Morgunblaðið - 08.12.2021, Side 22
MEISTARADEILDIN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Spænsku meistararnir í Atlético
Madríd tryggðu sér í gær sæti í
16-liða úrslitum Meistaradeildar
Evrópu karla í knattspyrnu. Atlé-
tico fór til Portúgal og vann góð-
an 3:1-útisigur á Porto og náði
þar með 2. sæti í B-riðli keppn-
innar. Talsvert gekk á í leiknum
en leikmönnum úr báðum liðum
var vikið af leikvelli. Wendell hjá
Porto og Yannick Carrasco hjá
Madríarliðinu. Antoine Griez-
mann, Ángel Correa og Rodrigo
de Paul skoruðu mörk Atlético en
Sérgio Oliveira skoraði fyrir
Porto.
Tvö af sigursælustu liðum í
sögu Evrópukeppni meistaraliða
og Meistaradeildarinnar, Ajax og
Liverpool, unnu alla leiki sína í
riðlakeppninni þetta tímabilið.
Með 4:2 sigri gegn Sporting
Lissabon fékk Ajax 18 stig í C-
riðli og með 2:1 útisigri gegn AC
Milan fékk Liverpool 18 stig í B-
riðli. Með sigrinum í Mílanó gerði
Liverpool út um vonir AC Milan
að ná öðru sætinu í riðlinum en
fyrir lokaumferðina var þriggja
liða barátta um að fylgja Liver-
pool í 16-liða úrslitin. Fikayo To-
mori kom þó Milan yfir á 29. mín-
útu en Mohamed Salah og Divock
Origi svöruðu fyrir Liverpool.
Real náði efsta sætinu
Stórliðin Real Madríd og Inter
Milan mættust í Madríd í D-riðli
en viðureignin hafði ekki neitt um
það að segja hvaða lið kæmust
áfram. Liðin voru bæði örugg en
þau áttu eftir að útkljá hvort liðið
næði efsta sætinu. Real tókst að
gera það með 2:0 sigri og vann
fimm leiki af sex. Í lok september
urðu þau mögnuðu úrslit að Sher-
iff Tiraspol frá Moldóvu vann
Real 2:1 á Santiago Bernabeau-
leikvanginum en Real lét ekki þau
úrslit slá sig út af laginu.
Segja má að Sheriff sé spútn-
iklið keppninnar þetta tímabilið
og liðið heldur áfram í Evr-
ópudeildinni eftir að hafa hafnað í
3. sæti í D-riðlinum. Toni Kroos
og Marco Asensio skoruðu mörkin
fyrir Real í gær.
Riðlakeppni Meistaradeild-
arinnar lýkur í kvöld þegar leikið
verður í E-, F-, G- og H-riðli. Þar
er mesta spennan í G-riðlinum hjá
Lille, Salzburg, Sevilla og Wolfs-
burg.
- Ajax og Liverpool fengu fullt hús
AFP
Í Portúgal Gleðin var við völd hjá leikmönnum Atlético Madríd í gær en lið-
ið er komið áfram í útsláttarkeppnina eftir sveiflukennt gengi.
Atlético vann og fer áfram
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021
Meistaradeild Evrópu
A-RIÐILL:
París SG – Club Brugge .......................... 4:1
RB Leipzig – Manchester City ............... 2:1
Lokastaðan:
Manchester City 6 4 0 2 18:10 12
Paris SG 6 3 2 1 13:8 11
RB Leipzig 6 2 1 3 15:14 7
Club Brugge 6 1 1 4 6:20 4
_ Manchester City og París SG í 16-liða úr-
slit, RB Leipzig í Evrópudeildina.
B-RIÐILL:
AC Milan – Liverpool............................... 1:2
Porto – Atlético Madrid........................... 1:3
Lokastaðan:
Liverpool 6 6 0 0 17:6 18
Atlético Madrid 6 2 1 3 7:8 7
Porto 6 1 2 3 4:11 5
AC Milan 6 1 1 4 6:9 4
_ Liverpool og Atlético í 16-liða úrslit,
Porto í Evrópudeildina.
C-RIÐILL:
Ajax – Sporting Lissabon ........................ 4:2
Borussia Dortmund – Besiktas............... 5:0
Lokastaðan:
Ajax 6 6 0 0 20:5 18
Sporting 6 3 0 3 14:12 9
Dortmund 6 3 0 3 10:11 9
Besiktas 6 0 0 6 3:19 0
_ Ajax og Sporting í 16-liða úrslit, Dort-
mund í Evrópudeildina.
D-RIÐILL:
Real Madrid – Inter Mílanó .................... 2:0
Shakhtar Donetsk – Sheriff .................... 1:1
Lokastaðan:
Real Madrid 6 5 0 1 14:3 15
Inter Mílanó 6 3 1 2 8:5 10
Sheriff 6 2 1 3 7:11 7
Shakhtar Donetsk 6 0 2 4 2:12 2
_ Real Madrid og Inter Mílanó í 16-liða úr-
slit, Sheriff í Evrópudeildina.
England
C-deild:
Sunderland – Morecambe ...................... 5:0
- Jökull Andrésson var varamarkvörður
hjá Morecambe.
>;(//24)3;(
1. deild kvenna
Aþena/UMFK – Tindastóll.................. 90:84
Hamar/Þór – Snæfell ........................... 77:68
ÍR – KR ................................................. 70:73
Þór Ak. – Vestri .................................... 81:48
Staðan:
ÍR 9 8 1 697:527 16
Ármann 9 7 2 745:582 14
Þór Ak. 9 6 3 655:571 12
KR 9 6 3 681:629 12
Aþena/UMFK 10 5 5 699:725 10
Hamar/Þór 9 4 5 645:658 8
Snæfell 9 4 5 673:673 8
Stjarnan 8 3 5 549:584 6
Tindastóll 9 3 6 667:704 6
Fjölnir b 8 2 6 470:603 4
Vestri 9 1 8 525:750 2
1. deild karla
Selfoss – Skallagrímur......................... 85:79
Staðan:
Haukar 11 10 1 1130:825 20
Höttur 9 8 1 916:746 16
Álftanes 11 8 3 1028:908 16
Sindri 11 6 5 1001:955 12
Selfoss 11 6 5 931:948 12
Fjölnir 10 5 5 886:916 10
Skallagrímur 12 4 8 995:1025 8
Hrunamenn 10 4 6 871:968 8
Hamar 11 2 9 849:1008 4
ÍA 10 0 10 737:1045 0
Evrópubikar karla
B-RIÐILL:
Venezia – Valencia.............................. 67:81
- Martin Hermannsson skoraði 5 stig, gaf
6 stoðsendingar og tók eitt frákast fyrir
Valencia á 30 mínútum.
_ Gran Canaria 8, Buducnost 8, Valencia 8,
Virtus Bologna 6, Ulm 4, Cedevita Olimpija
4, Promitheas 4, JL Bourg 4, Venezia 4,
Bursaspor 4.
NBA-deildin
Charlotte – Philadelphia ......... (frl.) 124:127
Detroit – Oklahoma City ................. 103:114
Indiana – Washington...................... 116:110
Miami – Memphis............................... 90:105
Chicago – Denver ............................... 109:97
Milwaukee – Cleveland.................... 112:104
Minnesota – Atlanta......................... 110:121
Phoenix – San Antonio..................... 108:104
Golden State – Orlando...................... 126:95
Portland – LA Clippers ..................... 90:102
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Meistaradeild kvenna:
Kópavogsv.: Breiðablik – Real Madrid ... 20
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin:
Ásvellir: Haukar – Grindavík ................... 18
Borgarnes: Skallagrímur – Fjölnir..... 18.15
Ljónagryfjan: Njarðvík – Breiðablik . 19.15
Blue-höllin: Keflavík – Valur............... 20.15
1. deild karla:
Ásvellir: Haukar – Fjölnir ................... 20.30
Í KVÖLD!
Landsliðskonan Hallbera Guðný
Gísladóttir verður ekki áfram í her-
búðum sænska knattspyrnufélags-
ins AIK á næstu leiktíð. Þetta stað-
festi hún við mbl.is í gær. Hallbera,
sem er 35 ára gömul, gekk til liðs
við AIK fyrir síðasta tímabil en fé-
lagið var nýliði í sænsku úrvals-
deildinni og hélt sæti sínu. Hún spil-
ar að öllum líkindum áfram í
Svíþjóð. „Ég er bara að skoða mín
mál og ég hef ekki tekið neina
ákvörðun um það með hvaða liði ég
spila á næstu leiktíð,“ sagði Hall-
bera í samtali við mbl.is.
Hallbera er farin
frá AIK
Morgunblaðið/Eggert
Óvissa Hallbera Guðný Gísladóttir
er án félags um þessar mundir.
Kristín Þórhallsdóttir er líkleg til
að berjast um verðlaunasæti á Evr-
ópumeistaramótinu í kraftlyft-
ingum í Västerås í Svíþjóð um
næstu helgi. Hún fékk brons-
verðlaun á HM í -84 kg flokki
kvenna í haust. Fjórir aðrir Íslend-
ingar eru á leið á mótið. Birgit Rós
Becker keppir í -76 kg flokki
kvenna, Hilmar Símonarson í -66
kg flokki karla, Viktor Samúelsson
í -105 kg flokki karla og Aron Frið-
rik Georgsson í -120 kg flokki
karla. Viktor varð sjötti á síðasta
heimsmeistaramóti.
Fimm Íslendingar
á EM í Västerås
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
EM Kristín Þórhallsdóttir komst á
verðlaunapall á HM í haust.
Noregur fer með fullt hús stiga í
milliriðil eitt á HM kvenna í hand-
knattleik undir stjórn Þóris Her-
geirssonar. Noregur vann í gær
stórsigur á Rúmeníu, 33:22, sem
lengi hefur verið í hópi sterkustu
landsliða í Evrópu. Noregur vann
alla þrjá leikina í C-riðli og Rúm-
enía vann tvo af þremur.
Þóris og norsku kvenna bíða leik-
ir í milliriðli gegn liðunum sem fóru
áfram úr B-riðli. Þar fékk Rússland
fullt hús stiga en eins og Noregur
hefur lið Rússlands verið firna-
sterkt alla þessa öld eða svo gott
sem. Liðið leikur af pólitískum
ástæðum undir merkjum Hand-
knattleikssambands Rússlands í
þessari keppni. Serbía og Pólland
fóru einnig áfram úr B-riðlinum en
Noregur ætti að eiga afar fína
möguleika á að vinna þau lið.
Svíþjóð tapaði stigi í gær ef þann-
ig má að orði komast en liðið gerði
jafntefli gegn Hollandi. Úrslit sem
gætu haft áhrif á milliriðil tvö.
Ljósmynd/heimasíða keppninnar
HM Norska liðið var ekki í vandræðum gegn Rúmeníu í gær og er í góðri
stöðu á þessum tímapunkti á HM en framundan er keppni í milliriðlum.
Noregur í góðri stöðu
Styrmir Maack og Axel Orongan
voru áberandi í sókninni hjá
Skautafélagi Reykjavíkur þegar
liðið varð fyrst til að vinna Skauta-
félag Akureyrar í venjulegum leik-
tíma í Hertz-deild karla í íshokkí á
Akureyri í gærkvöldi.
SR sigraði 4:2 eftir að SA komst
2:1 yfir í leiknum. Styrmir Maack
skoraði eina markið í fyrsta leik-
hluta en hann átti einnig tvær stoð-
sendingar fyrir SR í leiknum.
Akureyringar komust yfir í öðr-
um leikhluta með mörkum Baltas-
ars Hjálmarssonar og varn-
armannsins Orra Blöndal. Sölvi
Atlason jafnaði fyrir SR og var
staðan 2:2 fyrir síðasta leikhluta.
Mörk frá Kára Arnarssyni og Ax-
el Orongan í þriðja leikhluta inn-
sigluðu sigurinn en Axel skoraði í
opið mark SA þegar fimm sek-
úndur voru eftir. Axel gaf einnig
tvær stoðsendingar í leiknum.
SA hefur unnið fimm af fyrstu sjö
leikjunum en SR fimm af fyrstu níu.
SR vann á Akureyri
Ljósmynd/Bjarni Helgason/SR ís
Skoraði Axel Snær Orongan kom að þremur mörkum hjá Reykvíkingum í
gær þegar þeir unnu á Akureyri í annað sinn á keppnistímabilinu.