Morgunblaðið - 17.12.2021, Side 32

Morgunblaðið - 17.12.2021, Side 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021 50 ÁRA Harpa ólst upp á Kársnesi í Kópavogi en býr í Lindahverfinu. Hún er leikskólakennari að mennt og er aðstoðarleikskólastjóri á leikskól- anum Lundaból í Garðabæ. „Áhugamál mín eru samvera með fjölskyldu og vinum, útivist, ferða- lög og sund. Ég á hjólhýsi í Danmörku, við Koll- und á Suður-Jótlandi, sem ég fer alltaf í í fríum.“ FJÖLSKYLDA Harpa er í sambúð með Haraldi Þráinssyni, f. 1964. Hann er rafmagnstæknifræð- ingur að mennt en starfar sem rútubílstjóri og er með eigið fyrirtæki. Dóttir þeirra er Unnur Helga Haraldsdóttir, f. 2007. Foreldrar Hörpu eru Kristjana Sigurðardóttir, f. 1943, þroska- þjálfi, búsett í Kópavogi, og Tómas Björn Þór- hallsson, f. 1938, d. 2008, pípulagningameistari og var húsvörður í Sunnuhlíð á seinni árum. Harpa Tómasdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þótt þú hafir lagt þig allan fram um að koma máli þínu til skila, er einhver sem vill ekki hlusta. Erfiðleikarnir verða brátt af- staðnir. 20. apríl - 20. maí + Naut Það hefur hver sína skoðun og þér er óhætt að treysta fyrst og fremst á eigið innsæi. Hafðu þetta í huga þegar þú velur þér verkefni. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Í dag er hætt við togstreitu við fólk með völd. Fólk tekur samt mark á þér og því geta hugmyndir þínar komið öðrum að gagni í vinnunni. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Mundu að hver er sinnar gæfu smiður og þú getur ekki sakast við neinn nema sjálfan þig ef málin eru komin í ógöngur. Treystu dómgreind þinni. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Hugulsemi er það sem færir öðrum hamingju og gleður þig á sama tíma. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þröngsýnir einstaklingar hafa eyði- legt fyrir þér frammi fyrir öðrum. Haltu fast við þitt en láttu aðra um að leysa sínar deil- ur upp á eigin spýtur. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það er ástæðulaust að fyllast sektar- kennd út af þeim hlutum sem ekki er í þínu valdi að breyta. Reyndu að ganga frá laus- um endum þar sem þú getur. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Ef þú færð tækifæri til þess að hafa áhrif á eða vingast við erfiða mann- eskju áttu að grípa tækifærið og hafa hrað- ann á. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Gættu þess að láta ummæli annarra ekki hafa of mikil áhrif á þig. Temdu þér virðingu fyrir sjónarmiðum annarra. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Löngun til að kíkja yfir sjóndeild- arhringinn og uppgötva eitthvað nýtt vakn- ar hjá þér í dag. Leggðu áherslu á að fara í stutt ferðalag til að dreifa huganum. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú ættir að hafa það í huga í dag að þótt áhyggjur geti haldið fyrir okkur vöku þá skila þær yfirleitt litlum árangri. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú átt auðvelt með að laða fram það besta í öðrum sem og að miðla málum þeg- ar menn eru ekki á eitt sáttir. Sýndu þol- inmæði og kurteisi í dag. félagsskap Dugnaði. Svo er ég reyndar eitthvað að reyna fyrir mér í golfinu, sem mér finnst alveg hrikalega skemmtilegt og langar að verða betri á þeim vettvangi. Svo er kallinn eitthvað að reyna að koma veiðidellu inn hjá mér, prufaði það í sumar og fannst það virkilega gam- an og er til í að gera meira af því.“ börnin á fullu í handbolta og fótbolta og fer frítíminn ansi oft í að fylgja þeim á handbolta- og fótboltamót um allt land. Í dag fer svo sem ekki mikið fyrir íþróttaafrekum hjá mér þó ég reyni nú að hreyfa mig reglulega með göngum um fallegu eyjuna okkar eða í „metabolic“ hjá þeim frábæra A nna Rós Hallgrímsdóttir er fædd 17. desember 1981 í Vestmanna- eyjum og ólst þar upp. Anna Rós var alla sína grunnskólagöngu í Barnaskóla Vestmannaeyja og lauk svo stúd- entsprófi frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. „Haustið 2000 flutti ég til Reykjavíkur til að stunda háskólanám,“ en hún tók eitt ár í upplýsingatæknifræði við Háskól- ann í Reykjavík, áður Tækniskól- ann, og lauk svo grunnskóla- kennaragráðu við Kennaraháskóla Íslands árið 2004. Hún bætti svo við sig diplóma í náms- og starfsráðgjöf. Með háskólanámi vann Anna Rós sem afleysingakennari bæði í Selja- skóla og Árbæjarskóla. Hún kenndi sem stundakennari við Árbæjar- skóla skólaárið 2004-2005 og starfaði svo sem náms- og starfsráðgjafi við Árbæjarskóla skólaárið 2006-2007. „Árið 2007 fluttum við aftur heim til Eyja, þegar ég var ólétt að barni númer 2.“ Hún hóf að kenna við Grunnskóla Vestmannaeyja haustið 2008 og var umsjónarkennari á unglingastigi. Hún tók við stöðu deildarstjóra á unglingastigi árið 2010 og starfaði við það þar til hún tók við stöðu skólastjóra haustið 2018. „Eftir nám í náms- og starfs- ráðgjöf jókst áhugi minn á starfs- ráðgjöf og undirbúningi unglinga fyrir nám og störf og hef ég staðið tvisvar fyrir stórum starfakynning- um í Vestmannaeyjum þar sem öll störf í Eyjum voru kynnt grunn- og framhaldsskólanemum. Áhugamálin tengjast mikið vinnunni, lestur, námskeið og fyrirlestrar tengt skólamálum.“ Áhugamál Önnu Rósar hafa ann- ars verið mikið tengd íþróttum gegnum árin. Hún æfði handbolta og fótbolta með ÍBV í mörg ár, upp alla yngri flokka og spilaði í nokkur ár með meistaraflokki ÍBV í hand- bolta, en hún varð Íslandsmeistari með þeim árin 2000 og 2003. „Mað- urinn minn spilaði fótbolta með ÍBV líka í mörg ár og áður en börnin fæddust var maður stuðningsmaður nr. 1 hjá honum. Nú eru tvö yngstu Anna Rós á stóra og samrýnda fjölskyldu og búa öll systkini hennar t.d. í Vestmannaeyjum, sem er ekki sjálfgefið að hennar sögn. „Auk þess eru langflestir vinir okkar líka bú- settir í Eyjum og finnst mér skemmtilegast að eyða tíma með fjölskyldunni og vinum. Hittast og borða saman. Ég hef gaman af því að bjóða fólki í kaffi eða mat og njóta með fólkinu mínu. Ferðalög eru líka ofarlega á listanum, hef gaman af því að ferðast innan- og ut- anlands. Við höfum verið dugleg að ferðast með krakkana um landið og förum örugglega hringinn á hverju ári. Við förum til Spánar nánast á hverju ári, en við höfum aðsetur þar og það er alltaf gott að komast í sól- ina. Þegar Covid verður búið verður maður að bæta úr ferðaþörfinni og fara að heimsækja fleiri staði. Ég er mikil jólamanneskja, sem fylgir því kannski að eiga afmæli viku fyrir jól. Þessi tími, aðventan og jólaundirbúningur, er minn uppá- haldstími og ég þarf í raun að halda í mér að byrja ekki að hlusta á jólalög Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja – 40 ára Í landsliðsbúningi Anna Rós og fjölskylda á Spáni ásamt fjölskyldu systur hennar á leið að horfa á HM í knattspyrnu. Mikil afmælis- og jólamanneskja Með vinahópi Þau skelltu sér í Zipline sl. vor. Hjónin Fyrsta veiðiferðin. Til hamingju með daginn Hvammstangi Lena Penszynka fæddist 1. jan- úar 2021 í Reykjavík. Hún vó 3.770 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Teresa Gabríela Michnowicz og Krzysztof Penszynski. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.