Morgunblaðið - 17.12.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.12.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021 Örn Arnarson rýnir í fjölmiðla og fjölmiðlamarkað í Við- skiptablaðinu sem kom út í gær. Pistillinn hefst á þessum orðum: „Út frá sjónar- horni fjölmiðl- unar er fyrst og fremst tvennt sem vekur athygli við fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnar- innar: Mikil aukn- ing á framlögum til Ríkisútvarpsins á meðan fram- lög til einkarekinna fjölmiðla eru lækkuð annars vegar og hins veg- ar að ríkið ætli á næsta ári að verja hálfum milljarði til upp- byggingar á opinberri streym- isveitu óvinsæls efnis.“ - - - Eins og fram kemur í pistlinum er ætlunin að hækka fram- lagið til Rúv. um 430 milljónir á næsta ári, eða um 9%. Framlagið til einkareknu miðlanna lækki um 2% á sama tíma og verði 384 milljónir. „Þarna er ríkið að gera aðhaldskröfu á einkarekna miðla á meðan það er verið að stórauka framlög til ríkismiðilsins,“ segir Örn. - - - Þá bendir hann á að í fjárlaga- frumvarpinu sé gert ráð fyrir hálfum milljarði króna „á næsta ári handa Kvikmyndamiðstöð Ís- lands til að stofnunin geti þróað ríkisrekna streymisveitu til að hýsa myndefni sem einkareknar efnisveitur hafa til þessa ekki haft áhuga að sýna.“ - - - Hefði ekki a.m.k. mátt spara með því til dæmis að gera Rúv. að sinna ríkisreknu streym- isveitunni og draga úr annarri starfsemi? Og var þörf á því fyrir ríkið að færa út kvíarnar í sam- keppninni við einkaaðila? Er rík- issamkeppnin ekki nógu víða? Örn Arnarson Ríkið færir út kvíarnar STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Til athugunar er að leigja gamla Herjólf til Færeyja. Vegagerðin og Strandfarskip hafa átt í viðræðum um hvort mögulegt er að samnýta skipið með einhverjum hætti. Hugmyndin er að það verði í notkun í Færeyjum en þó þannig að hægt verði að kalla það til baka með stuttum fyrirvara, ef á þarf að halda vegna siglinga til og frá Vestmannaeyjum. Eftir að nýi Herjólfur komst í full- an rekstur hefur hlutverk Herjólfs III verið í óvissu. Hann er hugsaður sem varaskip en liggur verkefnalaus við bryggju og er rekstur og viðhald kostnaðarsamt. Hann þykir heldur ekki henta fyrir Breiðafjörð. Strandfarskip rekur almennings- samgöngur þar í landi, meðal annars áætlunarsiglingar á milli eyja. Félag- ið sýndi áhuga á að fá Herjólf III í sína þjónustu, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Það er hugsað sem uppbótarskip vegna mikilla anna á ýmsum siglingaleiðum. Skipið verð- ur fullmannað og í reglubundinni notkun en ekki fast í áætlunarsigling- um. Það þýðir að skipinu verður hald- ið við og áhöfn til staðar og ferjan í að- eins um sólarhrings fjarlægð frá Íslandi. Reiknað er með að niðurstaða fáist í viðræðurnar á næstu mánuðum. helgi@mbl.is Vilja fá gamla Herjólf til Færeyja - Herjólfur III yrði áfram varaskip fyr- ir áætlunarsiglingar til Vestmannaeyja Morgunblaðið/Ómar Sá gamli Herjólfur III er hættur siglingum og liggur við bryggju. Sverrir Garðarsson, tónlistarmaður og fyrr- verandi formaður Fé- lags íslenskra hljóm- listarmanna (FÍH), lést á Landakotsspítala 7. desember, 86 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 22. febrúar 1935, sonur Garðars Óskars Péturssonar, járniðnaðarmanns og skátaforingja, og Sig- ríðar Ólafsdóttur skrif- stofumanns. Að loknu námi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar var Sverrir einn vetur við verslunarnám og tvo í tónlistarskóla, auk nám- skeiða heima og erlendis. Hann var skrifstofumaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og hjá Álafossi h.f. og seinna starfsmaður Málarafélags Reykjavíkur. Aðeins 16 ára gamall hóf Sverrir að spila á trommur í danshljóm- sveitum. Hann lék m.a. með hljóm- sveit Gunnars Ormslev og hljóm- sveit Eyþórs Þorlákssonar, auk þess að stjórna eigin hljómsveitum. Tríó Sverris spilaði á Hótel Loftleiðum um margra ára bil. Þá lék hann með Lúðrasveitinni Svani og var slag- verksmaður í Sinfón- íuhljómsveit Íslands um langt árabil. Réttindamál hljóm- listarmanna voru Sverri hugleikin. Hann var í stjórn og fram- kvæmdastjóri FÍH og formaður 1968-1987. Eitt af helstu afrekum hans var að stofna Tónlistarskóla FÍH. Sú framsýni átti eftir að valda byltingu í uppbyggingu íslensks tónlistarlífs. Síðustu tvo áratugi dvaldi Sverrir á Flórída yfir vetur- inn. Hann lék þar reglulega með stórhljómsveit og sinfóníuhljóm- sveit. Sverrir tók þátt í starfi Sjálfstæð- isflokksins og var bæði í flokksráði og verkalýðsráði. Jafnframt sat hann í stjórn fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Reykjavík og átti sæti í miðstjórn ASÍ. Hann kvæntist Þorgerði Guðrúnu Sigurðardóttur (1938-2019), fulltrúa hjá VR, árið 1957. Þau skildu. Börn þeirra eru Garðar og Ásdís. Útför Sverris verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. desember kl. 15. Andlát Sverrir Garðarsson tónlistarmaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.