Morgunblaðið - 07.12.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021
✝
Guðrún Ólafs-
dóttir fæddist
12. maí 1967 í
Cleveland, Ohio og
bjó þar fyrstu þrjú
ár ævi sinnar. Hún
lést á Landspítala
21. nóvember 2021.
Foreldrar
Guðrúnar eru Ólaf-
ur Friðrik Bjarna-
son, f. 27. október
1933, og Hjördís
Dürr, f. 22. janúar 1934, d. 8.
október 2020. Bræður Guðrúnar
eru Hinrik Gústaf Ólafsson, f.
10. október 1963, og Gunnar
Bjarni Ólafsson, f. 20. október
1970.
Fjölskyldan flutti heim til Ís-
lands og átti Guðrún ljúf upp-
vaxtarár í Fossvogi og bjó þar
lengst af sína ævi. Sumartíma
æskuára Guðrúnar dvaldi fjöl-
skyldan að stórum hluta á
Stokkseyri í faðmi og gleði stór-
fjölskyldunnar.
Guðrún lauk stúdentsprófi frá
MR árið 1987, námi í hjúkrunar-
fræði frá HÍ lauk
hún árið 1991 og
framhaldsnámi í
hjúkrun bráðveikra
sjúklinga árið 2005.
Guðrún vann hjúkr-
unarstarf frá út-
skrift á nokkrum
deildum Landspít-
alans, en einnig há-
skólasjúkrahúsinu í
Lundi, Svíþjóð og
Akershus í Noregi.
Frá árinu 2007 vann Guðrún hjá
fyrirtækinu Heilsuvernd.
Guðrún giftist Jóni Stein-
grímssyni svæfingalækni og
eignuðust þau þrjú börn, Hjör-
dísi, f. 31. ágúst 1993, Steingrím
Karl, f. 2. október 1997, og Ólaf
Stein, f. 2. janúar 2003.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 7. desem-
ber 2021, klukkan 13.
Vegna sóttvarna þurfa kirkju-
gestir að sýna fram á neikvætt
Covid-hraðpróf eða PCR-próf
sem er ekki eldra en 48 klst. við
komu í kirkju.
Þótt 33 ára aldursmunur væri á
þeim mæðgum, Guðrúnu og
mömmu, kvöddu þær með aðeins
árs millibili. Hvernig má það vera
að kona sem alltaf hefur sett aðra í
forgang í sínu lífi fær ekki lengri
tíma til að njóta sjálf? Hún sem
hefur elskað og gætt fjölskyldu
sinnar, annast veika, huggað og
hlúð að öllum þeim sem á þurftu
að halda – og setti sjálfa sig æv-
inlega neðst á forgangslistann.
Guðrún systir mín hefur alltaf ver-
ið kletturinn í lífi okkar allra í stór-
fjölskyldunni. Hvað gerum við nú?
Hæglát, traust, úrræðagóð,
röggsöm og óendanlega góðhjört-
uð. Þannig var hún systir mín og
því ekki að furða að við reiddum
okkur öll á hana. Það var sárt að
horfa á eftir mömmu inn í þoku og
algleymi alzheimer-sjúkdómsins
en Guðrún tók þeim mun þéttar
utan um okkur hin og leiddi okkur
eins fallega og hægt var í gegnum
þá raun. Heimsótti mömmu dag-
lega ef hún gat og hugsaði á sama
tíma vel um pabba.
Ég hef búið lengi erlendis og er
farinn að ryðga í íslenskunni en
mig langar að nota heimasmíðaða
orðið „stórhjörtuð“ um systur
mína því hún var bæði góðhjörtuð
og með svo stórt hjarta að þar var
pláss fyrir miklu fleiri en hennar
nánustu. Guðrún valdi sér nefni-
lega hjúkrun sem starfsgrein og
annaðist um ævina hundruð, ef
ekki þúsundir sjúklinga.
Guðrún og eiginmaður hennar,
Jón, bjuggu sér heimili á æsku-
slóðum okkar systkinanna í Foss-
voginum og eignuðust síðar annað
heimili í Osló. Þau áttu einnig at-
hvarf að Laugum í Þingeyjarsýslu
og gamlan bústað í fallegu um-
hverfi við Hreðavatn. Enn einn
staðurinn sem átti sterk ítök í
Guðrúnu var gamla sumarhúsið
sem mamma og pabbi áttu á
Stokkseyri. Þar undi Guðrún sér
alltaf mjög vel, elskaði að hlusta á
brimið skella á hvössu hrauninu í
einstakri fjörunni þar. Þar nutu
sín líka vel börn þeirra Jóns, Hjör-
dís, Steingrímur Karl og Ólafur
Steinn.
Við Marianne og krakkarnir
reyndum að hitta Guðrúnu og
hópinn hennar sem oftast þegar
við vorum á landinu; héldum
stundum jólin saman og eltum þau
jafnvel uppi ef þau voru úti á landi.
Alltaf var vel tekið á móti okkur
þegar við renndum í hlað – stund-
um með uppáhaldsréttunum mín-
um: rjúkandi kjötbollum í brúnni
sósu eða vöfflum með rjóma! Guð-
rún þekkti bróður sinn svo sann-
arlega vel.
Hún var góð systir og var stoð
pabba og stytta. Það var því mikið
áfall þegar hún fékk það nöturlega
verkefni að glíma sjálf við krabba-
mein. Hún talaði ekki mikið um
þessa baráttu en barðist við sinn
andstæðing með kjafti og klóm
fram á síðustu stundu. Það var
ekki í hennar anda að gefast upp.
Aldrei.
Þetta er svo óbærilega ósann-
gjarnt. Fyrst og fremst auðvitað
fyrir Jón og börnin sem hún lifði
fyrir. En við hin – ættingjar og
vinir Guðrúnar – erum líka hnípin
og kveðjum hana með miklum
söknuði. Fyrst og síðast þó með
innilegri þökk fyrir það líf sem
hún kaus að lifa, fyrir alúðina og
kærleikann sem hún sýndi okkur
öllum. Ég trúi því að aðskilnaður-
inn sé aðeins um stundarsakir;
trúi því að við „… hittumst fyrir
hinum megin“ þegar okkar stund
rennur upp. Farðu í friði, elsku
Guðrún.
Þinn bróðir.
Gústaf (Gústi).
Elsku fallega, klára og
skemmtilega vinkona mín. Mikið
var ég heppin að við skyldum
lenda saman í bekk á þriðja árinu í
menntó, þar sem dýrmæt vinátta
okkar hófst. Síðan lá leið okkar í
hjúkrunarfræði ásamt Þóru
bekkjarsystur okkar og þá varð til
klanið okkar þriggja. Vinskapur-
inn var æ síðan sterkur og þið
Þóra urðuð í framhaldinu bestu
vinkonur. Af mörgu er að taka. En
það sem stendur þó upp úr er
gleðin yfir öllum samverustund-
unum. Byrjum á ógleymanlegri
útskriftarferð til Mexíkó sem varð
uppspretta fjölmargra frásagna
og minninga sem ég geymi með
mér. Eftir heimkomu þaðan lögð-
um við land undir fót og unnum
sumarlangt á sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki. Sambúð okkar
þriggja á Króknum var ævintýri
líkust og minningin um hana er
umvafin gleði, hlátri og miklum
mat. Suður komnar fórum við
tvær að vinna á gjörgæslunni á
Landspítalanum og það reyndist
örlagaríkt; þar hittir þú hann Jón
þinn. Í framhaldinu stofnuðum við
fjölskyldur og börnin komu eitt af
öðru.
Það einkenndi þig hvað þú
hafðir ótrúlegan hæfileika til að
segja frá. Það var sama hvað gerð-
ist í hversdagsleikanum, gott eða
slæmt, alltaf gastu snúið því í
ótrúlega sögu. Og ekki bara voru
sögurnar ótrúlegar, þær voru yf-
irmáta fyndnar. Ég skildi aldrei
hvernig þér tókst að segja svona
skemmtilega frá en naut hverrar
frásagnar. Sennilega var það
vegna þess hversu frásögnin var
alltaf afslappandi og eðlileg. Húm-
or var þér eðlislægur og af honum
hafðir þú umfram aðra. Margar af
þessum sögum hafa fylgt okkur
lengi og ég mun geyma þær í
hjarta mínu og segja áfram þó
aldrei muni ég ná að gera það á
þinn einstaka hátt. Fleira fékk ég
frá þér sem ég mun geyma með
mér alla tíð. Nefna má kökuupp-
skriftir sem komu frá móður þinni
og hafa fylgt mér síðan við kynnt-
umst fyrst. Er „Baby Ruth“ þar
efst á blaði en hún hefur glatt
margan í yfir 30 ár og mun gera
áfram. Framvegis verður ekki
hrært í þessa köku án þess að ég
minnist þín.
Manngæska var eitt af því sem
þú hafðir á valdi þínu. Það var allt-
af svo gott og nærandi að hitta þig
og þú hafðir alltaf einlægan áhuga
og skoðun á því sem maður var að
fást við hverju sinni og svo ótrú-
lega úrræðagóð. Þú varst líka svo
dugleg, stundum aðeins of dugleg,
og það var fátt eitt sem þú gast
ekki gert. Að mála íbúð eða flísa-
leggja var nú ekkert til að tala um
og óþarfi að ræsa út aðstoð.
Minningarnar eru óteljandi og
margar svo skemmtilegar og mik-
ilvægar. Minningar um samveru á
skíðum, á hlaupum, í heimsókn hjá
ykkur fyrir norðan, á Stokkseyri, í
berjamó við Hreðavatn, í göngu-
túrum, saumklúbbshittingarnir og
ferðirnar okkar skemmtilegu og
svo ótal margt fleira. Mér þykir
ótrúlega vænt um ferðir okkar ár-
ið 2019 þegar við fórum fyrst í
gönguskíðaferð til Noregs og um
sumarið í hjólaferð til Ítalíu. Allt
þetta rifjast nú upp fyrir mér.
Þegar þú veiktist kom ekki annað
til greina en að halda áfram og
berjast. Þú vildir ekki dvelja í
hlutverki sjúklingsins. Þú sýndir
svo mikla seiglu og tókst á við
veikindi þín með ótrúlegu æðru-
leysi og innri styrk. Þú vildir alltaf
vera til staðar, fyrir alla sem á þig
treystu.
Elsku Ólafur, Jón, Hjördís,
Steini og Óli og fjölskyldan öll,
missir ykkar er mikill og hugur
minn er hjá ykkur.
Vinátta þín skipti mig svo miklu
máli og ég er og verð ævinlega
ótrúlega þakklát fyrir hana.
Dagný Baldvinsdóttir.
Það sem þú gafst mér, elsku
besta Guðrún mín, í lífinu er ekki
lítið. Við deildum lífsins dýrmæt-
ustu og hamingjuríkustu stundum
og einnig þeim erfiðu og sorglegu.
Við kynntumst fyrst í MR og
urðum góðar vinkonur í Háskól-
anum þegar leið okkar beggja lá í
hjúkrunarfræðinám.
Háskólaárin okkar voru við-
burðarík og skemmtileg. Við fjór-
ar vinkonurnar, Anna, Bryndís,
þú og ég, bjuggum til fullt af frá-
bærum minningum.
Með þér var alltaf gaman, enda
höfum við djammað saman, farið á
böll, bari, í bíó, á rúntinn, í líkams-
rækt, jóga, á skauta, skíði og hjól
og hestbak, unnið saman úti á
landi, ferðast innan- og utanlands,
gist á Stokkseyri, Laugafelli, fór-
um oftsinnis í Borgarfjörðinn
fagra, gistum í húsunum „okkar“
og tókum langa göngutúra um
skóga, fjöll og dali svo fátt eitt sé
nefnt. Lífið og tækifærin voru á
hverju horni. Java-hjúkrunarsyst-
ur okkar, aldeilis gæfa að lenda í
þeim góða félagsskap. Útskriftar-
ferðin til Cancún í Mexíkó og svo
ferð okkar norður á Sauðárkrók í
framhaldinu, þar sem við vinkon-
urnar, þríeykið þú, ég og Dagný,
unnum yfir sumartímann,
ógleymanlegt.
Þú hafðir þetta rólynda yfir-
bragð, Guðrún, en undir leyndist
mikill húmoristi og sagnasnilling-
ur. Þú gast nefnilega sagt sögur
og breytt hversdagslegustu at-
burðum úr lífinu, jafnvel atburð-
um sem voru erfiðir eða óheppi-
legir, í bráðfyndnar og stór-
skemmtilegar sögur. Þú færðir
eilítið í stílinn, settir þær mynd-
rænt fram svo hver og einn gat
séð fyrir sér aðstæðurnar og fólk
kútveltist úr hlátri yfir hlutum
sem jafnvel voru alls ekki hlægi-
legir en það gerði bara allt betra.
Dásamleg lífsgleði þín með inni-
byggðan galsa og húmoristi mikill.
Þú varst alltaf svo full af lífskrafti
og fjöri, til í allt, dansa, lifa og
njóta. Í grunninn varstu samt
jarðbundin og traust, rólynd og
stöðug, mjög mikilvægir eiginleik-
ar.
Svo kom tilhugalíf, byrja að
búa, barneignir, hittast niðri í dal
með barnavagnana, þannig hófust
okkar einstæðu göngutúrar. Vor-
um heppnar að hafa bara Foss-
vogsdalinn á milli okkar, auðvelt
að hittast og við gerðum mikið af
því.
Göngutúrarnir í dalnum góða
voru óteljandi margir, þar sem
rætt var allt milli himins og jarðar.
Þú varst ráðagóð vinkona, mikil
rökhugsun og samkennd og áttir
auðvelt með að setja þig í spor
annarra.
Við byggðum alls konar fyrir-
tæki, hönnuðum ýmislegt þarflegt
og gerðum fjöldamörg framtíðar-
plön í þessum dýrmætu göngu-
túrum, auk þess nærðum við sál-
ina með því að ræða allt sem ræða
þurfti og hlæja saman.
Elsku Guðrún mín, þú varst og
ert mér einstaklega dýrmæt og
mikilvæg manneskja. Þú barðist
af þvílíkum krafti við óvininn,
krabbameinið, enginn hefði getað
betur enda hafðirðu margt til að
lifa fyrir og varst tekin frá okkur
allt of snemma. Það hryggir mig
endalaust mikið og ég mun ávallt
sakna þín en fagna um leið öllu því
sem þú hefur gefið mér í lífinu.
Ég votta fjölskyldu Guðrúnar
og vinum innilega samúð, elsku
Jón, Hjördís, Steingrímur Karl,
Ólafur Steinn, faðir hennar og
bræður, megi guð og englar vaka
yfir ykkur og hjálpa á þessum erf-
iðu tímum.
Þóra Sigurðardóttir.
Fyrstu minningar um vinskap
okkar Gunnu ná aftur til ársins
1972, tvær saman í dekkjarólu á
Kvistaborg að ræða þau mikil-
vægu málefni sem brenna á fimm
ára stelpum. En samverustund-
irnar urðu svo margar í gegnum
nærri 50 ára samfylgd að erfitt er
að velja úr nú á kveðjustundu.
Hláturskastanna, mjög svo frægu,
verður að minnast, því ósjaldan
duttum við í kast þannig að aðrir í
kringum okkur ranghvolfdu aug-
unum og sögðu: „Byrja þær“ og
þá var algjörlega óljóst hvenær
hláturskastinu lyki. Samveru-
stundir við bókalestur voru marg-
ar. Farið var á Bústaðabókasafnið
og hvor okkar tók 10 bækur. Síðan
var haldið heim og lesið hvor í sínu
horni í rúmunum okkar, ýmist
heima hjá Gunnu í Geitlandinu eða
mér í Giljalandinu. Að loknum
lestri 20 bóka var sagan endurtek-
in þar til að við höfðum nánast
ryksugað upp alla barnabóka-
deildina. Gunna var mikill náms-
maður og er algjörlega óvíst hvort
mér hefði tekist að klára eðlis- og
efnafræði í Réttó nema fyrir
kennslu hennar. Unglingsárin þar
sem við störfuðum við humar-
vinnslu á Stokkseyri voru dásam-
leg lífsreynsla. Heddý heitin,
mamma Gunnu, tilbúin með ynd-
islegan hádegis- og kvöldmat fyrir
frystihúspíurnar. Algjörlega
ógleymanleg sumur. Sumarstarf
okkar vinkvenna á Hótel Valhöll
þar sem við 18 ára unnum mikið
en skemmtum okkur jafnframt
konunglega. Ferðir okkar saman í
Kerlingarfjöll og til Vestmanna-
eyja að loknum sumarstörfum
voru frábærar og gleymast seint.
Svo mætti lengi telja en umfram
allt lifir áfram minning um æsku-
vinkonu sem var mikill húmoristi,
með eindæmum vel gerð mann-
eskja, traustur vinur og yndisleg
sál. Söknuðurinn er sár og ekki
síst fyrir fjölskylduna sem hugur
minn dvelur hjá. Takk fyrir sam-
fylgdina elsku vinkona.
Hildur Elín.
Árið er 1987. Nýnemar í hjúkr-
unarfræði við Háskóla Íslands að
stíga sín fyrstu skref í námi sem
hjá mörgum verður grunnurinn
að ævistarfinu. Guðrún Ólafsdótt-
ir er í þessum hópi. Fram undan
skemmtileg og krefjandi fjögur
ár. Við undirritaðar heppnar að
verða samferða henni í hjúkrunar-
náminu og allar götur síðan. Ým-
islegt brallað í náminu. Hvort sem
er í Eirbergi við Eiríksgötu, í
verklegu námi á Landspítalanum
eða nemendaferð til Akureyrar.
Útskriftarferðin var til Cancún í
Mexíkó. Saumaklúbburinn Stung-
ið í Javann varð til eftir það. Við
Javasystur, eins og við köllum
okkur, höfum síðan haldið hópinn.
Minningarnar hrannast upp.
Guðrún, Þóra og Dagný úti á
landi, nýútskrifaðir hjúkrunar-
fræðingar.
Guðrún kynntist ungum lækni í
gegnum starf sitt á Landspítalan-
um, honum Jóni sem bræddi
hennar hjarta. Þau stofnuðu fjöl-
skyldu og fallegt heimili í Foss-
voginum. Gullmolarnir þrír fædd-
ust, Hjördís, Steingrímur Karl og
Ólafur Steinn. Guðrún starfaði við
hjúkrun á Íslandi, einnig um tíma í
Noregi. Síðustu árin hjá Heilsu-
vernd. Fjölskyldan dvaldi oft í
Þingeyjarsýslunni. Jón og Guðrún
ráku þar um tíma ferðaþjónustu.
Við eigum erfitt með að trúa að
Guðrún okkar sé farin. Velvild,
þrautseigja, nægjusemi og húmor
eru eiginleikar sem koma upp í
hugann þegar við hugsum til
hennar. Hún var ekki tilbúin að
tapa sex ára baráttu við krabba-
meinið. Lífsþorstinn, seiglan og
dugnaðurinn var magnaður. Hún
var dul varðandi sjúkdóminn.
Vildi frekar tala um eitthvað
skemmtilegt og vita hvernig við
hefðum það heldur en að vera í
hlutverki sjúklings.
Fyrir utan mánaðarlega klúbba
í yfir 30 ár höfum við gert margt
annað skemmtilegt saman. Edin-
borgarferðir árin 2017 og 2018.
Jóla-Javinn, árshátíðar-Javinn,
alls kyns tímamótum fagnað, s.s.
brúðkaupum eða stórafmælum
þar sem við sömdum og fluttum
atriði. Hefðbundnir Javaklúbbar
duttu niður um tíma út af Covid.
Það þýddi samt ekki að við gætum
ekki hist. Við nýttum tækifærin
inn á milli. Guðrún og Þóra skipu-
lögðu t.d. zoom-bingó. Keyrðu
óvæntan glaðning heim til hverrar
og bingóvinninga. Dásemdin ein.
Guðrún gat verið svo fyndin. Hún
var snillingur í að segja skemmti-
lega frá. Hún hikaði ekki við að
gera grín að sjálfri sér. Mikið er-
um við þakklátar hópmyndinni
sem tekin var hjá ljósmyndara.
Þetta ár var Guðrúnu erfitt.
Uppgjöf var ekki til í hennar orða-
bók. Fjölskyldan stóð við bakið á
henni eins og klettur. Dagný og
Þóra sýndu hvað vinátta þeirra
Guðrún
Ólafsdóttir
Hjartans afmæl-
is- og jóladrengur-
inn minn og besti
vinur hefði orðið 43
ára í dag, 7. desem-
ber. Ég man svo vel stundina þeg-
ar hann fæddist, ég leit upp og sá
að klukkan var 12.05 á fallegum
vetrardegi. Bjössa þótti alltaf
gaman að vita nákvæmlega hve-
nær hann var fæddur.
Með okkar góða heilbrigðis-
kerfi virðist vera að þessi hópur,
hinir svokölluðu útigangsmenn,
þ.e manneskjur, fólk sem hefur
misst heimili sín eða athvarf
vegna veikinda sinna, þeir eru
verst settir í okkar fallega en
harðbýla landi. Því miður er ekki
von til að miklar breytingar verði
með sama áframhaldi en mikið er
ég hrædd um að margir muni bíða
Björn Ágúst
Magnússon
✝
Björn Ágúst
Magnússon
fæddist 7. desem-
ber 1978. Hann lést
11. ágúst 2021.
Útförin fór fram
20. ágúst 2021.
sömu örlög og sonur
minn, því miður.
Eitt af því erf-
iðasta sem ég upp-
lifði í sumar var þeg-
ar Bjössi minn
missti íbúðina sína
sem honum þótti svo
vænt um og var
stoltur af. Þegar
hann missti íbúðina
sl sumar þá horfði ég
á Bjössa minn gefast
upp og vonleysið taka við, hann
grét þegar ég hafði leitaði hann
uppi og fundið á einu af athvörf-
unum sem þeim, sem minnst
mega sín í okkar landi, er boðið
upp á.
Guði sé lof að athvörfin og
sjúkrastofnanir eru til með öllu
sínu yndislega duglega fólki. En
er þetta boðlegt, er ekki hægt að
gera betur? Við skulum ekki
gleyma að alkóhólismi er sjúk-
dómur og einn af þeim sjúkdóm-
um sem hvað erfiðast er að hjálpa
sjúklingum og aðstandendum
þeirra.
Elsku Bjössi, það líður ekki sú
stund eða dagur að ég hugsi til þín
og ég sakna þín. Sársaukinn,
söknuðurinn og sorgin eru ólýs-
anleg, við sem töluðum nánast
saman á hverjum degi. Ferðirnar
sem við fórum saman með Guðrún
Elínu, hjartagullinu okkar, að ég
tali ekki um 39 ferðir í heimsókn
til okkar í Køben og þaðan um
Evrópu, allar ferðirnar skrifaðar
niður að hætti Bjössa. Já, það er
mikill sannleikur í að enginn veit
hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
18. desember næstkomandi út-
skrifast Guðrún Elín, einkabarn
Bjössa, sem stúdent og 28. desem-
ber verður hún tvítug. Það veit ég
að mikið hefði hann pabbi hennar
verið stoltur af fallegu, duglegu
stúlkunni sinni sem hann sá ekki
sólina fyrir, þau feðgin voru mjög
samrýnd og yndislegt að vera með
þeim.
Síðasta afmæliskveðjan til mín
frá Bjössa mínum er mér kær og
minnisstæð, hann hringdi og bað
mig grafalvarlegur að koma til
sín, hann þyrfti að tala við mig.
Þegar ég kom var hann búinn að
dekka borð, baka og allt hreint og
fínt að hætti Bjössa. Afmæli þýddi
líka pakki fyrir mömmu. Hann
var ekki sá ríkasti í bænum en af-
mæliskaffi fékk ég og Kindle-raf-
bók og Bjössi skrifaði fallegt kort
með aðeins „Mamma“ utan á en
innan í kortið hafði hann skrifað:
„Líkt og hringarnir framan á
kortinu þá eru líf okkar bundin
saman og er ég þakklátur fyrir
það. Elsku mamma, innilega til
hamingju með afmælisdaginn.
Megi hann og aðrir þínir dagar
vera til blessunar. Þinn sonur,
Bjössi.“
Margar eru minningarnar um
ljúfan, góðan dreng sem öllum
vildi vel og var alltaf tilbúinn að
hjálpa öðrum þegar hann gat, en
hann gleymdi oft sjálfum sér.
Hann átti við þunglyndi og kvíða
að glíma nánast frá unga aldri.
Bjössi minn fór að nota áfengi til
að deyfa sársaukann og vanlíðan
sem því miður varð að stjórnlausri
fíkn sem endaði með dauða hans.
Ég fæ ekki Bjössa minn aftur, til-
gangsleysið er algjört.
Stuttu áður en Bjössi minn
kvaddi hafði vaknað von. Von um
hjálp fyrir hann á Bjargey, heimili
sem var verið að koma af stað fyr-
ir manneskjur með fíknsjúkdóm.
Bjössi var að flytja inn, svo von-
góður og ánægður, en honum var
ætlað annað. Blessuð sé minning
hans.
Elsku Bjössi minn, ég elskaði
spriklið þitt í móðurkviði, ég elsk-
aði þig þegar þú komst í heiminn
og fórst að gera hann fallegri, ég
elska þig nú og ég mun alltaf elska
þig, hjartagullið mitt.
Mamma.