Morgunblaðið - 17.12.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021 TIL SÖLU/LEIGU Völuteigur 17, 270 Mosfellsbæ Stærð: 2.092,2 m² Gerð: Iðnaðarhúsnæði Verð: 430.000.000 Bergsveinn S. 863 5868 Sigurður J. Helgi Már S. 897 7086 Magnús S. 861 0511 Ólafur S. 824 6703 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is - Sími 534 1020 Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Húsnæðið skiptist í 1.200 m² vinnusal með mikilli lofthæð með öflugu loftræstikerfi. Innangengt er úr vinnusal í 736 m² vörugeymslu með mikilli lofthæð og tveimur háum innkeyrsluhurðum. Salerni og starfsmannaaðstaða er á jarðhæð við hlið aðalinngangs. Skrifstofa er á 2. hæð sem er skráð 143,1 m² og er nýstandsett að miklu leyti og skiptist í opið rými, 5 lokaðar skrifstofur, kaffiaðstöðu og Wc. Parket á gólfum í skrifstofuhluta. Gott malbikað athafnasvæði er við húsið með góðri aðkomu s.s. fyrir stór tæki, bíla og gáma. Laust frá 1. febrúar 2022 Nánari upplýsingar um eignina veitir Helgi Már Karlsson löggiltur fasteignasali og leigumiðlari í s. 897 7086 helgi@jofur.is Loðnuvertíð ársins lýkur um helgina þegar jólafrí sjómanna hefst sam- kvæmt kjarasamningum. Sjómenn á uppsjávarskipum eiga frí frá og með 20. desember til og með 2. janúar. Veiðar mega því hefjast aftur 3. jan- úar. Flotinn var í gær 50-60 mílur norðaustur af Langanesi og hefur aflinn undanfarið oft verið 2-500 tonn á dag. Nú er búið að veiða tæplega 40 þúsund tonn frá því að vertíðin hófst í síðasta mánuði, samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu. Hugsanlega vantar í þá tölu nýjustu löndunarskýrslur. Ljóst er að verk er að vinna fyrstu þrjá mánuði næsta árs við að veiða og vinna loðnuna, en heildarkvóti ís- lenskra skipa er 662 þúsund tonn. 17 skip hafa landað loðnu í haust og er Jón Kjartansson SU búinn að landa 4.223 tonnum. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar kemur fram að undanfarna daga hef- ur loðnuveiðin gengið misjafnlega. Skipin eru yfirleitt að toga á litlum bletti þannig að það er þröng á þingi. Það virðist vera misjafnt hvernig skipin hitta á torfurnar og eins hefur gerð veiðarfæranna án efa einhver áhrif á árangurinn, segir á heimasíð- unni. Getur verið býsna brellin Haft var eftir Þorkeli Péturssyni, skipstjóra á Bjarna Ólafssyni, að ein- ungis væri um dagveiði að ræða. „Þetta fer að skila einhverju um klukkan hálftíu til tíu á morgnana en svo er það búið um hálffjögur eða fjögur á daginn. Eftir það fæst varla nokkuð. Loðnan er býsna brellin og getur verið erfitt við hana að eiga,“ sagði Þorkell. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Vertíð Ásgrímur Halldórsson SF og Jón Kjartansson SU á makrílveiðum. Loðnuveiðum ársins lýkur um helgina - Búið að veiða rúm 40 þúsund tonn Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er nauðsynlegt að fá góða heim- ild um þetta gos og gott að geta gert einhverja samantekt um það,“ segir Jón Rúnar Hilmarsson, ljósmyndari í Reykjanesbæ. Jón fékk á dög- unum 800 þúsund króna styrk úr Uppbyggingar- sjóði Suðurnesja til að gera heim- ildarmynd um eldgosið í Fagra- dalsfjalli. Hann hefur fylgst vel með gosinu frá því það hófst í mars og kveðst eiga mikið af flottu myndefni. „Ég starfa sem ljósmyndari og hef farið nokkuð oft þarna upp eftir til að mynda. Þá hef ég yfirleitt verið með dróna,“ segir Jón sem hefur meðal annars starfað fyrir Víkurfréttir og gefið út ljósmyndabækur. Jón er ánægður með að hafa feng- ið eldgos í túnfætinum hjá sér og kveðst hafa notið þess að mynda gos- ið. „Við höfum ekki fengið gos þarna á okkar lífstíð. Ég sé fyrir mér að í þessari mynd muni ég flétta saman myndefni frá gosinu og taka síðan viðtöl við fólk, til að mynda vís- indamenn, löggæsluaðila og fólk í Grindavík svo það verði til þokkaleg heimild um þetta.“ Hann segir aðspurður að ekki liggi fyrir hvar myndin verði sýnd þegar hún verður kláruð næsta vor eins og stefnt er að. „Ég gæti trúað að þessu verði gerð skil í sjónvarpsþætti Vík- urfrétta á Hringbraut en það er ekk- ert frágengið enn þá. Svo myndi ég halda að menningar- og ferðaþjón- ustuaðilar á Suðurnesjum gætu haft áhuga á þessari mynd.“ Rólegt hefur verið yfir gosinu síð- ustu vikur og sumir vilja meina að hægt sé að lýsa því formlega yfir að því sé lokið. „Já, er það ekki bara? Maður veit auðvitað aldrei en þetta lítur þannig út. Ég á reyndar eftir að fara sjálfur þarna upp eftir og mynda til að fá yfirsýn yfir það. Ég fer í það ef það styttir einhvern tímann upp.“ Mikilvægt að fá góða heimild um eldgosið - Jón á mikið drónamyndefni og vinnur að heimildarmynd Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjónarspil Eldgosið í Fagradalsfjalli var afar myndrænt þegar mest lét. Jón Rúnar Hilmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.