Morgunblaðið - 17.12.2021, Side 37

Morgunblaðið - 17.12.2021, Side 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi bók kallaði á mikið grúsk og að hugsað væri í þremur víddum, það er texta, myndum og hljóðum,“ segir Anna Margrét Marinósdóttir, einn höfunda bókarinnar Fagurt galaði fuglinn sá! sem nýverið var valin besta íslenska barnabókin að mati starfsfólks bókaverslana. Bók- ina skrifaði Anna Margrét í sam- vinnu við Helga Jónsson, en sam- starf þeirra á sér langa sögu. Í bókinni er fjallað um 44 fugla sem búa hérlendis jafnt í máli og myndum, en Jón Baldur Hlíðberg teiknaðir myndirnar. Til að kynnast fuglunum enn betur er hægt að hlusta á upptökur af öllum fuglunum þar sem heyra má þá garga, væla, syngja og kvaka. Leituðum víða fanga „Við höfum í nokkur ár gefið út bækur með tónlist Jóns Ólafssonar og einnig bækur með dýrahljóðum. Okkur fannst því komið að fugl- unum,“ segir Anna Margrét sem á og rekur Sögur útgáfu ásamt eigin- manni sínum, Tómasi Hermanns- syni. „Helgi byrjaði að skrifa text- ana, senda á mig og svo hjálpuðumst við að. Þetta kallaði á mikið grúsk enda leituðum við fanga víða þar sem þetta var töluverð heimilda- vinna. Kristján Freyr Halldórsson, vinnufélagi minn hjá Sögum, tók líka virkan þátt í þróunarvinnunni. Þeg- ar textarnir lágu fyrir leituðum við til Helgu Gerðar Magnúsdóttur sem hannaði bókina og er algjör snill- ingur. Við vorum heillengi að velta fyrir okkur hvernig svona bók ætti að líta út. Við vorum búin að fara í nokkra hringi þegar við leituðum til Jóns Baldurs, sem kenndi Helgu í Listaháskóla Íslands. Hann á mikið safn mynda sem Helga Gerður valdi úr,“ segir Anna Margrét. Flestar eru myndirnar í lit, en í upphafi hvers kafla koma svart/hvítar teikn- ingar og fremst og aftast í bókinni má sjá hvernig ungar tæplega 20 fuglategunda líta út og inn á milli getur að líta bæði hreiður og egg ólíkra tegunda. Spurð hvað hafi ráðið valinu á fuglum svarar Anna Margrét: „Við reyndum að hafa þetta eins fjöl- breytt og við gátum, völdum fugla sem okkur finnast almennt áhuga- verðir og hafa sérkennileg hljóð. En auðvitað voru líka nokkrir fuglar sem hreinlega urðu að vera með,“ segir Anna Margrét og bendir í því samhengi á rjúpuna, fálkann, hrafn- inn og heiðlóuna, en hún prýðir kápu bókarinnar. Spurð hvort hún eigi sér uppá- haldsfugl stendur ekki á svarinu og Anna Margrét nefnir lóuna. „Ég er þar í hópi með mörgum Íslendingum sem þykir vænst um lóuna, vorboð- ann ljúfa. Ég nýt þess þegar hún syngur „dýrðin-dýrðin“ og kveður burt snjóinn,“ segir Anna Margrét. Þótt bókin hafi, eins og fyrr segir, sigrað í flokki barnabóka segir Anna Margrét ekki hafa verið auðvelt að skilgreina bókina. „Við veltum því lengi fyrir okkur hvort þetta ætti að vera barnabók eða fullorðinsbók og komumst loks að því að þetta er fjöl- skyldubók,“ segir Anna Margrét og bendir á að þótt fuglar séu alls stað- ar í kringum okkar taki fólk mis- mikið eftir þeim. „Kannski kveikir bókin áhuga hjá fólki að hlusta betur eftir og fylgjast betur með fuglum. Fuglalífið er svo ótrúlega fjöl- breytt og fallegt allt í kringum okk- ur,“ segir Anna Margrét og bendir á að það sé gaman að þekkja ekki að- eins fugla í útliti heldur einnig af hljóðum þeirra. „Viðtökurnar við bókinni hafa verið ótrúlega góðar, enda er fyrsta prentun uppseld og önnur prentun í dreifingu,“ segir Anna Margrét og tekur fram að góð- ar viðtökur lesenda og bóksala séu útgefendum ávallt mikil hvatning. Heiðlóa Lóan kveður burt snjóinn og syngur „dýrðin, dýrðin“. Jaðrakan Farfugl sem vingast auð- veldlega við aðrar fuglategundir. „Hugsað í þremur víddum“ - Fagurt galaði fuglinn sá! inniheldur texta, teikningar og hljóð alls 44 fugla - Nýverið valin besta íslenska barnabókin að mati starfsfólks bókaverslana Grúsk Anna Margrét ásamt Pepe. Rjúpa Er villt hæna og göngugarp- ur sem er mikið fyrir felubúninga. Óðinshani Hjá þessum fugli hefur kynjahlutverkunum verið snúið við. Gagnrýnendur The New York Times hafa nú undir lok ársins birt lista yfir 25 eftirlætishljóðritanir sínar á klassík og samtímatónlist sem komu út á árinu. Anna Þor- valdsdóttir tónskáld og Víkingur Heiðar Ólafsson eru bæði á listan- um. Gagnrýnandinn Anthony Tommasini velur af plötu Víkings, Mozart og samtímamenn, sem Deutsche Grammophon gaf út Rondo í d-moll eftir C.P.E. Bach sem hann segir „sérstaklega hressilegt“ í túlkun Víkings en plötuna segir hann enn eina heillandi útgáfu píanóleikarans. Rýnirinn Joshua Barone velur „Enigma“, fyrsta strengjakvartett Önnu sem Spektral Quartet flytur í útgáfu Sono Luminus. Verkið er sagt meistaraleg fyrstu skref tón- skáldsins í glímu við form strengja- kvartettsins en Önnu takist að skapa víðáttumikinn og heillandi hljóðheim með fjórum hljóðfærum. Anna og Víkingur bæði á lista NYT Anna Þorvaldsdóttir Víkingur Heiðar Ólafsson Kristbergur Ó. Pétursson mynd- listarmaður opn- ar á morgun sýn- ingu í sal Wg Kunst í Amster- dam. Hann sýnir málverk, grafík og verk í bland- aðri tækni sem öll eru unnin fyr- ir þessa sýningu. Ljóð eru stór þáttur í sýningunni og er Kristbergur að gefa út ljóða- bók í tengslum við hana. Ljóðin eru bæði á íslensku og í enskum þýð- ingum Aðalsteins Ingólfssonar list- fræðings. Kristbergur sýnir í Amsterdam Kristbergur Ó. Pétursson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.