Morgunblaðið - 01.12.2021, Page 25

Morgunblaðið - 01.12.2021, Page 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ CHAN MADDEN NANJIANI McHUGH HENRY RIDLOFF BARRY KEOGHAN DON LEE WITH KIT HARINGTON WITH SALMA HAYEK AND ANGELINA JOLIE O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T 94% Frábær ný Fjölskyldumynd frá Disney sýnd með Íslensku og Ensku tali Hinn heimskunni kvikmyndaleik- stjóri Steven Spielberg frumsýndi nýjustu mynd sína, West Side Story, í fyrradag í New York. Er myndin byggð á hinum þekkta söngleik sem frumsýndur var á Broadway í New York árið 1957 en Steven Sond- heim, sem lést í síðustu viku, samdi textann við lögin. Var þetta fyrsti söngleikur Sondheim á Broadway. Leonard Bernstein samdi tónlistina og Arthur Laurents söguna. Á myndinni sést Spielberg með leik- konunni Rachel Zegler sem fer með hlutverk Maríu í kvikmyndinni. AFP West Side Story frumsýnd í New York Dagur íslenskrar tónlistar er hald- inn hátíðlegur í dag, 1. desember, með fjölbreyttum viðburðum og flutningi á íslenskri tónlist. Í Iðnó verður efnt til dagskrár þar sem veittar verða viðurkenningar þeim verkefnum sem þykja hafa staðið upp úr síðustu misseri auk heiðursverðlauna dagsins, sem kennd eru við Lítinn fugl. Hlýtur þau einstaklingur fyrir framúrskar- andi störf í þágu íslenskrar tónlistar og einnig verða veitt hvatningar- verðlaun og nýsköpunarverðlaun. Að vanda hafa þrjú íslensk lög verið valin sérstaklega í tilefni dagsins í samstarfi við tónmenntakennara grunnskóla um allt land og munu þau óma víða. Lögin eru „Allra veðra von“ eftir Tryggva Heiðar Gígjuson, „Stúlkan“ með Todmobile og „Þakklæti“ sem Trúbrot flutti fyrir um hálfri öld og er eftir Magn- ús Kjartansson. Tryggvi og Magnús flytja sín lög en Jelena Ciric flytur „Stúlkuna“. Jelena er söngkona, fædd í Serbíu en hefur búið á Íslandi um árabil og henni til aðstoðar verð- ur Alexandra Kjeld sem leikur á kontrabassa. Dagskráin sjálf hefst um kl. 13 og verður sýnd í beinni út- sendingu hjá Sjónvarpi Símans og á mbl.is og er þjóðin öll hvött til að syngja með. Mother Melancholia í Salnum Í Salnum í Kópavogi munu Sóley Stefánsdóttir og hljómsveit flytja fjórðu plötu hennar, Mother Melan- cholia, í heild sinni frá kl. 12.15. Sól- ey og sveit hennar eru nýkomin úr tónleikaferðalagi um Evrópu þar sem þau léku á 17 tónleikum. Platan er í tilkynningu sögð eitt verk þar sem jörðin, í einhvers konar kven- gervi, gegni aðalhlutverki. Platan byrjar um morgun og endar um kvöld þegar feðraveldið hefur étið konurnar og mannfólkið hefur blóð- mjólkað jörðina, segir um plötuna. Tónlist og ljóðalestur Bókamessu í Bókmenntaborg var aflýst í ár vegna kófsins og í hennar stað hefur verið boðið upp á viðburði á Facebook-síðu Bókmenntaborgar. Í dag fer einn slíkur fram og hefst kl. 13 og kemur þar íslensk tónlist við sögu. Boðið verður upp á ljóða- lestur ýmissa höfunda og tónlistar- flutning Þorgerðar Ásu Aðalsteins- dóttur. Höfundarnir sem lesa upp úr nýútkomnum verkum sínum eru Jón Hjartarson, Soffía Bjarnadóttir, Brynja Hjálmsdóttir, Sigurður Örn Guðbjörnsson, Þórdís Helgadóttir, Brynjar Jóhannesson, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Hjörleifur Sveinbjörns- son og Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son. Íslensk tónlist í öndvegi Í Salnum Sóley Stefánsdóttir. Viðburðurinn Morgunkorn um myndlist fer fram í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag kl. 9 og að þessu sinni verður sjónum beint að Lucky 3, myndlistarþríeyki Darren Mark, Dýrfinnu Benitu Basalan og Melanie Ubaldo. Verður fjallað um verk hópsins sem gjarn- an kryfur hugmyndir um þjóðerni og þjóðfélagslegt, efnahagslegt og félagslegt misrétti, fordóma og stétt- og valdskiptingu samfélags- ins, eins og segir í tilkynningu. Viðburðurinn er öllum opinn en skráning fer fram á vef safnsins. Listsköpun Lucky 3 í Morgunkorni Lucky 3 Myndlistarkonurnar þrjár. Þríleikur Ragn- ars Jónassonar með lögreglu- konunni Huldu hlýtur mikið lof í nýjasta tölublaði Weekendavisen í Danmörku. Segir þar í umsögn Bos Björnvig að bækurnar séu meistaralega skrifaðar og nú loksins allar komnar út á dönsku. Björnvig er afar hrifinn af bókunum og hefur rýni sína með þssum orðum: „Eftir að hafa lesið síðustu síðuna í þús- und síðna þríleik um íslensku lög- reglukonuna Huldu situr maður skekinn eftir.“ Þríleikur Ragnars „meistaralegur“ Ragnar Jónasson Ljósabasar Nýló, þ.e. Nýlistasafns- ins, verður opnaður í dag og taka þátt í honum 60 myndlistarmenn. Basarinn er fjáröflun fyrir safnið og mun fylla safnið sem er í Marshall- húsinu. Annað heimili hans verður á netinu, á www.ljosabasar.nylo.is, þar sem hægt verður að kaupa verk og kynna sér listamennina. Vefurinn verður opnaður kl. 12 í dag og bas- arinn í húsinu kl. 17. Hann verður opinn til 19. desember. Ljósabasar í Nýló Marshallhúsið Nýló er þar til húsa. Heimildarmynd Óskars Páls Sveinssonar, Á móti straumnum, hlaut verðlaun sem besta nor- ræna myndin á kvikmynda- hátíðinni NAFF í Danmörku um síðustu helgi. Óskar greinir frá þessu á facebooksíðu sinni. Myndin segir af lífshlaupi Veigu Grétarsdóttur, kynleiðréttingu og ferðalagi hennar á kajak í kring- um Ísland fyrir tveimur árum, sumarið 2019, sem vakti mikla at- hygli líkt og heimildarmyndin hef- ur gert. Mynd Óskars hlaut verðlaun á NAFF Óskar Páll Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.