Morgunblaðið - 17.12.2021, Page 34

Morgunblaðið - 17.12.2021, Page 34
34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021 Meistaradeild kvenna A-RIÐILL: Juventus – Servette ................................. 4:0 Wolfsburg – Chelsea................................ 4:0 Lokastaðan: Wolfsburg 6 3 2 1 17:7 11 Juventus 6 3 2 1 12:4 11 Chelsea 6 3 2 1 13:8 11 Servette 6 0 0 6 0:23 0 B-RIÐILL: París SG – Breiðablik............................... 6:0 Real Madrid – Kharkiv ............................ 3:0 Lokastaðan: París SG 6 6 0 0 25:0 18 Real Madrid 6 4 0 2 12:6 12 Kharkiv 6 1 1 4 2:15 4 Breiðablik 6 0 1 5 0:18 1 England Chelsea – Everton.................................... 1:1 Liverpool – Newcastle ............................. 3:1 Leicester – Tottenham ..................... frestað Staðan: Manch. City 17 13 2 2 40:9 41 Liverpool 17 12 4 1 48:13 40 Chelsea 17 11 4 2 39:12 37 Arsenal 17 9 2 6 23:22 29 West Ham 17 8 4 5 28:21 28 Manch. Utd 16 8 3 5 26:24 27 Tottenham 14 8 1 5 16:17 25 Wolves 17 7 3 7 13:14 24 Leicester 16 6 4 6 27:27 22 Aston Villa 17 7 1 9 23:25 22 Crystal Palace 17 4 8 5 24:24 20 Brentford 16 5 5 6 21:22 20 Brighton 16 4 8 4 14:17 20 Everton 17 5 4 8 21:29 19 Southampton 17 3 8 6 16:26 17 Leeds 17 3 7 7 17:32 16 Watford 16 4 1 11 21:31 13 Burnley 15 1 8 6 14:21 11 Newcastle 17 1 7 9 18:37 10 Norwich City 17 2 4 11 8:34 10 Ítalía Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit: Spezia – Lecce.......................................... 0:2 - Þórir Jóhann Helgason lék í 73 mínútur með Lecce en Brynjar Ingi Bjarnason var á varamannabekknum. Rúmenía Farul Constanta – CFR Cluj................... 0:2 - Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í hópnum hjá CFR. Spánn Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit: Albacete – Cádiz ...................................... 0:1 - Diego Jóhannesson lék síðari hálfleikinn með Albacete. Belgía OH Leuven – Club Brugge ..................... 1:4 - Rúnar Alex Rúnarsson hjá Leuven fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. >;(//24)3;( Subway-deild karla Breiðablik – Valur ................................ 89:87 Tindastóll – Þór Þ............................... 66:109 Njarðvík – ÍR...................................... 109:81 KR – Þór Ak.......................................... 83:74 Staðan: Þór Þ. 10 8 2 972:869 16 Keflavík 9 8 1 807:738 16 Tindastóll 10 6 4 852:868 12 Grindavík 9 6 3 744:718 12 Njarðvík 9 6 3 860:759 12 Valur 10 6 4 800:792 12 KR 10 5 5 907:920 10 Breiðablik 10 4 6 1049:1031 8 Stjarnan 8 3 5 708:701 6 ÍR 10 3 7 869:931 6 Vestri 9 2 7 731:800 4 Þór Ak. 10 0 10 738:910 0 NBA-deildin Cleveland – Houston .......................... 124:89 Orlando – Atlanta ............................... 99:111 Philadelphia – Miami ......................... 96:101 Dallas – LA Lakers .................. (frl) 104:107 Milwaukee – Indiana.......................... 114:99 Oklahoma City – New Orleans........ 110:113 San Antonio – Charlotte .................. 115:131 Denver – Minnesota ......................... 107:124 Portland – Memphis......................... 103:113 Sacramento – Washington............... 119:105 Utah – LA Clippers.......................... 124:103 >73G,&:=/D KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Ísafjörður: Vestri – Stjarnan .............. 18.15 HS Orkuhöll: Grindavík – Keflavík .... 20.15 1. deild karla: Akranes: ÍA – Álftanes ........................ 19.15 MVA-höllin: Höttur – Hamar.............. 19.15 Ice Lagoon-höllin: Sindri – Selfoss..... 19.15 Dalhús: Fjölnir – Hrunamenn............. 19.15 1. deild kvenna: MG-höllin: Stjarnan – Hamar/Þór...... 19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Eyjar: ÍBV – Stjarnan .............................. 18 Víkin: Víkingur – KA................................. 18 Kórinn: HK – Valur.............................. 19.30 Ásvellir: Haukar – Afturelding ........... 19.30 Hertz-höllin: Grótta – FH ........................ 20 1. deild kvenna: Hertz-höllin: Grótta – Víkingur ............... 18 Framhús: Fram U – ÍR ....................... 19.15 Í KVÖLD! Þórsara en Watson skoraði 25 stig í leiknum og gaf tólf stoðsendingar. Staðan í hálfleik var 60:40, Þórs- urum í vil, og eftir að Þórsarar skor- uðu 29 stig gegn 14 stigum Tindastóls í þriðja leikhluta var leikurinn svo gott sem búinn. Luciano Massarelli skoraði 17 stig fyrir Þór en Javon Bass var stiga- hæstur í liði Tindastóls með 16 stig. Þórsarar eru með 16 stig í efsta sætinu en Tindastóll er í fjórða sæt- inu með 12 stig. _ Fotios Lampropoulos var stiga- hæstur Njarðvíkinga með 24 stig og ellefu fráköst þegar liðið vann örugg- an 109:81-sigur gegn ÍR þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Njarðvíkingar skoruðu 31 stig gegn 17 stigum ÍR í öðrum leikhluta og ÍR tókst aldrei að snúa leiknum sér í vil eftir það. Haukur Helgi Pálsson skoraði 18 stig og tók sjö fráköst fyrir Njarðvík en Jordan Semple og Triston Simp- son voru stigahæstir ÍR-inga með 17 stig hvor. Njarðvík er með 12 stig í fimmta sætinu en ÍR er í því tíunda með 6 stig. _ Shawn Glover fór mikinn fyrir KR þegar liðið vann 83:74-sigur gegn Þór frá Akureyri á Meistaravöllum í Vesturbæ en Glover skoraði 28 stig og tók tíu fráköst í leiknum. Jafnræði var með liðunum framan af en staðan var 67:67 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Þá tóku KR-ingar öll völd á vellinum og innbyrtu sannfærandi sigur í leikslok. Adama Darbo skoraði 22 stig fyrir KR og tók sjö fráköst en Atle Ndiaye var stigahæstur Þórsara með 20 stig og fimm fráköst. KR er með 10 stig í sjöunda sæti deildarinnar en Þórsarar eru án stiga í neðsta sætinu. Dramatík í Smáranum - Ótrúleg úrslit á Sauðárkróki Morgunblaðið/Unnur Karen Sókn Sigurður Pétursson sækir að Callum Lawson í Smáranum í gær. KÖRFUBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Everage Richardson reyndist hetja Breiðabliks þegar liðið vann drama- tískan sigur gegn Val í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway- deildinni, í Smáranum í Kópavogi í tí- undu umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 89:87-sigri Breiðabliks en Valsmenn leiddu 87:86 þegar mínúta var til leiksloka. Rich- ardsson setti niður þriggja stiga körfu þegar átján sekúndur voru eftir af leiknum og Valsmönnum tókst ekki að jafna metin. Samuel Prescott var stigahæstur í liði Blika með 21 stig og Hilmar Pét- ursson skorað 18 stig og tók sex frá- köst. Callum Lawson skoraði 29 stig fyrir Val sem er með 12 stig í sjötta sæti deildarinnar en Breiðablik er með 8 stig í því áttunda. _ Þá átti Glynn Watson stórleik fyrir Þór frá Þorlákshöfn þegar liðið vann óvæntan stórsigur gegn Tinda- stól í Síkinu á Sauðárkróki. Leiknum lauk með 109:66-sigri Kristian Nökkvi Hlynsson, hinn 17 ára gamli leikmaður íslenska 21 árs landsliðsins í knattspyrnu, fékk óskabyrjun með aðalliði Ajax í Hol- landi í fyrrakvöld. Hann kom þá inn á sem varamaður með stórliðinu í bikarleik gegn Barandrecht, á 82. mínútu, og innsiglaði sigur Ajax með marki úr vítaspyrnu sjö mín- útum síðar. Kristian Nökkvi hefur leikið með varaliði Ajax í hollensku B-deildinni í vetur. Hann lék enn fremur fjóra leiki með 21-árs lands- liði Íslands í haust og skoraði eitt mark. Skoraði í fyrsta leik með Ajax Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 17 Kristian Nökkvi Hlynsson fékk að spreyta sig með aðalliði Ajax. Eyjamaðurinn Elliði Snær Við- arsson hefur framlengt samning sinn við þýska handknattleiks- félagið Gummersbach um eitt ár og er nú samningsbundinn því til sum- arsins 2023. Elliði Snær, sem er 23 ára gamall, gekk til liðs við Gum- mersbach frá uppeldisfélaginu ÍBV í ágúst árið 2020 og er á sínu öðru tímabili með liðinu. Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðs- sonar, er á toppi þýsku B-deild- arinnar en Elliði var fyrsti leikmað- urinn sem Guðjón náði í eftir að hann tók við liðinu. Elliði áfram hjá Gummersbach AFP Landslið Elliði Snær Viðarsson skorar gegn Alsír á HM 2021. Selfyssingar stigu stórt skref í átt- ina að efstu liðum úrvalsdeildar karla í handknattleik í gærkvöld. Þeir tóku þá á móti Frömurum og lögðu þá að velli eftir æsispennandi baráttu, 28:27. Selfoss er áfram í sjötta sæti en er nú aðeins þremur stigum frá efstu liðum deildarinnar. Fram sit- ur áfram í níunda sætinu. Það voru enn tvær mínútur eftir þegar Tryggvi Þórisson kom Sel- fossi í 28:27. Eftir það gekk á ýmsu. Magnús Gunnar Erlendsson, hinn 42 ára gamli markvörður Fram, varði vítakast þegar 14 sekúndur voru eftir. Framarar fengu tæki- færi til að jafna en nýttu ekki auka- kast eftir að leiktímanum lauk. Guðmundur Hólmar Helgason skoraði 9 mörk fyrir Selfoss, Einar Sverrisson og Tryggvi Þórisson fimm hvor. Þorsteinn Gauti Hjálm- arsson skoraði sjö mörk fyrir Fram og Breki Dagsson sex. Vilius Rasi- mas varði 13 skot í marki Selfoss og Magnús Gunnar tíu skot í marki Framara í seinni hálfleiknum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Níu Guðmundur Hólmar Helgason var markahæstur Selfyssinga. Selfoss styrkti stöðuna með naumum sigri Liverpool þurfti að hafa mikið fyrir því að leggja botnlið Newcastle að velli á Anfield í gærkvöld í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en lokatölur urðu þó 3:1 eftir glæsilegt mark sem Trent Alexander-Arnold skoraði undir lokin, með þrumu- fleyg rétt utan vítateigs. Liverpool var án Virgil van Dijk, Fabinho og Curtis Jones sem allir greindust með kórónuveiruna fyrir leikinn. Jonjo Shelvey, fyrrverandi leikmaður Liverpool kom New- castle yfir strax á 7. mínútu. Liverpool var þó komið yfir á 25. mínútu eftir mörk frá Diogo Jota og Mohamed Salah en sigurinn var ekki í höfn undir lokin. Liverpool er því á ný stigi á eftir Manchester City að sautján umferð- um loknum. Chelsea tapaði dýrmætum stig- um á heimavelli þegar Everton mætti á Stamford Bridge og náði þar jafntefli, 1:1. Chelsea dróst þar með aftur úr toppliðunum tveimur og er nú fjórum stigum á eftir City. Mason Mount virtist vera búinn að koma Chelsea á beinu brautina þegar hann skoraði á 70. mínútu en aðeins fjórum mínútum síðar jafn- aði varnarmaðurinn Jarrad Brant- hwaite með sínu fyrsta marki fyrir Everton. Kórónuveiran setur mark sitt á enska fótboltann og ljóst varð í gærkvöld að fáir leikir myndu fara fram um komandi helgi. Þá hafði þegar verið frestað fimm af tíu leikjum úrvalsdeildarinnar og margir hafa kallað eftir því að öll- um leikjum um jólin verði frestað til að hægt verði að ná böndum á út- breiðslu faraldursins. vs@mbl.is Trent tryggði sigur með glæsimarki AFP Magnað Trent Alexander-Arnold fagnað eftir glæsimarkið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.