Morgunblaðið - 17.12.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021
www.bakoisberg.is
E L DHÚS A L L RA L ANDSMANNA
HÁGÆÐA VÍNGLÖS
FRÁ ZW IESEL FYR IR VANDLÁTA
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Sú aðstoð sem við veitum hér er
mörgum nauðsynleg og þetta er
starf sem gefandi er að sinna,“ seg-
ir Anna H. Pétursdóttir, formaður
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.
Ætla má að um 1.100 fjölskyldur
fái aðstoð nefndarinnar nú fyrir há-
tíðirnar, en jólaúthlutunin var í gær
og aftur í dag. Fólk hefur þá mætt
í aðstöðu nefndarinnar við Hátún í
Reykjavík og tekur – samkvæmt
fyrir fram ákveðnum skammti –
mat og aðrar nauðsynjar sem ættu
duga til hátíðlegs jólahalds.
Sjálfboðaliðar leggja lið
Fjöldi sjálfboðaliða mætti á
svæðið í gær og lagði starfinu lið.
Meðal annars kom fólk frá
ákveðnum fyrirtækjum og var á
svæðinu við störf brot úr degi við
matarúthlutunina, sem lengi hefur
verið litið svo á að sé að minnsta
kosti að einhverju marki hitamælir
á þjóðfélagið, lífskjör og stöðu efna-
hagsmála hverju sinni. Í aðdrag-
anda jólahátíðarinnar þykir þetta
sömuleiðis teikna upp andstæður
og að fjöldi fólks hefur lítið handa á
milli.
„Kjúklingur, kjötbollur, lamba-
læri og hamborgarhryggur. Í kjöt-
inu hefur fólk um ýmislegt að velja
og auðvitað í öðrum tegundum
líka,“ segir Anna. Hún hefur tekið
þátt í starfi Mæðrastyrksnefndar
frá 2004 og verið formaður frá
2015. Á þessum árum segir hún að
misjafnt hafi verið hve margir hafi
óskað eftir aðstoð fyrir jól. Fyrst
eftir efnahagshrunið hafi látið
nærri að 2.000 fjölskyldum hafi ver-
ið liðsinnt og um 1.500 í fyrra, en
einmitt þá voru margir atvinnulaus-
ir vegna afleiðinga kórónuveir-
unnar.
Fjöldi fjölskyldna
segir ekki alla söguna
„Í ár verða þessar fjölskyldur um
1.100 og kemur fækkun frá í fyrra
til vegna þess að nú er atvinnu-
ástand einfaldlega betra nú en
var,“ segir Anna. Hún varar þó við
að of stíft sé horft í tölurnar eða
fjöldann. Á bak við vanda hverrar
fjölskyldu sé gjarnan sár saga, og
mörgum sé erfitt að leita hjálpar.
Nú þegar mataraðstoð Mæðra-
styrksnefndar er lokið er komið að
jólagjafaúthlutun, sem verður
næsta mánudag. Þá geta foreldrar
sem eru í viðkvæmri stöðu fengið
gjafir handa börnum sínum – og
þar má velja úr leikföngum, bókum
og fleiru. Viðmiðið er tvær gjafir á
hvert barn – auk þess sem öll börn
fá til viðbótar bók og púsluspil.
Morgunblaðið/Eggert
Tiltekt Frá vinstri talið: Jónína Unnur Gunnarsdóttir, Guðrún Helga Schopka og Anna H. Pétursdóttir tína mat-
vörur í poka. Valið er af kostgæfni og reynt að hafa skammtinn ríflegan svo dugi til hátíðlegs jólahalds.
Aðstoða um 1.100 fjöl-
skyldur nú fyrir jólin
- Margir til Mæðrastyrksnefndar - Jólaúthlutun í gangi
Morgunblaðið/Eggert
Formaður Gefandi starf að sinna
segir Anna H. Pétursdóttir.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála hefur fellt úr gildi starfs-
leyfi vegna aukins sjókvíaeldis Laxa
fiskeldis í Reyðarfirði. Er þetta í
annað skipti sem leyfi til starfsem-
innar er fellt úr gildi. Í bæði skiptin
er um að kenna mistökum leyfisveit-
enda ríkisins, að mati úrskurðar-
nefndarinnar.
Ástæðan fyrir því að úrskurðar-
nefndin felldi nú úr gildi starfsleyfi
Umhverfisstofnunar fyrir 10 þúsund
tonna hámarkslífmassa á nýrri stað-
setningu Laxa fiskeldis í Reyðarfirði
er að stjórnvöld höfðu ekki látið gera
umhverfismat fyrir áhættumat
erfðablöndunar og burðarþolsmat,
hvorki fyrir þetta svæði né önnur.
Umhverfisstofnun og Matvæla-
stofnun veittu Löxum leyfi til að
auka eldi sitt með útgáfu leyfa í mars
á síðasta ári. Fyrri úrskurðurinn, þar
sem rekstrarleyfi var fellt úr gildi,
snerti meira stærð seiða sem Mat-
vælastofnun setti ekki á réttan hátt
inn í rekstrarleyfi. Úr því var bætt og
fengu Laxar nýtt leyfi. Nú er hitt leyf-
ið, starfsleyfið, fellt úr gildi. Það hefur
þó aðeins áhrif á hluta aukningarinn-
ar.
Laxar fiskeldi eru með 6 þúsund
tonna leyfi í Reyðarfirði og halda auk
þess 3 þúsund tonnum af nýja leyfinu
því útgáfa þess hluta var ekki kærð.
Málið snýst því um 7 þúsund tonna
aukningu.
Bætt verði úr vanköntun
Jens Garðar Helgason, fram-
kvæmdastjóri Laxa fiskeldis, segir að
fyrirtækið sé komið með 2.400 tonna
lífmassa af þeim 3 þúsund sem það
hefur leyfi fyrir. „Fyrir utan þau al-
mennu óþægindi sem svona fréttir
valda á þessi úrskurður ekki að hafa
nein áhrif á okkar daglegu starfsemi.
Við verðum komnir í hámarkið, 3 þús-
und tonn, við lok fyrsta ársfjórðungs
næsta árs og vonandi verða stjórnvöld
þá búin að bæta úr vanköntum með
umhverfismat áætlana og þá verði
hægt að endurnýja leyfið að fullu,“
segir hann.
Vísar hann þar til vinnu atvinnuveg-
aráðuneytisins og Hafrannsóknastofn-
unar við að gera umhverfismat áætl-
ana fyrir burðarþolsmat og áhættu-
mat erfðablöndunar, bæði fyrir Aust-
firði og Vestfirði. Tilkynnt var í lok
október að sú vinna væri hafin. Í
skýrslu sem þá var kynnt kom fram að
niðurstaða umhverfismatsins leiddi
ekki til breytinga á þessum áætlunum
en vísað til mótvægisaðgerða og vökt-
unar til að draga úr neikvæðum um-
hverfisáhrifum sjókvíaeldis.
Leyfi fellt úr gildi í annað sinn
- Leyfi til stækkunar sjókvíaeldis í Reyðarfirði fellt úr gildi vegna þess að stjórnvöld létu ekki gera um-
hverfismat áætlana - Unnið er að úrbótum - Úrskurðurinn hefur lítil áhrif á starfsemi Laxa fiskeldis
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Reyðarfjörður Unnið við sjókví hjá Löxum. Fyrirtækið hefur leyfi til að
vera með níu þúsund tonna lífmassa en sjö þúsund tonna aukning var ógilt.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég lít svo á að sem bæjarráðs-
fulltrúi sé það skylda mín að vinna
af ábyrgð að hagsmunum allra bæj-
arbúa þessa fal-
lega bæjar okkar
og það er mín
sannfæring að
með afstöðu
minni við af-
greiðslu síðustu
fjárhagsáætlunar
hafi ég breytt
rétt og styrkt
stöðu bæjarsjóðs
til að takast á við
nýjar áskoranir,“
segir Bjarni Torfi Álfþórsson, bæj-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Sel-
tjarnarnesi, í yfirlýsingu sem hann
sendi frá sér í gær.
Bjarni kaus með fulltrúum minni-
hluta í bæjarstjórn um tillögu um
hækkun útsvars úr 13,7% í 14,09%.
Þótti það tíðindum sæta að fulltrúi
sjálfstæðismanna styddi tillögu um
skattahækkun auk þess að stilla sér
upp gegn flokksfélögum sínum.
Meirihlutinn á Seltjarnarnesi hefur
löngum stært sig af lágu útsvari í
bænum. Bjarni segir í yfirlýsingu
sinni að hækkunin kosti hvern íbúa í
bænum að meðaltali um 19 þúsund
krónur á ári.
„Álagningarprósenta á Seltjarn-
arnesi verður eftir þessa hækkun
áfram ein sú lægsta á öllu landinu,
en með þessari sáttatillögu verður
tryggt að áfram verður boðið upp á
góða þjónustu við íbúa sveitarfé-
lagsins í mikilvægum málaflokkum,
svo sem á fjölskyldu-, æskulýðs- og
skólasviði.
Stundum er það svo að markmið
skarast og í þessu máli lít ég svo á
að til að geta staðið við loforð um
áframhaldandi góða þjónustu við
bæjarbúa og á sama tíma ráðist af
krafti í þau verkefni sem blasa við
okkur, sé hækkun útsvars nauðsyn-
leg. Það ætti ekki að koma á óvart,
því ég hef hef áður lýst skoðun
minni á nauðsynlegri hækkun út-
svars við afgreiðslu fjárhagsáætlun-
ar í desember 2020, til að tryggja
ásættanlega þjónustu,“ segir Bjarni.
Kostar hvern
íbúa 19 þúsund
- Bæjarfulltrúi ver hækkun útsvars
Bjarni Torfi
Álfþórsson