Morgunblaðið - 17.12.2021, Page 6

Morgunblaðið - 17.12.2021, Page 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021 Þú finnur fallegar og vandaðar jólagjafir hjá Eirvík Suðurlandsbraut 20 / Reykjavík / Sími 588 0200 / eirvik.is Ýmsu virðist hafa verið ábótavant um borð í Drangi ÁR sem sökk við bryggju á Stöðvarfirði í fyrrahaust. Í niðurstöðum Rannsóknarnefndar samgönguslysa, siglingasviði, kemur fram að nefndin telur að sjór hafi komist inn á milliþilfar með spúl- slöngu og/eða slóglúgunni og komist þaðan niður í lest og vélarrúm. Í sér- stakri ábendingu bendir nefndin á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá skipi þegar það er yfirgefið í höfn og sjá til þess að það sé vaktað. Drangur ÁR hafði verið á sæbjúgnaveiðum og komið til Stöðvarfjarðar til löndunar 12. október. Skipverjar voru í viðhaldsvinnu og lagfæringum á búnaði á vinnsluþilfari fram til 20. október en fóru þá í frí. Að morgni 25. október var kominn það mikill sjór inn í skipið að það lagðist á stjórnborðs- hliðina og sökk við bryggju. Við rannsókn kom meðal annars fram að haffærisskírteini var útrunnið, en það gilti til 15. október 2020. Eftir að skipinu var lyft upp og það látið fljóta kom ekki í ljós neinn leki að því. Skipið var við bryggju á Stöðvarfirði fram í ágúst 2021 en þá var það dregið til útlanda í niðurrif. Gengið sé tryggilega frá skipum í höfn Drangur ÁR Skipið sökk við bryggju. Ljósmynd/RNSA Vélarbilun í flutningaskipinu Lag- arfossi 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga í desember í fyrra er rakin til framleiðslugalla á sveifar- ási aðalvélar. Þetta kemur fram í lokaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa, siglingasviði, um atvikið. Óskað var eftir aðstoð og varðskipið Þór dró skipið til hafnar í Reykjavík. Lagarfoss var á siglingu frá Reykjavík til Argentia á Nýfundna- landi. Aðalvélin stöðvaðist fyrir- varalaust og í ljós kom að skynjari í sveifarhúsi hafði stöðvað hana. Reynt var að ræsa aðalvélina aftur og gekk hún þá í 2-3 mínútur þar til skynjarinn stöðvaði hana aftur. Reynt var að gera við bilunina, en við skoðun á sveifarási aðal- vélar kom í ljós sprunga á sveif nr. 4 og í framhaldi var tilraunum hætt til að gera við úti á sjó. Sveif- arásinn var sendur til rannsóknar hjá vélaframleiðanda og við rann- sókn á sprungunni benti allt til þess að gjall hefði komist í efnið í framleiðslu og við þetta gjall- innskot hafði myndast spenna í málmum sem að lokum leiddi til málmþreytu og sprungumyndunar í sveifarásnum. Framleiðslugalli orsök bilunar í Lagarfossi Eystri landsréttur í Danmörku þyngdi í gær dóm yfir íslenskum karlmanni sem hafði verið fundinn sekur um ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Dómurinn var þyngdur úr fjórum árum í sex ár. Brotin framdi maðurinn gegn stúlkunni á árunum 2006 til 2010 eða frá því hún var fimm ára gömul þar til hún varð níu ára. Stúlkan er nú danskur ríkisborgari. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa nauðgað dóttur sinni þegar þau voru á Íslandi og einnig í sum- arhúsi á Fjóni. Stúlkan hefur ekki átt nein samskipti við föður sinn frá árinu 2010. Embættismenn í Ny- borg á Fjóni kærðu málið til lög- reglu árið 2018 eftir að stúlkan greindi frá því hvað hún hefði upp- lifað í æsku. Dómur yfir Íslend- ingi þyngdur ytra Brot Málið var kært til lögreglu árið 2018. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Félag atvinnurekenda og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda skora á Svandísi Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, að tryggja að í vinnu nefndar um framtíð íslensks sjáv- arútvegs verði skoðuð verðlagning afurða og leiðir til að rýmka reglur um kaup og sölu aflaheimilda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi samtakanna tvennra, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, til ráðherrans í tilefni af þeim fyrirheitum sem gefin eru í stjórnarsáttmálanum um skipun nefndar sem gert er að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávar- útvegi, sem og meta þjóðhagslegan ávinning af núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi. Í bréfi samtakanna til Svandísar segir að mikilvægt sé að í störfum sínum taki nefndin sérstaklega fyrir starfs- og samkeppnisskilyrði fiskvinnslna sem ekki reka útgerð og eru háðar fiskmörkuðum þegar kemur að hráefnisöflun. „Eitt af því sem stendur rekstri þessara fyrirtækja fyrir þrifum er skert samkeppnisstaða vegna svo- kallaðrar tvöfaldrar verðlagningar í sjávarútvegi. Uppgjörsverð vinnslu- og útgerðarfyrirtækja í innri viðskiptum er mun lægra en verð það sem fæst fyrir fiskinn á fiskmörkuðum,“ segir í bréfinu. Kvarta vegna tæplega áratugar aðgerðaleysis Í bréfi samtakanna er vakin at- hygli á því að í kjölfar kvörtunar Samtaka fiskframleiðenda og út- flytjenda sendi Samkeppniseftir- litið frá sér álit árið 2012, sem beint var til þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála, Steingríms J. Sigfússonar. Í álitinu er meðal annars fjallað um samkeppnisstöðu útgerða sem ekki stunda fisk- vinnslu og fiskvinnslufyrirtækja sem ekki stunda veiðar, gagnvart útgerðum sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Telja samtökin það samkeppnis- hindrun að aðeins þeim sem eiga og reka fiskiskip sé heimilt að versla með aflaheimildir, sem er sagt valda því að vinnslur án út- gerðar eiga erfiðara með að verða sér úti um hráefni. Segja skekkju í verðmyndun Jafnframt er vakin athygli á skekkju í verðmyndun þar sem hvati er fyrir félög með útgerð og vinnslu að gefa upp sem lægst verð í innri viðskiptum. „Eftir því sem verð á aflanum sem seldur er til fiskvinnslu í eigu útgerðarfyrir- tækis er lægra þeim mun lægri verður launakostnaður viðkomandi útgerðar og hafnargjöld af lönd- uðum afla.“ Auk þess sem þessi innri viðskipti eru sögð valda því að minni afli fari um fiskmarkaði, sem skekki verðmyndun þar. Samkeppniseftirlitið tilgreindi í áliti sínu fjórar mögulegar leiðir sem eiga að draga úr samkeppnis- hindrunum. Bent var á mögulegar milliverðlagningarreglur, jöfnun hafnargjalda milli útgerða sem stunda vinnslu og þeirra sem gera það ekki, að koma í veg fyrir áhrif útgerða á verðlagsstofuverð og auka heimildir til verslunar með aflaheimildir. „Samtökin skora á ráðherra að tryggja að horft verði til tvöföldu verðlagningarinnar og þeirra sam- keppnishindrana, sem raktar voru í áliti Samkeppniseftirlitsins, í vinnu nefndarinnar. Þau mælast jafnframt til þess að haft verði samráð við sérhæfðu fiskvinnsl- urnar og samtök þeirra og leitað eftir sjónarmiðum þeirra í vinnu nefndarinnar,“ segir í bréfi sam- takanna til Svandísar Svavars- dóttur, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra. Skora á ráðherra í von um betri samkeppnisskilyrði - Benda á að rýmka megi heimildir til kvótaviðskipta og jafna hafnargjöld Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fiskur Fiskvinnslur með útgerð eru sagðar hafa samkeppnisforskot gagn- vart vinnslum án útgerðar sem FA og SFÚ telja ástæðu til að leiðrétta. Tveir karlmenn hafa verið úrskurð- aðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu vegna fjölda þjónaðar- mála að undanförnu. Er tekið fram að meðal annars sé um að ræða þjófnað á farsímum úr búnings- klefum íþróttahúsa á höfuðborg- arsvæðinu. Mennirnir eru báðir á þrítugs- aldri og úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur þá í varðhald til 10. janúar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að rannsóknin sé umfangsmikil og að talið sé að um skipulagðan þjófnað sé að ræða. Í vikunni var meðal annars greint frá því að tólf farsímum hafi verið stolið af hópi barna sem stunduðu frjálsar íþróttir hjá ÍR. Þá var einnig farið inn í búningsklefa Gróttu og nokkrum símum stolið frá iðkendum sem voru á æfingu. Varðhald vegna stuldar úr búningsklefum _ Koma á sérstökum milliverðlagningarreglum sem hafa það að mark- miði, í þessu tilviki, að verðlagning í innri viðskiptum á milli útgerðar- og fiskvinnsluhluta samþættrar útgerðar verði eins og um viðskipti milli tveggja óskyldra aðila sé að ræða. _ Koma í veg fyrir að skip útgerðar sem ekki er samþætt greiði hlutfalls- lega hærri hafnargjöld með því að miða aflagjöld hafna við önnur hlutlæg viðmið, t.d. landað magn eða fiskverð sem væri ákveðið af óháðum opin- berum aðila. _ Breyta ákvæðum laga um Verðlagsstofu skiptaverðs um að útgerðir komi með beinum hætti að ákvörðun um svokallað Verðlagsstofuverð sem útgerðir notast við í innri viðskiptum á milli útgerðarhluta og fisk- vinnsluhluta fyrirtækjanna. _ Heimildir til kvótaframsals verði auknar en slík breyting væri til þess fallin að jafna aðstöðumun fiskvinnslna án útgerðar gagnvart fiskvinnslu samþættra útgerða til að verða sér úti um hráefni til vinnslunnar. Benda á fjórar leiðir til úrbóta ÚR ÁLITI SAMKEPPNISEFTIRLITSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.