Morgunblaðið - 17.12.2021, Page 29
og svo gátum við alltaf talað um
börnin.
Mig langar til að minnast á
einstakt samband sem Atli mág-
ur minn átti við mömmu sína
alla tíð og eftir að Jónína og
Garðar fluttu á Eyri leið ekki sá
dagur að hann kæmi ekki eða
heyrði í þeim. Eftir að Garðar
féll frá heyrði Atli í mömmu
sinni tvisvar á dag milli þess
sem hann fór í heimsókn til
hennar. Þau höfðu fyrir reglu að
hann hringdi í hana á kvöldin og
hún í hann í hádeginu. Eftir að
Jónína fór að missa sjón sat
hann með henni og skoðaði
myndir sem birtust á samfélags-
miðlum eða í stafræna mynd-
arammanum hennar.
Jónína og Garðar áttu ein-
stakt samband sem var ríkt af
kærleika og mikilli virðingu. Þau
voru bæði afar sjálfstæð og fóru
sínar leiðir ef því var að skipta.
Þrátt fyrir að hafa starfað sam-
an upp á hvern dag í öll þessi ár
í Björnsbúð gáfu þau hvort öðru
rými sem var svo virðingarvert
og fallegt.
Með söknuði kveð ég tengda-
móður mína, konu sem ég lít upp
til og er óendanlega þakklát fyr-
ir að hafa kynnst og tengst.
Margrét.
Engin var eins blíð og góð og
Dimmalimmalimm og engin var
eins hýr og rjóð og Dimmalim-
malimm. Þetta finnst mér passa
allra best við mína elsku móð-
ursystur og betur en við nokk-
urn annan.
Ninna mín fékk hvíldina 95
ára, samt er ég svo langt í frá
tilbúin að kveðja hana. Með
henni fer svo stór hluti af
bernskunni minni. Hún var ein
af lífsvitnunum mínum. Stoðin
og styttan þegar eitthvað bjátaði
á hjá okkur mömmu.
Ég man eftir henni ófrískri af
Jakob þar sem við Björn stóðum
á eldhúsgólfinu i Smiðjugötunni
og góluðum i kór „feitapumpa,
feitapumpa“ og ekki skipti hún
frænka mín skapi við þetta
fremur en annað.
Þegar ég svo var 12 ára byrj-
uðu stelpurnar í bekknum að
spyrja hvort „Ninna í Björns-
búð“ væri ófrísk. Mamma var
sannfærð um að það passaði
ekki. Hún átti eftir að fá aðra
vitneskju seinna sama dag. Atli
kom í heiminn og litla frænkan
12 ára fékk að „hjálpa“ til við að
passa hann.
Alltaf hjálpsöm og alltaf að
taka tillit. Ég man heldur ekki
nokkru sinni eftir að hún hafi
nokkurn tímann byrst sig, þrátt
fyrir að þeir frændur mínir væru
duglegir að finna upp á ýmsum
hlutum, sem foreldrar í dag
myndu líklega fá hjartaáfall yfir.
Ólíkar systur á svo margan
hátt, en samt svo samrýndar og
unnu sem einn maður að því að
undirbúa Kvíarferðirnar og það
sama gilti þegar Jakob slasaðist
á fingri. Svo við Björn vorum
sett út að leika okkur á meðan
þær systurnar bjuggu um fing-
urinn og fórst það að sjálfsögðu
vel úr hendi, eins og annað sem
þær snertu.
Ninna var handavinnukenn-
ari, það var hún sjálf sem kom
sér í það nám, af eigin dugnaði
og framsýni. Það var skottast yf-
ir til hennar þegar einhver
handavinna ekki gekk upp í
Sundstrætinu eða þurfti ráð við
eitthvað annað.
Það var líka hún sem næstum
87 ára sagði dóttur minni að hún
hefði vorkennt svo þessum stelp-
um á Ísafirði sem fóru að eiga
börn bara laust eftir tvítugt.
Hún vildi ferðast og sjá heiminn.
Barnabörnunum hennar og
börnunum mínum kom heldur
betur á óvart hversu mikið þær
systur höfðu ferðast. Einn og
annar staður eða borg í Evrópu
var nefnd og þá heyrðist hljóð úr
horni frá annarri hvorri þeirra
að þarna hefðu þær líka verið.
Systur fæddar á stað sem okkur
í dag finnst afar afskekktur, Kví-
ar í Jökulfjörðum, voru nútíma-
legri í hugsun en jafnöldrur
þeirra á Ísafirði.
Alveg voru þær sammála um
að þær væru ekki Ísfirðingar,
þær voru Grunnvíkingar. Hún
sagði mér af langömmu Kristínu
og að Kvíar í raun hefðu ekkert
verið afskekktar og tæknin kom-
ið fyrst í sveitina í Kvíum.
Þau stóðu saman systkinin
sex frá Kvíum, voru samrýnd og
kenndu okkur börnunum sínum
það sem bestu máli skiptir í líf-
inu, að það skiptir ekki máli
hvaðan þú ert, bara að þú sért
almennileg manneskja. Eins og
börnin mín sögðu á dögunum:
„Þú ert svo heppin mamma, þú
átt svo góða fjölskyldu, það eru
ekki allir eins heppnir og þú.“
Elsku besta Ninna mín. Takk
fyrir allt.
Elsku Björn, Jakob, Atli og
fjölskyldur. Ykkar arfur er
stór. Allt sem mamman ykkar
stóð fyrir og var verður aldrei
fullþakkað.
Drífa.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021
✝
Haraldur Sæ-
mundsson
fæddist á Spít-
alastíg 3 í Reykja-
vík 25. febrúar
1929. Hann lést á
Landspítalanum 5.
desember 2021.
Foreldrar hans
voru Sæmundur
Tómasson trésmið-
ur, frá Járngerð-
arstöðum í Grinda-
vík, og Guðný Sigurðardóttir
frá Þorvaldsstöðum í Hvít-
ársíðu. Þau voru bæði fædd 25.
júní 1888. Guðný lést 1973 og
Sæmundur 1975.
Systkini Haralds eru öll látin,
en þau voru Sigríður Guðný, f.
1920, d. 1991, Ásgeir, f. 1923, d.
2006 og Ása, f. 1924, d. 2021.
Margrét, f. 1916 og Tómas
Grétar, f. 1918 dóu bæði á
fyrsta ári. Hálfbróðir, sam-
feðra, var Guðjón, f. 1913, d.
1993.
Haraldur kvæntist árið 1955
Aðalheiði Jónsdóttur, f. 1927, d.
Sigurður, Ragnheiður, Anna
Jóna, Sveinn, Jón Þór, Birta,
Brynja, Ari, Haraldur, Björn
Brynjúlfur, Arnaldur, Arnar
Már, Védís Halla og Sigurður
Tómas. Barnabarnabörnin eru
hátt á annan tug.
Haraldur ólst upp á Spít-
alastíg 3 og gekk í Miðbæj-
arskólann en vegna heilsuleysis
móður sinnar átti Haraldur alla
tíð skjól hjá fólkinu sínu á Hall-
kelsstöðum í Hvítársíðu.
Áhugamál Haralds voru fjöl-
mörg. Hann spilaði handbolta,
bridds og billjard um áratuga-
skeið, las sögu og lærði tungu-
mál en skákin átti þó hug hans
alla tíð. Þá var hann mikill safn-
ari og frímerkjaheimurinn tók
að lokum yfir og rak Haraldur
Frímerkjamiðstöðina í áratugi,
með tveimur félögum sínum,
fyrst á Týsgötu en lengst af á
Skólavörðustíg. Haraldur hafði
umsjón með alþjóðaviðskipt-
unum enda töluverð umsvif með
frímerki og mynt á þeim tíma.
Fram að því hafði Haraldur
unnið fjölmörg störf til sjós og
lands; var á skaki, vörubílstjóri
á síldarárunum, keyrði leigubíl,
var háloftaathugunarmaður hjá
Veðurstofunni og starfaði hjá
Brunabótafélaginu.
Útförin hefur farið fram.
2017. Foreldrar
hennar voru Elín
Gísladóttir klæð-
skerameistari og
Jón Guðnason bif-
reiðasmiður. Börn
hennar af fyrra
hjónabandi voru
Elín, f. 1946, d.
2021, og Jón Hauk-
ur, f. 1948, d. 2009.
Eftirlifandi makar
þeirra eru Hrafn
Sveinbjörnsson og Sigurlína
Kristín Scheving.
Haraldur og Aðalheiður hófu
búskap á Spítalastígnum en
bjuggu síðar á Háaleitisbraut,
Fljótaseli og Flókagötu. Síðasta
áratuginn var heimili þeirra í
Garðabæ.
Dætur Haralds og Að-
alheiðar eru Helga Aðalheiður,
f. 1956, Hrefna, f. 1958, og
Halla, f. 1967. Eiginmenn þeirra
eru Hróðmar I. Sigurbjörnsson,
Björn B. Björnsson og Víðir
Sigurðsson.
Barnabörnin eru, í aldursröð:
Við nokkuð óvænt fráfall
pabba stendur fjölskyldan á
tímamótum. Mamma lést fyrir
nokkrum árum og þykist ég vita
að allir í þessum sporum skynji
að ekkert stöðvar lífsins þunga
nið, en að sama skapi er allt gjör-
breytt.
Pabbi var yngstur af systkin-
um sínum og iðulega kallaður
Haddi litli, sama hversu hávaxinn
hann varð. Aðstæður á heimilinu
lituðust af veikindum ömmu
minnar, sem var samfellt á
sjúkrastofnunum frá því litli
strákurinn hennar var einungis
fjögurra ára gamall. Þetta tvístr-
aði fjölskyldunni að sumu leyti en
þjappaði henni einnig saman. Það
vildi til að æskuheimilið á Spít-
alastíg 3 var samkomustaður
frændgarðsins og oft glatt á
hjalla.
Ættstofnarnir voru traustir,
föðurættin í Grindavík var pabba
bakhjarl og ekki síður fólkið hans
í Hvítársíðunni. Þar dvaldi hann
löngum hjá Halldóru móðursyst-
ur sinni og afkomendum hennar
sem urðu ævivinir pabba. Á Hall-
kelsstöðum hélt nútíminn seint
innreið sína, rímur voru kyrjaðar
og fólk kunni Íslendingasögurnar
utanbókar. Vísum var kastað
fram oft á dag. Allt þetta varð-
veitti pabbi í huga sér. Hann
skrifaði ýmislegt niður hin síðari
ár og gaf sumt út á bók.
Vissulega litaði óvenjulegur
uppvöxtur lífið. Pabbi var hins
vegar ekki þeirrar gerðar að
velta vöngum yfir fjarveru móð-
urfaðms og glötuðum tækifærum
vegna heilsubrests sem hann
glímdi við á unglingsaldri. Hann
spilaði vel úr því sem hann hafði á
hendi, gerði frímerkin, stóra
áhugamálið sitt, að lifibrauði og
naut lífsins.
Hirðusemi og snyrtimennska
voru einkennismerki pabba og
þótti okkur hann oft heldur forn-
eskjulegur. Honum fannst mikil-
vægt að ganga vel um, spara raf-
magnið og setja hluti aftur á sinn
stað. Botnaði þess vegna ekkert í
okkur systkinunum þegar við
týndum húslyklunum eða kröss-
uðum á símaskrána. Hvað þá að
tjaldinu og veiðistönginni væri
ekki skutlað upp á háaloft kortéri
eftir að rennt var niður Ártúns-
brekkuna. Það bjargaði miklu að
mamma hló bara og hafði ekki
minnstu áhyggjur af svona smá-
munum. Lífsgleði hennar var
gæfa hans.
Við krakkarnir vorum oft
gáttaðir á óbrigðulu minni
pabba og allri þekkingunni sem
hann bjó yfir. Það var bara ekki
hægt að reka manninn á gat.
Óbilandi áhugi á öllu undir sól-
inni skóp víðsýnan og friðelsk-
andi mann sem við vorum öll
stolt af.
Foreldrar mínir voru tryggir
förunautar í gegnum lífið, fjör
og fróðleikur var veganestið.
Fyrir það þakka ég við leiðarlok.
Helga.
Ég hitti Harald Sæmundsson
fyrst haustið 1986 þegar ég var
að gera hosur mínar grænar fyrir
Hrefnu dóttur hans. Vonbiðillinn
var eðlilega dulítið óöruggur um
sína stöðu en sá ótti reyndist
ástæðulaus því Haddi, eins og
hann var jafnan nefndur, og
Heiða kona hans tóku mér af
mikilli hlýju og elskusemi. Allar
götur síðan reyndust þau mér
eins og bestu foreldrar svo aldrei
bar skugga á. Sambandið við þau
hefur verið mér mikils virði alla
tíð. Það er því með miklum trega
sem ég kveð Hadda nú, aðeins
fjórum árum eftir fráfall Heiðu.
Haddi var maður að mínu
skapi. Hann nálgaðist öll mál út
frá rökhyggju sem hann var
gæddur í ríkum mæli og gaf
minna fyrir hismið en kjarnann.
Það var því bæði gagn og gaman
að ræða við hann mál líðandi
stunda enda fylgdist hann vel
með öllu sem á gekk. Þegar við
bættist stálminni og mikil þekk-
ing á fjölmörgum sviðum eins og
landafræði og sögu varð umræð-
an innihaldsrík og stefndi beint
að kjarna hvers máls.
Þau hjónin Haddi og Heiða
reyndust okkur Hrefnu eins vel
og hugsast getur. Í óteljandi
skipti pössuðu þau þegar við
hoppuðum til Parísar eða vöktu
heima fram á nætur þegar við
vorum úti á lífinu. Börnunum
okkar voru þau einstaklega góð
og á þessum árstíma rifjast upp
laufabrauðsskurðurinn og jóla-
boðin sem voru fastir liðir lífsins.
Börnin lögðu enda mikla ást á afa
og ömmu og áttu með þeim dýr-
mætar stundir sem nú er gott að
minnast. Þegar við dvöldum á
Ítalíu árið 1994 komu Haddi og
Heiða í heimsókn um páskana
okkur til mikillar ánægju. Þau
höfðu notað ferðina og farið um
alla Ítalíu áður en þau komu til
okkar enda var Haddi mjög
áhugasamur um ferðalög, menn-
ingu og framandi mat. Þau hjónin
voru meðlimir í ferðaklúbbnum
Eddu og fóru í reisur um Suður-
Ameríku og Austurlönd fjær.
Áhugi Hadda á ferðalögum
tengdist beint fróðleiksfýsn hans.
Honum fannst fátt skemmtilegra
en að sjá, skoða og uppgötva eitt-
hvað nýtt. Árið 2019 fórum við
tveir saman í tveggja mánaða
ferðalag til sjö landa og vorum
lengst af í Víetnam. Í ferðinni
héldum við upp á níræðisafmæli
hans með því að skoða hið stór-
brotna hof Ankor Wat í Kambó-
díu, fljúga í loftbelg og fara út að
borða á fjörugasta veitingastaðn-
um í bænum. Haddi naut alls
þessa út í æsar, glaður og kátur.
Hvort sem við komum til Ind-
lands, Tyrklands eða Dúbaí gat
hann sagt mér heilmikið um land
og þjóð, sögu og staðhætti.
Fyrir utan að vera þekkingar-
brunnur var Haddi glaðsinna og
vandræðalaus maður, ekki til í
honum vesen af neinu tagi. Hann
tók hverjum hlut eins og hann
var, greindi og gerði – og málið
afgreitt. Við sáum fjölmargt í
þessari ferð sem við höfðum aldr-
ei séð áður og það var sérstak-
lega gaman að upplifa það allt
með Hadda. Hann var svo já-
kvæður, fannst allt spennandi
sem stungið var upp á og naut
þess alls með bros á vör. Betri
ferðafélaga er ekki hægt að
hugsa sér.
En nú er ferðalagi lífsins því
miður lokið og komin kveðju-
stund. Með Hadda er genginn
góður drengur sem verður sárt
saknað og lengi minnst.
Björn B. Björnsson.
Haraldur Sæmundsson var
hógvær heiðursmaður með báða
fætur á jörðinni og hjartað á rétt-
um stað. Hann var ljóðelskur,
hagmæltur og alvörugefinn, en
stutt var í spaugið. Er hann ní-
ræður sneri aftur úr langri
heimsreisu sem hann naut til hins
ýtrasta sagði hann með blik í
auga og bros á vör: „Hápunktur
hverrar ferðar er heimkoman.“
Ljóðið Lækurinn eftir Gísla
Ólafsson frá Eiríksstöðum var
Hadda kært, en það heyrði hann
fyrst tíu ára er hann dvaldi hjá
sínum góða vini og læriföður Er-
lingi Jóhannssyni á Hallkelsstöð-
um í Hvítársíðu. Um þann tíma
sagði hann: „Ég lærði meira
þennan eina vetur hjá Erlingi en
öll árin í barnaskóla.“
Ég er að horfa hugfanginn,
í hlýja sumarblænum,
yfir litla lækinn minn
sem líður fram hjá bænum.
Ó hve marga æskustund
áður hér ég dvaldi,
saklaust barn með létta lund,
og leggina mína taldi.
Æskan hverfur, yndi dvín,
allt er líkt og draumur.
Áfram líður ævin mín
eins og lækjarstraumur.
Meðan æðum yljar blóð
og andinn má sig hræra,
skal ég syngja lítið ljóð
læknum silfurtæra.
Þegar ég er uppgefinn
og eytt hef kröftum mínum
langar mig í síðsta sinn
að sofna á bökkum þínum.
Þakklæti og söknuður eru mér
efst í huga er ég kveð minn kæra
vin.
Innilegar samúðarkveðjur,
elsku Hrefna og Bjössi, Helga og
Hróðmar, Halla og Víðir, barna-
börn og aðrir aðstandendur.
Anna Björnsdóttir.
Gáfnavísitalan í Garðabænum
féll í nótt.
Þá Manchester United missti
traustan mann af velli.
Vinir skemmtilegan félaga,
fjölfróðan og frásagnagóðan.
Skákin kvaddi kóng, billinn ás,
lífsleik lokið á flottu skori.
Séntilmaður sagði bless,
sómadrengs saknað verður.
Það slokknaði á öllum perunum
í lengstu seríunni.
Sögur sundruðust og minningar
héldu til stjarnanna.
Börn misstu blíðan afa
og systur góðan pabba.
Haddi er allur.
Sverrir Sigurjón Björnsson,
Áslaug Harðardóttir.
Haraldur
Sæmundsson
Elsku amma, ég
er svo óendanlega
þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þér. Takk fyrir
alla væntumþykjuna, sönginn,
pönnukökurnar og faðmlögin í
gegnum árin. Ein af mínum elstu
minningum um þig er að ég sit í
fanginu á þér á Reynó, með höf-
uðið þétt upp við barminn og þú
ert að rugga mér, sönglandi. Ég
hef örugglega ósjaldan setið
svona í fanginu þínu í gegnum ár-
in, alltaf örugg og elskuð. Síðast
þegar þú hélst svona utan um mig
var fyrir ekki svo löngu, þú varst á
Landakoti og ég var eitthvað
þreytt eftir danstakta næturinnar
svo ég skellti mér upp í rúmið til
þín og við lágum saman, þú hald-
andi utan um mig, mér leið eins og
litlu ömmustelpunni þinni aftur,
örugg og elskuð. Takk fyrir stuðn-
inginn í gegnum allt sem ég hef
tekið mér fyrir hendur, „já …
nafna mín!“ fylgdi iðulega þegar
ég var að segja þér frá einhverju
sem ég var að gera. Takk fyrir
spilakvöldin á Reynó, takk fyrir
að passa að afi svindlaði ekki, þótt
Ingunn K.
Kristensen
✝
Ingunn K.
Kristensen
fæddist 22. sept-
ember 1924. Hún
lést 1. desember
2021.
Útför Ingunnar
fór fram 14. desem-
ber 2021.
það hafi nú örugg-
lega alltaf verið mér
í hag. Takk fyrir að
leyfa mér alltaf að
gista þegar ég bað
um það, takk fyrir að
kynna mig fyrir
þjóðsögum og
draugasögum, takk
fyrir að leyfa mér að
skríða upp í. Takk
fyrir allar góðu mál-
tíðirnar og veislurn-
ar og takk fyrir að allir í fjölskyld-
unni, ég meðtalin, myndu aldrei
bjóða til veislu nema með drekk-
hlaðið borð af mat. Takk fyrir öll
samtölin og trúnóin. Takk fyrir
vináttuna. Takk fyrir styrkinn
þinn og þrjósku, takk fyrir
hlýjuna þína og ást. Takk fyrir
mig amma, takk fyrir að vera
amma mín.
Ingunn S. Unnsteinsd.
Kristensen.
Elsku amma mín.
Mikið er sárt að kveðja þig. Þú
hefur verið ein af mínum sterk-
ustu stoðum í gegnum tíðina og ég
finn að án þín á ég erfitt með að
finna jafnvægi. Ég á eftir að sakna
stundarinnar við eldhúsborðið
heima hjá þér þar sem við sátum
og gátum spjallað um allt á milli
himins og jarðar, þú varst drottn-
ingin í lífi mínu. Ég elska þig. Þitt
barnabarn og besta vinkona,
Guðrún Lilja Kristensen.
Elsku besta amma Inga, þú
varst algjör hetja og lést ekkert
stoppa þig. þú fékkst mann alltaf
til að líta á björtu hliðarnar. Bestu
minningar mínar með þér eru
þegar ég var veikur heima frá
grunnskóla og fór til þín í pössun.
það var alltaf ristað brauð í hádeg-
ismat og við bökuðum oftast eitt-
hvað saman eftir það. Á meðan ég
borðaði hugsaðir þú um næstu
gátu sem þú gast lagt fyrir mig og
brostir síðan og hlóst hvort sem
ég náði henni eða ekki. þú varst al-
veg klárlega ástæðan fyrir því að
ég get leyst öll mín vandamál í
dag. Enda kenndir þú mér að
hugsa út fyrir kassann. Elsku
amma mín, takk fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig öll þessi ár,
þín verður mjög sárt saknað. Þú
munt alltaf eiga stóran hlut af
hjarta mínu og allt sem ég mun
gera í framtíðinni verður þér til
heiðurs. Elska þig amma.
Kristinn Örn Kristensen.
Elsku amma Inga.
Ég mun alltaf muna eftir snjó-
dögunum þegar ég var lítill og eft-
ir útileik að koma inn til þín í heitt
súkkulaði og grjónagraut. Oftast
voru líka til nokkrar sortir af smá-
kökum sem þú hafðir bakað. Það
er þér að þakka að ég fann mat-
arástina og alltaf gat maður leitað
til þín með eldhúsráð og alltaf
hafðir þú bestu ráðin til að gefa
manni eftir áralanga reynslu í eld-
húsi. Mun sakna þess að sitja með
þér og skipuleggja matarboðin og
kaffiboðin sem þú varst þekkt fyr-
ir.
Sakna þín mikið. Þitt barna-
barn
Arnar Ingi Kristensen.