Morgunblaðið - 08.12.2021, Page 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Tvö tilboð bárust í verkið „Hval-
fjarðargöng, bílabjörgun 2022-
2024“. Tilboð voru opnuð nýlega
hjá Vegagerðinni, sem rekur göng-
in fyrir hönd ríkisins.
Gísli Stefán Jónsson ehf., Akra-
nesi, bauðst til að vinna verkið fyrir
krónur 79.980.000. Er það nokkru
hærri upphæð en áætlaður verk-
takakostnaður, sem var 70 millj-
ónir. Vaka hf., Reykjavík, bauð
krónur 187.673.000. Verið er að
yfirfara tilboðin hjá Vegagerðinni.
Fram kemur í útboðsgögnum að
um sé að ræða að fjarlægja bifreið-
ir, ferðavagna og önnur ökutæki
sem hamla umferð og umferðar-
öryggi í eða við göngin, t.d. vegna
bilana, óhappa eða slysa. Einnig að
fjarlægja og flytja aðskotahluti á
vegi. Bjóðendur þurfa að ráða yfir
ökutækjum til að flytja bíla, drátt-
arbifreið og kranabifreið.
„Því miður höfum við ekki að-
gengilegar tölur um fjölda bíla sem
hefur verið „bjargað“, það er ein-
faldlega ekki aðgengilegt í kerfinu
okkar,“ segir G. Pétur Matthíasson,
upplýsingafulltrúi Vegagerð-
arinnar. „Stærstur hluti kostnaður
felst í því að vera til staðar, vera í
viðbragðsstöðu, þess vegna erum
við minna að horfa til þess hvað
þetta eru margir bílar, við viljum
fyrst og fremst koma þeim út úr
göngunum á sem skemmstum
tíma,“ bætir hann við.
Frá því Hvalfjarðargöngin voru
tekin í notkun árið 1998 voru þau
vöktuð af starfsmönnum Spalar í
gjaldskýlinu norðan fjarðarins.
Þegar Spölur afhenti ríkinu göngin
til eignar og gjaldtöku var hætt í
september 2018 var vöktunin færð
yfir til vaktstöðvar Vegagerð-
arinnar, sem fylgist með umferð-
inni allan sólarhringinn. Vaktstöðin
hefur sömu tæki til vöktunar og
gjaldskýlið hafði og getur verið í
beinu sambandi við vettvang í
gegnum TETRA-fjarskiptakerfið.
Um leið og vitað er um óhapp í
göngunum eru menn kallaðir til.
GJ-lyftur Akranesi annast það
hlutverk núna. Þetta er sama fyrir-
tæki og annar bjóðandinn, Gísli
Stefán Jónsson ehf.
Tveir vilja
„bjarga“ bílum
úr göngunum
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Hvalfjörður Af og til verða slys og óhöpp í göngunum og því er mikilvægt
að menn séu í viðbragðsstöðu til að fjarlægja bíla og greiða fyrir umferð.
DAGMÁL
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Með hliðsjón af því hve mikill tími
fór í viðræður um endurnýjað
stjórnarsamstarf er með ólíkindum
hvað ríkisstjórnarflokkarnir koma
óundirbúnir til þings, segja
þingflokksformenn tveggja stjórnar-
andstöðuflokka í viðtali við Dagmál í
dag. Það kemur berlegast í ljós varð-
andi uppskiptingu ráðuneyta, þar
sem fjölmörg ráðuneyti eru í lausu
lofti og enginn virðist hafa hugmynd
um hvar tiltekin málefni eigi heima.
Hið sama er upp á teningnum þegar
litið er á fjárlagafrumvarpið, það sé
lítið meira en drög að fjárlögum, sem
eigi eftir að laga heilmikið til.
Þetta er samdóma álit þeirra
Hönnu Katrínar Friðriksson, þing-
flokksformanns Viðreisnar, og
Helgu Völu Helgadóttur, þing-
flokksformanns Samfylkingarinnar.
Þær stöllur eru viðmælendur dags-
ins í Dagmálum, streymi Morgun-
blaðsins á netinu, sem er opið öllum
áskrifendum.
„Ráðherrarnir vita ekki hvað þeir
heita eða ráðuneytin heita. Vita ekki
fyrir hvaða málaflokka þeir eru að
starfa, hvað þá starfsfólkið,“ segir
Helga Vala um hið nýja ráðuneyti
Katrínar Jakobsdóttur.
Illa undirbúin ríkisstjórn
Í þættinum er farið vítt yfir sviðið,
rætt um stjórnarmyndunina, mál-
efnasáttmála stjórnarinnar, skipt-
ingu ráðuneyta, val á ráðherrum og
starfið fram undan.
„Það kemur mér sérstaklega á
óvart hvað þau eru ofsalega illa und-
irbúin. Maður hefði haldið að það
væri meiri gleði og lukka yfir þessu
og einhver framtíðarsýn,“ segir
Helga Vala. „Þetta er allt einhvern
veginn ótrúlega kauðskt.“
Hún benti til dæmis á að ekki lægi
neitt fyrir um kostnaðinn vegna
breytingar á ráðuneytum. „Ég kall-
aði forsætisráðherra inn í þingið á
föstudagskvöldið, þegar við vorum
að ræða fjárlögin. Hún hefur ekki
hugmynd um það. Hún hefur ekki
hugmynd um hvað þetta kemur til
með að kosta.“
Hanna Katrín tekur undir það en
segir annað mikilvægara. „Stóra
málið er sýnin á það hverju þetta eigi
að skila okkur, öðru en því að ráð-
herrarnir virðast hafa fengið að
plokka til sín hin og þessi áhugamál
sín og setja undir sitt ráðuneyti.“
Boða harðari stjórnarandstöðu
Þingflokksformennirnir fallast á
að stjórnarandstaðan hafi um margt
verið ósamstæð á liðnu kjörtímabili,
en telja að hún muni reynast ein-
arðari og beinskeyttari á þessu.
„Við finnum það bara strax á
fyrstu dögunum, að þessi hópur er
miklu þéttari en hann var,“ segir
Helga Vala. „Pólitískt erum við auð-
vitað ósammála í mörgum málum, en
það er miklu betra talsamband.“
Hanna Katrín gengur ekki
skemmra. „Ég tek algerlega undir
þetta. Ef til vill má segja að mán-
uðirnir tveir – Norðvesturkjördæm-
ismánuðirnir tveir – ég er ekki frá
því að þeir hafi verið betur nýttir af
stjórnarandstöðunni en stjórninni,“
segir Hanna Katrín.
„Við höfum náð að stilla saman
strengi núna. Það þýðir ekki að við
séum öll sammála, en það þýðir að
við áttum okkur á því hvernig við
ætlum að vinna með þá staðreynd.
Ég hugsa að stjórnarandstöðusátt-
málinn sé bitastæðari en stjórnar-
sáttmálinn.“
Undir það tekur Helga Vala, sem
telur að kjörtímabilið fram undan
verði styttra en lög gera ráð fyrir.
Stjórnarandstaðan
notaði tímann betur
- Þingflokksformenn segja ríkisstjórnina illa undirbúna
Morgunblaðið/Hallur
Dagmál Hanna Katrín Friðriksson og Helga Vala Helgadóttir í viðtali í dag.
Innviðaráðherra verður falið að
kaupa nýja Breiðafjarðarferju sem
uppfyllir kröfur nútímans um öryggi
og þægindi farþega og getur sinnt
vöruflutningum fyrir atvinnulíf og
íbúa á Vestfjörðum og við Breiða-
fjörð. Kannaðir verði möguleikar á
að ferjan verði knúin með endurnýj-
anlegum orkugjöfum. Þetta er efni
þingsályktunartillögu sem lögð hef-
ur verið fram á Alþingi og Eyjólfur
Ármannsson, þingmaður úr Flokki
fólksins, stendur að. Sjö aðrir þing-
menn, meðal annars úr Sjálfstæðis-
flokki og VG, standa að tillögu þess-
ari.
Enn fremur er í tillögunni gert ráð
fyrir að fram að því að ný Breiða-
fjarðarferja verði tilbúin skuli Herj-
ólfur III, gamla Vestmannaeyjaferj-
an, nýttur í hennar stað. Því fylgi að
strax í júní á næsta ári skuli hefja
framkvæmdir á hafnarmannvirkjum
svo Herjólfur hæfi í nýju hlutverki.
Mikilvægt hlutverk
Í greinargerð segir að þótt búið sé
að bæta vegi á Vestfjörðum mikið –
og áfram sé haldið í þeirri leið – sé
hlutverk Breiðafjarðarferjunnar
Baldurs aldrei mikilvægara. Vest-
firðirnir skori sömuleiðis hátt meðal
ferðalanga. Nú þegar Dýrafjarðar-
göng eru komin í notkun og þegar
nýr vegur um Dynjandisheiði verði
tilbúinn sé fyrirsjáanlegt að fólk á
Ísafjarðarsvæðinu muni fremur fara
þá leið suður en aka um Djúpið. Í því
samhengi sé nýr Baldur mikilvægur
– og einnig því að fiskeldi sé nú orðið
undirstaða í atvinnulífi á Vestfjörð-
um. Flutningar afurða og aðfanga
aukist stöðugt. Miklu skiptir að
ferskar afurðir skili sér á áfangastað
sem fyrst. Því sé afar mikilvægt að
ferjusiglingar séu öruggar og ferjan
anni eftirspurn. Sú sé ekki raunin
með Baldur nú og því sé nýtt skip
nauðsyn. sbs@mbl.is
Nýr Baldur sigli
á Breiðafirðinum
- Þingsályktunartillaga - Herjólfur leysi af
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skip Fólkið bíður eftir að komast
um borð í ferjuna í Flatey.