Morgunblaðið - 07.12.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.12.2021, Blaðsíða 32
Efni í þætti kvöldsins: Pálmi V. Jónsson yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítala fjallar um gildi forvarna þegar kemur að efri árum ævinnar. Að sögn Pálma eru forvarnir eru að stærstu leyti á ábyrgð hvers einstaklings og um ævilangt ferðalag er að ræða. Tómas A. Tómasson er 72ja ára og jafnframt elsti einstaklingur sem náð hefur kjöri til Alþingis. Hvernig líst honum á að hefja þingstörf á þessu hausti og hvað hugsar þessi ókrýndi hamborgara- kóngur Íslands þegar hann fer í gegnum þessi merku tímamót. Díana Óskarsdóttir er forstjóri HSU en á næsta ári verður tekið í notkun nýtt glæsilegt hjúkrunarheimili á Selfossi og HSU hefur verið falin umsjón og rekstur heimilisins. Díana segir nánar frá þessu nýtískulega heimili ásamt ýmsu öðru er við kemur rekstri hjúkrunarheimila. Helgi Ágústsson er fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington, London og Kaupmannahörn. Helgi er mikill Rótarýmaður og spjallar við þáttastjórnanda um þann merka félagsskap ásamt búsetu þeirra hjóna erlendis árum saman. Umsjónarmaður er Sigurður K. Kolbeinsson Lífið er lag kl. 21.30 á Hringbraut í kvöld Fylgstu með! Í kvöld á Hringbraut Helgi Ágústsson Díana Óskarsdóttir Jólasýning Listvals var opnuð í nýju sýningarrými fyrir- tækisins á jarðhæð Hörpu um liðna helgi. Þar eru sýnd og til sölu verk eftir um 70 myndlistarmenn í fremstu röð. Listval hefur um skeið verið með sýningar á verk- um fjölmargra samtímalistamanna á Hólmaslóð og verður sá salur áfram opinn en Listval sérhæfir sig í myndlistarráðgjöf fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Jólasýningin verður opin fram á Þorláksmessu en ætl- unin er að skapa í rýminu í Hörpu „fallega og fágaða umgjörð í formi myndlistarsýninga og gallerís“. Listval sýnir verk eftir 70 myndlist- armenn í nýju sýningarrými í Hörpu ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 341. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Mikið jafnræði er með liðunum í bandarísku NFL- ruðningsdeildinni í vetur og ekkert lið sem sker sig sér- staklega úr enn sem komið er. Gunnar Valgeirsson fór á leik LA Rams og Jacksonville Jaguars um helgina og skrifar um gang mála í deildinni á íþróttasíðu í dag. »26 Mikið jafnræði í NFL-deildinni ÍÞRÓTTIR MENNING átti ég ekki von á að halda lengi áfram á tónlistarbrautinni,“ segir Guðmundur, sem er tækniteiknari hjá arkitektastofunni Arkís. Tónlistarmaðurinn hefur reynt fyrir sér í ýmsum straumum og stefnum með mismunandi hljóm- sveitum. Nú er hann meðal annars í þungarokksbandinu Nykri, sem hann stofnaði með Davíð Þór Hlinasyni 2013, og GG Blús með Guðmundi Gunnlaugssyni. „Ég hef alltaf farið þangað sem hugurinn hefur teymt mig,“ segir hann og vísar meðal annars til áratuganna í Sálinni hans Jóns míns. „Þá fórum við út og suður, en ég viðurkenni að jólalög hafa ekki verið ofarlega á lista hjá mér fyrr en ég eignaðist börn, þegar ég var á miðjum aldri. Áður voru jólin fyrir mér sá tími þegar koma þurfti út plötum, stress og hasar, en nú er gaman að tikka í boxin sem eftir eru og reyna sig við hluti sem hafa setið á hakanum.“ Í fyrra komu út, undir merkjum Jóladraums, söngdúettarnir „Lítil kerti í myrkum heimi“ og „Ham- ingjan festir rætur“. Salka Sól og Jóhann Sigurðarson syngja fyrra lagið en Margrét Eir og Jóhann það síðara. Nýju lögin eru síðan að koma út núna. Jóhann syngur „Söng samviskunnar“ en Íris Lind Verudóttir lögin „Jólin þau koma senn“ og „Heilög jól“. Birgir Þór- isson spilar á píanó og orgel, Frið- rik Sturluson á bassa, Eysteinn Eysteinsson á trommur og Guð- mundur á gítar og hljómborð auk þess sem hann syngur bakraddir, en lögin verða öll aðgengileg á Spotify. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Gítarleikarinn og lagasmiðurinn Guðmundur Jónsson hefur komið víða við í tónlistinni á löngum ferli. Fyrir jólin í fyrra gaf hann út fyrstu tvö lög verkefnisins „Jóla- draumur“ og um þessar mundir koma út þrjú jólalög til viðbótar, en til stendur að halda útgáfunni áfram á næstu árum með um 10 til 12 laga pakka í huga. Verkefnið á sér um átta ára að- draganda. Guðmundur segir að 2013 hafi Kristján Hreinsson sent sér texta upp úr þurru og beðið sig um að semja lög við þá. „Mér fannst þetta vera töluverð áskorun því yfirleitt sem ég fyrst lögin og síðan koma textarnir seinna.“ Í grunninn hafi textarnir verið söng- leikjahugmynd og því hafi hann fengið Jóhann Sigurðarson leikara inn í dæmið, en engu að síður hafi hvorki gengið né rekið í nokkur ár. „Ég á unga drengi, hef endur- upplifað jólin með þeim og langaði að búa til jólamúsík. Ég dustaði því rykið af lögunum við texta Krist- jáns í fyrrnefndu áhlaupi og ákvað að gefa þau út sem jólalög enda fannst mér einhver áferð á þeim sem var sérstök, jafnvel jólaleg.“ Andinn úr Jólaævintýri Charles Dickens svífur yfir vötnum, að sögn Guðmundar. Í bókinni er fjallað um Ebeneser Scrooge, ríkan en nískan mann. Hann þolir ekki jólin en allt breytist eina jólanótt og hann sér ljósið. „Lögin eru laus- lega byggð á sögunni með það að leiðarljósi að finna gleði jólanna.“ Ástríða frá unga aldri Tónlist hefur verið ríkur þáttur í lífi Guðmundar. „Ég ólst upp við hljóðfæraslátt, pabbi spilaði á gítar og ég byrjaði á því fyrir fermingu,“ rifjar hann upp. „Ástríðan fyrir tónlist hefur því alltaf fylgt mér og aukist með árunum ef eitthvað er.“ Hann er frá Skagaströnd og byrj- aði þar í skólahljómsveitinni Hörm- ung. „Við vorum ekki með mikið sjálfstraust á þeim tíma og í raun Guðmundur með gleði jólanna að leiðarljósi - Þrjú lög bætast við Jóladraum og fleiri væntanleg Fjölhæfur Gítarleikarinn og lagasmiðurinn Guðmundur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.