Morgunblaðið - 08.12.2021, Side 28
Flautuhópurinn viibra
kemur fram á hádegistón-
leikum í Salnum í dag kl.
12.15. Hópinn skipa Ás-
hildur Haraldsdóttir,
Berglind María Tóm-
asdóttir, Björg Brjáns-
dóttir, Dagný Mar-
inósdóttir, Sólveig
Magnúsdóttir, Steinunn
Vala Pálsdóttir og Þuríður
Jónsdóttir. Hópurinn var
stofnaður við gerð plötu
Bjarkar Guðmundsdóttur,
Útópía, og kom fram á
tónleikaferðalagi með
henni í kjölfar útgáfu
plötunnar. Hópurinn hefur mikinn metnað fyrir áfram-
haldandi samstarfi. Á efnisskrá tónleikanna í dag eru
verk eftir Björk, Þuríði Jónsdóttur, Hilmu Kristínu
Sveinsdóttur, Pauline Oliveros og Tsjajkovskíj. Að-
gangur er ókeypis og öll velkomin.
Flautuhópurinn viibra í Salnum
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Göngugarpurinn Guðni Olgeirsson
hefur gengið um landið þvert og
endilangt og kortlagt gönguleiðir í
heimahéraði. „Þegar Ferðafélag Ís-
lands leitaði til mín sem höfundar að
fyrsta ritinu sagði ég meira í gamni
en alvöru að draumurinn væri að
kortleggja gönguleiðir á öllum af-
réttum í Rangárvallasýslu. Ég á enn
eftir Holtamannaafrétt, Tungnaár-
öræfin, Veiðivötn og Eyjafjöllin, en
forsvarsmenn veiðifélags Land-
mannaafréttar hafa beðið mig að
móta með sér gönguleiðir á Veiði-
vatnasvæðinu, svo næstu skref blasa
við.“
Guðni þekkir manna best göngu-
leiðir að Fjallabaki og hefur skrifað
um þær tvö fræðslurit, sem Ferða-
félag Íslands hefur gefið út. Hellis-
mannaleið – Gönguleiðir á Land-
mannaafrétti og í Friðlandi að
Fjallabaki kom út 2015 og Dalastígur
að Fjallabaki – 22 gönguleiðir í
óbyggðum og afréttum í Rangárþingi
hefur verið í sölu síðan í sumar. Í
þeim gerir Guðni grein fyrir 400-500
km af gönguleiðum að Fjallabaki,
flestum fáförnum og óstikuðum.
Faðirinn gaf tóninn
Olgeir Engilbertsson, bóndi í
Nefsholti og fjallamaður í áratugi,
kom syni sínum á bragðið. „Tenging
mín við Landmannaafrétt er mjög
sterk, því öll æskuárin fór ég þangað
sem bóndasonur með sauðfé í sumar-
byrjun,“ segir Guðni. „Það var sér-
stakt tilhlökkunarefni að fara inn á
fjall og tilfinningin var endurvakin
þegar ég fór að ganga þessar leiðir
skipulega, merkja þær og skrá og
skrifa um þær bækur, og einnig í
tengslum við ferðir með gönguhópa.“
Guðni segir föður sinn hafa verið
óþreytandi við að hvetja sig til fyrr-
nefndra verka. Hann hafi lengi haft
mikinn áhuga á að stika leið úr byggð
upp að Landmannalaugum og svo
hafi farið að fjölskyldan og annað
áhugafólk sem tengist Landmanna-
afrétti hafi náð að ljúka því verki
2011. Í kjölfarið hafi hann fengið ósk
frá Ferðafélaginu um að skrifa fyrra
ritið og það síðara í beinu framhaldi.
Segist hann vera mjög þakklátur fyr-
ir að hafa fengið þessi tækifæri með
dyggum stuðningi og hvatningu. „Við
byrjuðum að stika Hellismannaleið-
ina 2006 og það tók nokkur ár að
ljúka því verki. Pabbi er 85 ára og
hefur alla tíð undirbúið stikuferð-
irnar með því að hafa tiltækt nóg af
stikum og öðru efni. Það er hefð hjá
fjölskyldunni og vinum að fara í eina
eða tvær viðhaldsferðir á ári og auk
þess hefur verið mjög vinsælt að fá
pabba á Geimstöðinni sem trússara í
gönguferðum um svæðið.“
Búið er að merkja um 80 km fjög-
urra daga Hellismannaleið og
Skarfanesleið frá Leirubakka í Land-
mannalaugar og ýmsar aðrar merkt-
ar leiðir á afréttinum eru samtals um
50 km. „Allar gönguleiðir sem ég fer,
merki og skráset eru á milli skála að
Fjallabaki eða á afréttunum, út frá
skálum upp á nærliggjandi fjöll eða
mismunandi hringleiðir. Þetta eru
allt þægilegar en mismunandi krefj-
andi leiðir fyrir gönguhópa og mér
finnst mjög gaman að fara með fjöl-
skylduna, vini og fólk sem ég tengist
inn á svæðið. Nokkrir dagar á fjöllum
með skálastemningu eru kjörið tæki-
færi til að kynnast og styrkja bönd-
in.“
Framtak fjölskyldunnar og vina
við stikun leiðanna hefur verið unnið í
sjálfboðavinnu og styrkt af rekstrar-
aðilum skálanna. Guðni leggur
áherslu á að hann lýsi aðeins göngu-
leiðum í rammaskipulagi Suður-
hálendisins. Þær séu hluti verndar-
áætlunar Umhverfisstofnunar og
viðurkenndar sem gönguleiðir til
framtíðar. Hann fari ekki inn á við-
kvæm svæði og hafi m.a. haft samráð
við sveitarfélögin, staðkunnuga,
rekstraraðila skála og Umhverfis-
stofnun. Svæðið sé óendanlega fjöl-
breytt og bjóði upp á marga mögu-
leika. „Ég sé fyrir mér að
Dalastígurinn geti orðið skemmtileg
og fjölbreytt viðbót við Laugaveginn
en segja má að hann liggi samhliða
og vestan við hann þar sem einungis
er ein dagleið á milli.“
Ferðir að Fjallabaki
- Guðni hefur kortlagt gönguleiðir og skrifað tvö rit um þær
Feðgar Á Rjúpnavöllum á Hellismannaleiðinni. Frá vinstri: Guðni Olgeirs-
son, Finnur Kári Guðnason og Olgeir Engilbertsson í Nefsholti.
Á Dalastígnum Guðni nálægt
Dalakofanum, Ljósufjöll í baksýn.
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 342. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Spænsku meistararnir í Atlético Madríd tryggðu sér í
gær sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu
karla í knattspyrnu. Atlético fór til Portúgal og vann
góðan 3:1-útisigur á Porto og náði þar með 2. sæti í B-
riðli keppninnar. Talsvert gekk á í leiknum en leik-
mönnum úr báðum liðum var vikið af leikvelli.
Tvö af sigursælustu liðum í sögu Evrópukeppni
meistaraliða og Meistaradeildarinnar, Ajax og Liver-
pool, unnu alla leiki sína í riðlakeppninni þetta tímabil-
ið og eru til alls líkleg. »22
Atletíco Madríd komst áfram á
kostnað AC Milan og Porto
ÍÞRÓTTIR MENNING
Gítarar
Frábært úrval
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is