Morgunblaðið - 08.12.2021, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 08.12.2021, Qupperneq 11
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Joe Biden Bandaríkjaforseti varaði í gær Vladimír Pútín Rússlandsfor- seta við því að vesturveldin myndu svara innrás Rússa í Úkraínu með „sterkum“ viðskiptaþvingunum og öðrum aðgerðum. Forsetarnir ræddu saman um ástandið á landa- mærum Rússlands og Úkraínu í um tvær klukkustundir í gær. Í yfirlýsingu Hvíta hússins sagði að Biden hefði greint Pútín frá þeim „djúpu áhyggjum sem Bandaríkin og bandamenn okkar í Evrópu“ hefðu af miklum liðssafnaði Rússa við landamæri þeirra að Úkraínu. Þá ítrekaði Biden stuðning sinn við fullveldi Úkraínu á sama tíma og hann kallaði eftir því að dregið yrði úr þeirri spennu sem nú ríkti. Munu sendinefndir frá Bandaríkj- unum og Rússlandi ræða stöðuna áfram á næstu dögum. Í yfirlýsingu rússneskra stjórn- valda um fund forsetanna sagði að viðræður þeirra hefðu verið hrein- skiptnar og einkennst af fag- mennsku. Fordæmdi Pútín „aukna hernaðargetu“ Atlantshafsbanda- lagsins við landamæri Rússlands, og bað hann Biden um að veita trygg- ingar um að bandalagið hygðist ekki stækka frekar í austurátt. „Rússland hefur mikinn áhuga á að fá trygg og lögfest loforð sem myndu koma í veg fyrir útþenslu NATO í austurátt og að árásarvopn- um verði komið fyrir í ríkjum með landamæri að Rússlandi,“ sagði í yfirlýsingu Kremlverja, en með slíku loforði yrði komið í veg fyrir að Úkraína gæti gengið til liðs við bandalagið. Biden veitti Pútín ekki nein loforð eða tryggingar varðandi kröfur Rússa um að Úkraínu yrði meinuð aðild að bandalaginu, en Bi- den mun ræða við Zelenskí, forseta Úkraínu, á morgun, fimmtudag. Hótar hörðum viðbrögðum - Biden varar við hörðum refsiaðgerðum ráðist Rússar á Úkraínu - Pútín vill lof- orð um að Úkraína gangi aldrei í NATO - Biden ræðir við Zelenskí á morgun AFP Leiðtogafundur Joe Biden Bandaríkjaforseti (t.h.) ræðir hér við Pútín Rússlandsforseta í gær að viðstöddum Blinken utanríkisráðherra. FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021 NJÓTUM JÓLANNA ÁHYGGJULAUS Á ÖRUGGU HEIMILI Fyrir 30 árum, 8. desember 1991, undirrituðu sex embættismenn skjal á fundi í Bjelovesk-þjóðgarðinum í Hvíta-Rússlandi, skammt frá pólsku landamærunum. Voru þar saman komnir æðstu stjórnarherrar Hvíta- Rússlands, Rússlands og Úkraínu, þar á meðal Boris Jeltsín, nýkjörinn forseti Rússneska sambandsríkisins, en skjalið á borðinu var Bjelovesk- sáttmálinn svokallaði, sem mælti fyrir um formlega upplausn Sovét- ríkjanna og stofnun Samveldis sjálf- stæðra ríkja úr leifum gamla ríkja- sambandsins, sem stofnað var 30. desember 1922. Betur mátti ef duga skyldi Fljótlega bar þó á efasemda- röddum, sem einkum snerust um að fulltrúar aðeins þriggja af lýðveldum Sovétríkjanna sálugu gætu varla tal- ist til þess bærir að undirrita samn- ing um upplausn ríkjasambandsins, en málin tóku nýja stefnu 21. desem- ber, þegar fulltrúar 11 téðra sovét- lýðvelda, þar með allra þeirra sem ekki höfðu komið að Bjelovesk- sáttmálanum, að Georgíu og Eystra- saltslöndunum undanskildum, und- irrituðu yfirlýsingu kennda við borg- ina Alma-Ata í Kasakstan og töldust Sovétríkin þá lögformlega úr sög- unni. Á jóladag stóð Míkhaíl Gorbat- sjov, sem kjörinn hafði verið fyrsti forseti Sovétríkjanna 15. mars 1990, svo við þau orð sín að segja af sér embætti þegar Rússneska sam- bandsríkið hefði formlega verið stofnað, en þau hafði hann látið falla í viðtali við CBS News skömmu fyrir Alma-Ata-yfirlýsinguna. Morgunblaðið/ÞÖK Aðalritarinn Gorbatsjov flytur fyrirlestur í Háskólabíói árið 2006. Bjelovesk-sátt- málinn 30 ára - Sovétríkin formlega kvödd 1991 Tveir menn særðust í skot- árás í Herlev- hverfi í Kaup- mannaöfn í fyrri- nótt. Byssumennirnir náðust ekki. Nokkrar skot- árásir hafa verið gerðar í út- hverfum borg- arinnar á undanförnum dögum og hafa tveir látið lífið. Talið er að glæpagengi í undirheimum borg- arinnar eigist við, en lögregla hefur ekki staðfest að tengsl séu á milli árásanna. Staðfest er þó að einn hinna látnu tilheyri þekktu glæpa- gengi, NNV-hópnum svonefnda. Tveir hafa verið handteknir í tengslum við skotárás á fimmtu- daginn en byssumennirnir í seinni árásunum hafa komist undan. Íbú- um í Kaupmannahöfn er brugðið en þó virðist ljóst að árásirnar beinast ekki að almennum borgurum. DANMÖRK Enn skotárásir í Kaupmannahöfn Lögreglan stendur í ströngu. Ný rannsókn Hagfræðiskólans í París sem birt var í gær sýnir að auðugasta fólk heims hefur orðið enn ríkara en áður í kórónu- veirufaraldr- inum. Fram kem- ur að sam- þjöppun auðs hafi aldrei verið jafn mikil og á síð- asta ári. Þeir sem tilheyra því 1% jarðarbúa sem mestan auð eiga hafa samkvæmt rannsókninni tekið til sín meira en þriðjung af viðbót- arauðlegð heimsins síðasta aldar- fjórðunginn. Þá hefur orðið mikil fjölgun í hópi þess fólks sem býr við algjöra fátækt. Fræðimennirnir sem gerðu skýrsluna leggja til að lagður verði stighækkandi auðlegð- arskattur á hina ofurríku. Þá vilja þeir ráðstafanir gegn skattaundan- skotum. HEIMURINN Hinir ríku verða rík- ari með hverju árinu Fátækt barn. Guðmundur Magnússon guðmundur@mbl.is Bandarískir stjórnarerindrekar munu ekki sækja Vetrarólympíuleik- ana í Beijing í Kína í febrúar á næsta ári. Bandaríkjastjórn vill með þeim hætti mótmæla og vekja athygli á mannréttindabrotum í landinu og sérstaklega á þjóðarmorði á Úígúr- múslimum í Xinjiang-héraði. Blaðafulltrúi Joes Bidens forseta tilkynnti þetta á fundi í Hvíta húsinu í gær. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á þátttöku bandarískra íþróttamanna í leikunum. Kínverjar brugðust illa við fréttunum og sögðust mundu grípa til „viðeigandi gagnráðstaf- ana“. Talsmaður kínverska utanrík- isráðuneytisins sagði að ekki ætti að blanda saman íþróttum og stjórn- málum. Mikill þrýstingur hefur verið á bandarísk stjórnvöld að nota Ólymp- íuleikana til að setja mannréttinda- brot í Kína í brennidepil pólitískra umræðna. Ekki kom þó til greina að hætta við þátttöku í leikunum eins og gert var í tíð Jimmys Carters for- seta 1980, en leikarnir voru þá haldn- ir í Moskvu skömmu eftir innrás Sovetríkjanna í Afganistan. Sú snið- ganga var almennt talin hafa haft lít- il áhrif. Mörg mannréttindasamtök hafa fagnað ákvörðuninni. Sumir áhrifa- menn í bandarískum stjórnmálum segja þó að þessi diplómatíska snið- ganga leikanna sé ekki nægilega öfl- ug. Höfðu samráð við bandamenn Óljóst er hvort fleiri ríki fylgi for- dæmi Bandaríkjamanna en það er þó ekki útilokað. Bandaríkjamenn höfðu samráð við bandamenn sína víða um heim áður en þeir tilkynntu ákvörðun sína. Nýsjálendingar ætla ekki að senda opinbera fulltrúa á leikana en þeir bera við erfiðleikum á ferðalögum vegna kórónuveirufar- aldursins. Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa verið við frostmark undanfarin ár. Hafa ríkin beitt hvort annað efna- hagslegum refsiaðgerðum, meðal annars með verndartollum sem skaðað hafa ýmsar atvinnugreinar landanna. Bandaríkjamenn fara ekki leynt með að þeir vilja stemma stigu við efnahagslegri og hernaðarlegri útþenslu Kínverja á Kyrrahafssvæð- inu og í Asíulöndum. Engu að síður er það opinber stefna beggja ríkjanna að skapa grundvöll friðsam- legra samskipta og málamiðlana. Áttu forsetarnir, Biden og Xi Jin- ping, 90 mínútna langan fund í myndsíma í október síðastliðnum. Vetrarólympíuleikarnir verða haldnir 4. til 20. febrúar á næsta ári. Sniðganga leikana að hluta - Engir bandarískir stjórnarerindrekar munu sækja Vetrarólympíuleikana í Kína í febrúar - Mótmæla þannig þjóðarmorði á Úígúr-múslimum í Xinjiang-héraði AFP Mótmæli Krafist fullrar sniðgöngu Vetrarólympíuleikanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.