Morgunblaðið - 07.12.2021, Blaðsíða 4
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Íbúar á Patreksfirði hafa verið hvattir
til þess að taka það rólega þessa vik-
una eftir að hópsmit kom upp í sveit-
arfélaginu í síð-
ustu viku. Þetta
segir Rebekka
Hilmarsdóttir,
bæjarstjóri Vest-
urbyggðar, í sam-
tali við Morgun-
blaðið.
„Staðan er
þokkaleg núna en
við megum samt
ekki við miklu.
Þannig að við er-
um að hvetja fólk til þess að taka það
rólega út vikuna.“
Þrettán greindust smitaðir á
sunnanverðum Vestfjörðum í síðustu
viku, flestir á Patreksfirði. Þá greind-
ist starfsmaður á Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða smitaður á sunnudaginn
var og hefur heilbrigðisþjónusta
stofnunarinnar verið skert vegna
þessa, að sögn Rebekku.
„Stofnunin er á óvissustigi út mið-
vikudaginn og þangað til er þjónustan
í lágmarki. Á heimasíðu stofnunarinn-
ar er útlistað hvaða takmarkanir
verða á þjónustunni þangað til.“
Þrátt fyrir fjölda smita meðal bæði
barna og fullorðinna eru skólarnir
áfram opnir, segir Rebekka innt eftir
því.
„Þetta hefur óneitanlega áhrif í
svona litlu samfélagi svo við erum enn
á varðbergi gagnvart þessu.“
„Hefur óneitanlega áhrif
á svona lítið samfélag“
- Heilbrigðisþjónusta á Vestfjörðum skert vegna hópsmits
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Patreksfjörður Töluverður fjöldi Covid-smita hefur greinst á Patreksfirði.
Rebekka
Hilmarsdóttir
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Allt að 500 manns á dag mæta í sýna-
tökur sem Heilbrigðisstofnun Suður-
lands á Selfossi heldur úti vegna Co-
vid-19. Sýni eru
tekin í bílakjallara
verslunarhúss
Krónunnar í mið-
bænum, þangað
sem má aka inn og
beint í sýnatökuna
svo fólk þarf aldrei
að stíga út úr bíln-
um. Oft eru langar
bílaraðir nærri
sýnatökustaðnum
sem er við bakka Ölfusár. „Þetta
fyrirkomulag hefur reynst vel og
staðsetningin er góð,“ segir Díana
Óskarsdóttir, forstjóri HSU.
Það er milli kl. 9 og 12 á morgnana
sem sýnatökurnar fara fram, en þeim
er sinnt af starfsmönnum Securitas
en undir eftirliti hjúkrunarfræðinga
HSU. „Þetta verkefni hefur vissulega
verið tímafrekt og tekið krafta frá
öðru því sem sinna þarf á heilbrigðis-
stofnuninni. Við fengum því liðsinni
Securitas,“ segir Díana.
Á Selfossi getur fólk farið í hrað-
próf og útkoma þeirra liggur fyrir
innan klukkustundar. Einnig er hægt
fara í PCR-próf sem eru greind á
rannsóknarstofu í Reykjavík og líður
þá stundum um hálfur sólarhringur
þar til neikvætt eða jákvætt svar ligg-
ur fyrir. HSU býður einnig upp á
sýnatökur á starfsstöðvum í Vest-
mannaeyjum og á Höfn í Hornafirði.
„Við bjóðum upp á sýnatökur á Sel-
fossi frá mánudegi til laugardags.
Framan af viku koma gjarnan til okk-
ar 250-300 manns á dag, en fleiri þeg-
ar helgin nálgast. Þá tengist slíkt
gjarnan samkomum sem standa fyrir
dyrum,“ segir Díana.
Smitum fækkar
Smitum af Covid-19 á Suðurlandi
hefur fækkað síðustu daga. Í gær voru
skráð um 70 smit á öllu Suðurlandi,
þar af um 20 á Árborgarsvæðinu.
Starfsfólk HSU veitir sjúklingum að-
stoð og ráðgjöf en alvarleg veikindi
sem kalla á innlögn á sjúkrahús eru
oftast meðhöndluð á Landspítalanum.
Langar biðraðir við bílakjallarann
- Sýnatökur á Selfossi - Góð staðsetning - 500 manns á dag - Covid-smitum á Suðurlandi fækkar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bílalest Ekið er eftir bakka Ölfusár inn í kjallara Krónuhússins þar sem sýnatökur vegna kórónuveirunnar eru.
Díana
Óskarsdóttir
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*
-�-"%
,�rKu!,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Kíktu í heimsókn
og prófaðu!
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is
Vinsælu Hvíldarsófarnir
væntanlegir aftur í byrjun desember
Sjá nánar
á patti.is
Tryggðu
þér
eintak
2 sæta sófi
3 sæta sófi
Hægindastóll
Vandaðir sófar með
rafstillanlegum sætum.
SX 80532
101 kórónuveirusmit greindist inn-
anlands á sunnudaginn síðastliðinn.
Þar af voru 39 í sóttkví við greiningu.
Þá greindust 9 smit á landamær-
unum.
1.366 einstaklingar voru þá í ein-
angrun vegna veirunnar og 1.882 í
sóttkví.
24 einstaklingar lágu inni á Land-
spítalanum vegna veirunnar í gær og
var meðalaldur þeirra 65 ár. Fimm
voru á gjörgæslu, þar af fjórir í önd-
unarvél. Tveir þeirra sem voru á
gjörgæslu voru óbólusettir.
Þá voru 1.372 sjúklingar á Covid-
göngudeild spítalans, þar af 407
börn, að því er greint var frá í til-
kynningu Landspítalans.
Frá upphafi fjórðu bylgju farald-
ursins hafa alls 215 verið lagðir inn
vegna Covid-19 á Landspítala.
Minnisblað Þórólfs vegna reglu-
gerðarinnar sem rennur út núna á
miðvikudag er komið á borð Willums
Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra
og mun ríkisstjórnin fjalla um það á
fundi sínum í dag.
unnurfreyja@mbl.is.
175
150
125
100
75
50
25
0
Fjöldi innanlandssmita frá 12. júlí
1.366 erumeð virkt smit
og í einangrun1.882 einstaklingar
eru í sóttkví
24 einstaklingar eruásjúkrahúsi,
þaraffimmágjörgæslu
299 ný innanlandssmit
greindust sl. helgi
(fös. 3. til sun. 5. desember)
júlí ágúst september október nóvember
Staðfest smit
7 daga meðaltal
Fjöldi innlagðra á LSH
með Covid-19 smit
154
32
24
117
H
ei
m
ild
:c
ov
id
.is
des.
110
101 kórónuveirusmit
greindist innanlands
Einstaklingur sem síðar reyndist
smitaður af Covid-19 þreytti staðar-
próf í Háskóla Íslands ásamt fimm
öðrum nemendum á fimmtudaginn
var. Þetta kemur fram í tölvupósti
sem sendur var þeim nemendum sem
þreyttu umrætt próf þennan dag.
„Þið eruð samtals sex sem voruð í
sömu stofu og sýktur einstaklingur
fimmtudaginn 2. desember,“ segir í
tölvupóstinum sem nemendur fengu í
gær.
Þar segir einnig að nemendurnir
þurfi að hafa afar lágan þröskuld fyr-
ir veikindum og að þeir eigi að fara í
sýnatöku við minnstu einkenni.
Þónokkrir nemendur hafa gagn-
rýnt ákvörðun skólans um að halda
staðarpróf í miðjum heimsfaraldri.
Þrátt fyrir tilvikið hyggst skólinn
ekki endurskoða fyrirkomulag þeirra
prófa sem eftir eru, að sögn Hreins
Pálssonar, prófstjóra hjá prófaskrif-
stofu kennslusviðs HÍ.
Smitaður í
staðarprófi