Morgunblaðið - 17.12.2021, Side 21

Morgunblaðið - 17.12.2021, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021 Snæfellsnesi gerðu átak í að mal- bika götur í bæjum og þorpum á nesinu. Hann leiddi vinnu við stofnun Sorpurðunar Vestur- lands hf. á tíunda áratugnum þegar sveitarfélögin á Vestur- landi stigu það gæfuspor að sam- einast um einn urðunarstað. Eitt eftirminnilegasta verkefnið sem hann kom að var baráttan fyrir því að tryggja að jöfnun síma- kostnaðar sem var mikið hags- munamál í dreifðum byggðum og þar nutu fleiri en Vestlendingar góðs af vinnu Guðjóns. Guðjón lét af störfum hjá SSV árið 2000 og flutti þá burt úr Borgarnesi og síðustu starfsárin kenndi hann stærðfræði við Tækniskólann. Hann fylgdist vel með því sem var í deiglunni á Vesturlandi, las Skessuhorn og spurði frétta. Það er okkur starfsfólki SSV ógleymanlegt þegar Guðjón heimsótti okkur á 50 ára afmæli samtakanna, rifj- aði upp gamla tíma og lék á alls oddi. Við leiðarlok verður að nefna að minni Guðjóns var ein- stakt og hann hafði frásagnar- hæfileika í ríkum mæli sem glöddu marga sem með honum störfuðu. Hann var víðlesinn og fróður og naut þess að eiga við- ræður við samferðafólk. Guðjón Ingvi var SSV farsæll framkvæmdastjóri, fylginn sér og lagði gjörva hönd á plóg í fjöl- mörgum verkefnum sem voru Vesturlandi til framdráttar. Hann markaði spor sem við njót- um enn og þökkum af heilum hug á kveðjustund. Við sendum fjölskyldu Guð- jóns Ingva okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi, Hrefna B. Jónsdóttir, Ólafur Sveinsson og Páll S. Brynjarsson. Guðjón Yngvi var í litlum hópi ungmenna sem urðu samferða gegnum Menntaskólann á Laug- arvatni og luku stúdentsprófi 1959. Guðjón var stærðfræðingur góður, liðtækur í íþróttum eins og aðrir Hvergerðingar og bar af bekkjarsystkinunum í skák. Eftir stúdentsprófið dreifðist þessi litli hópur í ýmsar áttir, en eftir að starfsönnum tók að létta fórum við þó að hittast reglulega, þau sem bjuggu á höfuðborgarsvæð- inu eða nágrenni og heilsu höfðu til. Guðjón var tryggur þátttak- andi í þeim fundum og lét jafnan í ljós gleði sína yfir að hitta gamla félaga, þótt ekki kæmi hann alltaf fyrstur til fundar. Endurfundir gamalla skóla- félaga leiða vel í ljós hvað hver manneskja varðveitir vel per- sónuleika sinn þótt ólík lífsreynsla hafi mætt hverjum og einum og haft sín áhrif. Guðjón var sjálfum sér líkur til hins síðasta. Hann hafði strax í æsku skerta heyrn en lét það ekki hamla félagslegum samskiptum þótt hann þyrfti stundum að hvá eða hækka róm- inn. Hann var áhugasamur um þjóðmál, hafði gaman af að rök- ræða þau og hélt fast á sínum hlut – sumir sem minna voru fyrir rök- ræður kölluðu það þras. En það var alltaf gaman að ræða við Guð- jón, ekki síst í tveggja manna tali. Hann beitti alltaf rökum og spurningum en ekki stóryrðum eða yfirlýsingum, kaldhæðni átti hann til, en allar deilur enduðu með brosi. Á síðustu starfsárum stundaði Guðjón kennslu. Fyrir mína bón tók hann að sér að undirbúa ung- menni undir örlagaríkt stærð- fræðipróf. Þá varð ég vitni að hví- líkur snilldarkennari hann var, því honum tókst að opna glufu á vegg sem nemandanum hafði þótt ósigrandi. Hópurinn litli frá Laugarvatni fer minnkandi, en við sem eftir lif- um geymum skýra mynd af Guð- jóni bekkjarfélaga okkar í huga og minnumst hans með hlýju og virðingu. Aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Vésteinn Ólason. Elskuleg mág- kona mín og kær vin- kona, Svanhildur Svansdóttir, sem alltaf var kölluð Svana, er látin. Svana ólst upp á Ásvallagötu 29 ásamt foreldrum sínum og Þóri stóra bróður, en á næstu hæð bjuggu móðuramma hennar og afi. Þegar ég kom inn í fjölskylduna urðum við strax góð- ar vinkonur, hún hafði svo létta lund og skemmtilegan húmor. Svana byrjaði að vinna á Landakoti 1966 sem læknaritari og það varð hennar ævistarf. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með henni sem læknaritari fyrst á Landakoti og síðan hjá Röntgen Domus Medica. Betri samstarfskonu var vart hægt að hugsa sér. Hún var vandvirk og duglegur læknaritari. Hún kynntist Svani sínum þeg- ar hún bjó ennþá heima, en þau fluttu fljótlega til Noregs í eitt ár þar sem Svanur var við nám. Svana heillaðist mjög af Noregi og þau hjónin fóru fyrir fáum árum á fornar slóðir. En þegar þau giftu sig var það ekkert venjulegt brúð- kaup, því ásamt þeim gengu þrjár systur Svans að eiga unnusta sína þann dag í Háteigskirkju. Svanur kemur úr stórum systkinahóp, þau systkini eru mjög samrýmd og hittast oft. Fara í göngutúr einu sinni í viku ásamt mökum og gjarnan á kaffihús á eftir, eða heim til Svönu og Svans því þar var allt- af heitt á könnunni og bakkelsi. Svana lærði á píanó þegar hún var lítil stelpa og fór síðar á ævinni í Tónlistarskóla Hornafjarðar og tók 4. stig í píanónámi. En oftast spilaði hún eftir eyranu. Hún var góð í að setja saman tækifærisvís- ur um ættingja og vini og var oft mikið hlegið að þeim. Svana hafði líka gaman af því að syngja og söng í nokkrum kórum um ævina Svana og Svanur eignuðust þrjú börn, Huldu Björk, Gísla Svan og Erlu, sem öll eru yndis- legar manneskjur. Hún var stolt af börunum sínum, mökum þeirra og Svanhildur Svansdóttir ✝ Svanhildur Svansdóttir fæddist 25. mars 1947. Hún lést 2. desember 2021. Útförin fór fram 14. desember 2021. barnabörnunum sem hún elskaði að stjana við. Fyrstu 14 árin var Svanur til sjós og því sjaldan heima. Hann var loftskeyta- maður og rafeinda- virki á Bjarna Sæ- mundssyni og þá kom í hlut Svönu að sjá um börn og bú, sem hún gerði af al- úð. Síðan fór Svanur að vinna hjá Ratsjárstofnun og því fylgdi flutningsskylda, svo þau fluttu á Höfn, þar leið þeim vel, eignuðust nýja vini, tóku þátt í fé- lagsstarfi og sóttu danstíma, en dansinn var þeirra líf og yndi. Síð- an lá leiðin á Bakkafjörð og þaðan í Kópavoginn, þar sem þau bjuggu síðan. Við Þórir heimsóttum þau oft hvar sem þau bjuggu og alltaf tóku þau á móti okkur með mikilli gestrisni og væntumþykju. Og á kvöldin settist Svana oftast við pí- anóið og spilaði. Í haust ákváðu þau að minnka við sig og seldu rað- húsið og áttu að flytja í nýju íbúð- ina 18.12. nk. En forlögin ætluðu elsku Svönu að flytja annað Síðustu árin reyndust henni mjög erfið. Þessi lífsglaða yndis- lega mágkona mín átti í harðri bar- áttu. Hún þjáðist af þunglyndi, vildi ekki leita aðstoðar, heldur gerði eins og svo margir; hún reyndi að sefa þunglyndið með áfengi. Eftir því sem ári liðu réð hún verr og verr við ástandið og lést eftir tveggja mánaða veikindi 2. desember síðastliðinn. Elsku Svanur, Hulda Björk, Gísli, Erla og fjölskyldur. Við Þór- ir sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Matthildur (Mattý) og Þórir. Ég vil með fáeinum orðum fá að kveðja Svanhildi Svansdóttur og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Svanhildur var æskuvinkona eiginkonu minnar Eddu Farestveit en Edda lést fyr- ir nær tíu árum. Í tilhuganalífi okkar Eddu brá Svanhildi oftar en ekki fyrir og varð hún og síðar fjöl- skylda hennar ríkur hluti af tilveru okkar næstu fimm áratugi. Svan- hildur hafði ríka samkennd með fólki og ræktaði vel samband við fólkið sitt og vini. Það var ávallt gott að heimsækja Svönu og Svan hvort sem þau bjuggu úti á landi eða í Jörvalindinni. Við Svanur átt- um sameiginleg áhugamál m.a. í hjólreiðaferðum um hálendi Ís- lands, ferðir sem auðguðu tilfinn- ingu okkar fyrir stórkostlegri náttúru landsins. Þegar kona mín veiktist af krabbameini sýndi Svanhildur hvers virði einlægur vinur er. Seinustu mánuði í lífi konu minnar kom Svanhildur gangandi úr Jörvalindinni í öllum veðrum yfir í Lautasmára og sam- an fóru þær út að ganga stundum í Fífunni þegar veðrið var þannig eða þær undu heima okkur við að rifja gamlar minningar, fara yfir gömul bréf og myndir frá æskuár- unum, upprifjun sem oftar enn ekki vakti hjá þeim ómælda kátínu og hlátur. Ég mun ævinlega vera þakklátur Svanhildi fyrir þetta framtak. Gunnsteinn Gíslason. Elsku Svana, ein besta vinkona mín til margra ára, er fallin frá eft- ir erfið veikindi. Það dimmdi skyndilega yfir og allt varð svo drungalegt þegar þessar fréttir bárust mér að morgni 2. desember sl. Vinátta okkar Svönu hefur ver- ið óslitin í rúm 60 ár eða síðan við kynntumst í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar árið 1960. Á þessum árum var ég heimagangur á Ás- vallagötu 29 þar sem Svana bjó með foreldrum sínum og ömmu, Þorbjörgu Jónsdóttur, sem var þekkt fyrir þjóðbúningasaum. Mikið var ljúft að koma í þá hlýju sem þar ríkti. Oftar en ekki var spjallað við eldra fólkið áður en haldið var á vit ævintýranna eins og gengur hjá unga fólkinu. Í einni ævintýraferðinni hitti hún Svan sem varð eiginmaður hennar. Eft- ir það voru þau oftast nefnd í sömu andránni, Svana og Svanur, eða bara svanaparið. Það er ekki sjálf- gefið í lífinu að eignast svona trausta og góða vini eins og þau Svönu og Svan. Þau hafa alltaf verið boðin og búin að aðstoða mig í hinum ýmsu verkefnum, því hjálpsamara fólk er vandfundið. Svana var einstaklega hlý og góð manneskja sem vildi öllum vel. Hún var næm á samferðafólkið og dugleg að rækta vinskapinn með góðum og gefandi samverustund- um. Margt var henni til lista lagt og eitt var það að semja skemmtileg- ar vísur við hin ýmsu tækifæri. Henni fylgdi léttleiki og góð kímni- gáfa sem kom vel fram í vísunum því hún hafði gott auga fyrir því skemmtilega í tilverunni. Það var mjög gaman að grínast og hlæja með henni og oftast var um sak- laust grín að ræða og þá jafnvel að okkur sjálfum. Svana var söngelsk og tók hún þátt í kórastarfi bæði hér fyrir sunnan og á landsbyggðinni þar sem þau bjuggu. Einnig var hún flink að spila á píanó og átti það til að setjast við hljóðfærið og leika undir fjöldasöng þegar þannig stóð á. Sá siður hefur haldist í gegnum árin hjá okkur vinkonunum, mér, Svönu og Guðrúnu Norðfjörð, að hittast í kringum afmælin okkar. Það stóð ekki á Svönu að hugsa út afmælisgjafirnar, semja vísur og gera þessar stundir ógleymanleg- ar. Ég á óteljandi minningar með henni og þeim hjónum, t.d. heim- sóknirnar til Hafnar í Hornafirði árin 1991 og aftur 1996. Móttök- urnar voru stórkostlegar og liðu dagarnir fljótt í skoðunarferðum og góðri leiðsögn þeirra hjóna um fallega landslagið fyrir austan. Svana var mikil gæfumann- eskja í lífinu. Hún eignaðist ynd- islega fjölskyldu og leyndi það sér ekki hversu vænt henni þótti um fólkið sitt. Alltaf um þetta leyti árs voru jólapakkarnir komnir á sinn stað, því hún hafði verið að huga að gjöfunum smátt og smátt yfir árið. Elsku besta vinkona. Tilhugs- unin um að fá ekki fleiri símtöl jafnvel seint að kvöldi, skemmtileg boð og góðar stundir saman er erf- ið. Ég kveð Svönu mína með sár- um söknuði og þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Hún var ómetanlegur hlekkur í vina- keðjunni. Mína dýpstu samúð votta ég fjölskyldunni allri og þar með talið bróður hennar og hans fjölskyldu. Megi allar góðu minningarnar veita huggun og styrk. Sigrún L. Baldvinsdóttir. Elsku besta Tóta Mæ. Ég trúi því ekki að ég sé að skrifa þetta. Systir mín. Við vorum bara að halda uppá 31 árs afmælið þitt fyrir nokkrum vikum. Við vitum manna best að við vorum ekki alltaf bestu vinkonur enda erfitt þegar tveir stórir karakterar fæddir með litlu millibili eiga í hlut. Sporðdreki og bogmaður, svart og hvítt. Við vorum svo ólíkar að fólk hélt að við ættum ekki sömu foreldra. Við tvær vor- um samt miklu líkari en margir gera sér grein fyrir – tvær perlur í skel. Þegar við vorum litlar þá vildi mamma helst hafa okkur í stíl og það kom tími þar sem við vildum það alls ekki þegar við vorum krakkar og unglingar að skapa okkar eigin stíl. En núna í seinni tíð vildum við helst alltaf eiga allt Tóta Van Helzing ✝ Tóta Van Helz- ing, Þórunn María Einarsdóttir, fæddist á 21. nóv- ember 1990. Hún lést 3. desember 2021. Útförin fór fram 16. desember 2021. eins sitt í hvorum litnum svo fólk þekkti okkur nú örugglega í sundur. Við vorum svo miklar systur. Þú passaðir mig alveg frá því ég var lítil baun í mallanum á mömmu og ég pass- aði upp á þig alveg frá því ég gat staðið í fæturna, við pöss- uðum hvor aðra. Ég var hinum megin á hnettinum í námi þegar þú hringdir í mig og sagðir mér að þú værir lasin. Ég hef aldrei verið jafn hrædd og ekki get ég ímyndað mér hvernig þér leið. En þú varst svo mikill nagli allan tímann, tvær heilaskurðaðgerðir, 30 geislameðferðir, 8 lyfjameð- ferðir og þú blést ekki úr nös. Óhrædd og til í tuskið. Ég hef verið með stjörnur í augunum gagnvart þér alla ævi, elsku Tót- an mín, en aldrei eins mikið og síðasta árið. Mér finnst þetta svo óraun- verulegt að þú hljótir nú bara að vera niðri í herberginu þínu eða uppi á spítala. Ég er alltaf á leið- inni að hringja til að tékka hvernig þú hafir það og bjóða þér kaffi eða að bíða eftir símtali frá þér að koma og sækja þig. Ég er tilbúin að koma og sækja þig. Ég myndi gefa allt í heim- inum til þess að fá „Totes McGotes is calling“ upp á sím- ann minn. Fá að knúsa þig eða leyfa þér að knúsa mig (sjald- gæft), fá að hnoðast í þér, gefa þér kaffi, gaula eitthvert lag til þess að fara í taugarnar á þér, versla á netinu með þér, pön- kast yfir því hvor eigi að velja þátt til þess að horfa á (við vit- um báðar að það varst alltaf þú), syngja með stefinu í La- w&Order með þér, þú að gera grín að mömmu og ég að pissa á mig úr hlátri eða hlusta á Bridget Jones-diskinn í bílnum og syngja með. Þetta er minn mesti missir og ég veit að ég mun aldrei jafna mig. Við ætluðum að ganga í gegnum lífið saman. Allir segja að tíminn lækni öll sár og sárið muni minnka og það muni aðeins fenna yfir. Að sársaukinn muni breytast í ljúf- sárar minningar. Ég vona að það gerist hjá mér. Ég elska þig mest í heim- inum, ástin mín. Hlakka til að hitta þig næst og ég lofa þér að ég held áfram að vera langflott- ust þangað til. I love you, beibí. Þín alltaf, Vallý Pæ. Valgerður Anna Einarsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN MÁR JÓNSSON, lést föstudaginn 10. desember. Útför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum mánudaginn 20. desember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Streymt verður frá athöfninni á vef Landakirkju. Laufey Konný Guðjónsdóttir Markús Björgvinsson Kristín Jóna Guðjónsdóttir Þráinn Óskarsson Jón Ingiberg Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÚN HLÖÐVERSDÓTTIR, Bíldsfelli III, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðvikudaginn 15. desember. Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 21. desember klukkan 14. Allir eru velkomnir í kirkjuna en vegna sóttvarna þurfa kirkjugestir að sýna neikvætt hraðpróf við innganginn sem er ekki eldra en 48 klst. Heimapróf eru ekki tekin gild. Athöfninni verður streymt á www.selfosskirkja.is. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Árnessýslu, reikn. 325-26-430797, kt. 430797-2209. Árni Þorvaldsson Ása Valdís Árnadóttir Ingólfur Örn Jónsson Hlöðver Þór Árnason Deborah Casalis Sævar Andri Árnason Hafdís Inga Ingvarsdóttir Ingþór Birkir Árnason Lorena Seifritz og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRÓTHEA EINARSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, Fróðengi 7, Reykjavík, lést á Landakoti fimmtudaginn 2. desember. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fjölskyldan þakkar starfsfólki á L5 Landakoti fyrir hlýja og góða umönnun. Kristín Magnúsdóttir Sigurgeir Kári Ársælsson Sigurður Magnússon Sigríður Hálfdánardóttir Einar Sveinn Magnússon Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir barnabörn, langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.