Morgunblaðið - 08.12.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 08.12.2021, Síða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021 ✝ Gunnar Sig- urður Guðmundsson fædd- ist í Reykjavík 6. júlí 1949. Hann lést á Landspítalanum 25. nóvember 2021. Foreldrar hans voru Sigríður Flygenring, f. 27.3. 1926, d. 12.3. 2019, og Guðmundur Á. Björnsson, f. 26.5. 1919, d. 14.10. 1990. Systkini Gunnars eru: Ásta, f. 28.1. 1948, Kjartan Björn, f. 6.7. 1949, og Bryndís Sesselja, f. 24.1. 1955. Gunnar var giftur Viktoríu Hannesdóttur, f. 17.4. 1953, d. 16.2. 2013, og er dóttir þeirra Hera Brá, f. 5.4. 1983. Unnusti Heru er Njáll Reynisson, f. 6.2. 1983, og synir þeirra eru: Vikt- or, f. 15.9. 2014, d. 19.9. 2014, Benjamín Gunnar, f. 23.10. 2015, og Brynjar Reynir, f. 4.4. 2017. Stjúpsonur Gunnars er Ólafur Geir Guttormsson, f. 21.2. 1974. Gunnar vann lengi vel hjá Kassagerðinni við iðn sína og var á þeim tíma talinn einn sá besti í litgreiningu. Hann stofn- aði síðar fyrirtækið Litsjá sem sameinaðist svo Offsetþjónust- unni í Faxafeni. Á seinni árum tók hann meirapróf og keyrði rútur fyrir bæði Kynnisferðir og Guðmund Tyrfingsson. Allt lék í höndunum á Gunn- ari, hann hafði einstaka útsjón- arsemi og framtíðarsýn. Hann teiknaði sitt eigið hús um tví- tugt og byggði það sjálfur auk þess að teikna hús fyrir aðra. Hans síðasta byggingarverk var hús á draumastaðnum, Barðastöðum í Grafarvogi, með útsýni yfir Esjuna og Snæfells- jökul. Gunnar var alltaf mikill nátt- úruunnandi og útivistarmaður og var meðlimur í Útivist í um 30 ár. Hann var virkur í félags- starfinu. Félagarnir í Útivist voru eins og hans önnur fjöl- skylda, honum leið hvergi betur en í Þórsmörk, hlaupandi upp á fjöll að taka myndir eða úti að brasa með afastrákunum sín- um. Útför Gunnars verður í dag, 8. desember 2021, klukkan 13. Hlekkir á streymi: https://tinyurl.com/37r9vbyr https://www.mbl.is/andlat Gunnar ólst upp á Melhaga í Vesturbænum og gekk í Melaskóla og svo Hagaskóla. Hann hafði aðra heimssýn en jafn- aldrar hans og sem unglingur vann hann sem messagutti á farþegaskipinu Gullfossi. Hann naut þess að ferðast um heim- inn og kom heim með alls kon- ar dýrgripi eins og grammófón og plötur. Leið Gunnars lá næst í Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist sem off- setprentari. Hann hafði mikinn áhuga á ljósmyndun og var í ljósmyndaklúbbi með vinum sínum Pjetri Maack og Kjartani Kristjánssyni er nefndist LJÓS. Þeir héldu þrjár ljósmynda- sýningar undir því nafni á Kjarvalsstöðum 1971, 1973 og 1975 þar sem þeir sýndu og seldu stækkaðar svart/hvítar ljósmyndir sínar. Elsku besti pabbi minn, ég er ekki að trúa því að þú sért farinn. Þú varst vanur að koma til okkar á hverjum degi til að taka á móti afastrákunum þínum úr leikskól- anum. Leika við þá, fara með þeim í göngu- eða hjólatúr, tína kræki- ber með þeim úti í garði, leyfa þeim að brasa í Land Rovernum þínum og jafnvel þrífa hann með þér. Strákarnir okkar eru svo heppnir að hafa átt svona góðan afa sem sá ekki sólina fyrir þeim og kenndi þeim svo margt. Ég var líka ótrúlega heppin með pabba. Hann var svo duglegur að gera hluti með mér, fara með mig í úti- legur, jeppaferðir, gönguferðir með Útivist og það voru ófáar ferðir upp í Skálafell eða Bláfjöll á skíði með heitt kakó í brúsa. Hann elskaði íslenska náttúru og kenndi mér að meta hana líka. Sameig- inlegt áhugamál okkar var að púsla og alltaf þegar ég var veik kom hann færandi hendi með púsl til að stytta mér stundir. Ekki er langt síðan við hjálpuðumst öll að við að klára saman stórt púsl. Pabbi hafði mikinn áhuga á bíl- um sem smitaðist yfir á mig þegar ég var lítil og ég fékk alltaf að sitja í fanginu á honum og stýra niður götuna í Akurholtinu. Þegar ég stækkaði fór ég að fá að skipta um gíra og kúpla og kenndi þetta mér að fá tilfinningu fyrir bílnum og því að keyra. Þegar ég var 11 ára keyrði ég í fyrsta sinn sjálf, upp í sveit, með símaskrá undir mér til að sjá út um gluggann. Þetta var það skemmtilegasta sem ég gerði. Pabbi æfði mig í að bakka upp brekkur og leggja í stæði og þegar ég var 16 ára og komin með æf- ingaakstur vorum við á leið inn í Þórsmörk og lét pabbi mig keyra yfir eina af ánum sem þurfti að komast yfir. Hann hafði óbilandi trú og traust á mér. Þegar loks kom að því að fara til ökukennara fór ég í einn tíma og þurfti ekki að mæta aftur því samkvæmt öku- kennaranum kunni ég að keyra. Pabbi var alltaf með myndavél- ina á lofti, hvert sem hann fór, og er ég ótrúlega þakklát fyrir allar þær myndir sem hann skilur eftir sig. Ég var þó ekki alltaf jafn hress með þennan ljósmyndaáhuga þeg- ar ég var yngri, þurfti stundum að bíða í ófáar mínútur úti í kanti á ferðalögum okkar um landið þegar pabbi sá flotta birtu og gat ekki sleppt því að smella nokkrum myndum. Hann gleymdi alveg tíma og stað þegar hann datt niður á góða birtu, enda var hann með virkilega gott auga fyrir fallegu myndefni. Pabbi var mikill rólyndismaður og hafði góða nærveru. Hann átti enga óvini og var góður við alla. Hann gat átt samræður við hvern sem er og þótti honum flestallt áhugavert. Njáli tókst meira að segja að koma honum upp á að horfa á enska boltann, sem hann hafði aldrei gert áður. Hann var líka einstaklega fær í höndunum og gat alltaf reddað öllu, ef mann vantaði eitthvað hringdi maður í pabba og hann var alltaf til í að hjálpa. Pabbi skilur eftir sig stórt skarð í okkar litlu fjölskyldu og hans verður sárt saknað af okkur Njáli, Benjamín Gunnari og Brynjari Reyni sem vissu ekkert betra en að brasa eitthvað með afa. Nú fær Viktor loks að kynnast afa Gunn- ari, við vitum að þeir munu bralla mikið saman. Takk fyrir allt pabbi, Hera Brá. Elsku Gunnar, ég trúi því ekki enn að þú sért farinn frá okkur. Það er erfitt að sætta sig við að maður geti ekki notið návistar þinnar lengur. Það sem mér leið alltaf vel í návist þinni, alveg frá fyrstu kynnum þegar við buðum þér í mat í Grundartangann svo að Hera gæti kynnt mig fyrir þér. Ég hugsaði strax hvað þetta væri góð- ur maður og gaman að spjalla við hann. Mér fannst við strax ná að tengjast svo vel. Eitt af því fyrsta sem við gerðum saman var að laga tröppurnar í Akurholtinu, 300 fm húsinu sem þú teiknaðir að sjálf- sögðu sjálfur rétt um tvítugt og byggðir svo sjálfur, með nánast jafn stórri sundlaug í bakgarðinum og sundlaugin heima á Djúpavogi var, þar sem ég lærði skólasund. Auðvitað var mótað fyrir linsu úr myndavél í einum steypta út- veggnum í húsinu. Þetta var um sumar og veðrið var mjög fallegt. Við múruðum tröppurnar upp á nýtt og þær voru eins og nýjar, því allt sem þú komst nálægt var allt- af gert upp á 10. Þannig maður varst þú, það var aldrei verið að drífa sig að hlutunum, aðalmálið var að gera þetta vel. Þegar við vorum búnir var sólin að setjast og þú raukst af stað með mynda- vélina að taka myndir af hestum í náttúrunni við sólsetrið. Elsku Gunnar, ég á svo ótal- margar minningar með þér og all- ar svo ótrúlega góðar, allar minn- ingarnar frá Barðastöðum, við að klára saman að byggja drauma- húsið þitt með útsýni yfir golfvöll- inn og að sjálfsögðu Esjuna. Vandvirkari mann er erfitt að finna og ég minnist þess þegar menn komu og sáu parketlögnina eftir þig. Alltaf nákvæmlega sama fúgubil meðfram öllum þessum flókna bogavegg og öllum hornum sem engin eru eins. Þá sögðu menn, hvernig fóru þið að þessu? Þetta reyndist ekki flókið fyrir þig, þú tókst þér tíma í þetta og varst ekki að stressa þig á þessu. Þetta lýsir þér svo vel og eins og ég sagði oft við þig, ég hef aldrei kynnst öðrum eins millimetra- manni. Þú varst svo útsjónarsam- ur og hugsaðir hvern hlut til enda, þú gast gert allt. Ég er svo þakklátur fyrir allan þann tíma og þolinmæði sem þú sýndir afastrákunum þínum, Benjamín og Brynjari. Þú kennd- ir þeim svo margt sem þeir fara með inn í sitt líf. Ég sé þig alveg fyrir mér hlæja að uppátækjunum þeirra. Þeir voru svo rosalega miklir afastrákar enda hittu þeir þig á hverjum einasta degi og hvert sem við fórum, í útilegu eða sumarbústað þá fylgdir þú fast á eftir. Alltaf kvöddu þeir þig á kvöldin með því að hlaupa út allan ganginn og í fangið á afa sínum og knúsa og kyssa. Elsku Gunnar, það er ótrúlega sárt að hugsa til þess að hafa þig ekki hjá okkur, drekka með þér kaffi og horfa út að Esju og virða fyrir sér náttúruna. Spjalla um bíla, myndavélar og húsbyggingar og allt milli himins og jarðar. Spjalla um vinnuna mína sem þú hjálpaðir mér svo mikið með, þar sem þú varst með mikla reynslu í að reka fyrirtæki. Elsku Gunnar ég á þér svo margt að þakka, þú kenndir mér svo margt. Ég mun aldrei gleyma þér og nú veit ég að þú ert farinn að leika við og passa upp á hann Viktor okkar. Njáll Reynisson. Það er nokkuð sérstök tilfinn- ing að setjast niður til að minnast Gunna tvíburabróður míns, engu að síður er mér það bæði ljúft og skylt. Við höfum alla tíð verið mjög nánir og átt auðvelt með að setja okkur í spor hvor annars. Áhuga- mál hafa verið þau sömu, að minnsta kosti lík. Minnist ég þess þegar við vor- um í níu ára bekk og lágum á smíðastofuglugganum í Melaskól- anum og létum okkur dreyma um að komast í smíðatíma en þangað kæmumst við næsta vetur, urðum við að láta okkur duga að smíða dúfnakofa heima. Snemma beyg- ist krókur, Gunna fylgdu alla tíð ýmis byggingatengd mál. Þegar hann var rétt um tvítugt seldi hann bílinn sinn til að greiða fyrir lóð sem hann fékk úthlutaða í Mosfellssveit. Hannaði síðan og teiknaði sitt fyrsta hús, var afi fenginn til að skrifa upp á teikn- ingarnar. Gunni hugsaði ekki smátt; teiknaði stórt hús á tveim- ur hæðum og betrumbætti með átta metra útisundlaug, enda lóðin stór og heita vatnið ódýrt. Elju og útsjónarsemi skorti ekki við bygg- ingaframkvæmdir. Þá teiknaði Gunni tvö önnur hús í Arnarnesinu. Á þessum tíma stóð hugur hans mjög til þess að fara í arkitektanám, ekki varð þó úr því enda nóg að gera, orðinn offsetljósmyndari í fullu starfi hjá Gunnar S. Guðmundsson Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR frá Kirkjubæ, Vestmannaeyjum, lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 28. nóvember. Útför hennar verður frá Landakirkju 9. desember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á vef Landakirkju, landakirkja.is. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Hraunbúða, reikn.nr. 0582-26-200200, kt. 420317-0770. Guðrún R. Jóhannsdóttir Þórarinn Sigurðsson Jónas S. Jóhannsson Þorbjörg Þorfinnsdóttir Pétur S. Jóhannsson Vilborg Stefánsdóttir Jóhann Þór Jóhannsson Hafdís Hannesdóttir Kristín Antonsdóttir ömmubörn og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LEIFUR ÞORLEIFSSON, bifreiðasmíðameistari og verslunarmaður, Hörgslundi 19, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 9. desember klukkan 13. Allir eru velkomnir í kirkjuna en vegna sóttvarna þurfa kirkjugestir að sýna neikvætt hraðpróf við innganginn, sem er ekki eldra en 48 klst. Hraðpróf er pantað fyrir fram á covidtest.is, covid.is eða testcovid.is. Streymt verður frá athöfninni á https://youtu.be/I4Pvb9kSd2I og hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Marta Pálsdóttir Erla Leifsdóttir Páll Þór Leifsson Helga María Fressmann og barnabörn Eiginmaður minn, bróðir og mágur, BJARNI GUNNARSSON, enskukennari, löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur, Bogahlíð 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 29. nóvember. Útförin hefur farið fram. Dagbjört Gunnarsdóttir Kristín Gunnarsdóttir Ólafur I. Jóhannsson Gunnar Vagn Gunnarsson Berglind Hrönn Hallgrímsd. Elísabet Gunnarsdóttir Þórunn Gunnarsdóttir og fjölskyldur Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, mág- og svilkona, IRMA KARLSDÓTTIR bankafulltrúi, lést á Sólvangi í Hafnarfirði 1. desember. Útförin haldin í kyrrþey að hennar ósk. María Kjartansdóttir Þorkell Guðmundsson Kári Þorkelsson Atli Þorkelsson Colby Rapson Sunna Þorkelsdóttir Ingigerður M. Jóhannsdóttir Reynir Guðnason Okkar ástkæri GUÐJÓN INGVI STEFÁNSSON verkfræðingur lést á hjartadeild Landspítalans laugardaginn 4. desember. Elín Guðjónsdóttir Stefán Arnarson Þorbjörn Guðjónsson Þórdís Bragadóttir Stefán Broddi Guðjónsson Þuríður Anna Guðnadóttir Guðrún Broddadóttir Heba Björk, Tómas, Stefanía Bergljót, Friðrik Þjálfi, Guðni Snær, Ingvi Freyr og Óskar Máni Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG SIGURBJÖRNSDÓTTIR frá Múlastekk í Skriðdal, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 5. desember. Útför hennar fer fram í Grafarvogskirkju á Lúsíudag, 13. desember, kl. 10-11 í viðurvist allra nánustu ættingja vegna sérstakra aðstæðna. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Hjartans þökk fyrir einlæga samkennd og samúð. Ingunn St. Svavarsdóttir Sigurður Halldórsson Kristbjörg, Kristveig, Halldór Svavar og fjölskyldur Birna Kristín Svavarsdóttir Kristinn Ingólfsson Svava, Ásdís, Sigurbjörn og fjölskyldur Erla Kolbrún Svavarsdóttir Gunnar Svavarsson Guðrún Mist, Melkorka og fjölskyldur Alma Eir Svavarsdóttir Guðjón Birgisson Magnús Már, Svavar og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, SIGRÚN SIGURDRÍF HALLDÓRSDÓTTIR frá Súðavík, síðast til heimilis í Lindasíðu 2, Akureyri, lést þriðjudaginn 30. nóvember á Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 10. desember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna þurfa kirkjugestir að sýna fram á neikvætt PCR- eða hraðpróf, tekið af viðurkenndum aðila, ekki eldra en 48 klst. gamalt. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Björns Rúnarssonar, reikningsnr. 0354-13-200686, kt. 1412513259. Streymt verður á facebooksíðunni Jarðarfarir í Glerárkirkju – beinar útsendingar. Daði Hálfdánsson Ráðhildur Stefánsdóttir Rúnar Hálfdánarson Inga Helga Björnsdóttir Kristján Hálfdánarson Jóhanna S. Hansen Brynjar Bragason Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir Sigurdríf Jónatansdóttir Björn J. Sighvatz Ólafía Jónatansdóttir Haukur Konráðsson Rögnvaldur Jónatansson Ásta Reykdal Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.