúr- um sem Maurice Denis og Aristide Maillol unnu fyrir hann. Heilt her- bergi fer svo undir snilldarverk eftir Gauguin, annað undir uppstillingar og einstaka Marokkó-þrennu Mat- isse, en dramað er hvað mest í myrkvuðum sal þar sem aðeins er eitt af rómuðustu málverkum Vin- cents Van Goghs, „Fangelsisgarð- urinn“, verk málað síðasta árið sem hann lifði. Óhætt er að taka undir með gagn- rýnandanum sem hvatti fólk til að stökkva til Parísar og upplifa á ein- um stað öll þessi hrífandi lykilmynd- verk áranna áður en rússneska bylt- ingin breytti þessum heimi. Dramatík Hið rómaða málverk Vincents van Goghs, „Fangelsisgarðurinn“ frá 1890, er sýnt eitt og upplýst í myrkvuðum sal. Langt er síðan það var síðast sýnt utan Rússlands. Landslag Í einum sala Louis Vuitton-stofnunarinnar er stillt saman landslagsverkum eftir franska impressjónista og rússneska samtímamenn þeirra, eins og Morozov-bræður sýndu þau. Einstök safneign aftur sett saman - Í París stendur yfir sýning á rómuðu safni rússnesku Morozov-bræðranna Morgunblaðið/Einar Falur Litaveisla Árið 1012 málaði Pierre Bonnard fimm verk fyrir Ivan Morozov sem var komið fyrir við stigann í glæsi- hýsi hans í Moskvu. Hér eru fjögur þeirra, hið þrískipta „Við Miðjarðarhafið“ og „Snemma vors í sveitinni“. Stemning Tónlistarsalurinn á heimili Ivans Morozovs er endurskapaður, með málverkum eftir Maurice Denis og höggmyndum Aristides Maillols en listamennirnir unnu verkin sérstaklega í salinn að ósk safnarans. Safnarinn Ivan Morazov við Céz- anne-málverk í verki eftir Serov. Málarar Stór sjálfsmynd Ilya Mas- hkovs, með Pyotr Konchalovsky.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.