Morgunblaðið - 07.12.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.12.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021 120 OG 200 LJÓSA INNI- OG ÚTISERÍUR Við Fellsmúla | Reykjavík | Sími: 585 2888 | rafmark.is Kíktu á nýju vefverslunina okkar rafmark.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stafræn áhugamál eru fyrirferðar- mikil í samfélaginu, ekki síst spilun tölvuleikja. Þetta hefur haft mikil áhrif á frítíma barna og ungmenna. Skipaður var starfshópur til að móta stefnu um rafleiki/rafíþróttir. Í honum sátu fulltrúar Ungmenna- félags Íslands, Samfés, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands auk full- trúa mennta- og menningarmála- ráðuneytisins. Í drögum að stefnu- mótun um rafíþróttir/rafleiki kemur fram að núgildandi lög og reglur nái ekki að fullu utan um stafræn áhugamál, þar á meðal rafleikja- og rafíþróttastarfsemi eins og hún hef- ur þróast. Drögin voru lögð fram í samráðsgátt. Umsagnarfrestur var frá 8. til 29. nóvember sl. Alls bárust 15 umsagnir og er hér tæpt á nokkr- um þeirra. Í mörgum þeirra er lýst ánægju með að móta eigi stefnu í þessum efnum. Ekki hefðbundnar íþróttir Viðar Halldórsson, prófessor í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands (HÍ), segir mikilvægt að koma „frekari festu og reglu á forvarnar- og lýð- heilsuþátt tölvuleikaspilunar ungs fólks“. Því beri að fagna framtaki sem vinni að heilbrigðari spila- mennsku tölvuleikja. Hann setur spurningarmerki við að flokka raf- leiki/rafíþróttir til íþrótta því sam- kvæmt íþróttalögum snúi þær að „hvers konar líkamlegri þjálfun“. Langsótt sé að halda því fram að spilun tölvuleikja falli í eðli sínu und- ir þá skilgreiningu. Viðar telur að iðkun rafleikja/rafíþrótta geta fallið vel að félags- og frístundastarfi íþróttafélaga. Landssamtökin Þroskahjálp leggja áherslu á að ráðuneytið taki „mið af vernd og framgangi mann- réttinda fatlaðs fólks“ við stefnumót- unina, eins og kveðið er á um í samn- ingi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Öryrkjabandalag Íslands segir að skapa þurfi öllum aðstæður til að taka þátt í rafleikjum/rafíþróttum. Nefna þurfi fatlað fólk í því sam- bandi og tryggja að það geti tekið þátt til jafns við aðra. Umboðsmaður barna segir mikil- vægt að haft sé samráð við börn um stefnumótunina. Þá þurfi að skapa uppbyggilegt umhverfi fyrir börn sem stunda rafíþróttir. Íþróttafélagið Fylkir kveðst hafa staðið fyrir skipulegu rafíþrótta- starfi fyrir börn, unglinga og full- orðna í rúmlega þrjú ár. Nokkur hundruð börn og unglingar hafa tek- ið þátt í því og er áætlað að um helm- ingur þeirra hafi ekki tekið þátt í öðru íþrótta- og félagsstarfi. Áhersla var lögð á hreyfingu, fræðslu og kennslu. Þessi starfsemi hafi sannað gildi sitt. Fylkir vill að talað sé um rafíþróttir og að þessi starfsemi eigi best heima innan vébanda íþrótta- félaga. ÍSÍ leggur áherslu á að skilgreina þurfi hugtakið rafíþróttir og minnir á samþykkt 75. íþróttaþings ÍSÍ sem haldið var 9. október sl. Þar kemur fram að orðið rafíþróttir verði notað um rafræna íþróttaleiki sem byggj- ast á viðurkenndum íþróttagreinum. Við komandi sérsambönd ÍSÍ fari með forræði þeirra. Menntavísindasvið HÍ kveðst gjarnan vilja styðja við framkvæmd stefnunnar og taka þátt í að rann- saka og greina áhrif rafíþrótta á vel- ferð ungmenna. Samtök iðnaðarins, Samtök at- vinnulífsins og Samtök leikja- framleiðenda benda m.a. á í sameig- inlegri umsögn að tölvuleikjaiðnaður vaxi ört. Í þeirri grein séu skapandi, fjölbreytt og vel launuð hátækni- störf. Þau taka undir þau atriði í stefnunni sem varða atvinnutæki- færi og nýsköpun og eins eflingu innviða fyrir stafræn áhugamál. Rammi um rafíþróttirnar Ljósmynd/Þórmundur Sigurbjarnason Fylkir Íþróttafélagið hefur boðið upp á rafíþróttir í rúm þrjú ár. Um helmingur iðkenda er ekki í öðru íþróttastarfi. Mennta- og menningarmálaráðu- neytið birti drög að stefnumótun um rafleiki/rafíþróttir í samráðs- gátt stjórnvalda. Hún byggist eink- um á þremur markmiðum: For- varnargildi, lýðheilsu og þátttöku. Skipulagt hópastarf hefur ótvírætt forvarnargildi og eiga rafleikir/ rafíþróttir ekki að vera undantekn- ing á því. Ekki liggur fyrir skilgreining á hugtakinu rafleikir/rafíþróttir, hvorki hér né annars staðar. Því er mikilvægt að ákveða fyrir hvað rafleikir/rafíþróttir standa. Lagt er til að rafleikir/rafíþróttir séu skilgreindar sem: Iðkun tölvuleikja í skipulögðu starfi. Nánar tiltekið að það starf sé stundað í hópi. Að líkamleg hreyfing sé hluti af starf- inu. Að fræðsla um mikilvægi nær- ingar, svefns og heilbrigðs lífsstíls sé hluti af starfinu og að hugað sé að andlegri þrautseigju iðkenda. Skipulagðir tölvuleikir SKILGREINING RAFÍÞRÓTTA - Stafræn áhugamál orðin fyrirferðarmikil - Ánægja með að móta eigi stefnu um málaflokkinn - Fellur ekki undir skilgreiningu á hefðbundnum íþróttum Bókaverslunin Bókin heldur upp- boð á völdum bókum á slóðinni uppbod.is undir yfirskriftinni Bókaperlur. Alls verða uppboðs- númerin 120, en uppboðið hefst í dag og stendur til 19. desember. Þjóðsögur og þjóðsagnatengd rit og ritflokkar verða boðin upp, þar á meðal tveggja binda útgáfan af þjóðsögum Jóns Árnasonar í skinnbandi og heildarsafn Ólafs Davíðssonar auk fleiri tengdra bóka. Einnig verður á uppboðinu allt sem út kom af Vestfirskum sögnum. Nokkuð stór hluti uppboðsins er gamalt íslenskt prent, bækur prentaðar í Hrappsey, Hólum í Hjaltadal og Viðey. Ein Hólabók- anna er Biblíukjarni, prentaður á svokölluðum „eldri Hólum“, og einnig Kross-skóla-sálmar. Boðnar verða upp Viðeyjarbiblía frá 1841 og Steinsbiblía, prentuð á Hólum í Hjaltadal 1728. Ljóðmæli Magn- úsar Stephensens í 1. útgáfu, Við- eyjarprent, eintal í samtímabandi, verða einnig boðin upp. Einnig má nefna upprunalegu útgáfuna af Landaskipunarfræði Gunnlaugs Oddssonar með landa- kortunum, Um garðyrkjunnar nyt- semi eftir Bjarna Arngrímsson, úr- val verka Stephans G. Stephans- sonar, þar á meðal fágæt verk eins og Á ferð og flugi sem Jón Ólafs- son gaf út 1900, Árdegisblað lista- manna, sem Kjarval gaf út, og nokkur rit Símonar Dalaskálds Bjarnasonar, allt frumútgáfur; meðal annar Stúfur, Kormákur, Bragi og Sneglu-Halli. Bókaperlur á uppboði - Úrval bóka Bókarinnar boðið upp Síðdegis í gær höfðu borist 67 umsagnir í sam- ráðsgátt stjórn- valda þar sem gerðar eru at- hugasemdir við hugmyndir til breytinga á sótt- varnalögum. Þær eru m.a. að sótt- varnalæknir sé skipaður af heilbrigðisráðherra í stað þess að vera ráðinn af land- lækni. Tilgangur frumvarpsins, sem ráð- herrann Willum Þór Þórsson leggur fram í vetur, er m.a. að endurskoða stöðu sóttvarnalæknis í stjórnkerf- inu. Einnig að farsóttanefnd taki að hluta við tillögugerð sem læknirinn sinnir nú. „Ráðning sóttvarnalæknis verður að vera ópólitísk. Það hefur komið berlega í ljós í yfirstandandi heims- faraldri hversu mikilvægt það er að embættið hafi engin tengsl við stjórnmálaöfl og starfi óháð þeim,“ segir í einni umsögninni. Sóttvarna- frumvarp í mótbyr - Fjöldi umsagna Willum Þór Þórsson Héraðssaksóknari hefur ákært framkvæmdastjóra og stjórnar- menn verktakafyrirtækjanna Brot- afls ehf. og Kraftbindinga fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum og peningaþvætti. Alls eru fimm ákærðir. Fram- kvæmdastjórar Brotafls eru ákærð- ir fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum, rangfært bókhald með því að færa tilhæfulausa sölureikninga í bók- hald félagsins og fyrir peninga- þvætti sem aflaði þeim a.m.k. 64 milljóna í ávinning. Stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Kraftbind- inga er ákærður fyrir það sama, og framkvæmdastjóri Starfsmanna ehf. er ákærður fyrir að hafa hjálp- að stjórnendum Kraftbindinga með bókhaldssvik og peningaþvætti. Fimm ákærðir fyrir meiri háttar brot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.